Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2010, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 20. janúar 2010 FRÉTTIR
VILJA KJÓSA
UM KVÓTANN
Stríðið um kvótakerfið harðnar og óvíst er hvort ríkisstjórnin standist þrýstinginn frá Landssambandi
íslenskra útvegsmanna. Hópur manna sem vill endurvekja Samtökin um þjóðareign hefur lagt fram hug-
myndir um að safna undirskriftum í anda InDefence gegn Icesave-skuldbindingunum og láta þjóðina
sjálfa skera úr um málið í þjóðaratkvæðagreiðslu.
„Við þurfum að fá þjóðaratkvæða-
greiðslu um kvótakerfið. Við höf-
um áhyggjur af því að ríkisstjórn-
in ætli ekki að standa við fyrirheit í
stefnuskrá sinni um innlausn kvót-
ans til lögmætra eigenda eftir svo-
nefndri fyrningarleið,“ segir Grétar
Mar Jónsson, skipstjórnarmaður og
fyrrverandi þingmaður Frjálslynda
flokksins.
Grétar Mar er einn þeirra sem
sótti fund í Reykjavík á miðvikudag
í síðustu viku þar sem lagt var á ráð-
in um það hvernig best yrði að því
staðið að styðja við nauðsynlegar
breytingar á kvótakerfinu.
„Það er mín tilfinning að þetta
eigi meiri hljómgrunn en oft áður.
Ég heyri það í kringum mig að fólk
tekur ekki í mál að ríkisstjórnin gefi
eftir og selji stefnu sína í fiskveiði-
stjórnunarmálinu í einhverjum
hrossakaupum.“
Neyðarfundur gegn LÍÚ
Grétar Mar styður tilraun Jóns
Bjarnasonar sjávarútvegsráðherra
um að leigja árlega út 2.000 tonn
af skötuselskvóta næstu tvö árin án
þess að úthluta honum til útgerða
í samræmi við aflahlutdeild þeirra
innan kvótakerfisins.
„Útgerðirnar greiða nú árlega
um 400 milljónir króna í veiðileyfa-
gjald og barma sér undan því. Frið-
rik J. Arngrímsson, framkvæmda-
stjóri Landssambands íslenskra
útvegsmanna, hefur sagt að þetta
sé nálægt 10 prósentum af árleg-
um arði útgerðarinnar í landinu.
Heildararðurinn er þannig nálægt
4 milljörðum króna sem eru engin
ósköp. Með því að leigja skötusel á
120 krónur kílóið fá landsmenn 240
milljónir króna á ári í afrakstur af
auðlind sinni,“ segir Grétar Mar.
Nokkur fjöldi sótti fundinn síð-
astliðinn miðvikudag, þeirra á
meðal Jón Magnússon, fyrrverandi
þingmaður, og Jón Baldvin Hanni-
balsson, fyrrverandi ráðherra. Auk
þeirra má nefna Guðmund Gunn-
þórsson, Þórð Má Jónsson, Guð-
mund Svavarsson og Finnboga
Vikar sem sæti á í starfshópi sjáv-
arútvegsráðherra um endurskoðun
kvótakerfisins.
Krefja Samfylkinguna um
skýringar
„Fyrningarleið stjórnvalda myndi
hafa í för með sér fjöldagjaldþrot
sjávarútvegsfyrirtækja með til-
heyrandi tjóni fyrir efnahag lands-
ins. Sýnt hefur verið fram á þetta í
skýrslu endurskoðunarfyrirtækis-
ins Deloitte, sem unnin var á síðasta
ári og kynnt hefur verið stjórnvöld-
um. Það er því beinlínis samfélags-
leg skylda útvegsmanna að vinna
gegn þeim skemmdarverkum sem
fyrningarleiðin felur í sér,“
segir í yfirlýsingu Lands-
sambands íslenskra út-
vegsmanna frá 14. janúar
síðastliðnum.
Samkvæmt heimild-
um DV hefur LÍÚ nú sent
Samfylkingunni bréf þar
sem farið er fram á að út-
vegsmenn fái aðgang að
gögnum sem flokkurinn
leggi til grundvallar varð-
andi útfærslu fyrn-
ingarleiðarinn-
ar.
Stjórn-
völd
bregð-
ist
við ef
flot-
inn
siglir í
land
Mikla
athygli vakti í síðustu viku þeg-
ar Friðrik J. Arngrímsson, fram-
kvæmdastjóri LÍÚ, upplýsti um
stjórnarsamþykkt sambandsins um
að sigla flotanum í land ef stjórn-
völd héldu fast við að fara fyrning-
arleiðina með tilheyrandi ögrunum
varðandi skötuselskvótann.
„Það er ótrúleg hótun af hálfu
LÍÚ að láta sér til hugar koma að
beita sjómönnum og landvinnslu-
fólki fyrir sig með þessum hætti;
beita fólkinu sem lifandi skildi fyr-
ir hagsmuni sína,“ segir Ólína Þor-
varðardóttir, þingmaður Samfylk-
ingarinnar. „Ef svo ólíklega vildi til
að þeir létu verða af þessu yrði að
taka á því af festu og fullri alvöru.
Stjórnvöld hafa þá skyldu að auð-
lindir þjóðarinnar liggi ekki ónýtt-
ar og í reiðileysi. Þess vegna hlyti að
koma til álita að útdeila aflaheim-
ildum til skipa utan LÍÚ, skipa sem
ekki hafa kvóta nú þegar og smærri
skipa. Auðvitað grípa
sjórnvöld ekki til
slíkra
ráðstafana fyrr en í fulla hnefana,“
segir Ólína.
Kvótakerfið verði borið undir
þjóðina
Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar-
innar er kveðið á um að lög um
stjórn fiskveiða verði endurskoð-
uð í heild. Endurskoðunin eigi að
stuðla að vernd fiskistofna, stuðla
að hagkvæmri nýtingu auðlinda,
treysta atvinnu og efla byggð í land-
inu og skapa sátt meðal þjóðarinn-
ar um eignarhald og nýtingu auð-
linda sjávar. Þá segir að lagður skuli
grunnur að innköllun og endurráð-
stöfun aflaheimilda á 20 ára tímabili
í samræmi við stefnu beggja flokka.
„Endurskoðunin mun verða unnin
í samráði við hagsmunaaðila í sjáv-
arútvegi og miðað við að áætlun um
innköllun og endurráðstöfun taki
gildi í upphafi fiskveiðiárs 1. sept-
ember 2010. Skipaður verði starfs-
hópur er vinni að endurskoðun-
inni og kalli til
samráðs
hagsmunaaðila og sérfræðinga.“
Af framansögðu má ráða að fátt
bendir til þess að sátt sé að nást um
innköllun fiskveiðiheimilda og end-
urráðstöfun þeirra. Þvert á móti er
að sjá sem mikil átök séu yfirvofandi
um kvótakerfið aldarfjórðungi eftir
að því var komið á laggirnar.
Nú hafa fylgismenn fyrningar-
leiðarinnar og innköllunar kvótans
hins vegar boðað nýjar baráttuað-
ferðir. Þeir hyggjast taka InDefence
sér til fyrirmyndar og safna undir-
skriftum á þverpólitískum grund-
velli og hafa lagt fram hugmynd um
að bera málið undir þjóðina í þjóð-
aratkvæðagreiðslu.
Samtök um þjóðareign
Tólf ár eru liðin síðan Samtök um
þjóðareign voru stofnuð. Það var
gert með ávarpi og undirskriftum
hóps manna. „Fiskimiðin eru í raun
að hverfa úr eign íslensks almenn-
ings til kvótaeigenda þrátt fyrir þau
ákvæði 1. greinar laga um stjórn
fiskveiða, að nytjastofnar á Ís-
landsmiðum séu sameign þjóð-
arinnar og að úthlutun veiði-
heimilda samkvæmt lögunum
myndi ekki eignarrétt eða óaft-
urkallanlegt forræði einstakra
aðila yfir veiðiheimildum. Þetta
samræmist ekki hagsmunum
og réttlætiskennd þjóðarinnar né
hefð í nýtingu fiskimiðanna.
Sjálfstæðisbarátta 19du aldar
og sóknin til lýðveldis á fyrri hluta
20stu aldar var ekki aðeins háð til að
losna undan erlendri áþján heldur
einnig til þess að losna und-
an sérdrægu forrétt-
indakerfi fyrri alda,“
sagði í ávarpinu.
Undir það rit-
uðu 47 einstakl-
ingar nöfn sín.
JÓHANN HAUKSSON
blaðamaður skrifar: johannh@dv.is
Með því að leigja skötu-sel á 120 krónur kílóið fá
landsmenn 240 milljónir króna á
ári í afrakstur af auðlind sinni.
Grétar Mar Jónsson „Ég
heyri það í kringum mig að fólk
tekur ekki í mál að ríkisstjórnin
gefi eftir og selji stefnu sína
í fiskveiðistjórnunarmálinu í
einhverjum hrossakaupum.“
Ólína Þorvarðardóttir „Þess
vegna hlyti að koma til álita að
útdeila aflaheimildum til skipa
utan LÍÚ, skipa sem ekki hafa
kvóta nú þegar og smærri skipa.“
Útvegsmenn vígbúast Friðrik
J. Arngrímsson, framkvæmda-
stjóri LÍÚ, segir að fyrningar-
leiðin leiði til fjöldagjaldþrots
í sjávarútvegi en hann skuldar
þrefaldar árstekjur sínar.