Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2010, Page 23

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2010, Page 23
VIÐTAL 20. janúar 2010 MIÐVIKUDAGUR 23 Uppgötvaði lífið EFTIR ÁRALANGA INNILOKUN Þetta var mjög erfiður tími og í upphafi vildi ég ekkert frekar en að komast aftur í öryggið og leitaði í það sem ég þekkti, trúna. Hins vegar upplifði ég mikil svik og fannst ekki bara menn- irnir hafa brugðist heldur Guð líka. Trúuð Sigga Lund lifði samkvæmt boðorðunum tíu þar til hún varð 31 árs. Þá tók við tímabil sukks og djamms. Í dag er hún hæstánægð með lífið og tilveruna. MYNDIR RAKEL ÓSK Útvarpskonan Sigríður Lund Hermannsdóttir var óðum að nálgast 100 kílóin þegar hún ákvað að taka málin í sínar hendur. Sigga lítur glæsilega út í dag og hefur misst 20 kíló á nokkrum mánuðum. Sigga, sem hefur talað opinskátt um líf sitt síðan hún hóf störf í útvarpsþættinum Zúúber, er ástfangin af sveitastrák og útilokar ekki frekari barneignir þótt hún verði fertug á árinu. Sigga kemur úr kristilegu umhverfi og hjálpaði útvarpsþátturinn henni að komast í gegnum erfiða lífsreynslu tengda trúnni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.