Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2010, Page 24
Sm
áa
ug
lý
si
ng
ar
SÍMINN ER
515
55
50
sm
aa
r@
dv
.is
Hafðu
samb
and
í sím
a 515
-5555
eða s
endu
tölvup
óst
á ask
rift@d
v.is
- inn í h
lýjuna
Fáðu D
V heim
í áskrif
t
Heimamenn í Austurríki undir
stjórn fyrrverandi landsliðsfyrirliða
Íslands, Dags Sigurðssonar, töpuðu
opnunarleiknum á Evrópumótinu í
gærkvöldi, 33-29, gegn Evrópumeist-
urum Dana. Austurríkismenn veittu
sterku liði Dana harða mótspyrnu og
var það ekki fyrr en farið var að líða á
seinni hálfleik að Evrópumeistararn-
ir tóku völdin og náðu sigri.
Það var nánast sama hvað Dan-
ir gerðu í fyrri hálfleik, alltaf komu
heimamenn aftur með mikilli bar-
áttu og sterkum karakter sem fleytti
þeim langt í leiknum. Dagur Sigurðs-
son hefur unnið þrekvirki með aust-
urríska liðið sem spilar ágætis hand-
bolta og hrellti stórlið Dana mikið,
sérstaklega í fyrri hálfleik.
Þá virðist Dagur vera maður nýj-
unganna en hann bauð heldur bet-
ur upp á óvæntan hlut í gær. Í nokk-
ur skipti þegar Austurríki var manni
færra setti hann inn aukamann í
sóknina og þurfti því að taka mark-
vörðinn af velli. Í öll þrjú skiptin tókst
heimamönnum að skora og var það
aðeins í eitt skipti sem Dönum, þá
Hans Lindberg, tókst að skora í tómt
netið. Afar sérstök en skemmtileg
taktík hjá Degi.
Munurinn í hálfleik var tvö mörk,
17-15, en með smá klókindum hefðu
heimamenn getað farið með jafnt inn
í hálfleikinn. Í seinni hálfleik hertu
Danir tökin á leiknum og náðu mest
fjögurra marka forskoti í tvígang. Í
bæði skiptin komu Austurríkismenn
til baka og létu Evrópumeistarana
svo sannarlega hafa fyrir hlutunum,
enda ekki annað hægt fyrir framan
sitt fólk. Það fór svo að Danir höfðu
fjögurra marka sigur, 33-29, og byrja
Evrópumótið því á sigri.
Ljóst er, eins og búist var reyndar
við, að hvorki Ísland né Serbía geti
slegið slöku við gegn Austurríkis-
mönnum sem munu án efa gera allt
sitt til að innbyrða að minnsta kosti
einn sigur á mótinu. Ísland leik-
ur einmitt gegn heimamönnum á
fimmtudaginn. tomas@dv.is
Evrópumeistarar Dana unnu opnunarleikinn:
DAGUR BYRJAR Á TAPI
UMSJÓN: TÓMAS ÞÓR ÞÓRÐARSON, tomas@dv.is
24 MIÐVIKUDAGUR 20. janúar 2010 SPORT
TRYGGVI OG ÞÓRÐUR EKKI NÓGU GÓÐIR Tony Pulis, stjóri Stoke, ber Íslendingunum
sem stjórnuðu félaginu ekki góða söguna. „Ég fékk einu sinni símhringingu frá Gunnari Gíslasyni stjórnarformanni
frá Íslandi. Þá var Stoke með tvo Íslendinga sem hann hafði komið með og hann vildi vita af hverju ég væri
ekki að nota þá. Ég svaraði að þeir væru ekki nógu góðir,“ segir Pulis en hann á væntanlega við Tryggva
Guðmundsson og Þórð Guðjónsson sem komu fyrir tilstuðlan Gunnars en spiluðu lítið sem ekkert. „Hann
sagði að þeir væru víst nógu góðir og að annar þeirra hefði skorað 40 mörk í 10 leikjum fyrir Dog og
Duck á Íslandi. Hann benti mér þá á að ef þeir væru ekki í liðinu í næsta leik væri ég ekki öruggur
með mitt starf. Ég sagði bara honum að gera það sem hann þyrfti að gera. Þetta hefur ekki
gerst síðan að eigandi skipi mér að velja liðið og þetta var mjög spes,“ rifjar Tony Pulis upp.
EM A RIÐILL
RÚSSLA ND - ÚKRAÍNA 37-33
KRÓATÍA - NOREGUR 25-23
1. Rússland 1 1 0 0 37:33 2
2. Króatía 1 1 0 0 25:23 2
3. Noregur 1 0 0 1 23:25 0
4. Úkraína 1 0 0 1 33:37 0
EM B RIÐILL
DANMÖRK - AUSTURRÍKI 33-29
ÍSLAND - SERBÍA 29-29
1. Danmörk 1 1 0 0 33:29 2
2. Ísland 1 0 1 0 29:29 1
3. Serbía 1 0 1 0 29:29 1
4. Austurríki 1 0 0 1 29:33 0
EM C RIÐILL
ÞÝSKALAND - PÓLLAND 25-27
SVÍÞJÓÐ - SLÓVENÍA 25-27
1. Pólland 1 1 0 0 27:25 2
2. Slóvenía 1 1 0 0 27:25 2
3. Svíþjóð 1 0 0 1 25:27 0
4. Þýskaland 1 0 0 1 25:27 0
EM D RIÐILL
SPÁNN - TÉKKLAND 37-25
FRAKKLAND - UNGVERJALAND 29-29
1. Spánn 1 1 0 0 37:25 2
2. Frakkland 1 0 1 0 29:29 1
3. Ungverjaland 1 0 1 0 29:29 1
4. Tékkland 1 0 0 1 25:37 0
Dagur Sigurðsson
Náði ekki sigri í
opnunarleiknum.
Snorri Steinn Guðjónsson gat verið
hetja Íslendinga í gærkvöldi þegar
Róbert Gunnarsson fiskaði vítakast
gegn Serbíu í þann mund sem leik-
tíminn rann út. Serbar voru þá búnir
að jafna metin, 29-29, eftir að Ísland
leiddi með fjórum mörkum undir
lokin, 29-25. Eins og alþjóð veit lét
Snorri verja frá sér og því sjúklega
sárt jafntefli staðreynd. Íslenska lið-
ið sýndi allar sínar bestu hliðar í fyrri
hálfleik og þrátt fyrir ekki jafngóð-
an seinni hálfleik virtist ekkert geta
stöðvað sigur Íslands. Jafnteflið virk-
ar eflaust sem handbremsa á þjóð-
ina enda væntingarnar gífurlegar og
vonbrigðin ólýsanleg. Nú er spurn-
ingin einungis hvort þetta efli strák-
ana okkar eða brjóti þá niður fyr-
ir næsta leik gegn heimamönnum í
Austurríki.
Sparihliðarnar í fyrri hálfleik
Þrátt fyrir klúður í tveimur dauðafær-
um í upphafi leiks náði Ísland strax
forystu, 4-1, og komu öll mörkin úr
hraðaupphlaupum. Vörnin var frá-
bær og Björgvin enn betri fyrir aft-
an. Auðveldu mörkin hrönnuðust
því upp og gjörsamlega keyrðu strák-
arnir yfir Serbana til að byrja með.
Stórskyttan í liði Serba, Momir Ilic,
komst lítt áleiðis gegn framsækinni
og ákafri vörn strákanna.
Eitt helsta vandamál íslenska
liðsins, eins ótrúlegt vandamál og
það nú er, er að geta ekki keyrt yfir
lið þegar þau eru manni færri. Ísland
var einum fleiri í sex mínútur af sjö
um tíma í fyrri hálfleik en náði aldrei
að nýta sér það almennilega. Betur
gekk þegar strákarnir vorum tveimur
færri en þann kafla kláruðu þeir 1-1
með mögnuðu marki Ólafs Stefáns-
sonar.
Eins frábært sóknarlið og Ísland
er þá er þetta vandamál, sem verður
eiginlega að teljast lúxusvandamál,
frekar óþolandi. Sérstaklega þegar
í horninu bíður einn Guðjón Valur
Sigurðsson tilbúinn að skora en Guð-
jón átti frábæran leik í gær og skoraði
9 mörk. Sex marka munur hefði ver-
ið ósköp eðlilegur í hálfleik en varn-
arjaxlinn Ingimundur Ingimundar-
Ísland kastaði því frá sér sem virtist öruggur sigur í fyrsta leik
sínum á Evrópumótinu í Austurríki í gær. Fjögurra marka forysta
undir lokin, 29-25, breyttist í grátlegt jafntefli, 29-29, en Ísland var
yfir allan leikinn. Mikill munur var á íslenska liðinu í fyrri og seinni
hálfleik. Snorri Steinn Guðjónsson fékk tækifæri til að bjarga sigrinum
með vítakasti þegar leiktími var liðinn en lét verja frá sér.
SVO SJÚKLEGA SÁRT
TÓMAS ÞÓR ÞÓRÐARSON
blaðamaður skrifar: tomas@dv.is
Komnir í gegn Vörn Íslands
opnaðist í seinni hálfleik eftir að
hún var frábær í þeim fyrri.