Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2010, Blaðsíða 25
Hefndin var sæt hjá Pólverjum
sem unnu nágranna sína og erki-
fjendur frá Þýskalandi, 27-25, á
fyrsta degi Evrópumótsins í gær-
kvöldi. Þýskaland vann Pólland í
úrslitaleik heimsmeistaramótsins
árið 2007 en liðin hafa ekki mæst á
stórmóti síðan þá. Pólverjar leiddu
nær allan leikinn gegn þýska liðinu
sem virðist ekki líklegt til afreka á
mótinu. Markvörðurinn Slawom-
ir Szmal fór á kostum og skytt-
an magnaða Karol Bielecki skor-
aði sex mörk. Hjá Þjóðverjum átti
markvörðurinn Jogi Bitter einnig
magnaðan leik en hann hélt sínum
mönnum einfaldlega inni í leikn-
um lengi vel.
Ungverjar náðu líklega óvænt-
ustu úrslitum mótsins þegar þeir
gerðu jafntefli gegn heims- og ól-
ympíumeisturum Frakka, 29-29.
Ferenc Ilyés skoraði sjö mörk fyrir
Ungverja en það kom lítið á óvart
hver var markahæstur Frakkanna,
að sjálfsögðu Nicola Karabatic.
Þetta stig getur fleytt Ungverjum
langt á mótinu en Frakkar eru fyrir
fram taldir sigurstranglegastir.
Spánverjar minntu einnig ræki-
lega á sig í gærkvöldi. Iker Rom-
ero skoraði hvorki fleiri né færri en
fjórtan mörk í upprúllun á Tékk-
um, 37-25, en Tékkar ætluðu sér
stóra hluti á mótinu. Þá töpuðu
Svíar einnig fyrir Slóvenum, 25-27,
eftir að hafa leitt meira og minna
allan leikinn. Gífurlega svekkj-
andi hjá Svíunum sem fengu þó
frábæra markvörslu að vanda.
Daniel Beutler, markvörður Flens-
borgar, var með fjörtíu prósenta
markvörslu en það dugði ekki til.
Að lokum vann Króatía Noreg,
25-23, og Rússar sigruðu Úkraínu
í sama riðli, 37-33. Það er sá riðill
sem mætir Íslandi í milliriðli kom-
ist liðið þangað. tomas@dv.is
Ungverjar náðu óvæntu jafntefli gegn Frökkum:
PÓLVERJAR UNNU ERKIFJENDURNA
SPORT 20. janúar 2010 MIÐVIKUDAGUR 25
BABEL BAÐST AFSÖKUNAR Ryan Babel, leikmaður Liverpool,
er kominn aftur í liðshópinn eftir að hafa rifist við Rafael Benitez, knattspyrnu-
stjóra liðsins, fyrir helgi. Babel, sem er 23 ára, reifst við Benitez eftir að hann
lét það flakka á samskiptavefnum Twitter að hann yrði ekki í liðinu gegn Stoke
City síðastliðinn laugardag. Rifrildi varð síðan á æfingasvæði liðsins milli Babels
og Benitez og í kjölfarið var Babel tekinn úr hópnum, en hann hefur nú beðið
stjórann afsökunar og gæti því leikið gegn Tottenham. „Hann kom við á skrifstofu
minni og baðst afsökunar. Hann veit að hann gerði mistök og það er nóg fyrir
mig. Ég þarf ekki að tala frekar um þetta mál,“ sagði Benitez.
YFIRTAKA BJÖRGÓLFS VAR KLIKKUN David Sullivan,
einn af nýjum eigendum West Ham, segir að yfirtaka Íslendinganna hafi verið
klikkun, jafnvel heimskuleg. Hann upplýsti að félagið skuldaði 100 milljónir punda
þegar tilkynnt var að hann hefði tekið yfir 50% eignarhlut. „Við munum vera heið-
arlegir við stuðningsmennina varðandi bókhald félagsins, ójafnvægið í leikmanna-
hópnum og þau brjálæðislegu laun sem Íslendingarnir greiddu hafa sett félagið
í þá stöðu sem það er nú í. Við höfum fjóra mánuði til að kaupa restina af Straumi
en við munum ekki gera þetta eins heimskulega og fyrrverandi stjórnarformaður,“
sagði Sullivan grátklökkur enda stuðningsmaður West Ham frá barnæsku.
RONALDINHO SEMUR
n Fyrrverandi besti knattspyrnu-
maður heims, Ronaldinho, hefur
heldur bet-
ur verið að
minna á sig að
undanförnu.
Hann hefur
staðið sig
svo vel með
AC Milan að
félagið ætlar
að bjóða hon-
um nýjan samning. Hann skoraði
meira að segja fyrstu þrennu sína
fyrir félagið í 4-0 sigri á Siena um
síðustu helgi. Milan hefur leikið frá-
bærlega eftir áramót og hefur saxað
á forskot Inter á toppnum, niður í
sex stig. AC á einnig leik til góða og
þá mætast Mílanó-liðin tvö í stór-
leik um næstu helgi þar sem þeir
rauðsvörtu geta komist enn nær
erkifjendum sínum á toppnum.
HELGI VALUR TIL
ÞÝSKALANDS
n Miðjumaðurinn Helgi Valur
Daníelsson er við það að ganga frá
samningi við þýska félagið Hansa
Rostock. Helgi
sem hefur
átt fast sæti í
landsliðshóp
Ólafs Jóhann-
essonar hefur
verið burðarás
í sænska liðinu
Elfsborg en
minnstu mun-
aði að hann gengi í raðir Hansa
síðastliðið sumar. Hann gengst
undir læknisskoðun hjá félaginu
á miðvikudag eða fimmtudag eftir
því sem kom fram á mbl.is. Sam-
kvæmt sænskum fjölmiðlum borga
Þjóðverjar um 4 milljónir sænskar
fyrir Helga Val eða því sem nemur
70 milljónum íslenskum.
LIÐSAUKI TIL BURNLEY
n Enska úrvalsdeildarliðið Burnley
sem Jóhannes Karl Guðjónsson
leikur með hefur fengið mikinn
liðsauka. Þó ekki inn á völlinn
heldur á bak
við tjöldin.
Með komu
nýja stjór-
ans, Brians
Law, hefur allt
helsta starfs-
lið Sheffield
Wednesday
gengið í raðir
Burnley. Laws sjálfur var rekinn
frá Wednesday í byrjun tímabils.
Owen Coyle sem yfirgaf Burnley á
dögunum fyrir Bolton tók helstu
starfsmenn þess yfir til Bolton og
vantaði því starfsfólk til Burnley.
HARRY VILL RUUD
n Harry Redknapp, knattspyrnu-
stjóri Tottenham, hefur viðurkennt
að hann vilji fá einn albesta fram-
herja heims til liðsins, Hollend-
inginn Ruud van Nistelrooy. Ruud
er ekki inni í
myndinni hjá
Real Madr-
id og hefur
hann fengið
grænt ljós á
að yfirgefa
félagið. „Þetta
er spennandi
en þetta veltur
á því hvers konar samningum er
hægt að ná. Formaðurinn myndi
sjá um þá hlið málsins en hann
er spennandi leikmaður. Hann
var frábær á Englandi og hann er
frábær markaskorari,“ segir Red-
knapp sem er þó með þrjá lands-
liðsframherja innan sinna raða.
MOLAR
SVO SJÚKLEGA SÁRT
son brenndi af dauðafæri og hinum
megin skoruðu Serbar rétt fyrir hálf-
leiksgalið.
Svart í seinni
Björgvin Páll Gústavsson átti frábær-
an leik í fyrri hálfleik og er það nokk-
uð ljóst að Íslandi eru allir vegir færir
haldi það uppi markvörslu á mótinu.
Því miður gerðist það þó eins og áður
hefur gerst að á Björgvini slökknaði
í seinni hálfleik. Vörnin linaðist líka
mikið og fóru stórskyttur Serba að fá
betri færi. Eftir fyrstu sjö mínúturn-
ar í fyrri hálfleik var Ísland aðeins
búið að ná einu stoppi í vörninni og
Björgvin ekki búinn að verja skot. Þó
hafði hann varið þrjú skot inn í mark-
ið. Það var til marks um varnarleik-
inn að fyrsta hraðaupphlaup Íslands
kom ekki fyrr en eftir sautján mín-
útur í seinni hálfleik, Ísland þó með
forystu, 26-22.
Aðalmaður Serba, Momir Ilic, var
tekinn af velli snemma í seinni hálf-
leik sem segir okkur þó að vörnin
hafi verið að gera eitthvað rétt. Aðr-
ar skyttur Serbanna fundu þó fjölina
sína svo um munaði og var Hreiðar
Levy sem kom í markið aldrei ná-
lægt því að verja langskot mótherj-
anna. Hreiðari til varnar voru skot-
in þó mjög erfið og þá varði hann 6
skot, þar af eitt víti og annað dauða-
færi. Betur má þó ef duga skal.
Eins vondur og seinni hálfleik-
urinn var, það er að segja miðað við
fyrri hálfleikinn, virtist Ísland ætla
að hafa góðan sigur enda liðið með
fjögurra marka forskot, 29-25, þeg-
ar skammt var eftir. Þá tóku Serbar
sig til og skoruðu þrjú mörk í röð og
minnkuðu muninn í eitt mark, 29-28.
Ísland fékk þá sókn til þess að kom-
ast yfir en Snorri Steinn fékk dæmd-
an á sig ruðning á klaufalegan hátt.
Serbarnir jöfnuðu, 29-29, „and the
rest is history“, eins og maðurinn
sagði. Svo sárt, svo svekkjandi, svo
erfitt að takast á við.
Arnór svaraði kallinu
Handboltaspekingar landsins hafa
haft miklar áhyggjur af vinstri vængn-
um enda Logi Geirsson hálfur mað-
ur og fóstbróðir hans, Aron Pálmars-
son, óreyndur. Arnór Atlason slökkti
þó í þeim áhyggjum, sérstaklega í
seinni hálfleik. Arnór fór hreinlega
á kostum og bjargaði íslenska liðinu
oft úr erfiðum aðstæðum með glæsi-
legum gólfskotum. Arnór hélt sókn-
arleiknum nánast einn uppi á loka-
kafla leiksins og er vonandi að hann
haldist heill. Hann lék líka 52 mínút-
ur af 60 en miklar áhyggjur hafa verið
af líkamlegu ástandi hans.
Annar maður sem fann sig þó
ekki í skotunum var fyrirliðinn, Ól-
afur Stefánsson. Darko Stanic, mark-
vörður Serbíu, virtist hafa stúderað
Ólaf til þrautar og varði frá honum
trekk í trekk. Oftar en ekki var hann
líka mættur í hornin löngu áður en
Ólafur skaut og greip meira að segja
tvö, ef ekki þrjú skot frá fyrirliðanum.
Ólafur var þó ómetanlegur í sóknar-
leiknum að vanda.
Dagur til að hugsa málin
Ísland er svo heppið, eða óheppið
eftir því hvernig litið er á málið, að
hvíla á miðvikudag og leika ekki næst
fyrr en á fimmtudag. Þá mæta Ís-
lendingar heimamönnum í Austur-
ríki sem fóru flatt á því gegn Dönum
þrátt fyrir að sýna góðan leik. Sigur
ætti að sjálfsögðu að teljast forms-
atriði en margt í leik Austurríkis þarf
að skoða vel og er bókað að þjálfarar-
nir þrír, Guðmundur, Óskar Bjarni og
Gunnar Magnússon, munu fara vel
yfir liðsmenn Dags Sigurðssonar sem
þráir eflaust að hirða sigur af sínum
gömlu félögum.
Leikmenn Íslands geta þá einnig
farið yfir hvað gerðist á lokamínút-
unum í gær og séð til þess að það ger-
ist ekki aftur. Eitt stig hefði fyrir fram
kannski talist ágætt gegn sterku liði
Serba en úr því sem komið var eru
úrslitin synd og skömm. Algjör synd.
Arnór Atlason Slökkti í
ahyggjum manna af vinstri
vængnum og átti frábæran leik.
Hávörnin Sverre og
félagar í vörninni áttu
misjafnan leik í gærkvöldi.
Slawomir Szmal Var frábær
fyrir Pólverja gegn Þýskalandi.