Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2010, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2010, Blaðsíða 3
„Þetta svínvirkar og persónulega líð- ur mér mun betur eftir að hafa unnið þetta verkefni,“ segir Bóas Arnarson, 21 árs verðandi hönnuður á Akur- eyri, sem hefur hannað motturnar Innrás 2010 fyrir fólk sem vill fá út- rás fyrir reiði sína gagnvart banka- hruninu. „Helstu útrásardólgarn- ir munu prýða motturnar en þegar hef ég fengið þrjár týpur úr prentun og von er á fleirum,“ segir Bóas sem fékk hugmyndina í fyrra þegar hann var í námi á listnámsbraut við Verk- menntaskólann á Akureyri en Bóas varð að hætta í skóla um áramótin þar sem hann hafði ekki efni á frek- ari skólagöngu í bili. Með sterka réttlætiskennd „Ég hef alltaf fylgst vel með pólitík og ég er líka með sterka réttlætiskennd og það fýkur rosalega í mig þegar ég pæli í hruninu. Mitt takmark er ekki að breyta heiminum heldur vil ég skapa umræður því mér finnst fólk ekki nægilega upplýst um hversu illa almenningur var tekinn. Ég hef þurft að hlusta á að ég sjálfur hafi ekki lent illa í þessu en sannleikur- inn er að hrunið snertir okkur öll. Ég var hvorki með húsnæðislán né bíla- lán í erlendri mynt en ástandið hef- ur áhrif á mig, með hærri sköttum, hærri námslánum og til dæmis bara í listnáminu máttum við ekki nota meira efni því skólinn var að spara. Ég ætla mér ekkert að græða á þessu heldur lít á þessar mottur sem listrænan gjörning til að túlka álit mitt á siðleysi útrásarvíkinganna,“ segir Bóas, en Björgólfsfeðgar prýða fyrstu tvær motturnar og fyrrverandi bankastjórar Landsbankans, ásamt Kjartani Gunnarssyni, sérstaka Ice- Fail-mottu. Á mottu Björgólfs Thors er vitnað í Nixon í Watergate-mál- inu: „I’m not a crook“ og á mottu Björgólfs eldri vitnar Bóas í Bob Dyl- an: „Steal a little and they call you a thief, steal a lot and they make you king.“ Erum þakklátari fyrir vikið Þrátt fyrir allt segist Bóas bera blendnar tilfinningar til þeirra sem FRÉTTIR 25. janúar 2010 MÁNUDAGUR 3 HRUNIÐ SNERTIR OKKUR ÖLL Ungur Akureyringur, Bóas Arnarson, hefur hannað mottur með andlitum útrásarvíkinganna til að túlka álit sitt á siðleysinu sem hann segir hafa viðgengist í góðærinu. Tilgangur mottnanna er að fólk geti fengið útrás fyrir reiði sína vegna bankahrunsins. Innrás 2010 Bóas kallar verkefnið Innrás 2010 og er að svara fyrir sig með mottun- um. Björgólfsfeðgar og bankastjórar Landsbankans ásamt Kjartani Gunnarssyni prýða fyrstu motturnar en von er á fleiri týpum. MYND BJARNI EIRÍKSSON Reiður Bóas Arnarsson er 21 árs Akureyringur sem er reiður vegna hrunsins sem hann segir snerta alla Íslendinga. MYND BJARNI EIRÍKSSON hann segir eiga sök á hruninu. „Þótt ég sé reiður er ég líka þakklátur fyrir að gjörðir þessara útrásardólga hafi opnað augu mín fyrir þessum góð- ærislífsstíl. Ég tók þátt upp að vissu marki og var ekki nema 18 ára þeg- ar ég labbaði inn í banka og bað um 400 þúsund króna yfirdrátt, sem ég fékk. Í dag veit ég betur og kann að meta hverja krónu og mér líður miklu betur fyrir vikið. Þessi upplif- un hefur styrkt mig og ég heyri það í kringum mig að fólki er að vissu leyti létt. Nú erum við þakklátari fyrir það sem við höfum og það er það eina já- kvæða sem ég sé við hrunið.“ Motturnar eru ekki komnar í sölu í verslunum en hægt er að nálgast Bóas í gegnum Facebook. indiana@dv.is lækkun á hlutabréfum í bankanum og hugsanlega hraðað falli hans. Glitnir var því hafður með í ráðum, að sögn Guðmundar, um hvernig hægt væri að leysa úr þess- ari endurfjármögnun til þess að koma í veg fyrir þessa eignarýrn- un og kerfisáhættu. Reyndar mun Guðmundur hafa orðað það svo allir sem höfðu hagsmuni að gæta í málinu hefðu komið að viðræð- unum um lausn málsins. Vafnings- viðskiptin hafa því verið á vitorði margra. Guðmundur mun því hafa út- skýrt það sem svo að þessi órói og þessi hætta á kerfishruni á Íslandi hafi orðið þess valdandi að lán- veitingarnar út úr Sjóvá til Vafnings og Racon hafi ekki farið fyrir stjórn tryggingafélagsins. Svo mikið hefði legið á að ganga frá lánveitingun- um til að koma í veg fyrir að Morg- an Stanley leysti bréfin til sín með veðkalli. Guðmundur viðurkenndi hins vegar að lánveitingarnar út úr Sjó- vá þennan dag hafi alls ekki ver- ið þægilegar fyrir tryggingafélagið en skilja má hann sem svo að þær hafi verið þrautalending þegar Rac- on og Þáttur áttu ekki í önnur hús að venda. Kerfið að falla saman Þau orð sem Guðmundur lét falla í yfirheyrslunum benda því til þess að strax í ársbyrjun 2008, að minnsta kosti, hafi eigendur og stjórnendur stórra eignarhaldsfé- laga á Íslandi gert sér grein fyrir því að íslenska efnahagskerfið hafi ver- ið að falli komið. Líta má því svo á að viðskiptin sem tengdust lán- veitingunum út úr Sjóvá þennan dag hafi snúist um að Milestone hafi verið að kaupa sér tímabund- inn gálgafrest með því að færa lán sín úr erlendum banka og yfir í ís- lenska efnahagskerfið. Ljóst er hins vegar að þó að þetta hafi verið tíma- bundin varnaraðgerð gat íslenska fjármálakerfið ekki staðið undir því til lengri tíma að taka við fjármögn- un þessara félaga. Reyndar mun Guðmundur hafa rætt um það í yfirheyrslunum að strax í ársbyrjun 2007 hafi Miles- tone viljað minnka fjármögnun sína hér á Íslandi til muna og leita frekar til erlendra aðila eftir fjármögnun. Hann mun hafa sagt að Milestone hafi gert heilmikið á árinu 2007 til að breyta samkvæmt þessari stefnu og að 85 til 90 prósent af eignum fé- lagsins hafi verið erlendis og um 80 prósent fjármögnunar þess. Ástæð- an sem Guðmundur gaf fyrir þess- ari skoðun stjórnenda Milestone á árinu 2007 var að þeir hafi ekki haft trú á því að íslenska fjármálakerfið myndi standa undir sér. Samkvæmt þessum orðum Guðmundar munu sumir fjárfestar því hafa séð hrunið við sjóndeildarhringinn strax árið 2007. Viðskipti eins og þau sem Sjóvá stóð í við Vafning og Racon í febrúar 2008 frestuðu hins veg- ar þessu óhjákvæmilega hruni að öllum líkindum um nokkra mán- uði en veiktu jafnframt enn frekar stöðu íslensku bankanna með því að fá frá þeim lánsfé sem orðið var af skornum skammti vegna lokunar erlendra fjármálafyrirtækja á lán til Íslands. RISATAP VEGNA VAFNINGS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.