Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2010, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2010, Blaðsíða 27
SVIÐSLJÓS 25. janúar 2010 MÁNUDAGUR 27 „HOLLYWOOD BUGAÐI HANA“ Brittany Murphy Breski handritshöfundurinn Simon Monjack, eiginmaður Brittany Murphy heitinnar, steig fram í The Today Show nýlega og kenndi Hollywood um dauða hennar. Monjack var í þættin- um ásamt móður Murphy en þar sagði hann að eftir að Warner Borthers dró til baka tilboð til leikkon- unnar um að tala inn á teiknimyndina Happy Feet 2 hafi hún verið einn stressbolti. „Hollywood bugaði hana. Hendur þeirra eru blóði drifnar og ég vona að þeir þvoi þær með heitu vatni eftir að þeir fóru svona með hana meðan hún lifði.“ Monjack segist einnig íhuga hvort hann eigi að fara í mál við dánardómstjóra Los Angeles eftir að krufningarskýrslu var lekið til vefsíðunnar TMZ. Monjack segist hafa sjálfur átt flest þeirra lyfja sem fundust í baðherberginu þar sem leikkonan lést og þvertekur fyrir að hún hafi nokkru sinni not- að kókaín. „Hún þjáðist af hjartasjúkdómi þar sem hjartalokurnar lokast ekki almennilega. Hún lifði því í miklum ótta við dauðann og passaði sig meira að segja að neyta ekki of mikils koffíns. Hún fékk sér ekki einu sinni kampavínsglas á áramótunum. Finnst einhverjum þá líklegt að hún myndi nota eiturlyf?“ Hjónin Monjack segir ekki mögulegt að eiginkona sín hafi notað kókaín. Kanye West og Amber Rose voru ansi loðin þegar þau sáust í París í Frakklandi á dögunum bæði klædd síðum loð- feldum. Rappsöngvarinn sem er 32 ára og 27 ára gamla módelið héldust í hendur er þau lögðu leið sína á tískusýningu Louis Vuitton sem haldin var þar á dögunum. Þau hugsa greinilega mikið um að líta sem best út því þau nota öll trixin í bókinni með því að setja upp rétta svipinn, sýna réttar stell- ingar og jú, setja stút á munn þeg- ar ljósmyndarar eru annars vegar. Kanye West: LOÐIÐ PAR Loðið par Það hljóta að vera ansi mörg dýr á þessari mynd. Zoolander og frú Kanye West setur upp stút á meðan konan sýnir allan loðfeldinn. Æfingagalli nokkur frá Old Navy virðist heldur betur vera vinsæll hjá stjörnun- um en þær Tori Spelling, Kourtney Kardashian  og  Kara DioGuardi sá- ust allar æfa í slíkum galla í vikunni sem leið. Þetta hljóta að vera jákvæð- ar fréttir fyrir þær konur sem vilja klæðast eins og stjörnurnar því þessi galli kostar aðeins 30 dali í hvaða Old Navy-verslun sem er. Landsmenn ættu að kannast vel við Tori Spelling sem lék Donnu í gömlu góðu Beverly Hills 90210 þáttunum en hún leikur einnig í nýju þáttunum. Kourtney Kardas- hian er helst fræg fyrir að vera systir Kim Kardashian en Kara DioGuardi er konan sem Idol-dómarinn sem margir segja hafa bolað Paulu Abdul burt. VINSÆLL ÆFINGAGALLI Betulic birkilaufstöflurnar innihalda 98% birkilaufsduft og eru framleiddar af natni með aðferð sem varðveitir upprunalega eiginleika birkilaufs sem allra best. Það er mikil og gömul hefð fyrir því að nota birkilauf sem fæðubótarefni til að hraða efnaskiptum og losa vatn úr líkamanum, draga úr bólgum og afeitra líkamann (detox). Birkilauf hefur góð áhrif á bæði vökvajafnvægi líkamans og húð, auk þess sem það örvar starfsemi nýrna og þvagfæra. Ráðlagður dagskammtur 2 til 4 töflur er samsvarar 980 - 1960 mg. af birkilaufi. Betulic inniheldur hvorki laktósa, glúten, sætuefni né ger. BETULIC - BIRKILAUF www.birkiaska.is www.birkiaska.is Birkilauf- Betulic Birkilauf hefur góð áhrif á bæði vökvajafnvægi líkamans og húð, örvar starfsemi nýrna og þvagfæra. Hraðar efnaskiptum og losar vatn úr líkamanum, dregur úr bólgum og afeitrar líkamann (detox). Umbo›s- og sölua›ili Birkiaska ehf. sími: 551 9239 www.birkiaska.is Vali› fæ›ubótarefni ársins 2002 í Finnlandi Minnistöflur OXYTARM Endurnærir og hreinsar ristilinn Allir dásama OXYTARM Í boði eru 60-150 töflu skammtar DETOX 30days& Betri apótekin og Maður lifandi www.sologheilsa.is. Losnið við hættulega kviðfitu og komið maganum í lag með því að nota náttúrulyfin Oxytarm og 30 days saman -120 töflu skammtur -

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.