Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2010, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2010, Blaðsíða 10
10 MÁNUDAGUR 25. janúar 2010 FRÉTTIR Borg sem fjárfestingabankinn Ask- ar Capital ætlaði að taka þátt í að byggja við borgina Mumbai á Ind- landi hefur ekki enn verið byggð. Benedikt Árnason, núverandi for- stjóri Askar, segir að hönnun á borg- inni sé lokið, að samskipti við aðra fjárfesta í verkefninu gangi vel en að beðið sé eftir að yfirvöld á Indlandi byggi brú sem tengi nesið, þar sem Mumbai stendur, við svæðið þar sem nýja borgin á að standa. Ákveðið var að taka þátt í bygg- ingu borgarinnar haustið 2007 þegar Tryggvi Þór Herbertsson, núverandi þingmaður Sjálfstæðis- flokksins, var forstjóri Askar. Þátt- taka í verkefninu var hugarfóstur Tryggva Þórs en Askar átti þriðj- ungshlut í íslenska hluta verkefns- ins ásamt dótturfélagi Sjóvár, SJ1. Þegar Tryggvi Þór kynnti fjár- festinguna fyrir starfsmönnum Askar síðla árs 2007 sýndi hann þeim mynd af sér þar sem hann stóð á landinu þar sem borgin átti að rísa og faðmaði meðfjárfesti Askar, Asog Nikhil Gandhi en fé- lag hans, Skil Group, átti fasteigna- verkefnið á móti þeim. Í viðtali við Viðskiptablaðið í nóvember 2007 þar sem Tryggvi ræddi um verkefnið sagði hann: „Þetta svæði er auðn enn sem komið er. Ég var þarna á dögunum og það vantar bara bengaltígrisdýr til að fulkomna tilfinningu villtr- ar náttúru,“ sagði Tryggvi Þór en líklega var það í þessari heimsókn sem þeir Gandhi féllust í faðma. Benedikt tók við forstjórastarf- inu af Tryggva Þór þegar sá síðar- efndi hætti hjá Askar Capital til að verða efnahagsráðgjafi ríkisstjórn- ar Geirs H. Haarde sumarið 2008. Kröfuhafar fjárfestingabankans tóku hann yfir síðastliðið sumar og heldur skilanefnd Glitnis utan um meirihluta í honum. Bene- dikt segir að núverandi stjórnend- ur Askar séu að vinna úr þessari fjárfestingu sem ráðist var í þegar góðærið stóð sem hæst en að eng- ir frekari fjármunir verði lagðir í verkefnið. 110 þúsund verkamenn Indverska borgin átti að heita Or- ange Lifestyle City og átti að standa yst á nesi sem liggur að Mumbai, sem áður hét Bombay. Lóðin sem borgin átti að standa á er um 170 hektarar að stærð, eða um 1,7 fer- kílómetrar. Gríðarleg uppbygging er fyrir- huguð á svæðinu, að sögn Bene- dikts. Meðal annars bygging frí- verslunarsvæða, alþjóðaflugvallar sem á að vera í um 8 kílómetra fjarlægð frá borginni sem og brúin yfir til Mumbai þar sem búa um 20 milljónir manna. Orange Life Style City átti að vera fyrsta borgin á Ind- landi sem skipulögð er frá grunni en ýmsar slíkar borgir hafa risið í öðr- um löndum, til að mynda Canberra í Ástralíu og Brasilíu í Brasilíu. Um 110 þúsund verkamenn áttu að vinna við að byggja borgina sem átti að veita þúsundum manna hús- næði, samkvæmt Benedikt. Til sam- anburðar má nefna að talið er að á milli 20 og 30 þúsund verkamenn hafi unnið að byggingu stærstu pír- amídanna í Egyptalandi fyrir um og yfir 4000 þúsund árum. Reynd- ar gekk gríski sagnaritarinn Heró- dótos svo langt að segja að um 100 þúsund verkamenn hafi reist þá en hann mun hafa ofmetið fjölda þeirra. Á milli fjórum og fimm sinn- um fleiri verkamenn áttu því að vinna að byggingu Orange Lifestyle City en byggðu píramídana. Um 1.500 íbúðir áttu að vera í borginni að sögn Tryggva Þórs. „Þetta átti að vera mjög stórt, svona gated community [Innskot blaða- manns: Afgirt íbúðasvæði],“ segir Tryggvi Þór. Aðspurður um hver markhóp- urinn með borginni hafi verið segir Benedikt. „Ég held að það hafi fyrst og fremst verið að hugsa um efri millistéttina í Mumbai. Það vant- ar auðvitað pláss á þessu svæði og þarna er landrými á skaga sem ligg- ur að Mumbai. Það tekur fjóra tíma að keyra á milli Mumbai og þessa svæðis í dag en með betri sam- göngum, til dæmis brú, ætti það ekki að taka meira en 20 mínútur,“ segir Benedikt sem undirstrikar að um langtímaverkefni hafi verið að ræða. Gerður hefur verið samning- ur til 99 ára við indversk stjórnvöld um leigu á landinu þar sem borgin á að standa en ráðgert var að bygg- ingu borgarinnar yrði lokið árið 2014. Tryggvi sáttur við þátttökuna Tryggvi Þór segist aðspurður vera ánægður með þátttöku sína í verk- efninu. „Ég held að þetta sé eitt af þessum fáu verkefnum sem var al- mennilegt ... Ég held að þetta hafi tvímælalaust verið góð fjárfest- ing. Það hefur hins vegar gengið erfiðlega að klára þetta út af heims- krepp- unni. En Ind- land er að taka vel við sér núna. Þetta á að fara að verða klárt núna þegar brúin verð- ur byggð. Ég held að alveg sama hvern- ig á þetta er lit- ið hafi þetta ver- ið góð fjárfesting. Allavega eins og þetta lítur út núna er ég ánægður með að hafa tekið ákvörð- un um hana,“ segir Tryggvi Þór. Horfurnar góðar segir Benedikt En hver er staðan á fjárfestingunni nú þeg- ar kröfuhafar Askar hafa tekið bankann yfir? Um þetta at- riði segir Benedikt: „Þetta tiltekna verk- efni stendur nokkuð vel og fyrir því eru tvær ástæður. Önn- INGI F. VILHJÁLMSSON blaðamaður skrifar ingi@dv.is LÚXUSBORG ASKAR MUN RÍSA n Askar Capital var fjárfestingabanki í eigu eignarhaldsfélagsins Milestone. Félagið var í eigu Karls og Steingríms Wernerssona. Bankinn var stofnaður í árslok 2006 og var Tryggvi Þór Herbertsson forstjóri Askar til sumarsins 2008. n Fjárfestingabankinn var hvað þekktastur fyrir fjárfestingar sínar í fasteignaverk- efnum víðs vegar um heiminn, til að mynda í Tyrklandi, Makaó og Hong Kong í Asíu. Bankinn opnaði útibú víðs vegar um lönd enda var það markmiðið að Askar yrði einn stærsti fjárfestingabanki í Evrópu. n Kröfuhafar bankans tóku hann yfir síðastliðið sumar og er hann enn rekinn þó svo að starfsmönnum hafi verið fækkað úr 80 í 20 og starfsemin verið dregin mjög saman. Starfsmenn bankans vinna nú að því að hámarka eignir bankans fyrir kröfuhafa hans. n Forstjóri Askar er Benedikt Árnason en stjórnarformaður er Heimir Haraldsson úr skilanefnd Glitnis. Askar Capital 110 þúsund verkamenn áttu að reisa lífsstílsborg fyrir Sjóvá og Askar Capital á Indlandi. Hlutur fyrirtækj- anna í fjárfestingaverkefninu er metinn á nærri 4 milljarða króna en ekki hefur verið byrjað á framkvæmd- unum. Núverandi forstjóri Askar segir að verkefnið verði selt á næstu árum og að ekki verði tap af því. Í nágrenni milljónaborgar Borg Askar Capital átti að vera í nágrenni borgarinnar Mumbai þar sem búa um 20 milljónir manna. Brú mun líklega tengja nesið þar sem borg Askar mun rísa við svæðið þar sem Mumbai stendur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.