Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2010, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2010, Blaðsíða 16
Nú er svo komið að þorskur er orð- inn að helgarmat hjá breskum fjöl- skyldum sem vilja gera vel við sig í mat, samkvæmt breska tímaritinu The Grocer, sem fjallar um smásölu matvæla og drykkjarfanga. Samkvæmt markaðsranssókn- arfyrirtækinu TNS hefur neysla þorsks dregist verulega saman sam- fara hækkandi verði og kaupendur eru hættir að líta á hann sem hvers- dagsmat. TNS komst að því að neysla þorsks dróst saman um 1,4 prósent á síðasta ári fram í ágúst. Á sama tíma jukust tekjur af sölu þorsks vegna verðhækkana og takmarkana á fram- boði. Í The Grocer segir að þorsks væri nú oftar neytt um helgar, og því mætti leiða líkur að því að kaup á honum teldust sérstök, og hann væri ekki hversdagsmatur. Engu að síður væri hann enn vinsælastur á föstudögum, en 27 prósent þess þorsks sem fer á diska landsmanna lendir þar á þeim dögum. Í frétt breska dagblaðsins The Gu- ardian er haft eftir Andrew Franks, framkvæmdastjóra fiskheildsöl- unnar Fish Fanatics, að samdrátt- ur í þorsksölu sé til kominn vegna vitundar fólks um að stofninn fari minnkandi og afurðir þar af leiðandi einnig. Franks sagði það leiða til hækkandi verðs og því verði þorsk- ur meira en hversdagsmatur í huga neytenda. Nú eru framleiðendur tilbúinna fiskirétta í Bretlandi þegar farnir að nota aðrar fisktegundir tildæm- is ufsa, en Karen Galloway, mark- aðsstjóri hjá Seafood, er þess full- viss að þorskurinn muni ekki hverfa af breskum matseðlum og að hann verði áfram „uppáhald hjá breskum neytendum“. 16 MÁNUDAGUR 25. janúar 2010 FRÉTTIR Bjóða störf og mútur Nú virðist sem Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra í Afganistan hafi gefið upp vonina um að hafa sigur í Afganistan með því að beita herafli. Samkvæmt breska dagblaðinu The Times hyggjast þeir grípa til alda- gamallar aðferðar sem felst í því að kaupa sér sigur. Hamid Karzai, forseti Afgan- istan, mun á fimmtudaginn ýta úr vör áætlun sem nýtur stuðnings Bandaríkjamanna og Breta. Sam- kvæmt áformunum á að fara fram á fjárhagslegan stuðning þjóða heims sem geri afgönskum stjórnvöldum kleift að bjóða uppreisnarmönnum störf og greiða mútur. Ráðstefnan verður haldin í Lund- únum og verður sú fyrsta um mál- efni Afganistan síðan Obama ákvað að fjölga hermönnum þar. Hækkuðu viðbún- aðarstig Bresk stjórnvöld hækkuðu viðbún- aðarstig vegna ótta um hryðjuverk um helgina. Ástæðan var grunur um að íslamskir hryðjuverkamenn hygðust ræna indverskri farþega- flugvél og brotlenda henni í breskri borg. Snemma í síðustu viku upplýstu indversk stjórnvöld bresku leyni- þjónustuna MI5 um möguleg áform hryðjuverkamanna um að ræna farþegaflugvél frá Múmbaí eða Delí. Ekki var tekið fram að Bretland væri hugsanlegt skotmark, en þarlend stjórnvöld ákváðu að gera ráð fyrir því versta. Frá Osama til Obama Í upptöku sem eignuð er Osama bin Laden er Barack Obama forseti Bandaríkjanna varaður við frekari árásum á Bandaríkin ef þau láti ekki af frekari stuðningi við Ísrael. Í upptökunni sem leikin var á al-Jazeera segir að Bandaríkin muni aldrei búa við frið fyrr en „friður ríki í Palestínu“. Áreiðanleiki upptökunnar hefur ekki verið staðfestur, en í henni er hryðjuverkatilraunin í Bandaríkjun- um í desember lofuð. Sá sem les orðsendinguna seg- ir að skilaboðin séu frá „Osama til Obama“. Ítalir eru furðu slegnir yfir því hve Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, hefur náð sér fljótt eftir árás- ina sem hann varð fyrir 13. desem- ber. Aðeins fjörutíu dögum eftir að hafa birst sjónvarpsáhorfend- um með blóðstokkið andlit eftir að hann var laminn í andlitið með líkani af dómkirkju Mílanó sást til Berlusconis um helgina á fundi með einum helsta félaga hans og var ekki að sjá nokkra skrámu á andliti hans. Sviðsetning eða ýkjur Fjöldi samsærissagna hefur komist á kreik um að árásin á Silvio Berlus- coni hafi verið sviðsett með það fyrir augum að vekja samúð í hans garð, enda kannski ekki vanþörf á í ljósi þeirra spillangarásakana og hneykslismála sem hann stend- ur frammi fyrir og skammt til sveit- arstjórnakosninga sem fara fram í mars. Einnig hefur vaknað grunur um að meiðsl Berlusconis hafi verið verulega ýkt. Stuðningsmenn Berlusconis vísa eðlilega öllum slíkum vanga- veltum á bug og segja þær fáránleg- ar. Reyndar hafa leiðtogar stjórnar- andstæðinga tekið í sama streng og segja vinsældir forsætisráðherrans slíkar að sviðsetning árásar væri óþörf. Læknar á sjúkrahúsinu í Míl- anó sem tóku á móti Berlusconi eftir árásina hafa borið vitni um áverka hans, þeirra á meðal brákað nef, skurði á vörum og kinn og tvær brotnar tennur. Hálfur lítri blóðs Eitt af því sem vakið hefur grun- semdir er upptaka af atvikinu. Þar sést Berlusconi hylja andlit sitt með vasaklút þegar honum var stjakað inn í bíl sinn. Þar sést að- stoðarmaður hans rétta honum eitthvað og í stað þess að haska sér af stað gaf Berlusconi sér tíma til að veifa til fjöldans með blóði drifið andlit. Samkvæmt starfs- mönnum spítalans þar sem gert var að áverkum Berlusconis missti hann hálfan lítra blóðs og því hef- ur vaknað spurning um hvað hafi orðið af öllu því blóði og af hverju var jakki forsætisráðherrans ekki blóði drifinn. Samsæriskenningarnar fengu byr undir báða vængi þegar sak- sóknarinn Armando Spataro, sem rannsakar árásina, fór fram á óháða læknisskoðun. Sú rannsókn á að skera úr um áverka Berlusc- onis og gert er ráð fyrir að hún fari fram í dag. Hún á að leiða í ljós „umfang og eðli áverka, hvort þeir séu varanlegir eða ekki, og hve langan tíma það taki þá að gróa“. Samherjar Berlusconis segja að saksóknarinn beri sök á því að fræjum efasemda sé sáð á með- al almennings og að krafa hans „gangi gegni skynsemi og rökum“. Grundvallast á starfsvenjum Að sögn saksóknara er skoðun af þessu taki hluti af föstum starfs- venjum og ætlað að hjálpa ákæru- valdinu að ákveða hverjar ákærur í málinu verða. Ef það tekur lengri tíma en fjörutíu daga fyrir áverk- ana að gróa gæti árásarmaðurinn staðið frammi fyrir ákæru um al- varlega líkamsárás sem varðaði allt að fimm ára fangelsisvist. Læknir Berlusconis sagði í upp- hafi að Berlusconi myndi ná sér á níutíu dögum, en læknar á spítal- anum töluðu um tuttugu og fimm daga í því samhengi. Hvað sem öllum vangaveltum líður er ljóst að í kjölfar árásar- innar hefur Silvio Berlusconi not- ið meiri samúðar en fyrir hana. Sjalfur sagði hann að árásin hefði verið afleiðing „andrúmslofts hat- urs“ sem hefði beinst gegn hon- um. Þrátt fyrir að menn Berluscon- is hafi neitað að myndir af honum blóðugum yrðu notaðar í kosn- ingabaráttunni hafa nokkrar slíkar kosningamyndir birst af honum í norðurhluta Ítalíu. Samsæriskenningar eru komnar á kreik um árásina sem Silvio Berlusconi varð fyrir í desember. Ein kenningin er sú að áverkar vegna árásarinnar hafi verið stórlega ýkt- ir, en aðrir samsæriskenningasmiðir ganga lengra og segja hana hafa verið sviðsetta. SVIÐSETNING EÐA ÝKJUR KOLBEINN ÞORSTEINSSON blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is Samsæriskenn- ingarnar fengu byr undir báða vængi þegar saksóknarinn Arm- ando Spataro, sem rann- sakar árásina, fór fram á óháða læknisskoðun. Skömmu eftir árásina Ein spurning snýst um hvað hafi orðið um hálfan lítra blóðs. MYND: AFP Fiskur og franskar Þorskur ekki lengur hversdagsmatur hjá Bretum. MYND: AFP Hátt verð og minna framboð breytir matarvenjum Breta: Þorskur til hátíðabrigða

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.