Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2010, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 25. janúar 2010 FRÉTTIR
Arion banki tekur á óánægju innan tölvudeildar bankans:
Yfirmaður líka til sálfræðings
Berghildur Erla Bernharðsdótt-
ir, upplýsingafulltrúi Arion banka,
segir að utanaðkomandi sálfræð-
ingur hafi verið fenginn til að
vinna með tölvudeild bankans
vegna þeirrar óánægju sem finna
má meðal starfsmanna deildar-
innar í garð yfirmanns þeirra. Lið-
ur í sálfræðigreiningunni sé að
ræða við bæði yfirmanninn og alla
starfsmenn deildarinnar.
Fjöldi starfsmanna tölvudeild-
ar Arion banka gaf yfirmanni sín-
um falleinkunn í nýlegri starfs-
mannakönnun fyrirtækisins.
Bankinn brást við með því að
senda óánægðu starfsmennina
í sálfræðiviðtöl en yfirmaðurinn
óvinsæli slapp við slíka meðferð
að sögn óánægðra undirmanna.
Berghildur Erla svarar því til að
áhyggjur þeirra séu óþarfar þar
sem utanaðkomandi sérfræðingur
komi til með að greina vandann í
samstarfi við bæði þá og yfirmann-
inn sjálfan.
„Reglulega er fylgst með líðan
starfsfólks bankans með vinnu-
staðagreiningum og ef þurfa þykir
er brugðist við niðurstöðum þeirra
á faglegan hátt. Málefni starfs-
manna eru einkamál og bank-
inn er bundinn trúnaði gagnvart
starfsmönnum sínum og ræðir því
almennt ekki um málefni þeirra á
opinberum vettvangi,“ segir Berg-
hildur Erla.
„Bankanum finnst hins veg-
ar rétt að fram komi, vegna um-
fjöllunar DV, að kallaður var til
utanaðkomandi og sjálfstæður sér-
fræðingur til að greina nánar nið-
urstöður einstakra þátta sem bet-
ur mættu fara. Fyrsta stig þeirrar
greiningar var samtöl hans við yf-
irmann deildarinnar og níu starfs-
menn hennar. Áfram verður unnið
að farsælli lausn með viðkomandi
yfirmanni og starfsmönnum.“
trausti@dv.is
Unnið úr málum Að sögn
Berghildar Erlu verður unnið úr
óánægju innan tölvudeildarinnar
í samstarfi við yfirmann og
undirmenn.
„Fjölskyldan var lömuð eftir þess-
ar fréttir,“ segir Gérard Lemarquis,
kennari og faðir Andra Leós Lem-
arquis og Þórs Sigurðssonar, sem
ákærðir eru fyrir húsbrot á Alþingi
8. desember 2008. Hópur mót-
mælenda ruddist inn á Alþingis-
pallana, þar sem kom til stymp-
inga á milli starfsmanna þingsins
og lögreglu annars vegar og mót-
mælenda hins vegar. Verði Andri
og Þór fundnir sekir eiga þeir yfir
höfði sér þunga fangelsisdóma.
Þeir eru í hópi níu einstaklinga
sem ákærðir eru fyrir 100. grein
almennra hegningarlaga, þar sem
segir að hver sem ræðst á Alþingi
svo að því eða sjálfræði þess sé í
hættu, skuli sæta fangelsi að lág-
marki eitt ár.
Eiga að skoða
byltingar í heild sinni
„Þeir voru búnir að fá ákæru þar
sem vísað var til greinar sem við
vissum ekki hver væri. Svo var
Andri sýndur daginn áður en
málið var tekið fyrir, í sjónvarp-
inu á RÚV, þar sem fram kom að
lágmarksrefsing er 1 árs fangelsis-
vist,“ segir Gérard.
Hann er mjög ósáttur við þessa
ákæru og segir að hann og kona
hans séu mjög hneyksluð á mál-
inu öllu. „Við eigum varla orð. Ég
tók þátt í stúdentamótmælunum í
París árið 1968, þá voru þúsund-
ir bíla eyðilagðir, það var brotist
inn í þá og alls konar skemmdir
unnar. Það var að lokum enginn
dæmdur af því að það er ekki það
sama að vera brotlegur og að taka
þátt í að skrifa sögu eigin lands
til að fá betri framtíð og losna við
glæpamenn sem drógu Ísland
í skítinn. Svona atburði eins og
þessa byltingu á að skoða í heild.
Það á ekki að sækja menn til saka
fyrir það sem gerðist 8. desember
2008. Það áttu sér stað ýmsir at-
burðir og ábyrgðin er mjög dreifð.
Ég tel að synir mínir og hinir hafi
verið að vinna í þágu almenn-
ings,“ segir Gérard.
Saksóknari ætti að
kynna sér mannkynssöguna
Hann er undrandi á því að mót-
mælendur séu ákærðir fyrir lík-
amsárásir og efast mjög um sann-
leiksgildi þeirra. „Mér skilst að
þessar ásakanir um líkamsárásir í
troðningnum í Alþingishúsinu séu
að mestu leyti skáldskapur,“ segir
hann.
„Það var ýmislegt sem gerðist,
en ég vil ekki fara þá leið að gagn-
rýna það því ég er ekki dómari. Að-
alatriðið er að í svona atburðum í
heiminum eru menn ekki dæmd-
ir. Ríkissaksóknari átti að lesa bet-
ur mannkynssögu áður en hann
tók ákvörðun að sækja málið gegn
þeim. Ég stend 100 prósent með
sonum mínum,“ segir hann.
VALGEIR ÖRN RAGNARSSON
blaðamaður skrifar: valgeir@dv.is
Ég tel að synir mínir og hinir
hafi verið að vinna í
þágu almennings.
„ÉG STEND MEÐ
SONUM MÍNUM“
Gérard Lemarquis, faðir tveggja manna sem ákærðir eru fyrir húsbrot á Al-
þingi í desember 2008, segir fjölskylduna hafa lamast við þær fréttir að synir
hans gætu átt yfir höfði sér þunga fangelsisdóma. Hann tók þátt í stúdentamót-
mælunum í París 1968 þar sem enginn var dæmdur.
Andri Leó Lemarquis Annar
tveggja sona Gérards sem á yfir
höfði sér þungan fangelsisdóm
verði hann fundinn sekur.
Mynd Heiða Helgadóttir
Gérard Lemarquis
„Ríkissaksóknari átti
að lesa betur mann-
kynssögu áður en hann
tók ákvörðun að sækja
málið gegn þeim. Ég
stend 100 prósent með
sonum mínum.“
Þingmaður krefur
RÚV skýringa
Eygló Harðardóttir, þingmaður
Framsóknarflokksins, spyr hvort
Ríkisútvarpið sé á réttri leið og
hefur óskað
skýringa á
niðurskurði
og uppsögn-
um frá út-
varpsstjóra
og stjórn-
arformanni
RÚV ohf.
Jafnframt
hefur Eygló
óskaði eftir fundi í menntamála-
nefnd Alþingis um málefni RÚV.
„Ég býst ekki við að þetta geti
orðið fyrr en 29. janúar næst-
komandi þegar þingið kemur
saman á ný,“ segir Eygló í sam-
tali við DV. Á bloggi sínu, eyglo-
hardar.blog.is, gagnrýnir Eygló
fyrirhugaðan niðurskurð inn-
lendrar dagskrárgerðar og spyr
hvort RÚV sé á réttri leið.
Bíll eyðilagðist
í eldsvoða
Eldur kom upp í bifreið í
Keflavík aðfaranótt laugar-
dags. Að sögn lögreglu er ekki
talið að um íkveikju hafi verið
að ræða en bíllinn er talinn
ónýtur.
Nokkuð var um útköll
vegna hávaða og ölvunar í
Reykjanesbæ á föstudags-
kvöld og aðfaranótt laugar-
dags. Lögregla sinnti einnig
útkalli vegna bílveltu. Bíl-
stjórinn slapp ómeiddur frá
henni. Þá féll einn maður
fram fyrir sig og slasaðist
töluvert á andliti.
Slógu til
bílstjóra
Farþegar veittust að leigubíl-
stjóra í Hamraborg í Kópa-
vogi aðfaranótt laugardags.
Eftir að farþegarnir slógu
til bílstjórans yfirgaf hann
bifreiðina og kallaði eftir að-
stoð. Þegar lögregla kom á
vettvang voru gerendur á bak
og burt. Ekki er vitað hverjir
voru þarna að verki. Leigu-
bifreiðarstjórinn fór á slysa-
deild til skoðunar. Málið mun
verða skoðað nánar af hálfu
lögreglu.
Frekar rólegt var yfir
mannlífi á varðsvæði lögregl-
unnar á höfuðborgarsvæð-
inu aðfaranótt laugardags.
Tvennt var þó handtekið
grunað um akstur og ákeyrslu
í Grafarvogi um miðnætti.
Þá voru þrír handteknir á
Kristnibraut eftir slagsmál og
síðan fyrir að fara ekki að fyr-
irmælum lögreglu.
Tvær bílveltur
Tveir bílar ultu í umdæmi lög-
reglunnar á Selfossi síðasta
föstudagskvöld. Um áttaleyt-
ið var tilkynnt um bílveltu á
Biskupstungnabraut og voru
fimm í bílnum; fjórir Frakkar og
einn Íslendingur. Fólkið slapp
án meiðsla en bíllinn er mikið
skemmdur ef ekki ónýtur.
Skömmu síðar varð bílvelta
skammt frá Litlu kaffistofunni.
Einn maður var í bílnum og
hlaut hann minniháttar meiðsli.
Bifreiðin skemmdist töluvert.
Að sögn varðstjóra eru bæði
óhöppin rakin til mikillar hálku
sem myndaðist skyndilega þetta
kvöld.