Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2010, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 25. janúar 2010 MÁNUDAGUR 17
Í skýrslu franskra ráðherra sem birt
verður í vikunni verður farið fram á
bann við notkun búrka að afgönsk-
um sið og öðrum höfuðfatnaði sem
hylur allt andlit kvenna. Tillagan mun
njóta þó nokkurs stuðnings á með-
al almennings og samkvæmt nýlegri
skoðanakönnun sem gerð var af Ipsos,
að undirlagi tímaritsins Le Point, eru
fimmtíu og sjö prósent kjósenda fylgj-
andi banninu en þrjátíu og sjö prósent
andvíg slíku banni.
Talið er að tillögur þingnefndar-
innar, sem verða birtar á þriðjudag,
feli í sér hömlur á notkun höfuðskýla
sem hylja andlit með öllu í almenn-
ingsvögnum, skólum, sjúkrahúsum
og í opinbera geiranum, þar á meðal á
pósthúsum.
Þess er einnig vænst að þingnefnd-
in muni krefjast algjörs banns þegar
búið verður að reifa tillögurnar enn
frekar.
Ekki vel séðar
Í júní hóf Nicolas Sarkozy máls á
notkun andlitsskýla. Sarkozy var
ómyrkur í máli og sagði að þær
væru „ekki velkomnar“ í Frakk-
landi. Í síðustu viku hnykkti Sar-
kozy enn frekar á skoðun sinni og
sagði að andlitsskýlur „gengju í
bága við gildi okkar [Frakka] og þær
hugmyndir sem við [Frakkar] hefðu
um virðingu kvenna“.
Nicolas Sarkozy mun engu að
síður vera hikandi við að setja á al-
gjört bann og hefur sagt að slíkt eigi
að taka mið af almennu áliti í land-
inu, og flokkur hans, Union pour
un Mouvement Populaire, UMP, er
klofinn í málinu.
Í fararbroddi þeirra sem fylgj-
andi eru algjöru banni er Jean-
François Copé, leiðtogi UMP í
neðri deild franska þingsins, og
fullyrðir hann að hann njóti stuðn-
ings um tvö hundruð þingmanna.
Þeir sem fylgja fullkomnu banni
halda því fram að það myndi auka
öryggi almennings og vernda rétt-
indi kvenna.
Leggur til sekt
Jean-François Copé hefur gert drög
að tillögu þar sem segir að „enginn
á stöðum sem opnir eru almenn-
ingi megi klæðast fatnaði eða við-
bótum sem gerð eru til að hylja
andlitið“. Að tillögu Vopé mætti
hugsanlega gera einstaka undan-
tekningar til dæmis í tívolíum, kjöt-
kveðjuhátíðum og því um líku.
Jean-François Copé mælist til
þess að brot gegn umræddu banni
varði sekt upp á um níuhundruð
evrur, um 155 þúsund krónur. Ein-
hverjir íhaldssamir stjórnmála-
menn hafa hins vegar lagt til að
konum sem klæðist andlitsskýl-
um verði neitað um barnabætur og
einnig neitað um ríkisborgararétt.
Toppurinn á ísjakanum
Formaður þingnefndarinnar, And-
ré Gerin, þingmaður kommúnista,
spáir því að bannið verði „algjört“.
Hann hefur hafnað því sem hann
kallar „Talibanar að frönskum stíl“
og segir að andlitsskýlan sé einung-
is toppurinn á ísjakanum.
Tillagan nýtur stuðnings eins
múslímaklerks. Þar er um að ræða
Hassen Chalghoumi sem fædd-
ist í Túnis og býr í París. Í síðustu
viku sagðist hann styðja tillöguna
um bannið og sagði að fullkom-
in andlitsskýla ætti enga skírskot-
un í íslam og „tilheyrði hefð örlítils
minnihluta og endurspeglaði hug-
myndafræði sem sökkti trú mús-
líma“.
„Burkan er prísund fyrir kon-
ur, tæki drottnunar með kynja-
mismunun,“ sagði Hassen Chalg-
houmi.
Andstæðingar banns eru þeirr-
ar skoðunar að það myndi leiða til
smánunar múslíma og að Frakk-
land yrði eina landið í heimi þar
sem ungar konur yrðu stöðvaðar
á götu úti af lögreglu og yfirmenn
lögreglunnar í stórum samfélög-
um múslíma í Frakklandi varað við
því að bann við notkun andlitsskýla
myndi valda uppþotum.
Í Frakklandi búa um það bil
fimm milljónir múslíma.
Talið er víst að í skýrslu franskrar þingnefndar, sem birt verður á þriðjudaginn, verði
farið fram á algjört bann við svonefndum búrkum að afgönskum sið og banni við notk-
un andlitsskýla sem hylja allt andlitið. Að sögn forseta Frakklands gengur notkun
slíks klæðnaðar í bága við frönsk gildi.
VILJA BANNA BÚRKUR
Þeir sem fylgja
fullkomnu banni
halda því fram að það
myndi auka öryggi al-
mennings og vernda
réttindi kvenna.
KOLBEINN ÞORSTEINSSON
blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is
Kona kýs í Afganistan
Frakkar vilja banna notkun
klæðnaðar sem hylur andlit
kvenna að öllu leyti.
Holiday Inn býður gestum sínum upp á nýjung:
Mennsk rúmhitun í boði
Tvö hótel í Lundúnum innan vé-
banda Holiday Inn-hótelkeðj-
unnar, og eitt Holiday Inn-hótel í
Manchester bjóða upp á nýjung í
þjónustu við viðskiptavini sína. Að
beiðni gesta er viljugur starfsmaður
reiðubúinn til að klæða sig í flísnátt-
fatnað og leggjast undir rekkjuvoð-
irnar.
Sakvæmt yfirlýsingu sem frétta-
stofu Reuters barst frá talsmanni
Holiday Inn, Jane Bednall, er þetta
svipað og að hafa gríðarstóran hita-
poka í rúminu, sem hitar rúmið upp
að tuttugu gráðum.
Að sögn talsmanns Holiday Inn
er hitarinn fullklæddur og yfirgefur
rúmið áður en gesturinn leggst upp
í. Samkvæmt fréttastofu Reuters gat
Jane Bednall ekki staðfest hvort hit-
arinn færi í sturtu áður en þjónust-
an er veitt, en sagði þó að hár hans
væri einnig hulið.
Reuters hefur eftir Florence Eav-
is, sem einnig er talsmaður Holiday
Inn, að þessi „nýlunda“ í rúmhitun
væri svar við þeim miklu kuldum
sem hrjáð hafa Breta undanfarið
auk þess þjónustan varðaði opnun
3.200 nýrra Holiday Inn-gistihúsa
á heimsvísu. Eavis gat ekki tjáð sig
um hvers vegna ekki væri notast
við hefðbundna hitapoka eða raf-
magnshitateppi, en viðurkenndi þó
að hinn mennska útgáfa gæti verið
snúin.
Holiday Inn hefur stuðst við
þjónustu svefnsérfræðingsins Chris
Idzikowski, forstjóra svefnmið-
stöðvarinnar í Edinborg, en að hans
sögn gæti þessi hugmynd hjálpað
fólki með svefn.
Að hans sögn hefst svefn fólks
að kvöldi til þegar líkamshiti byrjar
að lækka og því væri mátulega hlýtt
rúm gott til að styðja við það ferli
þar sem kalt rúm gæti hugsanlega
hamlað því.
Svefnherbergi á Holiday Inn
Gestir þriggja hótela þurfa ekki
að skríða upp í kalt rúm.
Yfir 150.000 látnir
Staðfestur fjöldi látinna vegna jarð-
skjálftans á Haítí var á sunnudag
kominn yfir 150.000 í höfuðborginni
Port-au-Prince einni og sér.
Ráðherra samskiptamála Haítí,
Marie-Laurence Jocelyn Lassegue,
sagði í viðtali við fréttastofu AP að
fjöldinn byggðist á talningu líka sem
fundist hefðu í höfuðborginni og ná-
grenni hennar.
Taið er að fjöldi líka sé grafinn
í rústum í höfuðborginni sem og
í bæjunum Jacmel og Leogane og
víðar.
Leit hefur formlega verið hætt
og áherslan er nú lögð á aðstoð við
íbúa Haíti.
Ljósmyndarar
mótmæla
Þúsundir ljósmyndara efndu til mót-
mæla á Trafalgar-torgi í Lundúnum
á laugardaginn. Tilefni mótmælanna
var áreiti sem ljósmyndarar hafa
orðið fyrir við vinnu sína af hálfu
lögreglunnar.
Ljósmyndarar hafa sætt hálfgerð-
um yfirheyrslum af hálfu lögregl-
unnar sem skírskotar til ákvæðis 44
í hryðjuverkalögum Bretlands. Sam-
kvæmt heimildinni má lögreglan
„stöðva og leita“ án rökstudds gruns.
Yfir tvö þúsund atvinnu- og
áhugaljósmyndarar tóku þátt í mót-
mælunum.
Situr á olíuauðlind
Ef bandarískir vísindamenn við
jarðfræðistofnun Bandaríkjanna
hafa rétt fyrir sér kann vel að vera
að Hugo Chavez, forseti Venesúela,
og þjóð hans sitji á stærstu olíuauð-
lindum heims. Samkvæmt vísinda-
mönnunum er ekki ólíklegt að á
Orinco-svæðinu í Venesúela sé að
finna allt að 513 milljarða tunna af
olíu.
Mat vísindamannanna fer langt
fram úr björtustu vonum sérfræð-
inga Venesúela sem hafa kann-
að svæðið. Samkvæmt BBC hafa
sérfræðingar Venesúela þó lýst
efasemdum með mat bandarískra
starfsbræða sinna.