Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2010, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2010, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR 25. janúar 2010 FRÉTTIR Í SJÖUNDA HIMNI Landsbankinn leigði stærsta auglýsingaskilti Evrópu fyrir Icesave-auglýsingar. 80 leigubílar í London voru merktir Icesave í bak og fyrir. Eldri borgara, konu sem býr í Hartlepool, var boðið til Íslands því hún var hundrað þúsundasti viðskiptavinur Icesave. Milljarðar punda hrönnuðust upp í sjóðum Landsbankans og stjórnendur bankans voru í sjöunda himni. Gleðin var taumlaus í bankanum örfáum mánuðum áður en hann hrundi til grunna. Í tímaritinu Moment, innanhússriti Landsbankans, má lesa sér til fróð- leiks um þróun og vöxt Icesave-inn- lánsreikninganna. Tímaritið var á ensku og var dreift á meðal starfs- manna bankans víða um heim. Í Moment var fjallað um ýmis innan- hússmál hjá Landsbankanum sáluga, allt frá veislum starfsmanna til nýj- ustu áætlana bankans. DV hefur þessi blöð undir höndum en þau munu hvergi sjáanleg í útibúum hins nýja Landsbanka eins og þau voru áður en bankinn fór í greiðsluþrot. Landsbankinn hóf rekstur Icesave- -reikninganna í október 2006 og safn- aði linnulaust í innlánasjóðinn í þau tvö ár sem liðu áður en bankinn riðaði til falls í október 2008. Íslensk stjórn- mál eru enn undirlögð af uppgjörinu um Icesave. Af blaðsíðum tímaritsins Moment má dæma að mikið kapp var lagt á útþenslu og vöxt Icesave-áætl- unarinnar. Í ágúst 2008, nokkrum mánuð- um áður en bankinn hrundi, voru viðskiptavinir Icesave í Evrópu orðn- ir 350 þúsund talsins. Óveðursskýin voru farin að hrannast upp á fjármála- mörkuðum, en ef lestur Moment væri eina heimildin var ekki annað að sjá en bankinn stæði mjög styrkum fót- um og að áframhaldandi vöxtur Ice- save væri fram undan. Í þriðja tölu- blaði 2008 rituðu Sigurjón og Halldór leiðara í sameiningu. Þar sögðu þeir að markmiðið væri að halda áfram að sýna fram á fjárhagslegan styrk bank- ans með aðaláherslu á Icesave í völd- um Evrópulöndum. Bretinn Mark Sismey-Durrant var einn af heilunum á bak við Icesave. Hann var forstjóri Heritable-bankans, dótturbanka Landsbankans í Bret- landi, og framkvæmdastjóri Icesave. Teymi hans í Heritable vann mesta vinnuna í kringum Icesave. Mark hefur gert 78 milljóna króna kröfu í þrotabú Heritable-bankans. Hann stjórnar nú eigin ráðgjafarfyrirtæki og býr í London. Hann sagði í Mom- ent, enska innanhússtímariti Lands- bankans, árið 2007 að hann og starfs- fólk hans væru „glöð yfir miklum vexti og vinsældum Icesave“. Þetta var tíu mánuðum eftir opnun reikninganna í október 2006 og hafði bankanum þegar tekist að fá 100.000 sparifjáreig- endur til að leggja fé sitt í Icesave og námu heildarinnistæður þá fjórum milljörðum punda. Breska dagblaðið Telegraph valdi orð Marks Sismey-Durrant þremur dögum fyrir hrun Landsbankans sem orð ársins árið 2008: „Sparifjáreig- endur þurfa ekki að vera hræddir um stöðu bankans. Bankinn er sterkur og vel rekinn,“ sagði Mark. Smáa letrið Á heimasíðu Icesave í Bretlandi, sem nú er lokuð, birtist eftirfarandi texti undir hnappnum „Legal“. „Sparifjárinnistæður hjá Icesave njóta verndar hins íslenska Trygg- ingarsjóðs innstæðueiganda og fjár- festa. Greiðslutryggingin samkvæmt þessu kerfi miðast við fyrstu 20.887 evrurnar (eða sambærilega upphæði í sterlingspundum) á innistæðu- reikningum hjá okkur. Þú nýtur til viðbótar verndar Bótakerfis breska fjármálageirans (UK Financial Serv- ices Compensation Scheme).“ Upphafið Í tilkynningu frá Landsbankanum í október 2006 kom eftirfarandi fram: „Landsbankinn kynnti í dag nýja innlánavöru í Bretlandi sem er markaðssett undir heitinu „Ice- save“. Um er að ræða sérsniðna sparnaðarleið fyrir breskan mark- að sem eingöngu er boðið upp á á netinu. Á næstu misserum verður vöruframboð Landsbankans und- ir heitinu Icesave aukið enn frekar. Vörumerkið Icesave tilheyrir Landsbankanum en reksturinn er í höndum Heritable Bank, dótt- urfélags Landsbankans í London. Mark Sismey-Durrant, forstjóri Heritable, hefur yfirumsjón með Icesave ásamt því að sinna áfram öðrum skyldum. „Það er ánægjulegt fyrir okk- ur að kynna Icesave á Bretlands- markaði. Verkefnið byggist á vel heppnaðri reynslu okkar í inn- lánum á þessum markaði og mun styrkja fjármögnun bankans,“ seg- ir Halldór J. Kristjánsson, banka- stjóri. Sigurjón Þ. Árnason banka- HELGI HRAFN GUÐMUNDSSON blaðamaður skrifar: helgihrafn@dv.is Sparifjáreigend-ur þurfa ekki að vera hræddir um stöðu bankans. Bankinn er sterkur og vel rekinn. n Forsíða Moment í janúar 2007. Halldór J. Kristjánsson og Sigurjón Þ. Árnason, bankastjórar Landsbankans, með yfirmann Icesave á milli sín, Bretann Mark Sismey-Durrant. Fjallað var um vinsældir og velgengni Icesave í blaðinu. Ótrúleg velgengni Icesave n Í Moment var að finna frétt með fyrirsögninni „Icesave í sjöunda himni“ þar sem Mark Sismey-Durrant reifaði ágæti Icesave. Stoltur Icesave-stjóri n Smáa letrið á icesave.co.uk gaf til kynna að hinn íslenski Tryggingarsjóður innstæðueiganda og fjárfesta myndi borga brúsann. Vísuðu á ábyrgð Íslands n Mark Sismey-Durrant, yfirmaður Icesave, tekur við verðlaunum Moneyfacts sem hafði valið Icesave internetreikninga ársins 2008. Verðlaunavefur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.