Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2010, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 25. janúar 2010 FRÉTTIR
Um helmingur af rúmlega 30 millj-
arða tapi tryggingafélagsins Sjóvár
á árinu 2008 var tilkominn vegna
lánanna sem veitt voru til Vafnings
og Racon Holding 29. febrúar 2008.
Lánin voru afskrifuð í ársreikningi
Sjóvár fyrir árið 2008.
Þetta er meðal þess sem Guð-
mundur Ólason, fyrrverandi for-
stjóri Milestone, mun hafa sagt
í fimm klukkustunda langri yfir-
heyrslu hjá sérstökum saksóknara í
ágúst í fyrra. Yfirheyrslan yfir Guð-
mundi mun hafa verið sú langmest
upplýsandi af þeim yfirheyrslum
sem haldnar voru yfir stjórnendum
og eigendum Sjóvár í fyrra hjá sér-
stökum saksóknara í tengslum við
rannsókn á mögulegum brotum á
lögum um hluta- og tryggingafélög.
Lánin og afskriftirnar á þeim eiga
þátt í að skýra mikið tap Sjóvár á ár-
inu og útskýra af hverju vantaði að
minnsta kosti 10 milljarða í eigna-
safn Sjóvár til að félagið gæti staðið
við vátryggingaskuldbindingar sín-
ar gagnvart viðskiptavinum sínum
þegar skilanefnd Glitnis tók félagið
yfir í fyrra. Íslenska ríkið þurfti svo að
leggja félaginu til 12 milljarða króna
til að félagið gæti staðið við þessar
lögbundnu skuldbindingar sínar.
Guðmundur var lykilmaður á bak
við fjárfestingastefnu Milestone og
Sjóvár, ásamt aðaleigandanum Karli
Wernerssyni og Jóhannesi Sigurðs-
syni, aðstoðarforstjóra Milestone.
Áhrif Guðmundar í Milestone-sam-
stæðunni voru líkast til það mikil að
Steingrímur Wernersson, sem átti
40 prósenta hlut í Milestone á móti
Karli bróður sínum, mun hafa haldið
því fram í yfirheyrslu hjá saksóknara
að fjárfestingum úr bótasjóði Sjóvár
muni hafa verið stjórnað frá skrif-
stofu Guðmundar á Suðurlands-
brautinni.
Gat ekki svarað
um afgang tapsins
Í yfirheyrslunum mun Guðmundur
hafa átt í erfiðleikum með að svara
því hver skýringin var fyrir afgang-
inum af tapinu hjá Sjóvá árið 2008,
um 15 milljörðum króna. Þess skal
auðvitað getið að Guðmundur var
forstjóri Milestone, sem átti Sjóvá, í
árslok 2008 sem og stjórnarmaður í
Sjóvá.
Þrátt fyrir þetta er mögulegt að
rekja megi meirihlutann af tapi Sjó-
vár til fjárfestingaverkefna Miles-
tone þó svo að Guðmundur hafi ekki
getað staðfest það í yfirheyrslunum.
Líkt og áður hefur verið greint frá
lánaði Sjóvá eignarhaldsfélögunum
Vafningi og Racon tæpa 16 milljarða
29. febrúar 2008. Félögin þurftu að
endurgreiða fjárfestingabankanum
Morgan Stanley vegna lána sem tek-
in höfðu verið til að kaupa hlutabréf
í Glitni annars vegar og sænka fjár-
mála- og tryggingafélaginu Invik
hins vegar.
Guðmundur mun hafa greint frá
því í yfirheyrslunum að Milestone
hafi lagt Racon til 50 milljarða eigin-
fjárframlag þegar félagið keypti Invik
árið 2007. Heildarkaupverðið var 70
milljarðar og voru hinir 20 teknir að
láni frá Morgan Stanley sem bank-
inn vildi fá endurgreidda í ársbyrjun
2008. Guðmundur mun hafa upplýst
að milljarðarnir fimm sem Racon
fékk að láni hafi verið fyrir Morgan
Stanley. Guðmundur var hins veg-
ar ekki með það á hraðbergi í yfir-
heyrslunum hvernig hinir milljarð-
arnir 15 af láninu frá Morgan Stanley
til Racon voru endurfjármagnaðir.
Tvær ástæður fyrir tapi Sjóvár
Þrátt fyrir að Guðmundur hafi sagt
að hann gæti ekki munað hvernig
15 milljarðar af 20 milljarða láninu
frá Morgan Stanley voru endurfjár-
magnaðir mun hann hafa sagt að
tvær ástæður væru fyrir því af hverju
Sjóvá hefði tapað svona miklu árið
2008. Annars vegar mætti rekja tap-
ið til Racon Holding, sem fjárfest
hafði í Invik, og hins vegar til taps-
ins á verði hlutabréfa Þáttar Inter-
national í Glitni. Wernersbræður
áttu Þátt International með Einari og
Benedikt Sveinssonum og áttu hinir
fyrrnefndu 5 prósent af 7 prósenta
hlut félagsins í Glitni á meðan þeir
Sveinsbræður áttu 2 prósenta hlut.
Verið var að endurfjármagna
bæði þessi félög með lánunum frá
Sjóvá og Glitni 29. febrúar og í báð-
um tilfellum var verið að gera það
vegna þess að erlendur fjárfestinga-
banki, Morgan Stanley, vildi ekki
endurfjármagna lán félagsins vegna
þess að strax í ársbyrjun 2008 voru
blikur á lofti um að íslenska fjár-
málakerfið væri að fara á hliðina.
Erlendir bankar einfaldlega lokuðu
á íslensk fyrirtæki og eignarhaldsfé-
lög og mun Guðmundur hafa orðað
það svo að hlutabréf í íslenskum fjár-
málafyrirtækjum hafi alls ekki verið
vinsæl vara á þessum tíma.
Glitnir greiddi lánið
frá Morgan Stanley
Lendingin var því sú að lokum, sam-
kvæmt því sem Guðmundur mun
hafa haldið fram í yfirheyrslun-
um, að lánið sem Vafningur fékk frá
Glitni gegn veði í eignum Vafnings
var notað til að endurgreiða Morg-
an Stanley lánið sem Þætti Inter-
national hafði verið veitt um ári áður
þegar félagið keypti bréfin í Glitni.
Guðmundur mun hafa sagt að fjár-
festing Þáttar í Glitni hafi verið upp
á 30 milljarða króna og að 15 millj-
arðar króna hafi verið teknir að láni
frá Morgan Stanley gegn veði í Glitn-
isbréfunum.
Eftir að þessi viðskipti voru um
garð gengin átti Glitnir hins vegar
veð í eignum Vafnings, sem var í eigu
Wernersbræðra og þeirra Sveins-
sona, en líkt og DV hefur greint frá
var það Bjarni Benediktsson, son-
ur Benedikts og stjórnarformaður
BNT á þessum tíma, sem veðsetti
hlutabréfin í félaginu hjá bankan-
um. Hlutabréf Þáttar í Glitni stóðu
hins vegar eftir veðbandalaus enda
gat Glitnir ekki tekið veð í hluta-
bréfum í bankanum sjálfum. Veðið
vegna Glitnisbréfanna var því fært
frá Þætti yfir í Vafning þegar Morg-
an Stanley vildi ekki fjármagna Þátt
áfram og Glitnir tók við fjármögnun-
inni. Glitnir átti fyrsta veðrétt í eign-
um Vafnings.
Sjóvá fékk hins vegar greitt frá
Vafningi fyrir eignirnir sem lagðar
voru inn í félagið - lúxusturninn í
Makaó og fjárfestingasjóðinn KCAJ
- með skuldabréfi á tryggingafélagið.
Sjóvá átti hins vegar einungis ann-
an veðrétt, á eftir Glitni, í þessum
eignum Vafnings. Ansi mikið var því
gert úr þessum eignum sem seldar
voru inn í Vafning til að búa til veð-
hæfi til endurfjármagna Þátt Inter-
national og Vafning. Vafningur hefur
því bæði skuldað móðurfélagi sínu
Sjóvá fyrir eignirnar sjálfar auk þess
sem þessar sömu eignir voru tvíveð-
settar Glitni og tryggingafélaginu.
Með þessu móti náðu eigendur Þátt-
ar International og Racon hins vegar
að halda í hlutabréf sín í Glitni og In-
vik í nokkra mánuði í viðbót.
Fór ekki fyrir stjórn
Þessi mikli órói sem greip um sig hjá
íslenskum fyrirtækjum og félögum í
kjölfar þess að erlend fjármálafyrir-
tæki byrjuðu að loka á þau í ársbyrj-
un varð til þess, samkvæmt því sem
Guðmundur sagði í yfirheyrslunum,
að menn hafi verið að vinna að því
að dag og nótt að endurfjármagna
lán sín til að varna því að íslenska
fjármálakerfið færi á hliðina.
Ef Morgan Stanley hefði leyst til
sín bréf Milestone í Invik, sem og
bréf Þáttar International í Glitni,
hefði það getað haft gríðarleg keðju-
verkandi áhrif á fjármálakerfið í
heild sinni, að sögn Guðmundar,
auk þess sem Milestone hefði þurft
að taka á sig 5-7 milljarða króna
högg á erfiðum tímum.
Önnur erlend fjármálafyrirtæki
hefðu einnig getað gripið til þess
ráðs að endurfjármagna ekki lán til
annarra félaga og eignarhaldsfélaga
og trúverðugleiki íslenska fjármála-
kerfisins hefði beðið enn frekari
hnekki. Enn fremur hefði Morgan
Stanley staðið eftir með 7 prósenta
hlut í Glitni í höndunum sem hann
hefði þurft að selja á brunaútsöu á
markaði sem aftur hefði valdið verð-
Vitnisburður Guðmundar Ólasonar, fyrrverandi
forstjóra Milestone, mun vera sá mest upplýsandi í
Mile stone-málinu. Hann gaf greinargóða mynd af
viðskiptum Sjóvár og Vafnings. Guðmundur sagði viðskiptin gerð til að koma í veg
fyrir mikla kerfisáhættu. Hrunið var í augsýn í ársbyrjun 2008 að sögn Guðmundar.
MILESTONE
YFIRHEYRSLURNAR 3. HLUTI
INGI F. VILHJÁLMSSON
blaðamaður skrifar ingi@dv.is
Glitnir var því hafður með í
ráðum, samkvæmt
Guðmundi, um hvern-
ig hægt væri að leysa
úr þessari endurfjár-
mögnun til þess að
koma í fyrir þessa
eignarýrnun og kerfis-
áhættu.
n Steingrímur Wernersson
segir að fjárfestingum
Sjóvár hafi verið stjórnað
frá skrifstofu Guðmundar
Ólasonar, forstjóra Milestone,
á Suðurlandsbrautinni.
Ástæðan fyrir því að
umfjöllunin um veðsetn-
inguna á bótasjóði Sjóvár
hefur vakið svo mikla athygli
er sú að það kann að varða
við lög hvernig eigendur
Milestone ráðstöfuðu sjóðnum, eða vátryggingaskuld félagsins. Vátrygginga-
skuldin er þeir fjármunir sem reiknað hefur verið út að tryggingafélagið þurfi
vegna skuldbindinga sinna, meðal annars gerðra vátryggingasamninga við
viðskiptavini félagsins sem eiga að geta fengið greitt úr sjóðnum ef þeir lenda í
óhöppum. Þetta kemur fram í 34. laga um vátryggingastarfsemi.
Í lok árs 2007 var þessi vátryggingaskuld Sjóvár rúmir 23 milljarðar króna en
um mitt ár 2009 vantaði 10 milljarða í eignasafn Sjóvár til að félagið ætti fyrir
skuldinni. Sjóvá átti því ekki nægilegar eignir upp í skuldina, meðal annars
tryggingar almennings. Íslenska ríkið þurfti að lána Sjóvá 12 milljarða til að
eiga fyrir vátryggingaskuldinni.
Í tilfelli Sjóvár mun málið snúast um hvort nægar eignir hafi verið inni í
félaginu og eins hvort þær eignir sem félagið átti að eiga hafi í raun verið eign
félagsins eða hvort búið hafi verið að ráðstafa þeim annað eða veðsetja þær.
Ef tryggingafélag fylgir ekki 34. greininni skal Fjármálaeftirlitið gera athuga-
semd, samkvæmt 90. grein laganna, og veita félaginu frest í tiltekinn tíma til
að ráða bót á málinu. Ef ekki er brugðist við athugasemd félagsins er hægt að
dæma stjórnendur, og/eða eigendur félagsins, til fjársekta og eða refsingar
samkvæmt 99. grein laganna.
Veðsetning bótasjóðsins
n Eitt af því sem Guðmundi Ólasyni mun hafa verið tilkynnt er að rannsóknin
á þætti hans í rekstri Milestone snúist um möguleg brot á 104. grein hlutafé-
lagalaga. Sú grein snýst um ólögmætar lánveitingar frá hlutafélögum. Meðal
annars snýst greinin um lánveitingar frá hlutafélögum til hluthafa, stjórnar-
manna og framkvæmdastjóra.
Yfirheyrslurnar og hlutafélagalög
n Eitt af því sem Guðmundur Ólason mun hafa greint frá í yfirheyrslunum er
af hverju nafninu var breytt á eignarhaldsfélaginu Vafningi. Hann mun hafa
haldið því fram að Vafningsnafnið hafi ekki fallið í neitt sérstaklega góðan
jarðveg hjá mönnum. Þess vegna var nafni félagsins breytt í Földung skömmu
eftir að febrúarviðskiptin áttu sér stað.
Vafningur féll ekki í góðan jarðveg
RISATAP VEGNA VAFNINGS
Áttu 2 prósent Guðmundur mun hafa upplýst í yfirheyrslunum að af 7 prósenta hlut Þáttar International í Glitni hafi
Engeyingarnir Benedikt og Einar Sveinssynir áttu 2 prósent. Það var vegna hættunnar á að tapa þessum 2 prósenta hlut sem
Bjarni Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, veðsetti bréfin í Vafningi í febrúar 2008.
Lykilmenn Guðmundur
Ólason og Karl Wernersson voru
lykilmennirnir í fjárfestingum
Milestone á árunum fyrir hrunið.