Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2010, Page 3

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2010, Page 3
FRÉTTIR 24. febrúar 2010 MIÐVIKUDAGUR 3 embætti saksóknara ræði einungis við hann sem vitni í málinu. Bjarni ekki á radarnum Heimildir DV herma hins vegar að sérstakur saksóknari hyggist ekki ræða við bróðurson Einars, Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðis- flokksins og fyrrverandi stjórnarfor- mann BNT, en hann fékk umboð til að veðsetja hlutabréf í eigu félaga Ein- ars og föður síns í Vafningi fyrir láninu frá Glitni. Í tilfelli BNT var Bjarni einn af þremur stjórn- armönnum BNT sem veitti sér um- boð til að veðsetja hlutabréf BNT í Vafningi. Þrátt fyrir þetta segir heim- ildarmaður DV: „Bjarni er ekki inni á radarnum,“ og verður því að teljast ólíklegt að sérstakur saksóknari muni ræða við Bjarna vegna Vafningsmáls- ins. Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna, skellti á blaðamann DV þegar hann hringdi í hann á þriðjudag. Ekki liggur því fyrir hvort rætt hafi verið við hann vegna rannsóknarinnar. Bjarni er ekki inni á radarnum. Rætt við Einar og Jóhannes Heimildir DV herma að rætt hafi verið Einar Sveins- son og Jóhannes Sigurðsson vegna Milestone-rannsóknarinnar. Jóhannes var aðstoðarforstjóri Milestone og Einar var hluthafi og stjórnarmaður í Vafningi. YFIRHEYRÐIR UM VAFNING Milestone þrýsti á Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra að heimila færslu á Tortólafélaginu Leiftra til Íslands. Færslan var hönnuð þannig að eigendur Milestone hefðu ekki þurft að greiða skatt af henni. Eigendur Milestone ætluðu sér að selja Milestone-samstæðuna og græða vel á því. Milestone þrýsti á Björgvin G. Sigurðs- son viðskiptaráðherra bréfleiðis og á fundi, að hann heimilaði samruna eignarhaldsfélaga frá Bresku Jómfrúa- eyjum við íslensk einkahlutafélög í október árið 2007. Eigendur Milestone, Karl og Stein- grímur Wernerssynir, áttu eignar- haldsfélagið Leiftra ltd. sem skráð var á Jómfrúaeyjum, nánar tiltekið á Tor- tóla, og vildu færa það heim til Íslands og sameinga það Milestone-sam- stæðunni. Leiftri hélt utan um tæp- lega þriðjungshlut þeirra bræðra í Milestone og mun félagið meðal ann- ars hafa verið notað til að greiða laun starfsmanna Milestone. Ekki var heimild til þess í lögum að færa eignarhaldsfélög frá Jómfrúaeyj- um og til Íslands en viðskiptaráðherra hafði heimild til að setja reglugerð um þetta í samvinnu við fjármála- ráðherra. Ef ráðherrarnir hefðu orð- ið við þessari beiðni hefði Milestone getað fært Leiftra beint til Íslands frá Jómfrúaeyjum en í bréfinu var einnig minnst á þann möguleika að færa fé- lagið fyrst til Lúxemborgar og þaðan til Íslands. Færslan á Leiftra til Íslands var köll- uð Project Forward hjá þeim Mile- stone-mönnum. Endanlegt markmið með færslunni var að eigendur Mile- stone ætluðu sér líklega að selja Mile- stone og græða vel á því. Gunnar sendi bréfið Það var Gunnar Gunnarsson, yfirmað- ur skatta- og lögfræðisviðs Milestone og kennari í skattarétti við Háskólann í Reykjavík, sem sendi Jóni Ögmundi Þormóðssyni, skrifstofustjóra við- skiptaráðuneytisins, bréf með þessari beiðni þann 4. október 2007. Í bréfinu er óskað eftir því að við- skiptaráðherra skoði ofangreindan möguleika. Björgvin G. Sigurðsson tók á móti Gunnari Gunnarssyni á fundi í ráðuneytinu í kjölfar bréfsins þar sem efni þess var rætt. Heimildir DV herma að viðskipta- ráðuneytinu hafi ekki litist illa á hug- mynd Milestone þar sem verið væri að flytja félag til Íslands sem myndi leiða til þess að tekjur sköpuðust á Íslandi. Erindi Milestone var því sent frá við- skiptaráðuneytinu til fjármálaráðu- neytis þar sem það dagaði uppi. Heimildir DV segja að lendingu málsins beri að skilja sem svo að ekki hafi verið áhugi fyrir því í fjármála- ráðuneytinu að verða við beiðni Mile- stone. Björgvin G. Sigurðsson, þáverandi viðskiptaráðherra, segist í samtali við DV muna eftir erindinu frá Miles- tone. Hann segir að á endanum hafi ekki verið tilefni til að verða við beiðni Mile stone. Mánuði áður en þetta gerðist, þann 27. ágúst, hafði endurskoðenda- skrifstofan KPMG sent embætti ríkis- skattstjóra beiðni um að unnið yrði bindandi álit um hvaða skattalegu af- leiðingar færslan á Leiftra til Íslands frá Jómfrúaeyjum myndi hafa fyrir eig- endur Milestone. Eitt atriðið var til að mynda hvort færslan á félaginu myndi fela það í sér að skattskyldar tekjur mynduðust hjá álitsbeiðendum. Rökstutt með gagnsæi Í bréfinu frá Gunnari er þessi beiðni þeirra Milestone-manna um flutning á Tortólafélaginu til Íslands rökstudd með því að auka þurfi gagnsæi í eign- arhaldi og fjármögnun Milestone og sagt er að ekkert sé því til fyrirstöðu að ráðherra innleiði reglugerðina. „Í ljósi aukinna umsvifa erlendis hafa kröfur um gagnsæi í eignarhaldi og fjármögn- un aukist. Er því svo komið að einfalda þarf eignarhald Milestone ehf. nánar tiltekið að eignarhaldið sé eingöngu í gegnum íslenska einstaklinga og lög- aðila […] Að mati undirritaðs ættu ís- lensk félög að fagna því að félög, sem í flestum tilfellum eru eignarhaldsfé- lög, vilji færa starfsemi sína til Íslands,“ sagði Gunnar í bréfinu. Gunnar vildi í bréfinu jafnframt leiðrétta þann misskilning, sem verið hafði í umræðunni um skattaparad- ísir, að tekjur félaga í þeim hefðu ekki verið skattlagðar og að þess vegna væri óeðlilegt að hleypa þeim með óskatt- lagt fé heim til Íslands. Gunnar útskýrði í bréfinu til ráðu- neytisins að hægt væri að sleppa því að greiða skatt af arði og söluhagn- aði eignarhaldsfélaga á ákveðinn hátt. „Niðurstaðan er því í raun sú að meg- intekjur eignarhaldsfélaga eru ekki skattlagðar,“ sagði Gunnar en mat hans var jafnframt það að ekkert væri því til fyrirstöðu að ráðherra innleiddi reglugerðina um félögin frá Bresku Jómfrúaeyjum. Aðrar ástæður í minnisblöðum Aðrar ástæður en gagnsæi og hagur þjóðarbúsins virðast hins vegar hafa legið fyrir ætlaðri færslu Leiftra til Ís- lands, eins og fram kemur í minnis- blöðum Milestone um Project For- ward. Til að mynda kemur það fram í lýs- ingu á færslunni, sem átti að vera í sex skrefum, að hún var hönnuð þannig að eigendur Milestone ætluðu sér að losna við að greiða skatta af færsl- unni. „Allar ofangreindar aðgerðir eru mögulegar án þess að til komi skatt- greiðsla,“ segir Gunnar á einum stað í minnisblaðinu „Leiftri heim“ sem DV hefur undir höndum. Ein af afleiðingum viðskiptanna hefði hins vegar verið sú að kross- eignaskuldir Leiftra í Milestone- samstæðunni hefðu horfið. Meðal annars rúmlega 13 milljarða króna skuld Leiftra við félagið Milestone limited. Sú skuld Leiftra hefði horf- ið í einu af þrepunum í færslunni þar sem Tortólafélagið var samein- að íslenskum félögum. Líkt og segir í einu af minnisblöðum Milestone: „Þetta hverfur þegar Leiftri og MIE II [Milestone Im port Export II, inn- skot blaðamanns] verða samein- uð,“ en breyta átti nafni Milestone í Leiftra að færslunni lokinni. Af færslunni til Íslands varð þó aldrei. UNDIR ÞRÝSTINGI VEGNA TORTÓLA INGI F. VILHJÁLMSSON blaðamaður skrifar ingi@dv.is Úr bréfi Gunnars Gunnarssonar til við- skiptaráðuneytisins: „Að mati undirritaðs ættu íslensk stjórnvöld að fagna því að félög, sem í flestum tilvikum eru eignarhaldsfélög, vilji færa starfsemi sína til Íslands. Forsvars- menn eignarhaldsfélaga myndu við flutning til Íslands takast á hendur skuldbindingar samkvæmt íslenskum lögum og félögin væru skattlögð samkvæmt íslenskum skattalögum. Í umræðum um þessi mál hefur oft komið fram að tekjur félaga sem koma frá svokölluðum skattaparadísum („off-shore”) hafi ekki verið skattlagðar og vegna þess sé óeðlilegt að hleypa þeim með óskattlagt fé heim til Íslands. Þetta er að mati undirritaðs rökstuðningur sem ekki á að hafa áhrif á umræðuna þar sem hann er á villigötum. Staðreynd er að megintekjur eignarhaldsfélaga eru arður og söluhagnaður hlutabréfa (eignarhluta í félögum) og slíkar tekjur eru í gegnum svokallaða „participation exemption” í flestum löndum Evrópu undan- þegnar skattlagningu, t.d. á öllum Norðurlöndum. Á Íslandi kemur ekki til skattlagningar arðs ef uppfyllt eru skilyrði 9. tölul. 31. gr. laga um tekjuskatt og einnig er heimilt að fresta skattlagningu söluhagnaðar hlutabréfa, sbr. 5. mgr. 18. gr. laga um tekjuskatt. Niðurstaðan er því í raun sú að megintekjur eignarhaldsfélaga eru ekki skattlagðar.“ Allar ofangreind-ar aðgerðir eru mögulegar án þess að til komi skattgreiðsla. Þrýstu á ráðherra Gunnar Gunnarsson, yfirmaður lögfræði- sviðs Milestone, sendi bréf til viðskiptaráðuneytisins um haustið 2007 þar sem beðið var um að Björgvin G. Sigurðsson ráðherra myndi heimila samruna einkahlutafélaga frá Bresku Jómfrúaeyjum við íslensk einkahlutafélög.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.