Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2010, Qupperneq 4
4 MIÐVIKUDAGUR 24. febrúar 2010 FRÉTTIR
Vilja Jóhannes
úr Bónus
Fjórir af hverjum fimm landsmönn-
um vilja ekki að Jóhannes Jónsson
fái að kaupa allt að tíu prósenta hlut
í Högum af Arion banka. Þetta kem-
ur fram í nýrri skoðanakönun MMR.
Því virðist sem fólk vilji Jóhannes
í Bónus úr Bónus. 59 prósent eru
mjög andvíg því að Jóhannes fái að
kaupa hlutinn í Högum samkvæmt
könnuninni og 21 prósent til viðbót-
ar er því frekar andvígt. 13 prósent
sögðust frekar fylgjandi því að Jó-
hannes fengi að kaupa hlutinn og 7
prósent mjög fylgjandi.
Baráttufundur
í Sandgerði
Fullt var út úr dyrum á fundi á Vitan-
um í Sandgerði á mánudag þar sem
fjallað var um helstu álitamál í ís-
lenskum sjávarútvegi. Að sögn stað-
arhaldara var um að ræða fjölmenn-
asta fund sem haldinn hefur verið
í húsakynnum Vitans. Í upphafi
fundarins var Ásmundi Jóhannssyni,
baráttumanni úr Sandgerði sem lést
á dögunum, vottuð sérstök virðing.
Mál hans átti að taka fyrir í héraðs-
dómi í vikunni en honum voru gefn-
ar að sök ólöglegar veiðar.
Vann í Lottó
Vinningshafarnir í Lottóinu síðasta
laugardag skiluðu sér allir á mánu-
dag til Íslenskrar getspár með vinn-
ingsmiðana. Fyrsti vinningshafinn
keypti miðann í Olís við Sunda-
garða og notaði reyndar vinning frá
helginni á undan til að greiða fyrir
miðann en þá hafði hann fengið 3
réttar tölur.
Í tilkynningu frá Íslenskri getspá
segir að þetta hafi verið ungur fjöl-
skyldufaðir sem á tvö lítil börn og
býr fjölskyldan í tveggja herbergja
íbúð í höfuðborginni og voru þau
farin að leita sér að stærra húsnæði.
Skuldugur skila-
nefndarmaður
Fjögur félög Heimis V. Haralds-
sonar, fulltrúa í skilanefnd Glitnis,
skulduðu 1,2 milljarða króna í lok
árs 2008, að mestu Landsbankan-
um. Heimir hefur setið í skilanefnd
bankans í sautján mánuði, eða frá
falli bankanna. Heimi var fyrst boðið
að setjast í skilanefnd Landsbank-
ans en hafnaði því vegna hagsmuna-
árekstra.
Gunnar Andersen, forstjóri Fjár-
málaeftirlitsins, sagði við Fréttablað-
ið að staðan væri alvarleg en ekki er
ljóst að hve miklu leyti Fjármálaeft-
irlitið kannaði fjárhagslegar skuld-
bindingar þeirra sem settust í skila-
nefndir bankanna.
Sigurður Kristinn Einarsson syrgir son sinn, Hörð Heimi laganema, sem lést aðfara-
nótt sunnudags eftir að hafa örkumlast þegar ekið var á hann í fyrra. Hann segir son
sinn á endanum hafa gefist upp á aðstæðum sínum. Erfitt hafi verið að horfa upp á
líðan Harðar Heimis, sem átti bjarta framtíð fyrir sér þar til hann lamaðist.
SYRGIR JÁKVÆÐAN
OG DUGLEGAN SON
„Þetta er búin að vera löng og erf-
ið barátta. Það er engin spurn-
ing að atburðurinn var hroðaleg-
ur. Það hefur verið ofsalega erfitt
að horfast í augu við þetta allan
þennan tíma,“ segir Sigurður Krist-
inn Einarsson, faðir Harðar Heimis
Sigurðssonar laganema sem and-
aðist um nýliðna helgi eftir að hafa
örkumlast þegar ekið var á hann
á Laugavegi í janúar í fyrra. Hann
lést aðfaranótt sunnudagsins, 27
ára að aldri, á endurhæfingar-
deildinni við Grensásveg þar sem
hann hafði verið í líknarmeðferð.
Ekið var á Hörð Heimi við
gatnamót Vegamótastígs og
Laugavegar laugardaginn 24. jan-
úar í fyrra. Það var Jón Kristinn
Ásgeirsson, sonur Ásgeirs Dav-
íðssonar eiganda Goldfinger, sem
ók á hann með þeim afleiðingum
að Hörður Heimir hlaut alvarlega
höfuðáverka. Hann var þá í meist-
aranámi í lögfræði. Fyrir ákeyrsl-
una, og önnur brot, var Jón Krist-
inn dæmur í þriggja og hálfs árs
fangelsi.
Gafst upp
„Hörður kom eiginlega aldrei til
baka, ekki nema að hluta til í smá
tíma síðasta sumar að svo miklu
leyti sem hægt er að tala um bata.
Við héldum auðvitað í vonina um
að hann myndi vakna til lífsins.
Síðan var eins og hann hefði átt-
að sig á aðstæðum sínum og gafst
hreinlega upp. Hann hætti að
borða og hreyfa sig og ákvað þetta
sjálfur. Fyrir okkur var rosalega erf-
itt að geta ekkert hjálpað,“ segir
Sigurður Kristinn.
„Allir sem að umönnun hans
komu reyndu allt sem hægt var
og það var ofsalega vel um hann
hugsað, það vantaði ekkert upp
á það. Það var skelfilega erfitt að
horfa upp á drenginn sinn svona
því hann átti góða framtíð fyr-
ir höndum sem hann hafði unn-
ið hörðum höndum að. Hann var
ofsalega duglegur, kappsamur og
jákvæður strákur. Að sjá hann síð-
an svona var auðvitað mikið áfall.“
Ekki tekið upp
Einar Laxness, lögfræðingur hjá
lögreglunni á höfuðborgarsvæð-
inu, útilokar möguleikann á því
að framhaldsákæra verði gefin út í
ljósi fráfalls Harðar Heimis. „Mál-
ið breytist ekkert og ákæruvaldið
getur ekki tekið það upp út frá nýj-
um sökum. Réttaráhrifin eru kom-
in fram og málinu er lokið,“ segir
Einar.
Sigríður Friðjónsdóttir vararík-
issaksóknari tekur í sama streng og
segir útilokað að málið verði tekið
upp á nýjan leik. „Um þetta saka-
refni er dómurinn endanlegur og
ég sé ekki neina leið til að taka upp
málið þó að afleiðingarnar hafi í
rauninni orðið þessar. Það voru
gefnar út viðbótarákærur fram að
því að dómur féll en þarna er kom-
inn endanlegur dómur. Ég get ekki
séð neina heimild til að breyta því,“
segir Sigríður.
Kveikti í húsi
Jón Kristinn Ásgeirsson, sem ók á
Hörð, var sem fyrr segir dæmdur í
þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir at-
hæfið. Í dómnum yfir Jóni Kristni
kemur fram að hann hafi verið ölv-
aður þegar hann ók á Hörð sem
var að skemmta sér ásamt vinum
sínum í miðbænum þegar Hum-
mer-bifreið kom aðvífandi á mikl-
um hraða. Jón Kristinn stakk af
frá vettvangi, en atvikið náðist á
myndband. Hann var handtekinn
skömmu seinna.
Aðeins nokkrir mánuðir liðu
þar til hann framdi sitt næsta brot.
Í júní í fyrra kveikti Jón Kristinn í
félagi við tvo aðra menn í húsi við
Kleppsveg, en talið er að íkveikj-
an hafi tengst handrukkun. Þeim
var gefið að sök að hafa hellt bens-
íni úr bensínbrúsa á útidyrahurð
íbúðarhússins á horni Langholts-
vegar og Kleppsvegar snemma á
laugardagsmorgni og borið eld
að. Einn vitorðsmaður hans, sem
ók bílnum um morguninn, reynd-
ist vera undir áhrifum amfetam-
íns. Fyrir að valda Herði örkuml-
um var Jón Kristinn dæmdur til
að greiða um 2 milljónir í skaða-
bætur.
Ólýsanlegt
Hörður Heimir verður jarðsunginn
í næstu viku. Sigurður Kristinn á
von á því að sorgin hellist yfir fjöl-
skyldu og vini næstu daga. „Nú lít-
ur málið öðruvísi út þegar strákur-
inn minn er dáinn. Við höfum rétt
á að fara í einkamál og munum við
skoða það. Það er búið að dæma
viðkomandi til fangelsisvistar og
því verður ekki breytt,“ segir Sig-
urður Kristinn
„Það er varla hægt að lýsa því
hvernig það er að missa son sinn
með þessum hætti. Eiginlega erum
við ekki búin að gera okkur grein
fyrir þessu enn þá því við höfum
verið að berjast fyrir því að hann
komi til baka. Nú þegar við horf-
umst í augu við það að hann er
farinn á ég von á því að sorgin og
söknuðurinn hellist yfir.“
TRAUSTI HAFSTEINSSON
blaðamaður skrifar: trausti@dv.is
Það var skelfi-lega erfitt að
horfa upp á drenginn
sinn svona því hann
átti góða framtíð fyr-
ir höndum sem hann
hafði unnið hörðum
höndum að. Hann var
ofsalega duglegur,
kappsamur og jákvæð-
ur strákur.
Laugavegur Jón Kristinn Ásgeirsson ók bifreið á
Hörð Heimi Sigurðsson laganema í janúar í fyrra
við gatnamót Vegamótastígs og Laugavegar.
Hörður Heimir Sigurðsson
Örkumlaðist þegar ekið var á
hann í janúar á síðasta ári.