Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2010, Síða 7
FRÉTTIR 24. febrúar 2010 MIÐVIKUDAGUR 7
TÖPUÐU 42
MILLJÖRÐUM
Eignarhaldsfélag Pálma Haralds-
sonar og Jóhannessonar Kristins-
sonar, Fons, tapaði tæplega 42 millj-
örðum króna árið 2008. Árið áður
hafði félagið skilað tæplega 4,7 millj-
arða hagnaði og voru 4,4 milljarðar
greiddir út sem arður til móðurfé-
lags Fons, Matthews Holding í Lúx-
emborg, fyrir árið 2006. Þetta kem-
ur fram í ársreikningi Fons fyrir árið
2008 sem skilað var til ársreikninga-
skrár ríkisskattstjóra þann 10. febrú-
ar síðastliðinn.
Þrotabú Fons skoðar nú hvort
hægt sé að rifta greiðslu arðsins og
verður stefna þess efnis gegn Pálma
og Jóhannesi þingfest fyrir Héraðs-
dómi Reykjavíkur á fimmtudag,
ásamt um tíu öðrum stefnum. Stöð
2 greindi frá því fyrir nokkrum dög-
um að Fons hefði fengið lán fyrir arð-
greiðslunni hjá Landsbankanum.
Kröfur í þrotabú Fons nema um
40 milljörðum króna og er ætlunin
með stefnum þrotabúsins að ná um 9
milljörðum króna til baka fyrir kröfu-
hafa Fons. Eignir þrotabús Fons duga
hvergi nærri fyrir skuldunum.
Enginn arður var hins vegar
greiddur til hluthafa Fons fyrir árið
2007 samkvæmt ársreikningnum
2008.
Ekki búið að ganga frá
samstæðu uppgjöri Fons
Heimildir DV herma að eitt af því
sem þykir athugavert við greiðslu
Fons á 4,4 milljarða arðinum er
að ekki hafi verið búið að ganga
frá samstæðuuppgjöri Fons þeg-
ar arðurinn var greiddur út úr
félaginu. Arðurinn mun meðal
annars hafa komið vegna hagn-
aðar frá breska eignarhaldsfélag-
inu Corporal Limited sem hélt
utan um 35 prósenta hlut Fons
í bresku leikfangaversluninni
Hamleys - Baugur átti 65 prósent
í Corporal og Hamleys. Corporal
var því dótturfélag Fons.
Fyrrverandi forstjóri Fons,
Pétur Már Halldórsson, sem sat í
stjórn Corporal og situr enn eftir því
sem næst verður komist, og Gunn-
ar Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri
Baugs í Bretlandi, gerði það sömu-
leiðis, líkt og greint var frá í fréttum
á síðastliðnu ári. Fyrri eigendur Fons
og Baugs hafa hins vegar misst yfir-
ráð yfir félaginu þar sem þau félög
bæði eru gjaldþrota.
Stærsti hluti Fonsarðsins mun
þó hafa komið frá Iceland-versl-
anakeðjunni bresku, sem
Fons var hluthafi í ásamt
Baugi, líkt og Stöð 2
greindi sömuleiðis frá
fyrir nokkrum dög-
um. Arðgreiðslurnar
frá þessum dótt-
urfélögum Fons,
Corporal og Ice-
land munu svo
hafa verið not-
aðar til að
greiða Lands-
bankanum
lánið til baka,
samkvæmt
heimildum
DV.
Andstætt góðri rekstrarvenju
Heimildir DV herma að þar sem ekki
hafi verið búið að ganga frá sam-
stæðuuppgjöri Fons, uppgjöri móð-
urfélagsins og allra dótturfélaga fé-
lagsins, þegar arðurinn var greiddur
út árið 2007 hafi arðgreiðslan ver-
ið andstæð góðri rekstrarvenju. Í
ákvæði hlutafélagalaga er kveðið á
um að jafnvel þó að skilyrði séu til
staðar fyrir arðgreiðslu innan sam-
stæðu þá megi ekki gera það ef það
er andstætt góðri rekstrarvenju.
„Það er meðal annars þetta sem er
verið að skoða,“ segir heimildar-
maður DV sem þekkir vel til starf-
semi Fons.
Eitt af vand-
málunum við
arðgreiðslu
Fons er að það
þykir, líkt og
gefur að skilja,
skjóta skökku
við að rúmlega
4,4 milljarð-
ar króna hafi
verið teknir út
úr félagi sem
tapar 42 millj-
örðum á rúmu
ári þar á eftir og
skilur eftir sig 40
milljarða króna
skuldir.
Riftunarmálið
vegna arðgreiðsl-
unnar út úr Fons
mun vera það
fyrsta af
þessu tagi
sem höfð-
að er hér
á landi.
Fons tapaði tæpum 42 milljörðum króna árið 2008. Árið 2007
greiddu eigendur Fons sér 4,4 milljarða í arð fyrir árið 2006.
Skiptastjóri þrotabús Fons vill að arðgreiðslunni verði rift.
Það er meðal annars þetta
sem er verið að skoða ...
INGI F. VILHJÁLMSSON
blaðamaður skrifar ingi@dv.is
Andstætt góðri rekstrarvenju
4,4 milljarða arðgreiðsla Fons fyrir árið 2006
er hugsanlega riftanleg þar sem hún hafi
verið andstæð góðri rekstrarvenju.
Átti félögin með Pálma Jón Ásgeir var
hluthafi í félögunum tveimur með Pálma en
arðgreiðslan út úr Fons fyrir árið 2006 var
vegna góðs gengis þeirra félaga.
Swopper
vinnustóllinn
• Bylting fyrir bakið
• Styrkir magavöðvana
• Frelsi í hreyfingum
• Ánægja við leik og störf
• Fæst í ýmsum litum
www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25
OXYTARM
Endurnærir og hreinsar ristilinn
Allir dásama OXYTARM
Í boði eru 60-150 töflu skammtar
DETOX
30days&
Betri apótekin og Maður lifandi www.sologheilsa.is.
Losnið við hættulega kviðfitu og
komið maganum í lag með því að
nota náttúrulyfin Oxytarm og
30 days saman -120 töflu skammtur -