Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2010, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2010, Qupperneq 8
8 MIÐVIKUDAGUR 24. febrúar 2010 FRÉTTIR 87 fangar af Litla-Hrauni hafa látið lífið á síðustu sex árum, hvort sem þeir hafa verið á leið í afplánun, setið inni eða höfðu lokið afplánun. Þetta er niðurstaða forsvarsmanna Stoða, hagsmunafélags aðstandenda fanga, sem hafa fylgst með andláti félaga sinna frá 1. janúar 2004. Tölurnar sýna að nærri fimmtán fangar látast ár hvert. Hlutfall þeirra fanga sem láta lífið er í kringum 10 prósent heildarinn- ar ár hvert og niðurstöður fanganna gefa til kynna að endurkomuhlutfall á Litla-Hraun sé yfir 80 prósent. Rann- sóknaraðferð fanganna byggist á því að þeir töldu andlátin út frá birtum dánartilkynningum í fjölmiðlum og skráðu hjá sér látna félaga sína sem setið hafa inni á Litla-Hrauni. Hinir látnu hafa flestir ýmist svipt sig lífi eða látist af völdum of stórra skammta af eiturlyfjum eftir að hafa annaðhvort sótt aftur í slæman félagsskap eða ekki séð aðra leið út úr ógöngum sín- um en þá að fremja sjálfsmorð. Gefast upp Séra Hreinn Hákonarson, fanga- prestur Þjóðkirkjunnar á Litla- Hrauni, segir óreglu fanganna helsta óvin þeirra. „Ég tel ekki ástæðu til að efast um þessar tölur. Ef valið stend- ur á milli þess að gera eitthvað til að bæta úr eða þess að fangar haldi áfram að láta lífið er augljóst mál að eitthvað verður að gera. Í sumum til- vikum leita fangarnir til mín og ég skynja á sálarlífi þeirra að þeir kvíða erfiðleikunum þegar út í samfélagið er komið,“ segir Hreinn. Matthías Halldórsson aðstoð- arlandlæknir segir ljóst að bæta þurfi við meðferðarúr- ræðum í fangelsin. Hann segir fjárskort fangelsanna vera hluta vandans. „Inn í fangelsin vantar mun fleiri meðferðarúrræði en boðið er upp á í dag þó að þau hafi verið aukin upp á síðkastið. Vandinn snýr hins vegar ekki bara að því að veita mönnum meðferðarúrræði heldur þarf einn- ig að bæta aðstæður þeirra að öðru leyti. Ég tel hiklaust skorta hjálp þegar fangar hafa lokið afplánun þannig að þeir nái sér betur á strik. Eðli málsins samkvæmt geta fangar verið illa settir í samfélaginu, marg- ir þeirra eru mikið skuldugir og jafn- vel ekki með mikið bakland þegar út er komið. Það þarf að hjálpa föngum að lokinni afplánun þannig að þeirra bíði ekki aðeins þeir tveir valkostir, að sækja aftur í slæman félagsskap eða svipta sig lífi,“ segir Matthías. Mikil neyð Tölur fanganna sýna að hinir látnu fangar af Litla-Hrauni voru á bil- inu 17 til 50 ára. Þór Óliver Gunn- laugsson fangi hefur sjálfur reynt sjálfsvíg og segir minningarathafn- ir haldnar í fangelsinu um látna fé- laga. „Í hvert skipti sem félagi okk- ar fer minnumst við hans og tölum um hann. Sá yngsti sem ég man eft- ir var 17 ára. Ég man vel eftir ein- um ungum vini mínum. Hann kom hingað inn 18 ára með ársfangelsi á herðunum. Fljótlega eftir að hann fór út hengdi hann sig í kirkjugarði. 87 FALLNIR FANGAR Nærri hundrað fangar hafa látið lífið á undanförnum árum. Fangar á Litla- Hrauni hafa fylgst með dánartilkynning- um um fallna félaga sína og hafa komist að því að á síðustu sex árum hefur nær níundi hver fangi látið lífið á meðan beðið var afplánunar, í fangelsi eða að lokinni afplánun. Talning fanganna sýnir að nærri fimmtán fangar látast ár hvert. TRAUSTI HAFSTEINSSON blaðamaður skrifar: trausti@dv.is Hræðilega sorgmædd „Það er svo erfitt að missa barnið sitt. Það er eitthvað sem ekkert foreldri ætti að þurfa að upplifa,“ segir Ásthildur Cecil Þórðardóttir, garðyrkjustjóri á Ísa- firði. Síðastliðið haust fylgdi hún syni sínum til grafar en hann lést eftir að hafa tekið inn of stóran lyfjaskammt. Einn af fylgifiskum fíkniefnaneysl- unnar eru tíð afbrot og Júlíus var inn og út úr fangelsum í gegnum tíðina. Ást- hildur segir alfarið skorta samhæfingu í kerfið þar sem fíkniefnaneytendum sé sýnd of mikil harka. „Málið er bara það að kerfið lítur á fíklana sem ekki bara annars flokks heldur fimmta flokks. Að- ferðafræðin er alveg kolröng þar sem kerfið sýnir alltof mikla hörku. Koma þarf á fót lokaðri meðferðardeild, með fólki sem hjálpar fíklunum að komast út úr þessu, og dæma menn þangað inn í staðinn fyrir í fangelsið,“ segir Ásthildur. „Það þýðir ekki lengur að hugsa þannig að slíkt gangi ekki því fíklarn- ir vilji ekki hjálpa sér sjálfir. Ég veit að sonur minn vildi svo sannarlega hætta en hann gat það bara ekki sjálfur. Það versta sem ég upplifði var þegar litli ræfillinn minn var búinn að rífa sig upp og svo sá maður hvernig kerfið slökkti þennan neista bara strax, með alls kon- ar bréfum sem rifu hann niður aftur. Fangelsismálastofnun þarf einfaldlega að fara í endurhæfingu og hugsa alfar- ið sinn gang. Kerfið fær sko ekki mína bestu einkunn, ef kerfið hefði verið til staðar fyrir hann ætti samfélagið nú stórkostlegan listamann í drengnum mínum. Ég er alveg klár á því. Í staðinn sit ég uppi með það að hafa þurft að setja drenginn minn ofan í jörðina. Þannig að ég var þarna bara að fálma út í loft- ið eftir aðstoð en fékk alls enga. Úrræð- in voru bara ekki til og enga aðstoð að fá fyrir foreldra fíkla. Ég hef hjá mér fallega mynd af fallegum dreng sem átti í veru- legum vandræðum með fíknina. Ég er rosalega tóm. Söknuðurinn er svo mik- ill. Þetta er rosalega erfitt, eiginlega al- veg ólýsanlega erfitt. Sorgin er bara svo mikil og ég er hræðilega sorgmædd. Ég hefði svo mikið viljað hafa hann lengur hjá mér.“ JÚLÍUS KRISTJÁN THOMASSEN Fæddur 8. júlí 1969 Dáinn 28. september 2009 Meira en fólk áttar sig á Steinar Jónsson, fósturfaðir Hilmars Más Gíslason- ar, sem ríflega tvítugur svipti sig lífi á Litla-Hrauni 19. ágúst 2007, var í viðtali við DV skömmu eftir lát Hilmars Más. Hann saknar umræðu um andlát fanga hér á landi og þær erfiðu aðstæður sem fangar búa við. „Sonur okkar er einn þeirra sem hafa lát- ið lífið í afplánun. Fjöldi þeirra fanga sem svipta sig lífi eða látast með öðr- um hætti er miklu meiri heldur en fólk almennt gerir sér grein fyrir. Í fyrstu geta svona tölur virkað ótrúlegar en þetta er því miður stað- reyndin. Þessum töl- um hefur oft verið haldið leyndum því ég held að þetta sé meira en fólk veit. Það er alls ekki alltaf þannig að mennirnir láti lífið innan veggja fangelsanna heldur gerist þetta líka utan þeirra. Þó að fangar séu bún- ir að ljúka afplánun standa þeir áfram frammi fyr- ir vandamálum sínum og þeir þurfa hjálp. Miðað við tölur látinna virðast þeir þurfa hjálpina en síð- an getur verið að þessi hópur manna sé of stoltur til að sækja sér hana. Það er því miður allt of lítið rætt um þessi mál því það gefur augaleið að þessi andlát fanga koma of sjaldan upp á yfirborðið.“ Foreldrarnir, Ásta K. Vilhjálmsdóttir og Guðmundur Guðjónsson, syrgja son sinn, Guðjón Björgvin Guðmundsson, sem svipti sig lífi í dönsku fangelsi 23. september 2007, þá rúmlega þrítug- ur. Í viðtali við DV skömmu eftir and- látið sögðu þau framkomu íslenskra og danskra fangelsismálayfirvalda í garð sonar þeirra hafa verið verri en framkomu við skepn- ur. „Við myndum aldrei koma svona fram við skepnur, það yrði aldrei gert. Það hefði sam- stundis verið kært til dýra- verndunarsamtaka. Sonur minn þurfti á hjálp að halda, sem hann fékk hvorki hér heima né í Danmörku. Þegar ég hugsa til baka og fer yfir bréfið sem hann sendi okkur mán- uði áður en hann fyrirfór sér, sé ég miklu gleggra hvað hann var orðinn vonlaus á þeim tímapunkti. Ég þarf ekki annað en skoða rithöndina til að sjá það, hún var orðin eins og rit- hönd gamalmennis,“ sagði Guðmundur í viðtali við DV. Ásta sagði í sama viðtali erfitt að rifja upp sögu sonar síns í ljósi þess að ekki reyndist unnt að hjálpa honum. Hún segir hann ávallt hafa komið vel fram við alla. „Það var alveg hræði- legt að upplifa það að fá tíðindin af sonarmissinum. Hann glímdi við þunglyndi og var sviptur lyfjum sínum í einangr- un. Það er algjör hryllingur að gera þetta svona. Guðjón var mjög glaðlyndur, góðhjartaður og hjálplegur. Þannig minn- umst við hans. Guðjón var virkilega vel gefinn strákur og menntaður og hann var búinn að halda sig frá eiturefnum í tæp fjögur ár. Við börðumst alla leið og trúðum því ávallt að hann gæti einhvern veginn rifið sig upp úr þessu,“ segir Ásta. Fékk enga hjálp GUÐJÓN BJÖRGVIN GUÐMUNDSSON Fæddur 7. ágúst 1975 Dáinn 23. september 2007 HILMAR MÁR GÍSLASON Fæddur 16. nóvember 1985 Dáinn 19. ágúst 2007 Mér líður nátt-úrulega hrika- lega illa með það að ár eftir ár þurfi maður að sjá á eftir góðum vinum sínum í gröfina. Hjálpina skortir Matthías segir ljóst að mikið skorti á aðstoð við fanga að lokinni afplánun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.