Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2010, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2010, Síða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 24. febrúar 2010 FRÉTTIR „Við sjáum núna ljósið í myrkrinu,“ segir Valur Magnússon. DV fjallaði um mál Vals og brasilískrar konu hans, Thais Marques de Freitas, þann 12. febrúar en þau hjónin hafa lifað í mikl- um ótta að undanförnu þar sem tveir fjölskyldumeðlimir fá ekki framlengt dvalarleyfi hér á landi. Útlendinga- stofnun hefur ekki viljað veita leyfin því tekjur Vals þóttu of lágar. Eftir að greinin birtist virðast þó hafa liðkast verulega til í máli Vals og Thais sem búa í Bolungarvík. Útlend- ingastofnun hefur samþykkt að barna- bæturnar sem Valur hefur þegið síðan börn þeirra hjóna fæddust nægi til við- bótar launatekjum hans til að uppfylla skilyrði stofnunarinnar um lágmarks- framfærslu. Í langan tíma leit út fyrir að Thais og dóttir hennar úr fyrra sambandi, Leticia, yrðu að yfirgefa Ísland sem hefði stíað fjölskyldunni í sundur. Nú hafa málin færst til betri vegar og þakkar fjölskyldan það umfjöllun DV. Hafa gengið í gegnum áföll Valur og Thais eiga tvö börn saman, þá Magnús Guðjón og Ara. Auk þess eiga Valur og Thais hvort sína dóttur- ina úr fyrri samböndum. Fjölskyldan býr í Bolungarvík en þar á Valur stór- an ættgarð. Hann vinnur í fiskvinnslu í bænum og er Thais heimavinnandi, en vandræði við dvalarleyfisumsóknir hafa þar fyrir utan gert atvinnumögu- leika hennar mjög slæma. Þau hafa lif- að í ótta og óvissu vegna leyfismála hjá Útlendingastofnun í þó nokkurn tíma, eða síðan þau fluttu frá Noregi í árslok 2007. Þá settu veikindi drengjanna strik í reikninginn þegar þeir komu í heim- inn. Magnús fæddist með skarð í vör og annað lungað sprakk í Ara þeg- ar það fylltist af vatni við fæðingu í keisaraskurði. Var Ara þá vart hug- að líf. Báðir hafa þó dafnað bráð- vel síðan. Það hefur því ýmislegt gengið á hjá fjölskyldunni. Greinin liðkaði fyrir Heimilisfaðirinn segist loksins sjá ljósið í myrkrinu því útlit er fyrir að Thais og Leticiu verði leyft að vera. Hann segir að eftir greina- skrif DV hafi mikil bjartsýni ríkt hjá fjölskyldunni því að viðræður við Útlendingastofnun gangi nú mun betur en áður. „Við sjáum núna ljósið í myrkrinu. Það er að birta til hjá okkur og við sjáum fyrir end- ann. Við fáum að vera saman hér í Bolungarvík. Eins og þeir tala núna hefur mikið liðkast til í þessu og ég get ekki neitað því að greinaskrif DV hafi hjálpað til,“ segir Valur. Útlendingastofnun hefur fett fingur út í tekjur Vals sem þóttu ekki nægja sem lágmarksframfærsla fyr- ir fjölskylduna. Nú munu starfsmenn stofnunarinnar hafa ákveðið að sam- þykkja að barnabæturnar sem Val- ur þiggur nægi ofan á laun hans til að uppfylla skilyrðin. Stefnir á sjóinn Valur hefur unnið í slægingu hjá fisk- vinnslustöð í nokkurn tíma. Hann væntir þess nú að fara á sjóinn í byrjun apríl með föður sínum. „Við feðgarnir ætlum að róa á grásleppu. Þá förum við hjá Óshlíð og upp eftir Stigahlíð- inni. Báturinn er ekki stærri en svo að við komumst ekki lengra. Svo gæti ver- ið að við færum á strandveiðar í sum- ar,“ segir Valur sem segist hafa ágæt tök á að framfleyta fjölskyldunni. Lengi leit út fyrir að nýr kostnaðar- liður bættist við. Vegabréf Thais renn- ur út í september og höfðu hjónin tal- ið að þau þyrftu að ferðast til sendiráðs Brasilíu í Ósló til að fá nýtt vegabréf. Nú hefur komið í ljós að ræðismað- ur Brasilíu á Íslandi getur líklega séð um að útvega Thais vegabréf. „Það væri ódýrara fyrir okkur að fara suður til Reykjavíkur en alla leið til Noregs,“ segir Valur. Óvissan vond fyrir börnin Nú lítur allt út fyrir að Thais og Leti- cia fái dvalarleyfi til fjögurra mánaða til að byrja með, þangað til þær verða komnar með ný vegabréf. Eftir það ætti að verða auðveldara að sækja um leyfi til lengri tíma í senn. Leticia sækir nám í grunnskólanum í Bolungarvík. Það er mat Vals að slæmt hefði verið að rífa hana upp úr náminu sem hún hefur aðlagast að undanförnu. „Óvissa um framtíðina er ekki holl fyrir krakka,“ segir hann. „Ef Thais og Leticia hefðu verið reknar úr landi hefðum við drengirn- ir tveir fylgt þeim,“ segir Valur. „En það hefði samt stíað fjölskyldunni í sund- ur því að ég á eina dóttur úr fyrra sam- bandi á Íslandi, Lóu Rakel.“ Valur Magnússon segir að um- fjöllun DV hafi vakið mikla athygli og furðu, bæði í Bolungarvík og á Ísafirði, þar sem hann á marga ættingja. „Fólk trúði ekki að yfirvöld gætu stíað okkur í sundur og talaði mikið um þetta. Ég er hins vegar feiminn að eðlisfari og hélt mig heima þegar blaðið var nýútkom- ið,“ segir hann að lokum. Sjá ljósið í myrkrinu Útlit er fyrir að íslensk-brasilíska fjölskyldan á Holtabrún í Bolungarvík fái að búa hér á landi. MYND HALLDÓR SVEINBJÖRNSSON/BB Fjölskyldan í Bolungarvík sem DV ræddi við fyrir tveimur vikum óttaðist að Útlendinga- stofnun stíaði henni í sundur. Valur Magnússon og Thais Marques de Freitas, frá Bras- ilíu, eru nú bjartsýnni og segja umfjöllun blaðsins hafa liðkað fyrir meðferð máls þeirra. „VIÐ FÁUM AÐ VERA SAMAN“ HELGI HRAFN GUÐMUNDSSON blaðamaður skrifar: helgihrafn@dv.is 16 föstudagur 12. febrúar 2010 fréttir Mikil óvissa ríkir hjá ungri fjölskyldu í Bolungarvík því líkur eru á að tveir fjölskyldumeðlimir fái ekki fram- lengt dvalarleyfi og verði sendir úr landi. Hjónin Valur Magnússon og Thais Marques de Freitas búa á Bol- ungarvík. Þau eiga tvo drengi sam- an, Magnús Guðjón, 3 ára, og Ara, 1 árs. Þá á Thais 9 ára dóttur, Leticiu, úr fyrra sambandi sem stundar nám í Grunnskóla Bolungarvíkur. Thais er frá Brasilíu en flutti til Noregs fyrir fjórum árum síðan þegar hún kynnt- ist Vali. Fjölskyldan bíður nú eftir úr- skurði Útlendingastofnunar um framlengingu á dvalarleyfi Thais og Leticiu. Verði þeim hafnað um dval- arleyfi mun öll fjölskyldan neyðast til að flytjast úr landi. Valur segir í samtali við DV að meginástæðan fyrir vandræðum mæðgnanna í beiðni þeirra um dval- arleyfi sé að laun hans séu ekki næg, að mati stofnunarinnar. Laun Vals eru ekki talin nægja til að sjá fyrir fjölskyldunni. Kynntust í Noregi Valur flutti til Noregs árið 2002. „Ég ætlaði að vera í Noregi í sex mánuði en var í tæp sex ár.“ Þar vann hann hjá ferjufyrirtækinu Color Line í Lar- vik, suður af Ósló. „Það er fyrirtæki sem heldur úti ferjum á milli Norð- urlandanna og Þýskalands. Ég vann í fríhafnarbúðinni á ferjunni.“ Bróðir Vals bjó líka í Noregi á þessum tíma og hafði kynnst bras- ilískri konu. Árið 2005 kom systir mágkonu Vals í heimsókn til Noregs. Skemmst er frá því að segja að ástir tókust á milli Vals og mágkonunnar, Thais. Thais fór svo aftur til Brasilíu en ekki leið á löngu þar til hún sneri aftur til Noregs og í fang Vals. „Þá var komið í ljós að hún var ólétt. Svo hún varð eftir hjá mér og við giftum okk- ur.“ Dóttir Thais, Leticia kom með og hún hefur búið með þeim síðan þá. Valur á tvo bræður, annar á brasil- íska konu, sem fyrr segir og hinn á taílenska eiginkonu. Í Noregi fæddist Vali og Thais sonurinn Magnús Guðjón. Hann fæddist með skarð í vör og þurfti að dvelja löngum stundum á norskum sjúkrahúsum. Friðsælt í Bolungarvík Fyrst þegar þau komu til landsins í desember 2007 dvöldu þau í Æðey í Ísafjarðardjúpi þar sem foreldrar Vals hafa dvalið undanfarin ár. „Við vorum með þeim yfir jólin þar. En fluttum svo til Bolungarvíkur og höf- um verið hér síðan.“ Aðspurður segir Valur að mikil viðbrigði hafi fylgt því fyrir Thais að flytja í lítið sjávarþorp á Íslandi. „Thais fannst kalt í Bolung- arvík fyrst þegar hún kom og auðvit- að fann hún fyrir smæðinni.“ En Valur segir að þeim hjónun- um líki vel að eiga lítil börn á stað eins og Bolungarvík. Það sé gjörólíkt því sem Thais þekkir frá heimahög- unum. Hún er frá höfuðborg Bras- ilíu sem er samnefnd þessu stærsta og fjölmennasta landi Suður-Am- eríku. Í borginni Brasíliu er mikið um glæpi eins og í öðrum stórborg- um landsins. Rán og ofbeldi gagn- vart börnum hefur færst í vöxt. Thais segir foreldra helst þurfa að víggirða garða, þar sem börn eru að leik, með háum veggjum. „Börnin fara út í garðinn hjá okkur og við höfum auga með þeim,“ segir Valur um lífið í Bol- ungarvík. Fýluferðir suður Eins og áður sagði fluttist fjölskyldan til Bolungarvíkur í upphafi árs 2008. Ljóst var að Thais og Leticia þyrftu á dvalarleyfi hjá íslenskum yfirvöld- um að halda ættu þær að setjast að á landinu. „Það var þá sem ævin- týrið með Útlendingastofnun byrj- aði. Við fórum suður til Reykjavík- ur, sem kostaði auðvitað sitt. En það var fýluferð því við vorum ekki með alla pappírana sem við töldum okk- ur hafa. Svoleiðis gekk málið í hálft ár, því okkur gekk illa að fá gögnin sem vantaði að utan,“ segir Valur. Við umsókn um dvalarleyfi þurfa út- lendingar að leggja fram gögn á borð við sakarvottorð, fæðingarvottorð og vegabréf sem gildir í ákveðinn tíma umfram umsóknartímann. „Við vorum búin að fara þrívegis suður í höfuðborgina með tilheyr- andi kostnaði þegar ég gafst ég upp á þessu. Ég bað systur mína að fara með pappírana fyrir mig, en hún er búsett fyrir sunnan. En þá brjálaðist konan í afgreiðslunni á stofnuninni. Og minntist svo á að það væri hægt að skila gögnunum til sýslumanns í viðkomandi sveitarfélagi,“ segir Val- ur. „Þetta var hálfu ári eftir fyrstu ferðina suður. Það er miklu ódýrara fyrir okkur að rölta hérna niður eft- ir til sýslumanns í stað þess að fara með alla fjölskylduna til Reykjavík- ur.“ Umsóknarferlið tók að lokum enda þegar Thais og Leticia fengu dvalarleyfi á Íslandi til eins árs. Sprengdi annað lungað Á meðan á öllu þessu stóð hafði Thais orðið ófrísk á ný, bar Ara und- ir belti en hann fæddist í septem- ber 2008. „Ari fæddist með keisara- skurði. En vatn varð eftir í lungunum á honum. Honum lá svo á að losa sig við það að hann sprengdi annað lungað.“ segir Valur. Ari var fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur þar sem hann gekkst undir tilheyrandi aðgerðir. „Læknarnir sögðu, þeg- ar þeir útskrifuðu Ara af gjörgæslu- deild, að honum hafi eiginlega ekki verið hugað líf á leiðinni suður. Við höfum gengið í gegnum ýmislegt,“ segir Valur en bætir við að börnun- um heilsist vel í dag. Hefur ekki nægar tekjur Dvalarleyfi Thais rann út fyrir nokkrum mánuðum og sem stend- ur er umsókn um nýtt leyfi í vinnslu. Alls óvíst er hvort leyfið fáist því fjölskyldan uppfyllir ekki skilyrði umsóknar að mati Útlendingastofn- unar. Fjölskyldan lifir því í miklum ótta og óvissu. „Á öllum bréfunum frá Útlend- ingastofnun stendur að ég hafi ekki nægt fjárhagslegt bolmagn til að framfleyta fimm manna fjölskyldu,“ segir Valur. Hann vinnur við slæg- ingu í fiskvinnslustöð í Bolungar- vík. Þar hefur aflinn ekki verið mikill undanfarið sem meðal annars út- skýrir lágar tekjur Vals. Hins vegar segir hann að tekjurnar dugi alveg fyrir fjölskyldunni. „Barnaverndar- yfirvöld eða skólayfirvöld hafa ekki kvartað yfir heimilishaldinu og upp- eldinu hjá okkur. Þannig að einhvern veginn nær maður að framfleyta sér á þessum litlu launum sem mað- ur hefur,“ segir Valur en hann telur óréttlátt að tekjur fólks skipti máli í umsóknum hjá Útlendingastofnun. Íslendingum vísað úr landi Til að ljúka núverandi ferli þarf lík- lega að endurnýja vegabréf Thais, en til þess þarf að leita til brasilíska sendiráðsins í Ósló. Sem hefði mik- inn kostnað í för með sér. Umsókn um þriggja ára dvalarleyfi Thais og Leticiu veltur nú á þessum þáttum. Það sem vegur þyngst eru þó lágar tekjur Vals. Á næstu dögum mun koma í ljós hvort mæðgunum verð- ur leyft að búa á Íslandi. Valur seg- ir að verði umsókninni neitað muni fjölskyldan öll neyðast til að flýja af landi brott. „Ef okkur verður synj- að um dvalarleyfi er í raun verið að vísa þremur íslenskum ríkisborg- urum úr landi,“ segir Valur og á þá við drengina sína tvo og sjálfan sig. „Við myndum auðvitað fylgja þeim.“ Ung fjölskylda í Bolungarvík hefu r gengið í gegnum miklar raunir. Þa u eiga nú á hættu að vera splundrað þa r sem tveir fjölskyldumeðlimir fá ekk i framlengt dvalarleyfið hér á land i. Annað barn hjónanna fæddist me ð skarð í vör og dvaldi á sjúkrahúsum . Tekjur fjölskylduföðurins eru ekk i nægilega háar og þar með eru skilyrð i Útlendingastofnunar í uppnámi. GÆTU ORÐIÐ BROTTRÆK Helgi HraFN guðmuNdSSoN blaðamaður skrifar: helgihrafn@dv.is Ef okkur verður synjað um dval- arleyfi er í raun verið að vísa þremur íslenskum ríkisborgurum úr landi. Valur, Thais, magnús og ari Fjölskyld- an á Holtabrún í Bolungarvík býr við mikla óvissu vegna útlendingalaga. mYNd Halldór SVeiNBjörNSSoN/BB erfið staða „Við höfum gengið í gegnum ými slegt.“ Magnús og Ari fæddust báðir veikir. Nú rík ir óvissa um framtíð fjölskyldunnar. mYNd Halldór SVeiNBjö rNSSoN/BB Eins og þeir tala núna hefur mikið liðkast til í þessu og ég get ekki neitað því að greina- skrif DV hafi hjálpað til. Þrjú stuðtæki á Flateyri Í mánudagsblaði DV var fjallað um að það hefði komið viðbragðsfull- trúum á Flateyri á óvart að hjarta- stuðtæki vantaði á stærsta vinnustað bæjarins, fiskvinnsluna Eyrarodda. Þar var tækið áður og eftir því sem DV kemst næst var það fært til við- gerðar af fyrri rekstraraðila á heilsu- gæslustöð bæjarins. Til viðbótar eru tvö önnur hjartastuðtæki á Flateyri og því um þrjú tæki að ræða í bæn- um. Ósammála Jóhönnu Einar Kristinn Guðfinnsson, þing- maður Sjálfstæðisflokksins, segir þingmenn eiga að hafa skoðan- ir á því hvernig þjóðfélaginu sé stillt upp. Gerir Einar Kristinn þetta að umtals- efni á heimasíðu sinni eftir um- mæli Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra á Viðskiptaþingi. Hún sagði að stjórn- málamenn ættu ekki að hafa bein afskipti af fjármalakerfinu. „Stjórn- málamenn eiga að hafa skoðun á því hvort hér þróist samfélag, þar sem stærsta smásölukeðjan ráði líka lög- um og lofum á fjölmiðlamarkaðn- um,“ skrifar Einar. Hundasýning í Víðidal Um helgina má búast við að um 870 hreinræktaðir hundar af 88 hunda- kynjum komi saman á hundasýn- ingu Hundaræktarfélags Íslands, sem fram fer í Reiðhöllinni í Víðidal. Sýningar félagsins hafa stækkað ár frá ári og segja aðstandendur sýn- ingarinnar að það endurspegli mik- inn áhuga Íslendinga á hundum og hreinræktun þeirra. Megintilgangur hundasýninga er að meta hundana út frá ræktun- armarkmiði hvers kyns og leiðbeina ræktendum þannig í starfi sínu. Í bága við lög um persónuvernd Ómar Stefánsson, formaður bæj- arráðs í Kópavogi, gæti hafa brotið persónuverndarlög með því að segja frá því á bloggi sínu að dætur og tengdasynir Gunnars I. Birgissonar, fyrrverandi bæjarstjóra Kópavogs, séu flokksbundin í Framsóknar- flokknum. Segir í 2. grein, 8. lið a. í persónuverndarlögum að til við- kvæmra persónuupplýsinga teljist upplýsingar um uppruna, litarhátt, kynþátt, stjórnmálaskoðanir, svo og trúar- eða aðrar lífsskoðanir. „Ég er búinn að fá símtal þar sem ég var beðinn um að skoða þetta,“ segir Ómar í samtali við DV. 12. f brúar 2010.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.