Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2010, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2010, Page 12
MIKILL MUNUR Á BLU-RAY Svokallaðir Blu-Ray-spilarar kosta á bilinu 49.900 til 199.995 krónur samkvæmt verðkönnun Neytendasamtakanna. Blu-Ray er nýjasta kynslóð DVD-diska; þeir líta eins út en geta inni- haldið margfalt meira gagna- magn en hefðbundnir DVD- diskar. Alls reyndust fjórtán mismunandi Blu-Ray-spilarar vera til í þeim verslunum sem athugaðar voru en enginn spil- aranna var með upptökumögu- leika. Könnunina geta meðlimir Neytendasamtakanna skoðað á vefsíðu samtakanna. n Lastið fær klæðskera- stofan Ateljé Sari. Viðskiptavinur þurfti að láta breyta flík og átti breytingin að kosta 3.800 krónur. Hann fékk svo símtal þar sem honum var sagt að aðgerðin kostaði 1.000 krónur í viðbót. Þegar hann maldaði í móinn var honum sagt að fyrirtækið óskaði ekki eftir frekari viðskiptum við hann; hann gæti sótt flíkina. n Lofið fær Bónus fyrir að selja humar á ágætu verði. Blaðamaður hugðist kaupa humar fyrir síðustu helgi og fór í Krónuna og Bónus til að bera saman verð. Lægsta kílóverðið í Krónunni var liðlega 4.000 krónur en í Bónus var hægt að kaupa humar á um 3.300 krónur kílóið, þó að umbúðirnar væru klárlega síðri. SENDIÐ LOF EÐA LAST Á NEYTENDUR@DV.IS DÍSILOLÍA Algengt verð VERÐ Á LÍTRA 201,2 kr. VERÐ Á LÍTRA 197,9 kr. Skeifunni VERÐ Á LÍTRA 202,6 kr. VERÐ Á LÍTRA 199,3 kr. Algengt verð VERÐ Á LÍTRA 199,2 kr. VERÐ Á LÍTRA 196,9 kr. BENSÍN Bolungarvík VERÐ Á LÍTRA 192,5 kr. VERÐ Á LÍTRA 189,2 kr. Bolungarvík VERÐ Á LÍTRA 192,7 kr. VERÐ Á LÍTRA 190,4 kr. Algengt verð VERÐ Á LÍTRA 204,2 kr. VERÐ Á LÍTRA 201,9 kr. UMSJÓN: BALDUR GUÐMUNDSSON, baldur@dv.is / ney tendur@dv.is el d sn ey ti Hermann Gunnarsson, forstjóri N1, segir síðustu bensínhækkanir óhjákvæmilegar: „ÞETTA ER HÖRMUNGARÁSTAND“ Meðalbílstjóri, sem ekur 18 þús- und kílómetra á ári á bíl sem eyð- ir 10 lítrum á hundraðið, getur gert ráð fyrir því að þurfa að borga nærri 370 þúsund krónur í bensín á þessu ári. Bensínið fór í fyrsta sinn yfir 200 krónur þegar N1 tilkynnti um fimm króna hækkun á bensín- og dísilolíu lítranum á mánudaginn. Lítrinn kostar nú 204,20 krónur. Að fylla einn 50 lítra tank kostar því 10.200 krónur. Hermann Gunnarsson, forstjóri N1, sagði í samtali við DV að hækk- unin væri óhjákvæmileg. „Við vor- um búnir að bíða í tæpa viku eft- ir að olíuverð lækkaði eða krónan styrktist. Það gerðist bara ekki og því þurftum við að hækka,“ sagði hann og benti á að tonnið af bensíni hefði hækkað um meira en 100 dollara á undanförnum tveimur vikum. Doll- arinn hafi auk þess verið að styrkj- ast. Hann hafi farið úr 122 krón- um í 129. „Nú er verðið 204 krónur 12 MIÐVIKUDAGUR 24. febrúar 2010 NEYTENDUR ÓDÝRAST Á VESTFJÖRÐUM Bensínverð er nú lægst á Vest- fjörðum. Hjá Orkunni kostar lítr inn 192,5 krónur í Bolungar- vík, Súðavík og á Ísafriði. Hjá ÓB kostar lítrinn 0,2 krónum meira á þessum stöðum. Á höfuð- borgarsvæðinu er hvergi hægt að kaupa einn lítra af bensíni á undir 200 krónum. Eins og fram kemur hér á opnunni reið N1 á vaðið og hækkaði verðið um 5 krónur á mánudaginn, eftir að hafa „haldið í sér“ dögum sam- an. Í kjölfarið kepptust sam- keppnisaðilar N1 við að hækka verðið yfir 200 krónur. N1 reið á vaðið Bensínið kostar í fyrsta sinn meira en 200 krónur lítrinn. SVONA SKALTU VELJA ÁVEXTI VATNSMELÓNUR n Góð og nægjanlega þroskuð melóna gefur aðeins eftir þegar þrýst er á endana, sérstaklega þeim megin sem hún hefur hangið. Ef melónan er glerhörð þá er hún óþroskuð og ekki eins bragðgóð. Einnig má heyra hvort melóna er fullþroskuð með því að banka laust í skelina. Ef hljómurinn er holur þá er melónan tilbúin til átu. Besti árstími: Svipaðar allt árið en spænsku melónurnar (þær sem koma á sumrin) þykja bestar. GULAR MELÓNUR n Lyktaðu af gulri melónu þeim megin sem hún var slitin af. Ef melónulyktin er greinileg þá er hún tilbúin til átu. Ef engin lykt finnst þá er hún ekki nógu þroskuð. Besti árstími: Svipaðar allt árið en spænsku melónurnar (þær sem koma á snemma á sumrin) þykja bestar. FERSKJUR OG NEKTARÍNUR n Ferskjur geymast skemur en nektarínur og eru mjög viðkvæmar. Uppskeran er á sumrin og það er besti tíminn til að flytja þær inn; á meðan þær eru nýjar. Ferskjur eru þó fáanlegar allt árið á Íslandi en eru mjög misjafnar að gæðum yfir vetrartímann. Ferskleiki ferskjanna sést á því hvort hýðið er krumpað eða ekki. Besti árstími: Sumar og haust. APPELSÍNUR n Appelsínur, klementínur og mandarínur eru súrastar í byrjun vetrar þegar þær byrja að koma frá Spáni (október eða nóvember) og svo snemma á sumrin (maí, júní) þegar þær koma frá Suður-Afríku og Argentínu. Þumalputtareglan er samt sú að eftir því sem „naflinn“ er stærri því sætari er ávöxtur- inn. Veljið stinnar appelsínur en brúnir blettir á appelsínum eru oft til marks um gæði. Enn fremur er appelsínan safarík ef hún er þyngri en hún lítur út fyrir að vera. Appelsínur má geyma í ísskáp svo vikum skiptir en hendið þeim strax ef þær eru farnar að skemmast. Besti árstími: Síðla vetrar eða seint á sumrin, þá eru þær sætastar. GREIP n Greip er til í fjölmörgum afbrigðum og er yfirleitt hægt að miða við það að greipávöxturinn er sætari eftir því sem kjötið er rauðara. Veljið greip sem virkar þungt miðað við stærð, hýðið er misþykkt eftir afbrigðum og ætti að vera þétt. Hægt að geyma greip í ísskáp en það mun ekki þroskast meira, þrátt fyrir góðan ásetning þinn. Ávextirnir með þynnsta hýðinu eru safaríkastir. PERUR n Þreyfið á perunni við stilkinn. Ef hún er mjúk þá er hún mjög þroskuð en ef hún er græn og mjög stinn þá er gott að geyma hana aðeins við stofuhita. Smáar perur þroskast hraðar, en perur sem fást úti í búð eru yfirleitt lítið þroskaðar. Hefur þú keypt fullan poka af girnilegum ávöxtum sem reyndust síðan meira og minna óætir þegar heim var komið? DV leitaði til þekkingarfyrirtækisins Matís og til Banana ehf., eins stærsta innflutningsfyrirtækis landsins, og fékk upplýsingar um það hvernig velja skuli bestu ávextina. baldur@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.