Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2010, Page 14
14 MIÐVIKUDAGUR 24. febrúar 2010 FRÉTTIR
Þar sem óttinn ríkir
Innanhússkönnun frá Downing-
stræti númer 10, bústað forsætisráð-
herra Bretlands, leiðir í ljós að flestir
opinberir starfsmenn sem vinna hjá
forsætisráðherranum Gordon Brown
óttast að lýsa óánægju með þá starfs-
hætti sem þar eru tíðkaðir.
Á vefsíðu breska dagblaðsins The
Times segir að þrátt fyrir opinbera
fullyrðingu um afdráttarlausa stefnu
gegn tuddaskap sýni innanhúss-
könnunin, sem tók til starfsmanna
skrifstofu forsætisráðherra, að þriðj-
ungur starfsfólks vill losna og sex pró-
sent vilja hætta „eins fljótt og auðið
er“. Innan við helmingur starfsfólks-
ins treysti sér til að tjá sig um málið.
Handtökur vegna
valdaránsáforma
Tyrkneska lögreglan handtók fyrrver-
andi yfirmenn sjó- og flughers lands-
ins ásamt nokkrum öðrum háttsett-
um foringjum úr röðum hersins á
mánudag. Handtökurnar voru liður
í aðgerðum gegn yfirmönnum sem
tengdust áformum um að koma ríkis-
stjórn landsins frá völdum.
Hugmyndin að valdaráninu
fæddist í kringum 2002 til 2003 og
fékk áætlunin heitið Slaghamar. Upp
komst um áformin í fyrra mánuði.
Talið er að handtökurnar geti varðað
tímamót í sögu lýðræðis í Tyrklandi
þar sem fjórum fyrri ríkisstjórnum
hefur verið bolað frá völdum af her-
num en aldrei hefur verið réttað yfir
nokkrum manni af þeim sökum.
Leitað í húsi Mladics
Serbneska lögreglan réðst til
inngöngu í hús í eigu fjölskyldu
Ratkos Mladics, yfirmanns hers
Bosníu- Serba í Bosníustríðinu á síð-
asta áratug síðustu aldar.
Fjöldi grímuklæddra lögreglu-
manna stóð vörð um húsið, sem er
í úthverfi Belgrad, á meðan að leit
fór fram í því. Samkvæmt fréttum
í þarlendum fjölmiðlum var sonur
Mladics, Darko, viðstaddur meðan
á leitinni stóð, en um 70.000 evrur,
rúmlega 12 milljónir, fundust í hús-
inu.
Ratko Mladic hefur farið huldu
höfði eftir að Bosníustríðinu lauk og
er eftirlýstur vegna ákæra um þjóðar-
morð. Serbneskum yfirvöldum hefur
verið gert ljóst að aðild landsins að
Evrópusambandinu sé háð því að
Mladic verði handtekinn.
Breska olíu- og gaskönnunarfyrirtæk-
ið Desire Petroleum er að byrja að
bora undan ströndum Falklandseyja
og talið nokkuð víst að spenna á milli
Breta og Argentínumanna muni auk-
ast verulega fyrir vikið.
Í yfirlýsingu frá Desire Petroleum
til kauphallarinnar í Lundúnum sagði
að borpallurinn Ocean Guardian hefði
hafið vinnu við borun tilraunaholu um
100 kílómetra norður af Falklandseyj-
um. Fyrirtækið telur að þar geti verið
að finna 3,5 milljarða tunna af olíu og
að auki möguleika á gasi.
Nú hafa vonir um mögulegan
hagnað af olíu og gasi blásið nýju lífi
í glóð langvarandi deilu á milli Bret-
lands og Argentínu um eignarhald
yfir eyjunum og í gær undirritaði for-
seti Argentínu, Cristina Fernandez de
Kirchner, tilskipun þess eðlis að allar
skipaferðir frá Argentínu til Falklands-
eyja séu háðar leyfi frá hinu opinbera.
Eyjarnar, sem ganga undir nafninu
Las Malvinas í Argentínu, eru í Suður-
Atlantshafi undan strönd Argentínu
og hafa verið undir breskum yfirráð-
um síðan árið 1833. Argentínumenn
hafa ávallt haldið fram yfirráðum yfir
eyjunum og gengu svo langt árið 1982
að gera innrás á eyjarnar. Argentínu-
menn höfðu ekki erindi sem erfiði en
yfir sex hundruð Argentínumenn og
255 Bretar fórust í stríðinu sem fylgdi
innrásinni.
Um 2.500 manns búa á Falklands-
eyjum og hefur breski herinn aðsetur
á eyjunum sem eru breskt sjálfstjórn-
arsvæði.
Talsmaður Desire Petroleum sagði
að fyrirtækið legði fyrst og fremst
áherslu á borun á svæðinu og ekki
ætti að líta á þá framkvæmd sem yf-
irlýsingu hvað varðaði stjórnmálaleg
málefni. Þess má geta að verð á hluta-
bréfum í Desire Petroleum hækkaði í
kjölfar tilkynningar þess til kauphall-
arinnar í Lundúnum.
Tilraunaboranir norður af Falklandseyjum í óþökk Argentínumanna:
Fyrirheit um olíu auka á spennu
Dæmigerður olíu- og
gasborpallur Tilrauna-
borun er hafin norður af
Falklandseyjum.
Stjórnvöld í Íran virðast hafa fært stað-
festu sína til að vernda fullveldi lands-
ins upp á hærra stig, nánar tiltekið upp
í algenga flughæð farþegaflugvéla.
Íranska ríkisstjórnin hefur tilkynnt
að héðan í frá verði hverju því flugfé-
lagi sem vísar til hafsvæðisins á milli
Írans og Arabalandanna sem Arabíska
flóans, í stað Persaflóans, meinuð för
um íranskt loftrými.
Talið er að viðvörun íranskra
stjórnvalda sé fyrst og fremst beint
gegn flugfélögum nágrannalandanna
og hefur, samkvæmt írönsku dagblaði,
erlendum starfsmanni íransks flug-
félags verið refsað fyrir að uppnefna
„Persaflóann“. Samkvæmt dagblaðinu
var um að ræða grískan starfsmann
Kish-flugfélagsins og hafði hann sett
„Arabíski flóinn“ en ekki „Persaflóinn“
á tilkynningatöflu.
Viðkvæmt mál
Hamid Behbahani, samgönguráð-
herra Írans, varaði flugfélög landa við
suðurhluta flóans við því að gera sömu
mistök og hinn óheppni gríski starfs-
maður. „Að öðrum kosti verður þeim
úthýst úr írönsku loftrými í einn mán-
uð fyrir fyrsta skipti og við endurtekn-
ingu verða flugvélar kyrrsettar í Íran
og flugleyfi til Írans afturkallað,“ sagði
Hamid Behbahani
Flóinn hefur löngum verið við-
kvæmt mál í þeim löndum sem liggja
að honum: Sádi-Arabíu, Kúveit, Katar,
Barein, Óman, Írak, Íran og Samein-
uðu arabísku furstadæmunum. Í fyrra
mánuði tilkynnti Sameinaða íslamska
íþróttasambandið, sem hefur höfuð-
stöðvar í Sádi-Arabíu, um þá ákvörð-
un þess að kasta fyrir róða íslömsku
leikunum sem áttu að fara fram í Íran
í apríl. Ástæðan er deila landanna um
hvort flóinn er arabískur eða persnesk-
ur. Íranir segja að flóinn sé persnesk-
ur og Arabaþjóðirnar segja hann ar-
abískan og því geta aðrar þjóðir notað
flóann til að særa eða móðga Írani eða
Arabaþjóðirnar, eða látið það vera með
því að kalla hann eingöngu „Flóann“.
Sagan endalausa
En það kemur fleira til í ósætti Írans og
Arabaþjóðanna, og reyndar Írans og
alþjóðasamfélagsins og það er vafstur
Írana við auðgun úrans. Einhver Ar-
abaríkjanna við Flóann, sem sum hver
kaupa vopn frá Bandaríkjunum í stór-
um stíl, og bjóða bandaríska hernum
aðstöðu, deila áhyggjum ráðamanna
í Washington af því að Íranir vinni að
framleiðslu kjarnorkuvopna.
Deilan um kjarnorkuáætlun Írans
hefur staðið lengi yfir og þarlendir
ráðamenn segja að áformin miði ein-
göngu að því að framleiða rafmagn.
Engu að síður hefur kjarnorkuáætlun
Írans farið fyrir brjóstið á ríkisstjórn-
um súnní-múslíma, sem hugnast ekki
heldur möguleg útþenslustefna Írans í
Mið-Austurlöndum.
Þrátt fyrir að Íran virðist sem ey-
land fer því þó fjarri því Íranir eiga
bandamenn í Sýrlandi, sjía-múslíma
sem eru við völd í Írak, Hisbolla-sam-
tökin í Líbanon og Hamas-samtökin
sem fara með völdin á Gaza.
Enginn bilbugur
Vesturlönd hafa til langs tíma litið
hornauga vinnu Írana í kjarnorku-
málum og hafa Bandaríkjamenn og
bandamenn þeirra unnið að hertum
refsiaðgerðum gegn þeim vegna kjarn-
orkuáætlunar þeirra, sem talin er miða
að framleiðslu kjarorkuvopna.
Á þriðjudaginn varaði Mahmoud
Ahmadinejad, forseti Írans, við því
að Íran muni „höggva hendurnar af“
hverjum þeim sem ræðst á landið.
„Ekkert getur skaðað Íran ... Íranska
þjóðin mun höggva hendurnar af
handleggjum allra árásaraðila hvaðan
sem þeir koma,“ sagði Íransforseti.
Ráðamenn í Íran hafa ávallt for-
dæmt nærveru herja Bandaríkjanna
og bandamanna þeirra í nágrannaríkj-
unum og ráðamenn í Bandaríkjunum
og Ísrael hafa ekki útilokað að grípa
til vopna gegn Íran vegna kjarnorku-
málsins.
Flóinn sem liggur á milli Írans og Arabíuskagans hefur löng-
um verið viðkvæmt málefni þjóðanna sem liggja að hon-
um og Íranir segja að hann heiti Persaflói og Araba-
þjóðirnar nefna hann Arabíska flóann.
KOLBEINN ÞORSTEINSSON
blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is
Flóinn á milli Írans og
Arabíuskagans Er þekktur
sem Persaflói í sögulegu
samhengi.
Flugvél frá Gulf Air Flugfélögum nágrannalanda Írans
er hollast að fara rétt með nafn Persaflóa.
MILLIRÍKJADEILA UM
HEITIÐ Á PERSAFLÓA
Íranska þjóð-in mun höggva
hendurnar af handleggj-
um allra árásaraðila…