Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2010, Page 25
Norski skíðagöngukappinn Pett-
er Northug náði loksins í gull á
Ólympíu leikunum þegar hann og
félagi hans, Oeystein Pettersen, sigr-
uðu í liðakeppni í sprettgöngu karla
með frjálsri aðferð. Ólympíuleikarn-
ir höfðu verið fram að því mikil von-
brigði fyrir þetta þjóðarstolt Norð-
manna en Northug sem er langbesti
skíðagöngukappi heims hefur ekki
átt góða leika.
Fyrir Ólympíuleikana var Nort-
hug kosinn vinsælasti maðurinn í
Noregi, hann er þrefaldur heims-
meistari í skíðagöngu frá því í fyrra
en skíaðgangan er gífurlega stórt
sport þar í landi. Mikil pressa var
á honum fyrir leikana í Kanada að
landa í það minnsta tvennum gull-
verðlaunum en hann stóð ekki undir
pressunni. Northug varð 41. í 15 kíló-
metra göngunni, grein sem búist var
við að hann gæti unnið með bundið
fyrir augun. Hann varð svo ellefti í 30
km eltigöngunni eftir að hafa brot-
ið annan stafinn sinn í árekstri við
annan mann en náði í brons í sprett-
göngunni.
„Mig langaði í þetta gull,“ sagði
Northug þreyttur eftir gönguna.
Hann kláraði lokasprettinn með
glæsibrag, gjörsamlega stakk Þjóð-
verjann Teichmann af á síðustu
metrunum. „Mér hefur gengið svona
upp og ofan hérna þannig að það var
virkilega sætt að hirða þessi gull-
verðlaun,“ sagði Northug.
„Ég ætlaði mér einfaldlega að
vinna þessa keppni. Ég var svo brjál-
aður eftir eltigönguna að það kom
ekkert annað til greina. Oeystein
gekk alveg frábærlega á næstsíðasta
sprettinum og kom mér í góða stöðu
fyrir síðasta sprettinn. Þetta heppn-
aðist fullkomlega hjá okkur og ég
gæti ekki verið ánægðari,“ sagði Pett-
er Northug sem leiðir heimsbikarinn
í skíðagöngu karla. tomas@dv.is
HM-MIÐAR EKKI Á ÚTSÖLU Meira af Alþjóðaknatt-
spyrnusambandinu, FIFA, en þar er nóg að gera þessa dagana og verður
alveg fram að HM í sumar. Sögur hafa gengið að FIFA ætli að sjá til þess
með öllum ráðum og dáðum að mótið í Suður-Afríku heppnist hvað sem
það kostar. Hefur verið greint frá því að sambandið muni selja miða á út-
sölu þegar nær dregur mótinu til þess að tryggja að allir vellir verði fullir á
öllum leikjum. „Það kemur ekki til greina að lækka verðið,“ svaraði aðalrit-
ari FIFA, Jerome Valcke, þeim ásökunum harðorður á blaðamannafundi.
„Miðaverðið vita allir sem hafa kynnt sér það og það mun ekki breytast.“
TÖFRALÆKNAR LEYFÐIR Á HM Alþjóðaknatt-
spyrnusambandið, FIFA, hefur heimilað afrískum liðum, og auðvitað
öllum sem vilja, að hafa með sér töfralækni á heimsmeistaramótið í
sumar en það fer fram í Suður-Afríku. Töfralæknar eru þekkt stærð
hjá afrískum liðum en þeir eru notaðir mikið í þeirri heimsálfu. Sækja
leikmenn liðanna sér styrk til læknanna fyrir leiki og gegna þeir
vegamiklu hlutverki í undirbúningi margra afrískra liða. Fylgst verð-
ur afar náið með heilsu leikmanna og líkamlegu ástandi af hálfu FIFA
en töfralæknarnir sjá meira um andlegan undirbúning.
SPORT 24. febrúar 2010 MIÐVIKUDAGUR 25
ENGINN
ÍSLENDINGASLAGUR
n Dregið var í átta liða úrslit Evr-
ópukeppni félagsliða, EHF-bikar-
inn, í handbolta á þriðjudaginn.
Fjögur íslensk
lið voru í
pottinum en
ekkert þeirra
dróst saman.
Landsliðs-
markvörður-
inn Björgvin
Páll Gústavs-
son og félag-
ar í svissneska liðinu Kadetten
mæta þýska liðinu Göppingen,
Alexander Pettersson og félagar í
Flensburg taka á móti Celje Lasko
frá Slóveníu, Vignir Svavarsson og
Logi Geirsson mæta með Lemgo
til Aragon á Spáni og þá leikur
Ragnar Óskarsson með Dun-
kerque gegn Naturhouse La Rioja
frá Spáni.
ÁTJÁNDA UMFERÐIN
Í KÖRFUNNI
n Heil umferð fer fram í Iceland
Express-deildinni í körfubolta á
fimmtudag og föstudag. Hæst ber
leik Stjörnunnar og Grindavík á
fimmtudagskvöldið en þá mæt-
ast einnig Snæfell og ÍR í Stykkis-
hólmi og Fjölnir tekur á móti FSu
í Grafarvoginum. Á föstudaginn
leika Keflavík
og Tindastóll,
Breiðablik
og Njarðvík
og Hamar og
KR. Fimm
umferðir eru
eftir af deild-
arkeppnini
og hefur KR
tveggja stiga forskot á toppnum.
Á eftir meisturunum koma svo
Keflavík og Stjarnan en FSu og
Breiðablik sitja í fallsætum.
TVEIR LEIKIR
Í LENGJUBIKAR
n Lengjubikarinn í knattspyrnu
heldur áfram á fimmtudags-
kvöldið en hann fór af stað með
látum um síðustu helgi. Tvíhöfði
verður í Egilshöllinni þar sem
sjálfir Íslandsmeistararnir og
ríkjandi Lengjubikarsmeistar-
ar, FH, taka á móti fyrstu deildar
liði Víkings. Víkingar hafa leikið
frábærlega á undirbúningstíma-
bilinu og eru taplausir í mótsleikj-
um. Sá leikur hefst klukkan 19:15
en strax á eftir mætir efstu deildar
lið Fram fyrstu deildar liði Leikn-
is, sá leikur hefst klukkan 21:00.
Fram hóf Lengjubikarinn með
sigri á Selfossi en Leiknir tapaði
gegn Fjölni.
NÝR ÞJÁLFARI
HJÁ HANSA
n Helgi Valur Daníelsson og
Garðar Jóhannsson, leikmenn
Hansa Rostock, hafa fengið nýj-
an þjálfara. Andreas Zachhuber
var rekinn
frá félaginu
eftir ömurlegt
gengi og tók
aðstoðarþjálf-
arinn, Thom-
as Finck, við.
Helgi og Garð-
ar hafa báðir
verið í byrjun-
arliðinu í síðustu þremur leikjum
og er vonandi að nýr þjálfari haldi
því áfram. Því miður hefur það oft
verið þannig að nýr þjálfari skutli
Íslendingum á bekkinn, hver svo
sem ástæðan fyrir því er. Hansa
er í harðri fallbaráttu, situr í 14.
sæti af 18 liðum í næstefstu deild í
Þýskalandi.
MOLAR
Fyrstur í mark Petter
Northug náði í sitt
fyrsta gull í liðakeppni
í sprettgöngu karla.
MYND AFP
Norska þjóðarhetjan Petter Northug stóð loks undir nafni:
Landaði loksins Ólympíugulli
„Þetta er klárlega einn af þessum
stóru,“ segir Kristinn Jakobsson, fær-
asti dómari Íslands, um stórleikinn
sem bíður hans á fimmtudagskvöld-
ið í 32 liða úrslitum í Evrópudeild-
inni. Kristinn, ásamt fimm manna
teymi sínu, dæmir seinni leik þýska
stórliðsins Werder Bremen og næst-
efsta liðsins í hollensku úrvalsdeild-
inni, Twente. Hollendingarnir unnu
fyrri leikinn og er því von á spenn-
andi og eflaust erfiðum leik fyrir Krist-
in í Brimarborg. Kristinn vonast til
þess að fá að dæma í 16 liða úrslitum
keppninnar en til þess verður hann,
eins og leikmennirnir, að eiga stórleik.
Kristni til aðstoðar á línunni verða Sig-
urður Óli Þorleifsson og Ólafur Ingvar
Guðfinnsson. Jóhannes Valgeirsson er
fjórði dómari og marklínudómararnir
verða þeir Magnús Þórisson og Þor-
valdur Árnason. Kristinn er ánægður
með þetta nýja fimm dómara kerfi.
Sá stærsti til þessa
„Það er mikil spenna að byggjast upp
hjá okkur og hefur verið alveg frá því
í síðasta leik í riðlakeppninni,“ segir
Kristinn sem er mjög ánægður með
stærð leiksins sem hann fær. Hann er í
raun verðlaun fyrir góða frammistöðu
hingað til. „Fyrst og fremst er þetta
mikil hvatning fyrir það sem koma
skal og mikil verðlaun sem UEFA
er að veita manni, að treysta okkur
í svona stórt verkefni. Þetta er risa-
leikur, seinni viðureignin og þeir sem
tapa fara heim,“ segir Kristinn.
Stærð leiksins gefur vísbendingu
um að þeir hjá UEFA hafi verið ánægð-
ir með störf Kristins segir hann og
góð frammistaða í honum gæti gefið
þeim félögunum eitthvað enn stærra
og meira. „Á meðan við klárum okk-
ar verkefni með sóma erum við alltaf í
útdrættinum í stærri verkefni og gæt-
um fengið að dæma í 16 liða úrslitun-
um. Þetta er bara stóri úrslitaleikur-
inn hjá okkur,“ segir hann.
Ánægður með nýja kerfið
Kristinn dæmdi sinn fyrsta Meistara-
deildarleik árið 2008 en fyrir þetta
tímabil var hann valinn ásamt öðrum
til þess að fylgja eftir nýja fimm dóm-
ara kerfinu í Evrópudeildinni. „Það er
mikill heiður að því að vera valinn í
þetta verkefni. Þetta er sérhæft verk-
efni og þeir sem voru valdir einbeittu
sér algjörlega að því. Þess vegna feng-
um við fleiri leiki en þó eingöngu í
Evrópudeildinni. Það er mikil hvatn-
ing að vera valinn í þetta verkefni því
aðeins voru valdir dómarar sem þeir
treystu til að gefa skýrslur um nýja
kerfið. Við erum kannski að uppskera
smávegis núna með þessum leik á
fimmtudaginn,“ segir Kristinn.
Nýja fimm dómara kerfið er leið
UEFA til þess að sporna við mynd-
bandstækninni. Frekar vill sam-
bandið bæta við augum á völlinn
og er því sinn hvor dómarinn núna
við hvort markið sem aðstoðar að-
aldómarann þá helst við að sjá brot
inni í teig. „Þetta virkar ótrúlega vel
og til framtíðar held ég að þetta eigi
eftir að koma til með að vera ofan á
myndbandstækninni. Kerfið hef-
ur fengið mikið lof, jákvæða dóma
og virkar vel. Ég sé þetta alveg verða
notað á stórmótum og í stærri deild-
unum, það væri helst peningahliðin
sem kæmi í veg fyrir það en ég held
að UEFA og stóru deildirnar vilji frek-
ar fá betri dómgæslu heldur en að
spara aurinn,“ segir Kristinn Jakobs-
son.
TÓMAS ÞÓR ÞÓRÐARSON
blaðamaður skrifar: tomas@dv.is
ÞEIR BESTU MÆTAST
Rússinn rosalegi Alexander
Ovechkin hefur verið valinn
besti leikmaður NHL-deildar-
innar undanfarin tvö ár.
ÚRSLITALEIKUR
HJÁ KRISTNI
Kristinn Jakobsson dæmir einn
stærsta leikinn í seinni hluta 32 liða
úrslita Evrópudeildarinnar, stórleik
Werder Bremen og Twente. Hann
segir þetta uppskeru góðrar vinnu
hingað til og góð frammistaða gæti
skilað honum enn lengra í keppninni.
Hann er ánægður með nýja fimm
dómara kerfið og telur það
verða notað á stórmótum og í
stærri deildum.
Stærsti leikurinn
í langan tíma
Kristinn Jabkosson
dæmir leik Werder
Bremen og Twente
í Evrópudeildinni.