Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.2010, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.2010, Side 4
„Varla þarf að ræða það að Jón Ásgeir Jóhannesson, Björgólfur Guðmunds- son og Bakkabræðurnir [Ágúst og Lýður Guðmundssynir] réðu ekki við eignarhald á bönkunum. Sjálfir voru þeir í fararbroddi við hömlulausa þenslu útlána sem felldu bankana,“ segir danski bankamaðurinn Jørn Astrup Hansen sem fór yfir útlán stóru íslensku bankanna fyrir rannsóknar- nefnd Alþingis og vann um það grein- argerð. Íslensku bankarnir hafi ráðist í gríðarlega stór viðskipti. Nefnir hann því til staðfestingar að heildarskuld- bindingar Baugssamstæðunnar hafi numið liðlega 700 milljörðum króna hjá stóru bönkunum þremur. Erfitt sé að segja hvort Baugur hafi fallið á undan, eða bankarnir. Vægast sagt vafasamt Hansen segir í greinargerðinni að fimm stærstu hluthafar bankanna hafi líka verið fimm stærstu við- skiptavinir þeirra. „Langstærstu! En ekki nóg með það. Þeir sátu einnig í bankastjórn eða áttu fulltrúa þar. Fyr- irkomulagið virðist vægast sagt vafa- samt. Hætta á klíkuskap og sjálfsaf- greiðslu vofir yfir. Yfirlit yfir stærstu viðskipti bankanna segir sína sögu. Samþjöppun eignarhalds á bönkun- um, sem má að miklu leyti rekja til einkavæðingar bankanna árið 2002, átti eftir að leiða til mikilla hamfara,“ segir hann. „Stóru íslensku bankarnir þrír voru í raun hver á valdi síns stórhlut- hafa eða vel skilgreinds hóps hlut- hafa. Ekki þarf meirihluta hlutabréfa til að stjórna fyrirtæki sem er skráð í kauphöllinni og með dreifða eign- araðild að öðru leyti. Björgólfur gat haft Landsbankann á valdi sínu einn og óstuddur. Jón Ásgeir (með aðstoð Karls Wernerssonar) stjórnaði Glitni, en Ágúst og Lýður Guðmundssynir (með aðstoð Ólafs Ólafssonar) stjórn- uðu Kaupþingi.“ Vanræktu ábyrgðir Að mati Hansens vanræktu bank- arnir mjög að krefjast persónulegra ábyrgða á mjög áhættusömum skuld- bindingum. „Fjármögnun virðist oft hafa verið í formi eingreiðslulána (kúlulána). Það bendir einmitt til þess að ekki hafi verið búist við því að veð- ið dygði til að greiða niður lánið. Oft virðast banki og lántaki ekki hafa gert sér raunhæfar hugmyndir um hvern- ig lán- ið skyldi gert upp á gjalddaga,“ segir Hansen. Hann nefnir líka að mjög umdeilt fyrirkomulag hafi verið að hafa Sigurð Einarsson sem starfandi sjórnarformann hjá Kaup- þingi. Slíkt sé bannað í Danmörku. Tíu manns hafi stjórnað bönkunum þremur. Sigurður Einarsson, Björgólf- ur Thor Björgólfsson og Jón Ásgeir Jó- hannesson hafi verið þar valdamestir. Brutu mikilvægustu bankaregluna Íslensku bankarnir brutu að sögn Hansens mikilvægustu regluna í bankalöggjöfinni. „Ísland er lítið land. Þrír tiltölulega stórir bankar hefðu hæglega átt að geta þjónað jafn- vel stærstu fyrirtækjum landsins án þess að brjóta mikilvægustu regluna í bankalöggjöfinni sem kveður á um að takmarka beri hámarksstærð ein- stakra skuldbindinga við 25 prósent af áhættugrunni bankans. Allt of stórar einstakar skuldbindingar hafa eflaust orðið fleiri bönkum að falli en nokk- uð annað. Full ástæða er því til að taka fyrrnefnda reglu bankalöggjafarinnar alvarlega,“ segir Hansen. Eins og sjá má í töflu með frétt má áhætta eins eða fleiri innbyrð- is tengdra við- skiptamanna ekki fara fram úr 25 prósentum af áhættugrunni bankans (CAD). Stærstu eigendur bankanna eins og Björgólfsfeðgar og Baugsfeðgar fóru langt fram úr þessu. 4 MIÐVIKUDAGUR 14. apríl 2010 FRÉTTIR www.airfree.com • www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25 Airfree lofthreinsitækið • Byggir á nýrri tækni sem eyðir ryki, frjókornum og gæludýraflösu • Eyðir ólykt, bakteríum, vírusum, myglu og öðrum örverum • Er hljóðlaust og viðhaldsfrítt – tilvalið í svefnherbergið og á skrifstofuna Betra loft betri líðan Málningu slett á Landsbankann Málningu var slett á útibú Lands- bankans á Laugavegi 77 seint í fyrra- kvöld. Væntanlega var skemmd- arverkið engin tilviljun enda kom skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis út sama dag. Umtalsverðri gusu af blárri málningu var slett á rúðu útibússins eins og meðfylgjandi mynd sýnir. Landsbankinn, líkt og aðrar stórar fjármálastofnanir, fékk á baukinn í skýrslunni og verður að teljast líklegt að skemmdarverkin eigi rætur sínar að rekja til þess sem menn lásu í einhverju níu binda hennar. Hættustig í Keflavík Hættustigi var lýst á Keflavíkur- flugvelli um miðjan dag í gær vegna Boeing 767-farþegaflugvél- ar American Airlines-flugfélags- ins sem var á leið frá París vestur um haf. Flugmálayfirvöld fengu tilkynningu um að einkennileg lykt, sem hugsanlega mætti rekja til reyks eða efnagufu, væri í vél- inni. Vegna þessa var brugðið á það ráð að lenda vélinni í Kefla- vík enda var einhverjum farþeg- um farið að svima. Vélin lenti í Keflavík heilu höldnu en að sögn Friðþórs Eydals, upplýsingafull- trúa Keflavíkurflugvallar, liggur ekki fyrir hvaðan lyktin kom. Gleðskapur fór úr böndunum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til þegar unglingagleð- skapur í Reykjavík fór úr böndunum á laugardagskvöld. Vel gekk að koma gestunum út en þó voru nokkrir sem vildu alls ekki yfirgefa samkvæmið og reyndu hinir sömu að fela sig í húsinu. Að lokum tókst að koma öllum krökkunum út en þó varð ekki hjá því komist að handtaka einn. Um var að ræða sextán ára pilt sem neit- aði með öllu að fara úr partíinu. Var hann fluttur á lögreglustöð þar sem hann var sóttur af foreldrum sínum. „Ég stend algjörlega á mínu,“ segir Pétur Gunnlaugsson, útvarpsmað- ur á Útvarpi Sögu, en hann gagn- rýndi setu Kristrúnar Ástgeirsdóttur í rannsóknarnefnd Alþingis á blaða- mannafundi á mánudag. Pétur bar upp þá spurningu hvort Kristrún væri ekki vanhæf til þess að sitja í nefndinni sem fjallaði um siðferði vegna pólitísks bakgrunns og tengsla hennar við Ingibjörgu Sólrúnu Gísla- dóttur og Jóhönnu Sigurðardóttur. Pétur ruglaði svo saman Krist- rúnu og nöfnu hennar Árnadótt- ur sem Ingibjörg tilnefndi sem full- trúa Íslands í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna en Pétur segir það minni háttar mistök í máli sínu. „Til dæm- is ef þú skrifar góða grein en í henni er ein stafsetningarvilla er hún þá bara ónýt? Mér finnst þetta mjög óeðlilegt. Hún var í Kvennalistanum ásamt Ingibjörgu og Jóhönnu og hef- ur sterkar pólitískar skoðanir. Auð- vitað myndast mikil tengsl á milli fólks sem vinnur svo náið saman. Það er nú ekki lengra síðan en 2007 sem Jóhanna Sigurðardóttir skipaði hana framkvæmdastýru Jafnréttis- stofu.“ Í skýrslu siðferðisnefndarinnar er heill kafli um forseta Íslands og Pétur telur mjög óeðlilegt að Kristrún felli siðferðislegan áfellisdóm yfir fyrrver- andi pólitískum andstæðingi sínum. „Þarna er ekki að finna neinar sið- ferðilegar úttektir á hvorki Ingibjörgu né Jóhönnu. Er það í lagi?“ asgeir@dv.is Pétur Gunnlaugsson vegna ummæla um Kristrúnu Ástgeirsdóttur: Stendur á sínu Pétur Gunnlaugsson Segir nafnaruglinginn minni háttar mistök. HÖMLULAUS ÚTLÁN FELLDU BANKANA Danski bankamaðurinn Jørn Astrup Hansen segir að útrás- arvíkingarnir hafi verið í fararbroddi við hömlulausa útlána- þenslu sem fellt hafi bankana. Óvíst sé hvort Baugur hafi fallið á undan eða bankarnir. Innbyrðis tengsl viðskiptamanna mega ekki fara fram úr 25 prósentum af áhættugrunni banka en hjá Landsbankanum voru Björgólfsfeðgar með 140 prósent. ANNAS SIGMUNDSSON blaðamaður skrifar: as@dv.is Samkvæmt bankalögum má áhætta vegna eins eða fleiri innbyrðis tengdra viðskiptamanna ekki fara fram úr 25% af áhættugrunni bankans, (CAD). Stærstu eigendur bankanna fóru hins vegar langt fram úr þessum viðmiðum árið 2007. n Landsbanki - Björgólfsfeðgar - 140,3% n Kaupþing - Bakkavararbræður - 41,6% n Kaupþing - Robert Tchenguiz - 57,4% n Glitnir - Baugsfeðgar - 51% n Glitnir - Karl Wernersson - 35,7% n Landsbanki -Straumur-Burðarás - 28,3% Fram úr viðmiðum Hætta á klíku-skap og sjálfs- afgreiðslu vofir yfir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.