Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.2010, Qupperneq 8
8 MIÐVIKUDAGUR 14. apríl 2010
Íslenska bankakerfið hrundi. Sá ís-
kaldi veruleiki blasir nú við í veskjum
þorra landsmanna, sjóðum ríkis og
sveitarfélaga og í fjárhag fyrirtækja.
Lagt var fyrir rannsóknarnefnd
Alþingis að grafast fyrir um orsakir
hrunsins, leita sannleikans og rekja
ábyrgð á hruninu til einhverra.
Niðurstöður nefndarinnar liggja
nú fyrir á meira en tvö þúsund blað-
síðum. Rannsóknin beindist að stjórn-
völdum, eftirlitsaðilum og bönkunum
sjálfum, stjórnendum þeirra og eig-
endum. Nefndin hefur sent sérstök-
um saksóknara fjölmörg mál þar sem
rannsókn hennar hafði vakið grun-
semdir um lögbrot innan bankanna.
Sum málanna voru þegar til rann-
sóknar hjá sérstökum saksóknara.
Tólf einstaklingar, ráðherrar og
embættismenn, fengu á endanum
bréf frá rannsóknarnefndinni þar sem
krafist var svara um meint mistök eða
vanrækslu í störfum.
Einstaklingarnir tólf nutu enda
andmælaréttar. „Í svarbréfum lýstu
þessir einstaklingar því viðhorfi sínu
að þeir hefðu ekki sýnt af sér nein mis-
tök eða vanrækslu. Einnig var ítrekað
í svarbréfunum vísað til þess að það
hefði verið á ábyrgð annarra stofn-
ana og ráðherra eða embættismanna
að fara með viðkomandi verkefni og
sinna eftirliti af hálfu ríkisins með því
málefni sem til umræðu var hverju
sinni,“ eins og segir í 21. kafla skýrsl-
unnar.
Að teknu tilliti til andmæla rötuðu
aðeins sjö nöfn ráðherra og embætt-
ismanna inn í lokagerð skýrslunn-
ar. Þetta eru ráðherrarnir fyrrverandi
Geir H. Haarde, Árni M. Mathiesen og
Björgvin G. Sigurðsson.
Ráðherraábyrgð
Geir og Árni hafa dregið sig í hlé frá
stjórnmálum en Björgvin situr enn á
þingi. Hann er talinn hafa sýnt van-
rækslu í starfi viðskiptaráðherra fyrir
bankahrun. Björgvin hvetur til þess
að landsdómur verið kallaður saman
og látið verði reyna á sekt eða sakleysi
hans í nafni laga um ráðherraábyrgð.
Þeim hefur aldrei verið beitt frá setn-
ingu þeirra árið 1963. Það er háð vilja
Alþingis hvort lögunum verði nú beitt
og er það í saksóknarahlutverki að
þessu leyti.
Í lögum um ráðherraábyrgð segir
meðal annars að ráðherra verði sekur
„… ef hann framkvæmir nokkuð eða
veldur því, að framkvæmt sé nokkuð,
er stofnar heill ríkisins í fyrirsjáanlega
hættu, þótt ekki sé framkvæmd þess
sérstaklega bönnuð í lögum, svo og ef
hann lætur farast fyrir að framkvæma
nokkuð það, er afstýrt gat slíkri hættu,
eða veldur því, að slík framkvæmd
ferst fyrir.“
Alþingi tekur ákvörðun um máls-
höfðun gegn ráðherra eða ráðherr-
um á grundvelli þingsályktunartil-
lögu. Að því loknu þarf það að skipa
sérstakan saksóknara Alþingis. Það er
skylda þessa saksóknara að leita allra
fáanlegra sannana fyrir kæruatriðum.
„Honum ber að undirbúa gagnasöfn-
un og rannsókn á málinu og gera til-
lögur til landsdóms um viðeigandi
ráðstafanir til að leiða hið sanna í ljós,“
eins og segir í nýlegri grein í Tímariti
lögfræðinga eftir Andra Árnason að-
junkt við Háskólann í Reykjavík.
Engin leiðsögn um mál Davíðs
og þriggja annarra
Rannsóknarnefnd Alþingis komst að
þeirri niðurstöðu að fjórir lykilemb-
ættismenn hefðu gerst sekir um van-
rækslu. Þetta eru seðlabankastjórarn-
ir fyrrverandi Davíð Oddsson, Eiríkur
Guðnason og Ingimundur Friðriks-
son. Auk þeirra gerðist Jónas Fr. Jóns-
son, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeft-
irlitsins, sekur um vanrækslu í starfi að
mati rannsóknarnefndarinnar.
Á sama tíma og mál ráðherranna
kann að fara í ákveðinn farveg líkt og
mál einstakra eigenda bankanna og
stjórnenda þeirra hafnar í réttarsölum
að lokinni rannsókn sérstaks saksókn-
ara liggur ekkert ljóst fyrir um fram-
hald mála hjá embættismönnunum
fjórum. Rannsóknarnefnd Alþingis
vísaði til að mynda ekki málum þeirra
áfram til sérstaks saksóknara.
Mál ráðherranna þriggja er með
öðrum orðum í höndum Alþingis. Mál
eigenda og stjórnenda föllnu bank-
anna er í höndum sérstaks saksókn-
ara og fer sína leið í gegnum réttar- og
dómskerfið.
Óljósara er hins vegar hvaða stefnu
mál Davíðs, Eiríks, Ingimundar og
Jónasar geta tekið. DV hefur þó heim-
ildir fyrir því að sú þverpólitíska þing-
mannanefnd, sem fjallar um niður-
stöður rannsóknarnefndar Alþingis,
hafi fjallað um fyrrverandi embættis-
mennina fjóra og telji sig að minnsta
kosti hafa tillögurétt um hvernig
brugðist verði við að því er þá varðar.
Í skýrslu rannsóknarnefndarinnar
er getið um að Jónas Fr. hafi sýnt van-
rækslu við að koma á nægilega traustu
skipulagi í Fjármálaeftirlitinu í sam-
ræmi við skýlaus ákvæði laga um op-
inbert eftirlit með fjármálastarfsemi
frá 1998. Þá er einnig getið um að
FME hafi ekki fylgt íákvæði laga um
fjármálafyrirtæki varðandi eftirlit og
áhættuskuldbindingar Landsbankans
langt umfram lögbundið hámark.
Brot gegn nokkrum lagabálkum
Rannsóknarnefnd Alþingis telur
samkvæmt lögunum um rannsókn-
arnefndina frá árinu 2008 að stjórn
Seðlabanka Íslands hafi sýnt van-
rækslu í starfi. En auk þess gætu
komið til álita brot gegn lögum um
Seðlabanka Íslands og brot gegn
stjórnsýslulögum. Þá er í lögum um
starfsmenn ríkisins að finna ákvæði
um afglöp í starfi.
Þannig er vel hugsanlegt að starfs-
missir Davíðs Oddssonar, Ingimund-
ar Friðrikssonar, Eiríks Guðnason-
ar og Jónasar Fr. Jónssonar verði ekki
einu afleiðingar bankahrunsins fyrir
þá heldur geti komið til málshöfðunar
gegn þeim.
Fyrst og síðast var það verkefni
rannsóknarnefndarinnar að fram-
fylgja lagabókstafnum um nefndina,
en þar segir meðal annars í fyrstu
grein að hún skuli „… leggja mat á
hvort um mistök eða vanrækslu hafi
verið að ræða við framkvæmd laga og
reglna um fjármálastarfsemi á Íslandi
og eftirlit með henni, og hverjir kunni
að bera ábyrgð á því.“
Þetta er áréttað síðar í sömu grein
þar sem ætlast er til þess að nefndin
geri „… ráðstafanir til þess að hlutað-
eigandi yfirvöld fjalli um mál þar sem
grunur vaknar við rannsókn nefnd-
arinnar um refsiverða háttsemi eða
brot á starfsskyldum og gera jafnframt
grein fyrir þeim málum í skýrslu til Al-
þingis.“
Málið til ríkissaksóknara
Í sem stystu máli eru ávirðingar for-
stjóra FME að mati rannsóknarnefnd-
ar Alþingis einkum tengdar slælegu
eftirliti og eftirfylgni. Tekið er dæmi
um afskipti og slælegt eftirlit með
áhættusækni innan Landsbankans
sem lenti á borðum FME.
Seðlabankastjórarnir Davíð, Eirík-
ur og Ingimundur eru taldir hafa van-
rækt skyldur sínar og hlutverk gagn-
vart Landsbankanum sumarið 2008
þegar í óefni var komið, jafnvel þrátt
fyrir vilja breskra eftirlitsstofnana og
Englandsbanka til að koma að vaxandi
vanda vegna Icesave-reikninganna.
Sömuleiðis teljast athafnir og athafna-
leysi þeirra varðandi eitt og annað við
þjóðnýtingu Glitnis til vanrækslu og
jafnvel brot gegn stjórnsýslulögum.
Sérstök þingmannanefnd fjallar
um mál Davíðs, Ingimundar, Eiríks og
Jónasar á föstudag. Embætti ríkissak-
sóknara skoðar mál þeirra einnig eins
og áður segir.
EKKI BENDA Á MIG
Rannsóknarnefnd Alþingis sendi ekki mál
seðlabankastjóranna Davíðs Oddssonar,
Eiríks Guðnasonar, Ingimundar Friðriks-
sonar og Jónasar Fr. Jónssonar, fyrrver-
andi forstjóra FME, til frekari rannsóknar
hjá sérstökum saksóknara. Rannsóknar-
nefndin telur þrátt fyrir þetta að þeir hafi
allir gert sig seka um vanrækslu í starfi.
Í skýrslutöku bentu ráðherrar og emb-
ættismenn hver á annan og enginn þeirra
gekkst við ábyrgð á bankahruninu. Mál
þeirra verður kannað hjá ríkissaksóknara.
JÓHANN HAUKSSON
blaðamaður skrifar: johannh@dv.is
Rannsóknar-nefnd Alþingis
vísaði til að mynda ekki
málum þeirra áfram til
sérstaks saksóknara.
Yfirtaka Glitnis Davíð Oddsson
er sagður hafa vanrækt að afla
málefnalegra upplýsinga um stöðu
Glitnis áður en bankinn var þjóð-
nýttur. Á myndinni eru auk Davíðs
Lárus Welding, Eiríkur Guðnason
og Ingimundur Friðriksson.
Aðrir ákveði hvað verði um embættismennina Rannsóknarnefnd Alþingis
gefur enga leiðsögn um það hvað gera skuli með niðurstöður nefndarinnar varðandi
fjóra embættismenn sem taldir eru hafa vanrækt skyldur sínar.
Fyrrverandi forstjóri FME Björgvin G. Sigurðsson tók Jónas Fr. Jónsson með sér
í fallinu þegar hann sagði af sér embætti viðskiptaráðherra í búsáhaldabyltingunni
snemma árs í fyrra.