Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.2010, Page 22

Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.2010, Page 22
22 MIÐVIKUDAGUR 14. apríl 2010 AUÐTRÚA ÞJ ÐREMBUR Í ritgerð dr. Huldu Þórisdóttur, sem fylgir rannsóknarskýrslu Alþingis, er reynt að skyggnast inn í hugar- heim íslensku útrásarvíkinganna og þær stórkostlegu áætlanir sem þeir höfðu um vöxt og þenslu stórfyr- irtækja sinna. Þá er einnig rætt um vinnubrögð og „eðli“ íslenskra við- skiptamanna, sem á árunum fyrir hrun voru taldir einstakir, sérstakir og frábrugðnir öðrum. Ólafur Ragn- ar Grímsson, forseti Íslands, var einn helsti fánaberi þessara hugmynda. Hulda Þórisdóttir, stjórnmálafræð- ingur og doktor í félagslegri sálfræði, fjallar um neikvæð áhrif þjóðarstolts hér á landi en könnun sýnir að ís- lenska þjóðin mældist ein sú stolt- asta í Evrópu fyrir nokkrum árum. Ein stoltasta þjóð Evrópu Í ritgerðinni, sem ber yfirskriftina „Afsprengi aðstæðna og fjötruð skynsemi“, sem finna má í viðauka skýrslunnar, er vitnað í fjölþjóð- legu skoðanakönnunina European Values Study (EVS) sem gerð var í Evrópulöndum árið 1999. Íslend- ingar mældust með fimm stoltustu þjóðum Evrópu í könnuninni, en í henni sögðust 66,5 prósent að- spurðra vera mjög stolt af því að vera Íslendingar, 31,1 prósent var „frekar stolt“, en einungis 2,4 pró- sent sögðust vera annaðhvort „ekki mjög stolt“ eða „alls ekki stolt“. „Vert er að leggja áherslu á að þess- ar mælingar eru frá árinu 1999 og síst ástæða til að ætla að þess- ar tölur hafi lækkað frá árunum 1999 til 2008. Því miður eru ekki til nýrri samanburðartölur en EVS var framkvæmd aftur í ár og verða gögnin gefin út á næstu mánuðum,“ segir í ritgerð Huldu. Frábrugðin þjóð og öðrum fremri Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hélt ræðu á Sprotaþingi Íslands 28. október 2005 þar sem hann taldi upp ástæður velgengni íslenskra stjórnenda í alþjóðlega fjármálageiranum. Hann taldi að íslenska þjóðin hefði brotist úr fátækt og til ríkidæmis vegna menningarinnar, sem ætti ræt- ur í hefðum og þjóðareinkenn- um. „Við náum árangri af því við erum frábrugðin,“ sagði Ólafur í ræðunni og taldi upp í kjölfarið ellefu helstu ástæðurnar fyrir vel- gengni íslenskra athafnamanna og stjórnenda í viðskiptalífinu. Um þjóðarstoltið skrifar Hulda að hugmynd Íslendinga um að þeir séu frábrugðnir sé ekki ný af nálinni. „Til viðbótar við smæð- ina hafa Íslendingar einnig þurft að lifa af við erfið veðurskilyrði og miklar fjarlægðir frá öðrum lönd- um hafa ávallt markað þjóðlífið. Allt þetta skapar og eykur á tilfinn- ingu Íslendinga um að þeir séu fjarlægir, frábrugðnir og jafnvel óháðir öðrum þjóðum. Þegar við bætist góður árangur þjóðarinnar á undanförnum áratugum, sam- anber áðurnefnda mælikvarða Sameinuðu þjóðanna, er viðbúið að hin sterka samsömun breytist yfir í þjóðarstolt og jafnvel þjóð- rembing. Hugmyndin er þá ekki lengur bara sú að þjóðin sé frá- brugðin öðrum þjóðum heldur að hún sé þeim einnig fremri,“ segir Hulda í skýrslunni. Sagðir drifnir áfram af annar- legum hvötum Í ritgerðinni skrifar Hulda að já- kvæðar hliðar mikils þjóðarstolts Íslendinga og mikillar þjóðarsam- sömunar (e. national identity) séu margar og „hafa án efa þjónað þjóð- inni vel á undanförnum áratug- um. Íslendingar standa saman og eru reiðubúnir til þess að leggja sig fram fyrir þjóð sína,“ skrifar Hulda og bendir á að þjóðin fylki sér jafn- an á bak við landslið í íþróttakeppn- Í félagssálfræðilegri ritgerð dr. Huldu Þórisdóttur, sem fylgir rannsóknarskýrslu Alþingis, kemur fram að þjóðarstolt mælist óvíða jafnmikið og á Íslandi. Neikvæðar hliðar þess hafi verið of mikið traust á stjórnvöldum og bönkum. Það hafi einnig valdið hugmyndinni um að neikvæð gagnrýni erlendra sérfræð- inga sprytti upp úr öfundsýki. HELGI HRAFN GUÐMUNDSSON blaðamaður skrifar: helgihrafn@dv.is Sagður fullur öfundar Lars Christ- ensen hjá greining- ardeild Danske Bank var úthrópaður fyrir neikvæða skýrslu um íslenska bankakerfið. Þjóðin var stolt af útrásinni Samkvæmt þjóðarpúlsi Gallup frá því 18. júlí 2005 töldu 86 prósent þjóðarinnar að útrás ís- lenskra fyrirtækja væri góð fyrir atvinnulíf- ið. Eins og við er að búast fóru skoðanir að ein- hverju leyti eftir stjórnmálaskoðunum fólks. Þannig töldu 95 prósent kjósenda Sjálfstæðis- flokksins en 74 prósent kjósenda Vinstri grænna að útrásin væri góð fyrir íslenskt atvinnulíf. Hulda Þórsdóttir fjallar einnig um aldurssam- setningu stjórnenda íslensku bankanna, sem flestir voru karlmenn á milli þrítugs og fertugs. Minnst er á tvær rannsóknir sem hafi „sýnt áhugavert samspil karlhormónsins testóster- óns og áhættusækni. Rannsókn þar sem ungir karlmenn léku fjárfestingaleik með raunveru- legum upphæðum að veði sýndi að því meira testósterón sem mældist í munnvatni þeirra þeim mun áhættusæknari voru þeir“. n Lárus Welding, bankastjóri Glitnis, fæddur 1976. n Hreiðar Már Sigurðsson, formaður bankaráðs Kaupþings, fæddur 1970. n Ármann Þorvaldsson, yfirmaður Kaupþings í London, fæddur 1968. n Bjarni Ármannsson, bankastjóri Íslandsbanka/Glitnis, fæddur 1968. n Ingólfur Helgason, yfirmaður Kaupþings á Íslandi, fæddur 1967. n Sigurður Einarsson, forstjóri Kaupþings, fæddur 1960. Langelstu stjórnendurnir voru: n Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri, Landsbankans, fæddur 1950. n Þorsteinn Már Baldvinsson, formaður bankaráðs Glitnis, fæddur 1952. n Björgólfur Guðmundsson, formaður bankaráðs Landsbankans, fæddur 1941. Stýrðu bönkunum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.