Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.2010, Qupperneq 23

Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.2010, Qupperneq 23
14. apríl 2010 MIÐVIKUDAGUR 23 AUÐTRÚA ÞJ ÐREMBUR HUNGUR Í HVAÐ? „Í febrúar árið 2005 hélt forsetinn ræðu við opnun höfuðstöðva Avion Group í Evrópu en þær voru í Englandi. Í ræðunni bar forsetinn mik- ið lof á eigendurna, Arngrím Jóhannsson og Magnús Þorsteinsson, sem forsetinn sagði hafa tekið með sér hóp af ungum, djörfum, skap- andi og hungruðum fagmönnum sem byggðu á reynslu (m.a. frá Atl- anta-flugfélaginu). Það væri verið að sameina menn, þjálfaða um víða veröld, og íslenska frumkvöðla á mjög lofandi hátt. Aftur birt- ist hin karllæga orðræða forsetans og fróðlegt væri að vita hvað var svona jákvætt við hungrið – hungrið í hvað? Í þessari ræðu sagði forsetinn við þá Breta sem þarna voru: „You ain‘t seen nothing yet,“ og átti þá við sókn íslenskra athafnamanna út í heim.“ Úr ritgerð dr. Huldu Þórisdóttur, „Afsprengi aðstæðna og fjötruð skynsemi“. Til hvers voru fjármunirnir? Sagan sem höfð er eftir Mark Sismey-Durrant, fyrrverandi banka- stjóra Heritable-bankans og yfirmanni Icesave í Bretlandi, í siðfræði- kafla rannsóknarskýrslunnar, segir mörg orð um íslensku útrás- ina. Hann var háttsettur innan Landsbankasamstæðunnar og vann náið með æðstu stjórnendum bankans. Eins og allir vita gekk stefna Landsbankans út á sífelldan vöxt og voru sífellt fleiri útibú opnuð í úti í heimi. Aðeins nokkrum mánuðum fyrir hrun lögðu stjórnend- ur bankans á ráðin um að opna Icesave-reikninga í fjölmörgum Evr- ópulöndum. „Mark Sismey-Durrant, bankastjóri Heritable-bankans, segir að það hafi verið greinileg samkeppni milli Kaupþings og Landsbank- ans, bankarnir hafi oft boðið á móti hvor öðrum og oftar hafi Kaup- þing haft yfirhöndina: „Ég sagði stundum í gríni að það hlyti að vera að Kaupþing hleraði hjá okkur.“ Mark segist hafa ráðið sínu fólki frá þessu kapphlaupi en eigendum hafi ekki fundist bankinn fara nógu hratt fram. Sumarið 2008 hitti ég Steinþór Baldursson sem sýndi mér kort með flöggum Landsbankans úti um allt. Ég sagði við hann: Þú hef- ur sýnt mér kort með heimsyfirráðum en hver er tilgangurinn? Hvað áttu við? spurði hann á móti. Og ég spurði: Hvernig á að nota þessa fjármuni? Þetta er góð spurning, svaraði hann – og sagðist ekki vita hvort þeim væri ljóst hvert markmiðið væri með þessu öllu.“ Þetta sagði Mark í samtali við Salvöru Nordal siðfræðing. Sigurjóni Þ. Árnasyni, bankastjóra Landsbankans, varð sömu- leiðis orða vant um ástæðuna fyrir vexti bankanna þegar rannsókn- arnefnd Alþingis yfirheyrði hann. „Aðspurður hvers vegna áherslan hafi verið svona mikil á vöxt í íslensku viðskiptalífi segist Sigurjón Þ. Árnason ekki vita það með vissu en bendir á að frá eigendunum hafi verið „gríðarleg pressa á að stækka“,“ segir í viðaukanum. um. „Ekki er þó hægt að líta framhjá neikvæðum hliðum hinnar sterku íslensku þjóðarsamsömunar. Þjóð með mikla samsömun er líkleg til að hlusta ekki á þá sem ekki tilheyra þjóðinni eða það sem verra er, gera lítið úr skoðunum þeirra. Slík þjóð er einnig ólíklegri en aðrar til þess að leggja gagnrýnið mat á störf og skoð- anir landa sinna og þar af leiðandi ekki líkleg til þess að segja til vamms þegar nauðsyn krefur,“ skrifar Hulda og vísar í hina miklu gagnrýni er nei- kvæðar skýrslur og greinargerðir er- lendra sérfræðinga, þar á meðal hjá Danske Bank, um íslenska banka- kerfið fengu árið 2006. „Gagnrýninni var ekki einungis tekið fálega, heldur var snarlega dregið úr trúverðugleika skýrsluhöfunda með því að segja þá illa upplýsta, ónákvæma eða drifna áfram af annarlegum hvötum.“ Ásakanir um öfund Hulda staldrar við gagnrýnina sem kom fram á Danske Bank, en eins og margir muna, voru sérfræðing- ar bankans sakaðir um öfundsýki. „Fæstir gátu þó réttlætt að draga réttmæti skýrslnanna fullkomlega í efa og var því gripið til þess að væna höfunda um vanþekkingu á hin- um sérstöku aðstæðum Íslands, um óvarkár stóryrði, öfund eða sam- keppnisótta. Sérstaklega voru ásak- anir um öfund áberandi eftir skýrslu Danske Bank. Slíkar ásakanir eru einstaklega áhugaverðar í ljósi þess að fólk á yfirleitt ekki í vandræðum með að koma auga á markmiða- drifna hugsun hjá öðrum á sama tíma og það hafnar því eindregið, og í fullri einlægni, að hið sama geti átt við um það sjálft,“ segir Hulda. Trúðum hverju orði „Þegar samsemd í hópi er mikil, ein- kennist hópurinn að jafnaði af miklu trausti á milli hópmeðlima. Þetta er fyrst og fremst vegna þess að í huga meðlima fara hagsmunir einstakl- inganna og hagsmunir hópsins sam- an. Óheiðarleiki einhvers eins til þess að koma sjálfum sér áfram á kostnað hópsins er því hvorki álitinn líklegur af hálfu hópsins né vænlegur af hálfu einstaklingsins. Í ljósi sterkrar þjóð- arsamsömunar Íslendinga þarf því ekki að koma á óvart að þjóðin hef- ur notið þess að traust borgaranna hvers til annars og til ýmissa stofn- ana samfélagsins hefur verið mikið. Raunar með því mesta sem gerist í Evrópu,“ segir dr. Hulda og bendir á að þessi rembingur og samstaða hafi skapað auðtrúa lýð sem trúað hafi hverju orði ráðamanna. „Í ljósi þess mikla trausts sem hefur einkennt ís- lenskt samfélag má leiða að því lík- ur að þegar fulltrúar stjórnvalda eða bankanna komu ítrekað fram í fjöl- miðlum og sögðu að ekki þyrfti að hafa áhyggjur af efnahagslífinu eða bönkunum, hafi fólk einfaldlega trú- að orðum þeirra. [Það voru] ekki til- tæk dæmi úr sögu þjóðarinnar þar sem hið gagnstæða hafði komið í ljós; sagan var stutt og öll meira og minna upp á við.“ 1. SÆTI PORTÚGAL 5. SÆTI ÍSLAND 20. SÆTI FRAKKLAND 30. SÆTI EISTLAND 10. SÆTI DANMÖRK Þjóðarstolt í Evrópulöndum Spurt var: Hversu stolt/ur ertu af því að vera [þjóðerni]? (1 = alls ekki stolt/ur, 4 = mjög stolt/ur). Heimild: European Values Study, 1999. 3, 75 3, 64 3, 40 3, 25 2, 81 Trúðum hverju orði Samsemd þjóðarinn- ar olli því að landsmenn trúðu hverju orði stjórnvalda og banka.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.