Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.2010, Side 24

Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.2010, Side 24
24 MIÐVIKUDAGUR 14. apríl 2010 „Þetta var mjög sérstök lífsreynsla, sérstaklega fyrstu vikurnar sem ég tók þátt í þessu. Það þyrmdi yfir mig: Alerfiðasta verkefni sem ég hef nokkurn tímann staðið frammi fyrir,“ segir Vilhjálmur Árnason, prófess- or í heimspeki við Háskóla Íslands og einn af höfundum siðfræðihluta skýrslu rannsóknarnefndarinnar, að- spurður hvernig það hafi verið fyrir hann að takast á við siðferðilegu um- ræðuna um efnahagshrunið. „Var þetta ekki á stundum eins og að fást við höfuðsyndirnar sjö?“ spyr blaðamaður Vilhjálm en höfundar siðfræðihlutans tóku þátt í nokkrum skýrslutökum yfir helstu gerendum hrunsins, meðal annars Sigurði Ein- arssyni, Sigurjóni Árnasyni og ýms- um öðrum starfsmönnum íslensku bankanna þar sem áhugaverð sjón- armið koma fram sem varpa ljósi á þankaganginn í íslensku bönkunum á árunum fyrir hrunið. „Ég er alveg handviss um að ekki er hægt að út- skýra framferði bankamanna án þess að það sé tengt við viðhorf og gildi í okkar samfélagi,“ segir Vilhjálmur. Rosalega sláandi Vilhjálmur segir að eitt af því mest sláandi í vitnaskýrslunum hafi ver- ið samtal sem nefndin átti við Krist- ján Gunnar Valdimarsson, yfirmann skattasviðs Landsbankans og einn helsta sérfræðings bankans í af- landsviðskiptum: „Hann er að tala um flottræfilsháttinn hjá banka- mönnunum og hvernig þeir keyptu sér húsnæði á dýrasta stað í einhverri rándýrri, erlendri borg út af ein- hverju útsýni sem þar var. Svo vant- aði eitthvert fólk barnapíu og þá var flogið eftir henni í einkaþotu. Þetta er svona dæmi um algjöra peninga- sóun. Það var alveg ótrúlegt mat á því hvað menn gerðu við peningana sína,“ segir Vilhjálmur. Hann segir að þetta sjónarmið hafi einnig komið fram í máli Sig- urðar Einarssonar, stjórnarfor- manns Kaupþings. „Ég man að ég spurði Sigurð Einarsson um stóra húsið hans í Borgarfirðinum. Hann tók það mjög óstinnt upp. Sagði að sér fyndist þetta komið langt út fyr- ir verksvið nefndarinnar að vera að eyða tímanum í svona umræðu. Þetta finnst mér hins vegar koma samfélaginu við: Það var ótrúlega mikið umburðarlyndi í samfélag- inu gagnvart þessum lífsmáta hinna ríku,“ segir Vilhjálmur en hluti þess sem rætt er um í siðfræðihlutanum snýst einmitt um lifnaðarhætti og lífsgildi á Íslandi fyrir hrunið. Hrár raunveruleiki Vilhjálmur segir að hlutverk þeirra í siðfræðihlutanum hafi verið að reyna að fanga þessi viðhorf í samfélaginu á þessum árum. „Mér fannst að ef þessari vídd yrði sleppt yrði heildar- greiningin í skýrslunni ónákvæmari. Við þurftum að velja okkur ákveðna þætti til að fjalla um sem kölluðust á við aðra umfjöllun í skýrslunni. Þessi veruleiki sem ég kynntist þarna var vissulega hrárri en sá sem ég á að venjast úr heimspekinni, jafnvel þó ég hafi stundað praktíska heimspeki. Til dæmis þurfti ég að vinna með gögn, sem er eitthvað sem heimspek- ingar gera ekki yfirleitt, ég skoðaði til dæmis farþegalista einkaflugvéla úr einhverju flugskýli á Reykjavíkur- flugvelli. Þetta er dálítið sérstök að- staða að lenda í en gerði þetta starf mjög skemmtilegt. Svo fannst mér oft áhugavert að sitja skýrslutökurnar,“ segir Vilhjálmur. Svarið er já Vilhjálmur segir að greiningin í sið- fræðihlutanum sé ekki byggð á kenn- ingum í siðfræði, til dæmis nytja- stefnunni eða siðfræði Immanúels Kant, heldur sé um það sem hann kallar „innri gagnrýni“ að ræða: „Það er eðlilegt í svona vinnu að koma ekki með kenningar inn í greininguna. Hægt væri að leggja siðfræðilegt mat á atburðina út frá slíkum kenningum. Mér fannst hins vegar heppilegra að taka það siðferði sem mótast hef- ur í þeim starfsgreinum sem þarna eru til skoðunar. Til dæmis er til við- skiptasiðferði sem góðir bankamenn virða og hafa virt í gegnum tíðina og hægt er að styðjast við. Og svo hafa stjórnmálamenn og fjölmiðlamenn sínar siðareglur. Svo er það auðvitað bara þessi hversdagslega siðferðisvit- und um að segja satt og blekkja ekki fólk. Við segjum í innganginum að við kennum börnum okkar að ljúga ekki, meiða ekki og svo framvegis. Þetta eru ákveðin grundvallaratriði siðferðisins sem alltaf eru til staðar í mannlegum samskiptum en svo taka siðferðisspurningarnar á sig flókn- ari myndir eftir viðfangsefnunum. Mér fannst það því betra að mæla framgöngu fólks í þessum mismun- andi víddum samfélagsins eftir þeim stöðlum sem þær hafa sett sér frekar en að byggja þetta á tilvísun í kenn- ingar: Það er alltaf þetta hversdags- lega siðferði sem við þurfum að hafa í huga,“ segir Vilhjálmur. „Það þurfti kannski ekki mikið að vísa í kenningar í siðfræði til að átta sig á því að pottur hafi verið brot- inn siðferðilega séð í íslensku stjórn- mála- og viðskiptalífi á árunum fyrir hrunið?“ spyr blaðamaður Vilhjálm. „Nei, ef bankakerfið hrynur þá er pottur brotinn. Það er ljóst. Eitt sem var dálítið erfitt fyrir mig, því ég hef ekki viljað halda mig frá opinberri umræðu í gegnum tíðina, og það var að geta ekki tjáð mig um þetta efni sem við vorum að skoða í allan þenn- an tíma vegna þess að ég var bund- inn þagnarskyldu. En ég sagði stund- um: Vinnuhópnum er ætlað að meta hvort skýringar á bankahruninu sé að finna í starfsháttum og siðferði. Stutta svarið við því er: Já. Enda væri svolítið einkennilegt ef svo hefði ekki verið,“ segir Vilhjálmur sem undir- strikar þó að orsakirnar fyrir hruninu séu hins vegar margbrotnar. Víðtæk ábyrgð Vilhjálmur segir að umræðan sem verið hafi í samfélaginu eftir að rann- sóknarskýrslan var birt á mánudag- inn sýni hins vegar að margir telji sig hafa hagsmuni af því að þrengja ábyrgðartalið og kenna einum eða fáum aðilum um hrunið og vísar þar til forsíðufyrirsagnar Morgunblaðsins á þriðjudaginn þar sem ábyrgðinni er alfarið varpað á íslensku bankana. „Mér fannst það vera verkefni okkar að vera vakandi fyrir því hvað þessi siðferðilega ábyrgð var víðtæk. Við fengum til að mynda eina spurningu Þessi veruleiki sem ég kynnt- ist þarna var vissulega hrárri en sá sem ég á að venjast úr heimspekinni. Vilhjálmur Árnason, heimspekingur og starfsmaður rannsóknarnefndar Alþingis, segir að erfitt hafi verið að tjá sig ekki opinberlega um hrunið þegar hann vann að skýrslunni. Hann segir ljóst að leita þurfi að siðferðilegum skýringum til að útskýra hrunið og segir sláandi að hlusta á sýn bankamanna. „ÞAÐ ÞYRMDI YFIR MIG“ INGI F. VILHJÁLMSSON blaðamaður skrifar: ingi@dv.is Sláandi Vilhjálmi fannst sláandi að hlusta á vitnisburði bankamanna sem lýstu þeim flottræfilshætti sem viðgekkst hjá bankamönnum. MYND SIGTRYGGUR ARI n „Keyrðu bara um hverfi 101 og skoðaðu húsin sem eru til sölu þar. Ég er ekki viss um að það verði hægt að samþykkja þetta hjá þér að það hafi verið gætt meira hófs þar með tilliti til þess tíma sem menn lifðu á þá. Þetta er hins vegar allt afstætt, en hins vegar sko verð ég bara að fá að segja það hér, með það verkefni sem þessi nefnd hefur, að vera eyða tímanum í að ræða eitthvert hús í Borgarfirði finnst mér, ef ég á að segja sjálfur, vera algjör eyðsla á tíma, sérstaklega ykkar og líka á mínum. [...] Þetta sveitasetur skiptir bara engu máli í samhengi hlutanna.“ SIGURÐUR EINARSSON Í SKÝRSLUTÖKU HJÁ RANNSÓKNARNEFNDINNI Óþörf umræða n „Ljóst er að fyrirtækjamenning bankanna vanrækti siðferðilega þætti og dygðum sem eru kjölfesta góðra viðskiptahátta var kastað fyrir róða. Amast var við eftirlits- aðilum sem gæta eiga góðra starfshátta og verja hagsmuni almennings. Þeim sem sinntu innra eftirliti var til að mynda gert erfitt um vik að sinna skyldum sínum en skemmtideildir voru efldar. Margir meðlimir fagstétta innan bankakerfisins sinntu þröngri hagsmunagæslu fyrir skjólstæðinga sína en létu sig ekki varða afleiðingar athafna sinna fyrir samfélagið í heild. Hugmyndir um samfélagslega ábyrgð höfðu það einkum að markmiði að bæta ímynd fyrirtækjanna fremur en að efla trúverðugleika þeirra til langs tíma litið. Hvatakerfi miðuðust við skammtímagróða stjórnenda og eigenda á kostnað smærri hluthafa og alls almennings. Eigendur bankanna nutu óheftrar fyrirgreiðslu. Taumlítil gróðahyggja einkenndi margvísleg samskipti bankamanna við viðskiptavini og traust almennings var misnotað.“ SIÐFRÆÐIHLUTI SKÝRSLU RANNSÓKNARNEFNDAR ALÞINGIS, 8. BINDI, BLS. 242 Vanræktu siðferðið n „Þegar horft er til baka yfir þá atburði sem leiddu til hruns í íslensku efnahagslífi vekur þáttur forseta Íslands sérstaka at- hygli. Þótt stjórnkerfið í heild beri með margvíslegum hætti ábyrgð á því sem gerðist verður ekki hjá því komist að skoða embætti forseta Íslands sérstaklega, svo hart gekk forsetinn fram í þjónustu sinni við útrásina og þá einstaklinga sem þar voru fremstir í flokki. Forsetinn kom ekki að stjórnvalds- ákvörðunum en hann ber ásamt fleirum siðferðilega ábyrgð á því leikriti sem leikið var í kringum foringja útrásarinnar og fyrirtæki þeirra. Þau reyndust ekki vera í neinu frekar en keisarinn í sögu H.C. Andersen.“ SIÐFRÆÐIHLUTI SKÝRSLU RANNSÓKNARNEFNDAR ALÞINGIS, 8. BINDI, BLS. 178 Deilt á forseta

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.