Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.2010, Side 25

Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.2010, Side 25
14. apríl 2010 MIÐVIKUDAGUR 25 á blaðamannafundinum á mánudag- inn þar sem við vorum gagnrýnd fyr- ir að skrifa svona mikið um forseta Ís- lands þar sem hann bæri ekki ábyrgð á stjórnvaldsathöfnum. En forsetinn kom með nokkuð sterkum hætti inn í ákveðna samfélagslega orðræðu um útrásina og sjálfsmynd þjóðarinn- ar þó hann sé ekki höfundur hennar nema að hluta. Við köllum þessa orð- ræðu: Ógagnrýna sjálfsánægju. Hún sótti efnivið sinn í víkingaarfinn og annað slíkt,“ segir Vilhjálmur en hann er hallur undir kenningu um hrun- ið þar sem ábyrgðinni á því er dreift nokkuð víða. Ritskoðun og spuni Vilhjálmur tekur sem dæmi að fjöl- miðlar hafi til að mynda ekki stað- ið sig sem skyldi fyrir hrunið við að greina frá þeim hættumerkjum sem voru á lofti og að hugsanlega megi rekja þetta til einhvers konar þögg- unar sem var í gangi. „Menn voru bara hræddir um að missa vinnuna. Í fámennu samfélagi með fáum fjöl- miðlum er það ekkert grín. Hvað eig- um við að kalla þetta? Ætli þetta sé ekki sjálfsritskoðun vegna margvís- legra aðstæðna. Allar þessar ástæð- ur teljum við skipta máli... Spuninn sem kom úr bönkunum var oft birt- ur gagnrýnislaus og barst þannig út í samfélagið. Ég orðaði það þannig á mánudaginn að það var eins og við hefðum lifað í sýndarveruleika. Það sem ég hef lært persónulega af þessu er hversu veruleikinn í kringum okk- ur er hannaður af mannavöldum,“ segir Vilhjálmur en með þessu á hann meðal annars við hversu um- ræða um hættuna sem steðjaði að ís- lenska fjármálakerfinu hafi verið lítil framan af. „Af því að þú ert að tala um þetta er eitt sláandi dæmi frá árunum fyr- ir hrunið. Það var þegar Björgólf- ur Guðmundsson hótaði að kaupa DV til þess eins að leggja það niður vegna þess að hann var ósáttur við umfjöllun DV um hjónaband konu sinnar og Bandaríkjamannsins sem stofnaði nasistaflokkinn þar í landi,“ segir blaðamaður. „Fékk þetta bara ekki góðan hljómgrunn? Mig minnir það,“ segir Vilhjálmur. Blaðamaður: „Jú, það voru ekki margir sem gagnrýndu þessa ritskoð- unartilburði. Þetta þótti bara fínt.“ Vilhjálmur: „En þetta kom upp samt sem áður í þessu frjálsa formi. Þetta verða bara viðskipti á mark- aði. Það kemur tilboð og menn geta hafnað því eða þegið það,“ en til- boði Björg ólfs var hafnað og DV hélt áfram að koma út. Fólk naut góðs af þessu Vilhjálmur segir að hugsanlegt sé að útskýra megi þetta gagnrýnisleysi í íslensku samfélagi að hluta með því hversu margir hafi unnið hjá þeim auðmönnum sem stjórnuðu landinu og að menn hafi eygt möguleika á því að verða sjálfir ríkir. „Fjármálageir- inn var orðinn svo stór og hann veitti svo mörgum vinnu þannig að hann tengdist inn í ansi margar fjölskyldur. Gengið var hagstætt, ferðalög voru auðveld þannig að við sem neytend- ur nutum flest góðs af þessu. Í loka- hluta skýrslunnar veltum við því fyr- ir okkur hvort allir borgarar landsins beri ábyrgð á því hvernig fór. Ég held að það sé eitthvað til í því en maður þarf að fara mjög varlega með þessa flatskjárkenningu. Við getum talað um vissa samábyrgð okkar sem neyt- enda sem nutu góðs af vexti bank- anna. Upp til hópa var íslenskur al- menningur ánægður með það sem var að gerast og það hljóp kapp í menn yfir framgangi Íslendinga á er- lendri grundu og fólk reiddist þegar útlendingar gagnrýndu okkur,“ segir Vilhjálmur. Hann segir að það sem honum finnist þó mikilvægara sé að við séum borgarar í lýðræðissamfélagi og ber- um ábyrgð sem slíkir. „Við erum ekki bara neytendur sem njóta góðs af einhverju góðæri heldur borgarar í lýðræðisríki. Og borgarar í lýðræð- isríki eru ábyrgir fyrir þeim stjórn- völdum sem þeir velja yfir sig,“ segir Vilhjálmur en af ummælum hans og niðurstöðunum í þeim hluta skýrsl- unnar sem hann tók þátt í að skrifa er ábyrgðin á hruninu margþættari og flóknari en svo að hægt sé að kenna einum aðila eða fáum um það. „Við orðum það þannig í okkar greiningu að hún sýni að helstu innviðir hins lýðræðislega samfélags hafi reynst vera veikburða. Bæði stjórnkerfið og stjórnsiðirnir og svo fjölmiðlarnir, þessar meginstoðir lýðræðisríkisins. Forsenda þess að borgararnir geti axlað vel ábyrgð sína í lýðræðisríki er að fjölmiðlarnir upplýsi þá um hana,“ segir Vilhjálmur en fjármálakerf- ið blés út innan þessa ramma sem stjórnmálamennirnir höfðu búið til og misstu svo hemilinn á. „ÞAÐ ÞYRMDI YFIR MIG“ Víðtækari ábyrgð Vilhjálmur segir að ábyrgðin á hruninu sé víðtækari en svo að hægt sé að segja að bankarnir beri ábyrgð á því eða hið opinbera. Hann telur að almenn- ingur á Íslandi beri líka vissa ábyrgð á hruninu. MYND SIGTRYGGUR ARI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.