Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.2010, Page 28

Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.2010, Page 28
VERÐA ÞEIR ELTIR? „Dómarnir eru raunar ekki í sam- ræmi við ákvæði laga um ábyrgð- armenn en niðurstaða dómsins er sú að ákvæði laganna stríði gegn stjórnarskrá og því verði þeim ekki beitt, en vitaskuld verða lög að standast stjórnarskrá,“ segir á heimasíðu Neytendasamtak- anna um dóma sem féllu í gær um stöðu ábyrgðarmanna þegar aðalskuldari fær greiðsluaðlögun. Nýlega var lögum um ábyrgðar- menn breytt en dómarnir virðast ekki taka mark á því. „Ljóst er að þessir dómar varða afar marga ábyrgðarmenn sem eru í sam- bærilegri stöðu og því mikilvægt að þeim verði skotið til Hæsta- réttar svo endanleg úrlausn fáist í málunum,“ segir á ns.is. n Blaðamaður, sem hefur um árabil verslað kjúklingaborgara á skyndibitastaðnum KFC, er hættur því. Af síðasta borgara var slíkt óbragð að hugsunin um hann vekur enn hroll, þó frá séu liðnar þrjár vikur. Hann reyndi að kvarta en örtröðin var slík að hann náði ekki sam- bandi . n Kona hringdi og vildi lofa Fridays Smáralind. Hún var ásamt eiginmanni sínum á leið í bíó klukkan sjö. Þar sem þau voru svöng athuguðu þau á Fridays hvort þau næðu að borða fyrir bíóið. „Maturinn kom eftir um tíu mínútur og smakkaðist virkilega vel,“ sagði konan en þau hjónin fóru södd og sæl í bíó. SENDIÐ LOF EÐA LAST Á NEYTENDUR@DV.IS DÍSILOLÍA Algengt verð VERÐ Á LÍTRA 206,7 kr. VERÐ Á LÍTRA 204,9 kr. Skeifunni VERÐ Á LÍTRA 207,8 kr. VERÐ Á LÍTRA 205,4 kr. Algengt verð VERÐ Á LÍTRA 209,7 kr. VERÐ Á LÍTRA 219,8 kr. BENSÍN Kænunni VERÐ Á LÍTRA 207,1 kr. VERÐ Á LÍTRA 205,3 kr. Fjarðarkaupum VERÐ Á LÍTRA 207,2 kr. VERÐ Á LÍTRA 205,4 kr. Algengt verð VERÐ Á LÍTRA 209,7 kr. VERÐ Á LÍTRA 207,9 kr. UMSJÓN: BALDUR GUÐMUNDSSON, baldur@dv.is / ney tendur@dv.is el d sn ey ti 30 MIÐVIKUDAGUR 14. apríl 2010 NEYTENDUR DEKKJA- ÞJÓFNAÐUR EKKI BÆTTUR Skilmálar tryggingafélaganna Sjóvá, TM, Varðar og VÍS kveða á um að sá sem verður fyrir því að dekkjum undan bílnum hans er stolið fær tjónið ekki bætt, jafnvel þótt viðkomandi sé með kaskó- tryggingu. Þar sem ekki er sér- staklega kveðið á um þetta atriði í skilmálum geta tryggingafélög- in undanskilið sig ábyrgð á tjóni tryggingataka vegna þjófnaðar á dekkjum og felgum. Neytenda- samtökin segja frá þessu og hvetja neytendur til að vera á varðbergi og kynna sér til hlítar skilmála tryggingafélaganna áður en trygging er keypt eða endurnýjuð. Vísindamenn hafa loksins staðreynt að beikon, ostakökur, vínarbrauð og önnur gómsæt en fitandi sætindi eru ávanabindandi. Rannsóknin, sem dr. Paul J. Kenny, sérfræðingur í sam- eindarlækningum við Scripps Rese- arch-stofnunina í Flórída, stendur á bak við, leiddi í ljós að hitaeininga- ríkur matur hefur sömu áhrif á heil- ann og fíkniefni á borð við kókaín og heróín. Áráttukennt át Tilraunirnar voru gerðar á rottum. Þeim var gefið ótæpilegt magn af hitaeiningaríkum mat. Þegar þær höfðu innbyrt matinn í stórum skömmtum varð hegðunin áráttu- kennd; þær gátu ekki hætt að borða. Paul segir í niðurstöðum sínum að neysla hitaeiningaríkrar fæðu örvi smátt og smátt sömu svæði í heil- anum og þegar fíkniefna á borð við kókaíns og heróíns er neytt, svokall- aðar vellíðunarstöðvar (e. pleasure centers). Að lokum bili þessar stöðv- ar þannig að til að viðhalda sömu líðan, eða jafnvel bara til að líða eðli- lega, þarf sífellt meira magn af dóp- inu eða óholla matnum. „Fólk sem upplifir þetta veit að þetta snýst ekki bara um viljastyrk,“ segir Paul og bætir við: „Ákveðin svæði í heilanum verða ofvirk sem veldur því að fólk hættir að hafa stjórn á átinu.“ Þol fyrir vímunni Rannsóknin, sem var birt í tímarit- inu Nature Neuroscience, fór þannig fram að tilraunarottum var skipt nið- ur í þrjá hópa. Rannsóknin stóð yfir í 40 daga. Einn hópurinn fékk venju- legt rottufóður. Annar hópur fékk beikon, pylsur, ostakökur, glassúr og annan hitaeiningaríkan mat einu sinni á dag. Þriðja hópnum stóð til boða að belgja sig út af óhollum mat í allt að 23 tíma á sólarhing. Það þarf svo sem ekki að koma mjög á óvart en rotturnar sem höfðu nær ótakmarkaðan aðgang að óholl- um mat glímdu fljótt við offitu. Annað vakti þó meiri athygli; heilastarfsem- in breyttist. Með því að vakta rafskaut, sem komið hafði verið fyrir í heilum allra rottnanna, sást að þær sem voru í þriðja hópnum þróuðu fljótt með sér þol fyrir „vímunni“ sem fylgir því að borða óhollan en bragðgóðan mat. Þær þurftu sífellt að borða meira til að viðhalda vellíðunartilfinningunni. Áður en langt um leið fóru þær að éta stjórnlaust, eða að sársaukamörkum. Eins og kókaín Rannsakendurnir prófuðu að gefa rottunum rafstuð þegar þær voru að éta. Rotturnar í fyrstu tveimur hóp- unum (þær sem fengu rottufóður og þær sem fengu óhollan mat einu sinni á dag) hættu fljótt að éta og urðu hræddar við matinn. En það var ekki tilfellið hjá þeim sem höfðu ótakmarkaðan aðgang að óholla matnum. „Maturinn fékk eft- ir sem áður alla athyglina,“ seg- ir Paul og bætir við að hegðun þeirra sé svipuð hegðun og hjá rottum sem hafa fengið óhindr- aðan aðgang að kókaíni og heró- íni. Þær rottur hafi einnig sótt stíft í eiturlyfin þrátt fyrir sársaukann (rafstuð). Formanni læknadeildar Energy's Brookhaven National Laboratory í Upton í New York, dr. Gene-Jack Wang, kemur þessi niðurstaða ekki á óvart. „Við fram- leiðum mat á svipaðan hátt og gert er með kókaín,“ segir hann. Hann segir að kókaínlauf hafi í margar aldir verið notuð til lækninga. Fólk hafi hins veg- ar fundið út leið til að hreinsa kókaínið og ná þannig fram meiri áhrifum þess á heilann, til dæmis með reykingum eða sprautun í æð. Gene-Jack segir að svipað hafi verið gert með mat. „Við hreinsum matvælin okkar líka. For- feður okkar borðuðu heilhveiti en við borðum hvítt brauð. Indíánar í Amer- íku borðuðu korn en við borðum sýr- óp sem unnið er úr korni,“ segir hann og bætir við að nú til dags séu þessi grunnhráefni unnin þannig að fólk geti borðað matinn nánast án þess að vita af því og án þess að þurfa á hon- um að halda. Úrræði gegn fíkn Dópamín er boðefnið sem er ábyrgt fyrir því að rotturnar í rannsókninni átu nánast á sig gat. Efnið komi bæði við sögu þegar ánægja eða vellíðun er famkölluð og hvetji til að hegðunin sé endurtekin. „Efnið segir heilanum að eitthvað hafi gerst sem sé æskilegt að gerist aftur,“ segir Paul og bætir við að virkni ákveðinna svæða í heilanum, sem taka við dópamíni, hafi minnkað eftir því sem rotturnar fitnuðu og átu meira. Hann segir svipuð einkenni að finna á meðal virkra fíkniefnaneyt- enda. Hann segir þó að gen geti einn- ig haft áhrif á virknina. Gene-Jack bendir þó á að taka þurfi niðurstöðurnar með ákveðnum fyrirvara. Rottur hafi til dæmis get- að misst 30 prósent líkamsþyngdar sinnar vegna inntöku ákveðinna lyfja á meðan það hafi mun minni áhrif á mannfólk. Rannsóknin geti hins veg- ar verið góð vísbending um hvernig og hvers vegna mannfólk hegðar sér eins og það gerir. Þekkingin geti von- andi nýst til að búa til meðferðarúr- ræði gegn fíkn, hvort sem það er fíkn í mat eða eiturlyf. Efnið segir heil-anum að eitt- hvað hafi gerst sem sé æskilegt að gerist aftur. BALDUR GUÐMUNDSSON blaðamaður skrifar: baldur@dv.is ÓHOLLUR MATUR EINS OG HERÓÍN Ný rannsókn sýnir að mikil neysla hitaeiningaríks matar getur haft svipuð áhrif á heilann og fíkniefni eins og heróín. Maturinn getur, samkvæmt rannsókninni, skapað ávanabindandi hegðun þannig að sá sem borðar óholla matinn þarf sífellt meira magn til að upplifa vellíðun sem fylgir því að borða bragðgóðan mat. Stjórnlaust át Mikil neysla óholls matar gerir það að verkum að sífellt meiri óhollustu þarf til að skapa vellíðunartilfinningu. Ostakaka Rotturnar höfðu ótakmarkaðan aðgang að feitum mat í 40 daga. Tilraunarottur fengu rafstuð Rotturnar sem fengu feita matinn átu þótt þær fengju rafstuð. LEIÐRÉTTING Í síðasta blaði var fjallað um við- skipti Avant við Kristínu Maríu Björgvinsdóttur. Í henni sagði frá því að Kristín María hefði ekki fengið krónu fyrir bíl sinn upp í þá skuld sem safnast hafði vegna vangreiddra greiðslna og lög- fræðikostnaðar. Kristín María var ranglega feðruð Erlingsdóttir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.