Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.2010, Blaðsíða 43
SMÁAUGLÝSINGAR 14. apríl 2010 MIÐVIKUDAGUR 43
ég er frekar feiminn drekk hvorki né
reyki, ég vona sannarlega að ég fái
svörun frá elskulegum konum, hef hug-
arró, það breytir hvernig maður ég er.
Ég leyfi ykkur elskurnar að svara, verið
ekki feimnar ég bíð við símann, kveðja.
Það kemur í ljós þegar þú hringir. Uppl í
síma 868 2492
»»Heilsa
NUDD
Nudd
Frábært nudd - Good massage í síma
844 0329 & 846 1397
Nudd»fyrir»heilsuna
Vegna forfalla verð ég ekki með nudd
næstu 3 vikurnar, en tek fólk í greiningu
og hlusta líkamann. Ég verð með kremin
í mjóddinni á fimmtudögum og föstu-
dögum. Gerður Benediktsdóttir nuddari
G. Ben jurtavörur , Tímapantanir og
uppl. í s. 588 2260 / 863 2261
»»Tómstundir
GISTING
Gista.is
Bjóðum upp á gistingu á besta stað
í bænum og 2 og 3 herbergja íbúðir,
fullbúnar húsgögnum og uppbúnum
rúmum. Internet-tenging er til staðar.
S. 694 4314. www.gista.is
HESTAMENNSKA
HELLUSKEIFUR AUGLÝSA VERÐ Á SKEIF-
UM, SLÉTTUR GANGUR 1300KR. POTTAÐ-
UR GANGUR 1500KR. SENDUM UM ALLT
LAND, VELJUM ÍSLENSKT. HELLUSKEIFUR
STYKKISHÓLMI SÍMI: 8937050
»»Kennsla»
DULSPEKI
Sjónvarpssálfræðingurinn dr. Phil og barnalæknirinn dr. Jim Sears segja foreldra oft
gera óþarfa mistök þegar kemur að erfiðum hegðunarvandamálum barna. Sérfræðing-
arnir eru með góð ráð handa ráðalausum foreldrum.
5 GÓÐ RÁÐ
Í UPPELDINU
Ráðrík börn
Dæmi: Tíu ára stúlka fussar og sveiar yfir fötum
móður sinnar, skoðar Facebook-síðu hennar, les og
hneykslast e-mailum hennar og stelst til að skoða
sms í símanum hennar og hefur neikvæðar skoðan-
ir á öllu saman.
„Þú mátt alls ekki gefa frá þér völdin. Það eru ein af
mestu mistökum sem foreldrar geta gert. Settu nið-
ur fótinn og skilgreindu stöðu þína sem móðir. For-
eldri sem er í þessari aðstöðu verður að gera barn-
inu grein fyrir að valdið sé hennar. Ekki bara fyrir
eigin geðheilsu heldur líka barnsins vegna,“ segir dr.
Phil.
*Ekki gefa frá þér valdið.
*Tryggðu stöðu þína sem foreldri.
*Gerðu barninu grein fyrir að það ert þú sem ræður.
Matvönd börn
Dæmi: Níu ára strákur sem borðar aðeins sælgæti, kökur, deserta, pasta, brauð,
pyslur, epli,
jógúrt - og neitar að prófa allt annað. Móðirin segir flesta matartíma fjölskyldu
nnar enda í
háværu rifrildi og að sonurinn fari oftast í rúmið án þess að borða. Hún hefur mi
klar áhyggj-
ur af heilsu barnins vegna vannæringar.
Samkvæmt dr. Sears er þessi stutti listi sem drengurinn borðar reyndar ágætleg
a næringar-
ríkur. „Reyndu að taka höfnuninni ekki persónulega. Segðu barninu að þetta sé
í matinn en
ef það vilji geti það búið sér til samlokur sjálft,“ segir Sears og bætir við að foreld
rar ættu að
leyfa börnum að taka meiri þátt í eldamennskunni.
Dr. Phil mælir með að foreldrar velji sér slag við börnin. „Hvað þau borða er e
itt af því fáa
sem börnin stjórna sjálf yfir. Nema nauðsyn sé ættu foreldrar ekki að rífast um m
atinn. Ekki
breyta matmálstíðum í átakasvæði því þannig getur vandamálið breyst og orðið
virkilega al-
varlegt með tímanum. Barnið mun borða ef það verður svangt,“ segir dr. Phil og
bætir við að
um tímabil sé að ræða sem muni taka enda.
*Ekki velja rangar orustur.
*Hafðu óskir barnsins í huga.
Börn sem vilja sjálf ákveða fötin sín
Dæmi: Sjö ára stelpa sem hefur afar
ákveðnar skoðanir á útliti sínu. Hún skipt-
ir regulega um föt og missir stjórn á skapi
sínu á morgnanna ef fötin passa ekki ná-
kvæmlega saman.
„Margar stúlkur vilja sjálfar ákveða föt-
in sem þær klæðast og það sýnir að þeim
er ekki sama hvernig þær líta út. Foreldrar
þeirra ættu að leyfa þeim að taka þátt í fata-
innkaupum,“ segir dr. Phil en bætir jafn-
framt við að færri föt í fataskápnum myndi
líklega gera morgnana auðveldari. „Skipta
fötin öllu máli? Fagnaðu sterkum persónu-
leika barnsins. Þetta tímabil tekur enda.“
Dr. Sears bætir við: „Stúlka sem hefur mikl-
ar áhyggjur af útliti sínu þarf ekki á frekari
áhyggjum að halda. Ekki rífast og hrópa því
þá gæti hún haldið að hún sé ekki nægi-
lega góð til að klæða sig sjálf og getur þar
að leiðandi orðið virkilega upptekin af út-
liti sínu. Mamman gæti beðið dótturina um
tískuráð þegar hún klæðir sig til að taka fók-
usinn af þeirri ungu,“ segir Sears.
*Ekki segja skoðanir barnsins vitlausar.
*Fagnaðu sterkum persónuleika þess.
Kossaforvitni
Dæmi: Sex ára drengur kom heim syngjandi lagið „I Kissed a Girl“ og
virðist hafa fengið kossa og nekt á heilann. Kennarinn hefur samband
við foreldrana og segir hann hafa girt niður um sig fyrir framan stelpurn-
ar og að hann sé ávallt að reyna kyssa þær.
Samkvæmt barnalækninum dr. Sears er ekkert athugavert á seyði. „Ef
barnið er að kyssa barn á sama aldri er um saklausa forvitni að ræða. En
líkt og hann væri að tosa í nef bekkjarfélaga sinna gengur hann of langt.“
Dr. Phil tekur undir:
„Barnið þarf að læra hvar mörkin liggja. Hann
þarf að fá að vita hvað er óviðeigandi og dóna-
leg hegðun. Ekki láta barnið skammast sín. Ef
barnið er forvitið fræddu það þá með bókum
og umræðum.“
*Fræddu barnið um takmörk sín og annarra.
*Passaðu að barnið fyllist ekki skömm.
Börn haldin
dýrafóbíu
Dæmi: Sex ára stúlka
sem er hrædd við
öll dýr og neitar að
ganga frá húsinu að
bílnum af ótta.
Dr. Phil segir ofsa-
hræðslu/fóbíu tengj-
ast ótta á að hafa ekki
stjórn. „Ekki láta sem
ekkert sé. Ekki er um geðsjúkdóm að ræða og hægt er að ná bata á
stuttum tíma með réttum aðferðum eða hjálp sálfræðings.“
*Ekki horfa í hina áttina þegar barnið þarf á hjálp að halda.
*Fáðu leiðbeiningar eða leitaðu hjálpar.