Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.2010, Side 45

Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.2010, Side 45
SVIÐSLJÓS 14. apríl 2010 MIÐVIKUDAGUR 45 Stjörnukokkurinn Gordon Ramsey og knattspyrnuhetjan David Beckham skelltu sér á völlinn í Los Angeles um daginn og sáu Lakers-menn spila. Þeir voru að sjálfsögðu á fremsta bekk eins og stjörnum sæmir þar á bæ. David Beck- ham vekur jafnan mikla athygli þegar hann mætir á völlinn, ekki bara hjá áhorfendum, heldur líka leikmönnum Lakers. Því gerðu Pau Gasol, Sasha Vujacic og sjálfur Kobe Bryant sér ferð til að heilsa enska landsliðsfyrirliðanum fyrrverandi. Beckham var bara með skó á öðrum fæti en hann er enn með spelku á vinstri fæti eftir meiðsli sem hann varð fyrir fyrr á árinu. David Beckham og Gordon Ramsey á Lakers-leik: SKELLTU SÉR Á VÖLLINN Flottir Ramsey og Beckham. Kóngurinn Kobe Bryant heilsaði upp á Beckham enda alinn upp á Ítalíu og veit hvað fótbolti er. Blessaður! Spánverjinn Pau Gasol er mikill aðdáandi Beckhams. Húmoristi Beckham sagði Sasa Vujacic einn góðan. Kanadíska leikkonan Emmanuelle Chriqui er kynþokkafull í myndinni Women in Trouble þar sem hún leik- ur vændiskonu. Í einu atriði myndarinnar er Emmanuelle fáklædd svo sjá má löguleg- ar lendar hennar. Emmanuelle þykir með fallegri leikkonum Hollywood um þessar mundir en hún hefur vakið athygli í þáttun- um Entourage og í gamanmyndinni Don´t Mess With The Zohan þar sem hún lék aðal- hlutverk ásamt Adam Sandler. Emmanuelle Chriqui: LÖGULEGAR LENDAR Emmanuelle Chriqui Er með einn glæsilegasta afturendann í Hollywood. Kim Kardashian er þekkt fyrir þrýstinn afturenda en sjaldan nást myndir af honum þótt ljósmyndarar rembist eins og rjúpan við staurinn. Þessar myndir náðust þó nýlega af bombunni þar sem hún sprangaði um í bikiníi. Eins og sjá má hefði Kim sennilega átt að klæð- ast brók númeri stærri því afturend- inn frægi stendur hálfur upp úr. Eflaust eru einhverjir aðdáendur fyrirsætunnar sem gleðjast yfir því hversu litlar brækurnar eru á meðan aðrir kunna að hneykslast á því að hálfur rassinn standi upp úr. Hvað sem því líður hefur Kim aldrei litið betur út en hún hætti með unnusta sínum til margra ára, Reggie Bush, fyrir skömmu og er því laus og liðug. Kim Kardashian: ÞRÝSTINN BOSSI LÍTIL BRÓK Steven Seagal í vondum málum: Hasarmyndahetjan Steven Sea- gal er ekki í góðum málum. Hin tuttugu og þriggja ára Kayden Nguyen sem Seagal réð sem aðstoðarmann sinn við tökur á raun- veruleikaþættinum Lawman hefur kært hann fyrir kynferðislegt ofbeldi og vill eina milljón dollara í skaða- bætur. Hún segir að Seagal hafi fyrsta kvöldið reynt að káfa á brjóstum hennar, um morguninn á hann svo að hafa farið með hendina inn ofan í bux- ur hennar og skömmu síðar reynt að sjúga á henni geirvörturnar. Þá segir hún einnig að Seagal hafi reynt að láta hana innbyrða ólöglegar töflur. Þá vill Kayden einnig að hann verði kærð- ur fyrir mansal því hún var ráðin í Los Angeles en flogið til New Orleans þar sem þátturinn er tekinn upp. Káfaði á konu sem vill milljón Dónakarl? Seagal er ein flottasta hasar- hetja í sögu Hollywood.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.