Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.2010, Blaðsíða 13
mánudagur 5. júlí 2010 fréttir 13
„Þetta er náttúrulega mjög erfitt“
Hræddist ekki dauðann
Guðmundur Haukur Guðmundsson, þjálfari hjá World Class,
greindist með Hodgkin-eitlakrabbamein þegar hann var 24
ára. Hann segir það hafa verið mikið áfall enda hvarflaði það
aldrei að honum að eitthvað alvarlegt gæti verið að. „Aðalein-
kennið var gríðarleg þreyta. Ég hafði átt erfitt með að vakna á
morgnana mánuðina á undan og var hálfsofandi allan daginn
en skrifaði þreytuna á mikla vinnu og nám og hreina og klára
leti. Ég skildi ekki alvarleika málsins, fannst allir gera fullmik-
ið mál úr þessu og vildi helst að fólk myndi hætta þessu stressi,
enda hafði ég engan tíma fyrir svona lagað,“ sagði Guðmundur
Haukur í samtali við DV í mars síðastliðnum.
Eftir greiningu tók við ströng lyfjameðferð í þrjá og hálfan mánuð. Guðmundur Haukur er laus við
krabbameinið en er undir reglulegu eftirliti. „Ég leit strax á krabbameinið sem verkefni og hræddist ekki
dauðann að ráði þó ég hafi orðið verulega bitur nokkrum sinnum. Lyfjameðferðin var mjög erfið og leið-
inleg. Óttinn við að greinast aftur fer minnkandi en hann lætur þó á sér kræla í kringum myndatökur og
skoðanir. Vikan áður en ég fæ niðurstöður úr rannsóknum er nokkuð erfið.“
Ógleði eftir lyfjameðferð
„Ég var að æfa mig á trompet og fór að þukla hálsinn og hélt að ég væri
kominn með álagssjúkdóm sem er þekktur hjá trompetleikurum en þá
lekur loft frá lungum í hálsinn,“ segir Jóhannes Þorláksson trompetleik-
ari sem greindist með Hodgkin‘s-eitlakrabbamein þegar hann var 21
árs.
Jóhannes segist hafa verið tiltölulega kærulaus gagnvart sjúkdómn-
um og að greiningin hafi tekið mun meira á aðstandendur hans en hann
sjálfan. „Mýtan um að krabbamein sé dauðadómur lifir sterku lífi og
þótt ég hafi stundum verið smeykur óttaðist ég ekki dauðann. Foreldr-
ar mínir höfðu mun meiri áhyggjur. Ég leit á þetta sem verkefni sem ég
yrði að sigrast á,“ sagði Jóhannes í samtali við DV í mars síðastliðinum.
Að greinast með krabbamein og fara í gegnum langa og stranga sjúk-
dómsmeðferð var mikil lífsreynsla fyrir Jóhannes. Aðspurður segist
hann hafa átt erfitt með að segja fólki frá veikindum sínum. „Ég var ekk-
ert að auglýsa þetta og margir hafa örugglega haldið að ég væri að raka
á mér hausinn því ég var svo töff. Meðferðin var samt oft erfið og ég var
slappur vikuna eftir lyfjagjöfina og lá þá oft fyrir með mikla ógleði og
lystarleysi. Ég er alltaf smá smeykur og sér í lagi ef ég fæ hálsbólgu og er
þá alltaf að þreifa hálsinn en það reynist svo ekki vera neitt.“
lifir meira og vinnur minna
„Þótt mér hafi verið sinnt vel þegar ég var á sjúkrahúsinu í tengslum við lyfjameðferðirnar átti ég oft skelfi-
lega erfiða daga heima og var mikið veik,“ segir Ágústa Erna Hilmarsdóttir sem fyrst fann hnút í hægra
brjósti árið 2006. Síðar var brjóst hennar fjarlægt ásamt eitlum í handarkrika. „Veikindin sýndu mér hverj-
ir eru mínir raunverulegu vinir og hverjir eru í raun bara kunningjar. Fólk sem ég bjóst við að yrði til stað-
ar var það jafnvel ekki og svo öfugt. Auðvitað bregst fólk misjafnlega við og sumir hreinlega þora ekki að
koma eða hafa samband,“ sagði Ágústa Erna í viðtali við DV í september síðastliðnum.
„Ég hafði aldrei lifað samkvæmt þeirri speki að það kæmi ekkert fyrir mig. Þegar ég greindist hugsaði
ég frekar: Af hverju ekki ég? Þetta er búið að vera mikið álag en erfiðleikarnir hafa gefið mér skýrari sýn á
það sem skiptir mestu máli í lífinu. Þessi reynsla kenndi mér að lifa meira og vinna minna því áður gat ég
hreinlega gleymt mér í vinnunni.“
grét þegar hárið fór
Birna Einarsdóttir, bankastjóri í Íslandsbanka, greindist með
brjóstakrabbamein á sama tíma og henni var boðin framkvæmda-
stjórastaða yfir viðskiptabankasviði Glitnis sumarið 2007. Hún
byrjaði í krabbameinsmeðferð um leið og hún hafði greinst með
sjúkdóminn: þrjú illkynja æxli fundust í öðru brjósti hennar, það
stærsta sex sentímetrar, og mátti hún engan tíma missa ef hún
ætlaði að sigrast á sjúkdómnum. Meðferðin byrjaði á því að æxlin
voru fjarlægð með skurðaðgerð og síðan tók við geislameðferð.
„Þetta var heilmikil aðgerð,“ sagði Birna í viðtali við DV í fyrra.
„Ég tók þessari krabbameinsmeðferð bara eins og hverju öðru
verkefni sem ég þurfti að henda mér í. Ég þurfti að gera þetta og
hitt, margt af því var erfitt og leiðinlegt eins og í hverju öðru verk-
efni, en þannig leit ég á þetta.“
Birna segist hafa verið heppin að því leytinu til að krabba-
meinsmeðferðin hafi farið frekar vel í hana og hún var vinnufær á
meðan hún gekkst undir meðferðina, öfugt við marga. Hún segir
að eitt það erfiðasta við krabbameinsmeðferðina hafi verið þegar
hún missti hárið í lyfjameðferðinni. „Það var alveg brjálæðislega
erfitt. Ég hafði búið mig undir þetta; keypt mér hárkollu og svona.
Ég man að ég sat í vinnunni og hárflyksurnar duttu bara af höfð-
inu á mér og ég gat ekkert gert í því,“ segir Birna.
„Ég grét fyrst þegar ég missti hárið. Það var dramatískt móm-
ent þegar maðurinn minn tók rakvélina sína og rakaði af mér
restina af hárinu. Það var í fyrsta skiptið sem ég grét yfir þessu
og ég var virkilega aum. Ég tók þessu fyrst bara með miklum baráttuanda en þarna brotnaði ég saman.“
Æxli í höfði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir,
fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar,
greindist með góðkynja æxli í höfði í
september 2008. Hún gekkst undir tvær
aðgerðir þar sem æxlið var fjarlægt.
Vel heppnuð aðgerð Í janúar 2009
greindist Geir H. Haarde, fyrrverandi formað-
ur Sjálfstæðisflokksins, með krabbamein í
vélinda. Hann sagði af sér sem formaður og
gekkst undir vel heppnaða aðgerð.
Á Hraunið Margrét Frímannsdóttir,
fangelsistjóri á Litla-Hrauni, greindist með
brjóstakrabbamein þegar hún gegndi
þingmennsku og varaformennsku í
Samfylkingunni. Í janúar 2003 fór hún í
vel heppnaða skurðaðgerð.
Davíð Oddsson Fyrrverandi formaður
Sjálfstæðisflokksins greindist með
krabbamein í nýrum og hálsi haustið
2004. Hann náði fullum bata, starfaði
um tíma sem seðlabankastjóri og er nú
ritstjóri Morgunblaðsins.
Halldór Ásgrímsson Fyrrverandi
formaður Framsóknarflokksins, Halldór
Ásgrímsson, greindist með krabbamein
haustið 2002. Meinið var í blöðruháls-
kirtli en Halldór gekkst undir aðgerð í
kjölfarið sem heppnaðist vel.
n Árlega greinast á Íslandi að meðaltali 716 karlar með krabbamein.
n Árlega deyja að meðaltali 278.
n Það eru ekki miklar líkur á því að þú fáir krabbamein. Líkurnar aukast þó
nokkuð þegar menn eru komnir yfir fertugt.
n Lífslíkur íslenskra karla sem greinast með krabbamein eru lakari en hjá
íslenskum konum.
n Hægt er að koma í veg fyrir að minnsta kosti eitt af hverjum þremur
krabbameinum með breyttum lífsstíl.
n Vertu vakandi fyrir einkennum og þekktu líkama þinn. Ef einkenni koma
fram og eru ekki horfin eftir þrjár til fjórar vikur ættir þú að leita til læknis.
Heimildir: krabb.is og karlarogkrabbamein.is
Karlmenn og Krabbamein:
n Um 70 ungir einstaklingar (20-39 ára) greinast að meðaltali á hverju ári
samkvæmt Krabbameinsskrá Íslands.
n Á árabilinu 2003 – 2007 greindust að meðaltali árlega 688 karlar og 619
konur með krabbamein.
n Í árslok 2007 voru á lífi 10.195 einstaklingar (4.408 karlar og 5.787 konur)
sem greinst höfðu með krabbamein.
n Um þriðjungur Íslendinga fær krabbamein á lífsleiðinni.
n Krabbamein eru fátíð undir 40 ára aldri og meira en helmingur allra
krabbameina greinist eftir 65 ára aldur.
n Rétt yfir fjórðungur dánarmeina er af völdum krabbameina.
n Fimm ára lífshorfur krabbameinssjúklinga hafa meira en tvöfaldast frá því að
skráning krabbameina hófst á Íslandi árið 1954.
Staðreyndir um Krabbamein:
og í október verðum við svo að sjá
til hvernig þetta hefur lukkast. Ég
get ekki verið annað en ánægður
með hvernig líkaminn hefur svarað
þessu hingað til. Ég er ekkert á þeim
buxunum að fara að væla yfir þessu
því ég er á fullu í því að vinna gegn
þessu,“ segir Jóhannes.
„Þá er ég á fullu að vinna í því að
því sem tilheyrir okkar fyrirtæki. Það
ætla ég að gera með sóma og það er
gaman að sjá að þrátt fyrir allar böl-
bænir fækkar viðskiptavinum okkar
ekki. Þá hafa margir gefið sig fram
og lýst yfir áhuga á kaup á hlutum
í fyrirtækinu. Ég er því ekkert nema
bjartsýnn á framtíðina. Ég á þrjátíu
góð ár eftir þó ég sé núna með ekk-
ert hár. Það gerir mig bara enn þá
fallegri en áður.“