Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.2010, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.2010, Blaðsíða 6
6 fréttir 5. júlí 2010 mánudagur Betra loft betri líðan Airfree lofthreinsitækið • Eyðir frjókornum og svifryki • Vinnur gegn myglusveppi og ólykt • Eyðir bakteríum og gæludýraflösu • Er hljóðlaust og sjálfhreinsandi Hæð aðeins 27 cm Sími 569 3100 • Stórhöfða 25 • www.eirberg.is Heilbrigðisráðuneytið vinnur að tillögum til fjárlaga 2011: Skoða sameiningu Heilbrigðisráðuneytið kannar nú hag- kvæmni og skynsemi þess að sameina starfsemi heilsugæslustöðva á höfuð- borgarsvæðinu. Til greina kemur að fækka heilsugæslustöðvum úr sextán í sjö til níu. Sameiningin er skoðuð vegna undirbúnings fjárlagagerðar fyrir árið 2011. Þar má gera ráð fyrir að skera þurfi niður um tugi milljarða króna í ríkisrekstrinum, eða um fimm til tíu prósent. Álfheiður Ingadóttir, heilbrigðis- ráðherra, segir sameiningu heilsu- gæslustöðva vera eitt af því sem þarfn- ist skoðunar. Þetta eigi ekki aðeins við höfuðborgarsvæðið heldur landið allt. Hún segir ákveðna hagkvæmni geta falist í því að hafa fleiri en færri lækna á heilsugæslustöðvum. Hún segir að stærri einingar geti einnig hugsanlega þjónað fólki betur en margar smærri. Þannig sé stefnt að því að bæta og efla þjónustu heilsugæslunnar. Hún segir ráðuneytið ekki hafa lagt fram tillög- ur sínar til fjárlaga og því hafi engin ákvörðun verið tekin um sameiningu heilsugæslustöðva. Gera má ráð fyrir að starfshópur ráðuneytisins skili nið- urstöðum sínum síðsumars. Halldór Jónsson, formaður Félags heimilislækna, segir að fara verði var- lega í sameiningar heilsugæslustöðva. Hann segir ákveðna þekkingu liggja að baki hverri og einni þeirra. Þær bjóði upp á fjölbreytta þjónustu og þangað leiti fólk á mismunandi aldri. „Stórar starfseiningar eru ekki endilega heppi- legri. Þær litlu hafa meiri þekkingu á viðkomandi hverfi sem gæti tapast við sameiningu,“ segir hann. Halldór segir að verði heilsugæslur sameinaðar gæti kostnaður sjúklinga aukist. Þeir þurfi þá að leita lengra eftir læknisþjónustu, en eldra fólk og barnafólk sé fjölmennt í hópi þeirra sem sæki þjónustu heilsugæslustöðv- anna. Hafa verði í huga þá nálægð sem hugmyndafræði heimilislækninga feli í sér. Verði heilsugæslustöðvar samein- aðar í stærri einingar feli það sér hugs- anlega í sér annað form heimilislækn- inga en hefur áður verið. rhb@dv.is Skera þarf niður í ríkisrekstrinum Starfshópur heilbrigðisráðuneytisins skilar af sér niðurstöðum um skynsemi sameininga síðsumars. Rektor Listaháskóla Íslands, Hjálmar H. Ragnarsson, segir formann Félags prófessora við ríkisháskóla, Gísla Má Gíslason, bulla út í loftið. Ástæðan er gagnrýni þess síðar- nefnda á ráðningu rektorsins í stöðu prófessors í leiklist. Hjálmar leggur á það áherslu að æðsti mælikvarði á afrakstur listamanna sé hvorki menntun þeirra né prófgráður. Hjálmar H. Ragnarsson, rektor Listaháskóla Íslands, LÍ, er síður en svo ánægður með gagnrýni for- manns Félags prófessora við rík- isháskóla, Gísla Más Gíslasonar, á nýlega prófessorsráðningu þess fyrrnefnda. Hjálmar segir Gísla bara bulla út í loftið og hefur sent honum, ásamt öðrum rektorum ís- lenskra háskóla, harðort bréf. Ráðningin sem um ræðir er staða prófessors í leiklist við LÍ en Hjálmar réð nýverið leikarann og leikstjórann Stefán Jónsson í starf- ið. Mat rektorinn, og sérstök val- nefnd á vegum skólans sem hafði það hlutverk að meta hæfi umsækj- enda, það svo að mikil reynsla Stef- áns vægi upp á móti þeirri stað- reynd að hann hefði hvorki lokið meistaraprófi né doktorsgráðu í greininni. Það gagnrýndi Gísli Már í helgarblaði DV og sagði æskilegt að LÍ gerði sömu kröfur og ríkishá- skólarnir um menntun þeirra sem ráðnir eru. Hjálmar segir Gísla ekk- ert vita um hvað hann sé að tala. Ekki sáttur „Þú bara bullar út í loftið, og hefur ekki einu sinni fyrir því að kynna þér forsendur fyrir háskólastarfi í listum, hvað þá hvernig Lista- háskóli Íslands fer með ráðning- ar akademískra starfsmanna,“ seg- ir Hjálmar í bréfi sem hann sendi Gísla Má og öðrum háskólarektor- um fyrir helgi. „Ummæli þín lýsa ótrúlegri van- þekkingu á fræðasviðinu listum. Þú veist greinilega ekki hvað það er sem gerir góðan listamann að góð- um listamanni, þú veist ekki hver er afrakstur góðs listamanns og með hvaða hætti hann er birtur, og þú veist ekki hvaða mælistikur notað- ar eru alþjóðlega í listum til mats á afrakstri listamanna, hvort sem þeir eru túlkandi eða skapandi. Af- rakstur listamanna eru ekki ritgerð- ir í ritrýndum fræðitímaritum, eins og þú heldur, og æðsti mælikvarði á afrakstur listamanna er ekki dokt- orsgráðan,“ bætir Hjálmar við. Verkin tala Af bréfi Hjálmars að dæma er ljóst að hann er ekki sáttur við gagnrýni á menntunarleysi hins nýja próf- essors í leiklist en í svari Gísla Más til Hjálmars ítrekar hann þá skoð- un sína að rétt væri að gerðar séu sömu kröfur til prófessora líkt og hjá ríkisháskólum. „Ríkisháskólar hafa fastmótaðar kröfur með al- þjóðleg viðmið. Það er svo undir Listaháskóla Íslands komið hvort alþjóðleg viðmið séu viðhöfð við ráðningu prófessora,“ segir Gísli Már. Hjálmar bendir á að þetta sé því miður ekki í fyrsta sinn sem gagn- rýni komi fram frá félagi á próf- essora LÍ. „Við fyrstu ráðningar í störf prófessora við skólann árið 2000 varð skólinn fyrir hnútukasti frá forystumönnum félagsins og þá fullyrt að prófessorar við skól- ann væri engir „alvöru“ prófessor- ar. Í listsköpun gildir að verkin tala. Hljómleikarnir eru doktorsvörn tónlistarmannsins og leiksýning- in prófsteinn leikarans. Prófgráð- an er aðeins vitnisburður um fram- gang hans og getur aldrei gilt sem altæk sönnun fyrir listrænni getu eða ávísun á frama,” segir Hjálmar. tRauSti HafStEinSSon blaðamaður skrifar: trausti@dv.is Æðsti mælikvarði á afrakstur lista- manna er ekki doktors- gráðan. Háskólamenn í Hár sa an Prófessor Stefán hefur mikla reynslu á sviði leiklistar og hefur hlotið verðlaun og viðurkenningar fyrir störf sín.Vill skapa 150 ný störf 150 manns geta fengið vinnu, ef hugmyndir Jóns Gnarr borgarstjóra verða að veruleika. Hann vill að Reykjavík eyði 500 milljónum til við- bótar í framkvæmdir í ár. Jón Gnarr vill skapa ný störf og lagði hann þetta til á borgarráðsfundi fyrir helgi, en hugmyndin verður rædd á aukafundi í dag, mánudag. Breytingarnar fela í sér að 500 millj- ónum króna verði varið til sérstakra atvinnuátaksverkefna til viðbót- ar við 150 milljónir sem verja átti í atvinnumál á fjárhagsáætlun þessa árs, að því er fram kom í fréttum RÚV á sunnudag. syntu í Hvítá Þrír ungir menn skelltu sér í sund í Hvítá á Suðurlandi aðfaranótt sunnu- dags. Þeir höfðu setið að sumbli í sumarbústað í grenndinni. Óttaslegnir félagar þeirra hringdu á lögreglu þegar þeir skiluðu sér ekki. Lögreglan á Selfossi ræsti út björgun- arsveitir. Hálftíma síðar komu menn- irnir blautir og kaldir í leitirnar, höfðu synt yfir Hvítá en gengið til baka. Mennirnir hófu sundið í Laugar- ási í Bláskógabyggð og komu upp á bakkann í Hrunamannahreppnum við Auðsholt. Að sögn lögreglunnar fengu þeir föðurlegt tiltal, enda þykir óskynsamlegt að synda í jökulá undir áhrifum áfengis og láta ekki félaga sína vita. Þorgerður Katrín snýr aftur í haust Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi varaformaður Sjálf- stæðisflokksins, hyggst taka á ný sæti sitt á Alþingi í haust. Þor- gerður tók sér hlé frá þingstörf- um í apríl eftir mikla gagnrýni á hana vegna lánveitinga til eigin- manns hennar, Kristjáns Arason- ar. Í samtali við Pressuna segist Þorgerður ekki telja að hún þurfi að segja af sér þingmennsku. Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins um þarsíðustu helgi var ályktun þess efnis að þeir, sem hlotið hafa óeðlilega háa prófkjörsstyrki, segi af sér þingmennsku. „Ég var ekki með þessa háu styrki sem hlaupa á tugum milljóna,“ segir Þorgerð- ur Katrín meðal annars.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.