Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.2010, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.2010, Blaðsíða 4
4 fréttir 5. júlí 2010 mánudagur Rannsókn lokið á mannsláti við Látrabjarg: Féll fram af bjargi við myndatöku Lögreglan á Vestfjörðum hefur lok- ið rannsókn á aðdraganda þess að maður féll fram af Látrabjargi þann 9. júní og lést. Talið er að maðurinn hafi fallið um hundrað og fjörutíu til hundrað og sextíu metra. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Vestfjörðum er tal- ið að maðurinn hafi verið að taka mynd á bjargbrúninni þegar hann féll fram af henni. Hann hafði kom- ið myndavélinni fyrir á einfæti á bjargbrúninni. Fóturinn er notað- ur til að myndavélin verði stöðugri. Maðurinn var með þunga tösku um hálsinn og missti jafnvægið þannig að hann féll fram af brúninni. Kona mannsins, sem var með honum í för, varð vitni að því þegar hann missti fótanna. Björgunarsveitir voru kallaðar út og komust að manninum um tveimur tímum síðar við erfiðar að- stæður. Talið er að hann hafi látist samstundis við fallið. Lík hans var síðan flutt með þyrlu Landhelgis- gæslunnar til Reykjavíkur. Niður- stöður krufningar liggja ekki fyrir. Lögreglan á Vestfjörðum vill brýna fyrir fólki sem er á ferð um landið að gæta fyllsta öryggis og sýna aðgætni við hvert fótmál. Bjargbrúnir og árbakkar geta ver- ið varasamir staðir skriki fólki fót- ur. Árbakkar geta líka oft gefið sig þar sem árnar grafi undan þeim. Þá koma oft mál upp hjá lögreglunni þar sem fólk er ekki með fullnægj- andi öryggisbúnað þegar það ferð- ast á kajökum eða öðrum bátum. Einnig hafi komið upp mál þar sem fólk hafi verið að klifra í klettum en síðan lent í sjálfheldu. Látrabjarg er stærsta bjarg landsins sem liggur að sjó. Bjargið er um fjórtán kílómetrar að lengd. Það nær 441 metra yfir sjó þar sem það rís hæst. Féll um hundrað og fjörutíu metra Patreksfjörður er næsta byggðarlag við Látrabjarg. Ólafur Johnson, skólastjóri og eigandi Menntaskólans Hraðbrautar, hætti sem kennari í viðskiptagreinum við Fjölbrautaskólann í Breiðholti, FB, vegna þess að stjórnendur FB stóðu hann að því að kenna við einkaskóla sinn, Hraðlestrarskólann, á meðan hann var í veikindaleyfi frá skólan- um. Þetta herma traustar heimild- ir DV innan úr Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Þetta átti sér stað nokkrum árum áður en Ólafur fékk stuðning til þess frá ríkisstjórninni og fjárveitingu á fjárlögum að stofna Hraðbraut árið 2003. Heimildir DV herma að Ólafur hafi skilað læknisvottorði sem sýndi að hann væri veikur og fékk þess vegna leyfi frá störfum við fjölbrautaskólann á fullum launum. Fljótlega eftir þetta fór stjórnendur skólans hins vegar að gruna að Ólafur sinnti einkafyrirtæki sínu þrátt fyrir veikindin. Hraðlestrarskólinn var annar af tveimur einkareknum skólum sem Ólafur átti og rak á þessum tíma. Hinn hét Sumarskólinn. Báðir áttu skólarn- ir eftir að valda Ólafi vandræðum í starfi hans hjá fjölbrautaskólanum þar sem hagsmunaárekstrar komu upp vegna þessara einkaumsvifa hans. DV hefur undanfarið greint frá fjármálastöðu Hraðbrautar og tug- milljóna arðgreiðslum út úr honum til Ólafs sjálfs og annarra hluthafa skól- ans. Ríkisendurskoðun mun rann- saka skólann. Rektorinn stóð hann að verki Samkvæmt heimildum DV fór þá- verandi rektor FB á stúfana til að at- huga hvort eitthvað væri til í þess- um grun. Eitt kvöldið fór rektorinn þangað sem Hraðlestrarskólinn var til húsa og komst þá að því að Ólaf- ur var að kenna þar á meðan hann var í veikindaleyfi og á fullum laun- um hjá FB. Ólafur var því staðinn að verki ef svo má segja. Eftir að upp komst um þessa hegðun Ólafs varð æ erfiðara fyrir hann að halda áfram að kenna við skólann. Stjórnendur FB ætluðu sér að krefjast þess að Ólafur greiddi til baka þau laun sem hann hafði feng- ið frá skólanum á meðan hann var í veikindafríi og sinnti kennslu í einkafyrirtæki sínu. Ljóst var að stjórnendurnir ætluðu sér ekki að láta hátterni Ólafs yfir sig ganga. Áður en til þess kom að stjórn- endur FB refsuðu Ólafi með ein- hverjum hætti skilaði hann inn uppsagnarbréfi. Ólafur hætti því í skólanum þegar hann var kominn upp að vegg eftir því sem heimildir DV herma. Fékk áminningu fyrir brottnám gagna Þegar Ólafur lét af störfum í skól- anum vegna þessara hagsmuna- árekstra á milli kennarastarfs síns í fjölbrautaskólanum og einkaum- svifa höfðu komið upp nokkur önn- ur mál á milli hans og stjórnenda skólans sem gerðu sambúð þeirra erfiða. Tvö dómsmál sem tengdust sumarskóla Ólafs rötuðu nefni- lega fyrir Hæstarétt á meðan hann var kennari við fjölbrautaskólann. Annað málið snérist um að Hið ís- lenska kennarafélag hefði hindrað starfsemi sumarskóla Ólafs og kvatt nemendur til að sækja ekki skólann, meðal annars vegna þess að Ólafur greiddi ekki kjarasamningsbund- in laun. Í því máli var dæmt Ólafi í hag í Hæstarétti og fékk hann 800 þúsund krónur í bætur vegna þess tjóns sem talið var að hann hefði orðið fyrir vegna aðgerða kennara- félagsins. Í hinu málinu komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að ekki bæri að ógilda áminningu sem Ólafur hafði fengið frá rektor skólans vegna stuldar á prófgögnum frá fjölbrautaskólanum sem síðar voru notuð í starfsemi sum- arskóla Ólafs. Áminningin stóð því og var Ólafi gert að greiða málskostnað fjölbrautaskólans. Til viðbótar við þetta komu upp deilur á milli Ólafs og stjórnenda FB vegna þess að Ólafur taldi að hann fengi ekki að auglýsa sumarskóla sinn til jafns við sumarskóla FB í húsnæði skólans. Sú deila rataði til samkeppn- isráðs. Því var ljóst að á þessum tíma voru samskipti Ólafs og stjórnenda skólans orðin afar stirð. Fyrir þess- ar deilur hafði Ólafur hins veg- ar verið í nokkrum metum innan skólans og þótti góður kennari og skemmtilegur maður, samkvæmt heimildum DV. Þetta breyttist hins vegar vegna hagsmunaárekstr- anna. Ólafur hélt hins vegar áfram að reka einkafyrirtæki sín eftir upp- sögn sína hjá FB. Skömmu síðar fékk hann stuðning menntamála- ráðuneytisins og árlega fjárveit- ingu til að stofna Hraðbraut. Ólafur Johnson kenndi í einkareknum skóla sínum á meðan hann var á launum hjá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti fyrir tíu árum. Málið leiddi til starfsloka hans í skól- anum. Önnur mál höfðu komið upp sem gerðu sambúð Ólafs við stjórnendur skólans erfiða. Ríkisendurskoðun skoðar nú starfsemi Hraðbrautar. SINNTI EINKAREKSTRI Í VEIKINDAFRÍI FRÁ FB ingi F. vilhJálmsson fréttastjóri skrifar: ingi@dv.is n „Við höfum fengið bréf frá mennta- málaráðuneytinu um að skoða framkvæmd samstarfssamningsins við Hraðbraut,“ segir Jón Björnsson, skrifstofustjóri Ríkisendurskoðunar, um stöðu athugunar stofnunarinnar á málefnum Hraðbrautar. Jón situr fyrir svörum um málið í fjarveru Sveins Arasonar ríkisendurskoðanda sem kominn er í sumarfrí. Aðspurður segir Jón að úttektin á skólanum sé ekki hafin. „Við erum bara að undirbúa okkur fyrir það að skoða þennan samning... Nei, hún er ekki hafin... Bréfið kom til okkar í síðustu viku,“ segir Jón. Hann segist ekki vita hvenær úttektinni verði lokið en að stofnunin þurfi að ræða betur við menntamálaráðuneytið um málið. „Við reynum að ljúka þessu eins fljótt og vel og við getum.“ Klára útteKtina vonandi sem fyrst Kenndi í veikindafríinu Ólafur kenndi í einkaskóla sínum á meðan hann var í veikindafríi frá FB. Rektor skólans stóð hann að verki og sagði Ólafur upp skömmu síðar. Icesave-fundir í Reykjavík Starfsmenn fjármálaeftirlitsins hittu starfsbræður sína frá Bretlandi og Hollandi fyrir helgi til að ræða um Icesave-deiluna. Fréttastöðin Sky segir að William Hague, utanríkis- ráðherra Breta, hafi gefið til kynna að hann vilji reyna að hindra inn- göngu Íslands í ESB verði deilan ekki leyst. Sky hefur eftir starfsmanni fjár- málaráðuneytisins að útsendar- ar Breta og Hollendinga hafi verið í Reykjavík fyrir helgi þar sem rætt hafi verið um Icesave. „Tilgangur fundanna var í meginatriðum að skiptast á upplýsingum og undirbúa frekari fundi síðar á árinu,“ segir fjár- málaráðuneytið íslenska. Vodafone stefnir ríkinu og Símanum Vodafone hefur stefnt Fjarskipta- sjóði og Símanum vegna samnings sem gerður var um uppsetningu háhraðanettengingar í dreifbýli á Íslandi. Telur Vodafone að ríkið greiði hundruð milljóna króna fyrir uppbyggingu á netþjónustu sem þegar í er boði og að tilboð Símans, til að byggja hana upp, hafi hækkað frá 378 milljónum í einn milljarð án útboðs. Þá telur Vodafone að Síminn hafi samið beint við Kristján Möller samgönguráðherra á einkafundum um hærri greiðslur. Telur Vodafone að samningurinn feli í sér ólögmæta ríkisaðstoð við Símann. Tilkynnt um nakinn ferðalang Lögreglan á Selfossi fékk tilkynningu um nakinn mann á Suðurlandsvegi við Selfoss um kvöldmatarleytið á laugardag. Fylgdi tilkynningunni að maðurinn var að húkka sér far. „Þegar lögreglumenn komu á staðinn var engan nakinn mann að sjá. Annaðhvort hefur verið um gabb að ræða eða einhverjum vegfaranda litist vel á manninn og tekið hann upp,“ segir í dagbók lögreglunnar á Selfossi en helgin var nokkuð eril- söm hjá embættinu. Leiðréttingar Missagt var í DV 23. júní síðast- liðinn að leikstjóri heimilda- myndarinnar Uppistandsstelpur héti Ása Einarsdóttir. Leikstjórinn heitir Áslaug, kölluð Áa. Beðist er velvirðingar á þessu. Í Nærmynd af Ólafi Johnson, eiganda og skólastjóra Hrað- brautar, í helgarblaði DV kom fram að Helga Guðrún Johnson, stjórnarmaður í skólanum, væri systir Ólafs. Þetta er ekki rétt. Helga Guðrún er frænka Ólafs.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.