Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2010, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2010, Side 6
6 fréttir 9. ágúst 2010 mánudagur Ólína Þorvarðardóttir segir slæmt að tímasetning innköllunar standist ekki: Óraunhæfur stjórnarsáttmáli Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir ef til vill hafa verið óraunhæft að miða við að áætlun um innköllun og endurráðstöfun tæki gildi þann 1. september eins og gert var í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinn- ar. Hugsanlega hefði verið heppilegra að veita meðferð málsins lengri tíma. Ólína segir ljóst að áform um að hefja innköllun aflaheimilda í byrjun næsta fiskveiðiárs muni ekki standa. „Auðvitað hefði ég viljað sjá þetta ger- ast hraðar, en það er fyrirsjáanlegt að það gerist ekki. Þingið er í fríi og það er enginn tími til að setja fram frum- varp fyrir þennan tíma. Það hefur ver- ið beðið eftir að viðræðunefndin lyki störfum. Í rauninni stóðu stjórnvöld frammi fyrir því að svíkja annað hvort samráðsfyrirheitið eða dagsetning- una. Þau völdu að halda samráðinu og standa við að þessi viðræðunefnd, sem var skipuð síðasta sumar með að- ild allra hagsmunaaðila í sjávarútvegi og stjórnmálaflokka, fengi að ljúka sín- um störfum,“ segir Ólína. Þar vísar Ólína til þess að í stjórn- arsáttmála er kveðið á um að haft verði samráð við aðila í sjávarútvegi um hvernig standa beri að innköll- un aflaheimilda. Þegar tímasetningin var sett inn í stjórnarsáttmálann hafi menn haft fullan hug á því að standa við hana. Þegar út í verkefnið var kom- ið virðist það hafa reynst tímafrekara en menn hafi áttað sig á. Margt bendi til þess að það sé einmitt raunin í starfi samstarfshópsins, en til stendur að hann skili tillögum af sér nú um miðj- an ágúst. Upphaflega átti hann að skila tillögunum af sér í nóvember. rhb@dv.is Hefði viljað hraðara ferli Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir stjórnvöld hafa staðið fyrir því að svíkja annað hvort fyrirheit um samráð eða tímasetningu. Fylgst með aurskriðum Veðurstofan og almannavarnir hafa fylgst grannt með því hvort hætta sé á aurskriðum og flóðum undir Eyja- fjöllum. Eins og DV greindi frá um helgina féll mikil aurskriða og flóð við bæi undir Steinafjalli á laugar- daginn. Haft var eftir jarðfræðingi á Veð- urstofu Íslands í útvarpsfréttum RÚV á sunnudag að ekki sé talin mikil hætta á öðru slíku flóð. Umtalsverða úrkomu þyrfti til ef svo ætti að fara. Fullar fanga- geymslur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast aðfaranótt sunnudags og voru fangageymslurn- ar á Hverfisgötu þéttsetnar. Fjórar líkamsárásir áttu sér stað og voru fjórir ökumenn teknir ölvaðir undir stýri. Öll sextán plássin í fangageymsl- unum voru full á sunnudagsmorg- un. Nokkur mannfjöldi var í mið- bænum aðfaranótt sunnudags, enda hafði fjölmenn gleðiganga samkyn- hneigðra, Gay Pride, farið fram í miðbænum fyrr um daginn. Delta flýgur til Íslands Bandaríski flugrisinn Delta Air Lines áformar að hefja daglegar flugferðir á milli New York og Íslands í júní á næsta ári. Delta verður þar með eina bandaríska flugfélagið sem býður upp á beint flug á milli landanna. Nú þegar fljúga íslensku flugfélög- in tvö Icelandair og Iceland Express á nokkra áfangastaði í Bandaríkj- unum. Delta mun fljúga í Boeing 757-farþegaflugvél sem tekur 170 farþega. Strandveiðum að ljúka Frjálsum strandveiðum er lokið á tveimur svæðum og mun ljúka á hinum tveimur svæðunum á næst- unni. Í samtali við Ríkisútvarpið seg- ir Arthur Bogason, formaður Lands- sambands smábátaeigenda, að þrátt fyrir agnúa á kerfinu sé það í meg- inatriðum góð viðbót. Hátt verð hafi fengist fyrir aflann úr strandveið- unum og segist Arthur vilja ræða um endurbætur á kerfinu í þá veru að strandveiðar verði í framtíðinni hrein viðbót við annað aflamark. „Ég mælti með því í útvarpsviðtali strax í mars, áður en skýrslan kom út, að allt kapp yrði lagt á að þýða hana með hraði,“ segir Þorvaldur Gylfason hagfræðingur og bendir á að ekki hafi ennþá verið ákveðið hvort þýða eigi öll bindi skýrslu rannsóknarnefnd- ar Alþingis. Hann segir að þýðing á skýrslunni í heild sinni sé í raun lág- markskurteisi gagnvart umheimin- um, þar sem margir útlendingar hafi borið mikinn skaða af viðskiptum sínum við íslensku bankana. Versta óhæfa sé ef íslensk stjórnvöld ætli einnig að velta þessum kostnaðarliði yfir á axlir útlendinga, segir hann. Kristján Guy Burgess, aðstoðar- maður utanríkisráðherra, segir mál- ið vera í höndum þingsins og að farið verði í að skoða hvaða þættir skýrsl- unnar verði þýddir. Þá mun utan- ríkisráðuneytið hafa tvo sérfræðinga í þá vinnu. Þorsteinn Magnússon, aðstoðarskrifstofustjóri Alþingis, staðfestir að búið sé að setja á stofn samstarfshóp, en tekur fram að slík þýðing sé dýr. Ekki á vegum ráðuneytis „Mér er kunnugt um að erlend- ir menn hafi beint fyrirspurnum til utanríkisráðuneytisins, sem fer með málið nú þegar búið er að leysa nefndina upp, og þeir segjast hafa fengið loðin svör,“ segir Þorvaldur og tekur fram að það veki með þeim grunsemdir um að stjórnvöld hafi ekki tilhlýðilegan áhuga á að láta ljúka þýðingunni. Spurningin er sú, að mati Þorvaldar, hvort ríkisstjórnin sé ekki búin að tryggja fé til þýðing- arinnar, sem sé brýnt hagsmunamál þjóðarinnar. Í samtali við DV um málið seg- ir Kristján Guy Burgess: „Þegar Al- þingi leitaði til ráðuneytisins áður en skýrslan kom út, voru tiltekn- ir þættir þýddir strax, sem fjölluðu meðal annars um innistæðutrygg- ingar.“ Kristján segir þýðingar á bind- um skýrslunnar, strangt til tekið ekki vera í verkahring utanríkisráðuneyt- isins, en það hafi samt sem áður boð- ið fram samstarf. Tjáir sig ekki um gagnrýni „Það er búið að setja á fót samstarfs- hóp utanríkisráðuneytis og Alþing- is, til að fara yfir skýrslu rannsókn- arnefndarinnar, með hliðsjón af því hvaða kafla sem hafa ekki ennþá ver- ið þýddir, komi til greina að þýða. Og leggja mat á það hvort að þýða eigi skýrsluna í heild sinni,“ segir Þor- steinn Magnússon, aðstoðarskrif- stofustjóri Alþingis. Samstarfshóp- urinn mun leggja mat á það hversu mikið á að þýða og hvort að hugs- anlega eigi að þýða allt það efni sem enn er óþýtt. Þorsteinn veit ekki hve- nær verður farið af stað í frekari þýð- ingar en bendir á að samstarfshóp- urinn hefji störf í ágúst. Hann vill ekki tjá sig um þá gagnrýni að mik- ill seinagangur hafi verið ríkjandi í tengslum við þetta verkefni. Dónaskapur við AGS „Þessi þögn er ekki bara óviðeigandi, hún beinlínis vekur grunsemdir um að stjónvöld vilji halda lokinu á,“ seg- ir Þorvaldur og bendir á að úti í heimi séu viðamikil málaferli í gangi, sem snúist ýmist að öllu leyti eða að hluta til um bankana, og þær lögfræðistof- ur sem um þau fjalli þurfi á fullum aðgangi að skýrslunni að halda. „Og það væri að minni hyggju hneisa, ef Íslendingar ætla að leggja það á þessi fyrirtæki að kosta þýðinguna.“ Hann segir menn hafa ástæðu til þess að efast um vilja stjórnvalda til þess að láta ljúka þýðingaverkinu. Þorvaldur bendir í því sambandi á þá staðreynd að stjórnvöld hafi ennþá ekkert sagt um það hvert framhaldið verður, en hann sem og Páll Hreins- son, formaður rannsóknarnefndar- innar, hafi báðir bent á að skýrslan sé einungis fyrsta skrefið á langri leið. Þá bætir hann við að það sé í raun dónaskapur við Alþjóðagjaldeyris- sjóðinn sem er með sendinefnd hér á landi, að vera ekki tilbúinn með áætlun um það hvenær sendifulltrú- arnir geti átt von á því að sjá skýrsl- una í heild sinni, á ensku. Hagfræðingurinn Þorvaldur Gylfason gagnrýnir þann seinagang sem hefur ríkt í kringum þýðingu á skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Hann segir þýðingu á skýrsl- unni í heild sinni vera lágmarkskurteisi gagnvart umheiminum. Aðstoðarskrifstofu- stjóri Alþingis segir samstarfshóp hefja vinnu í tengslum við málið í ágúst, en óvíst sé hvort, eða hversu mikið verði þýtt úr skýrslunni. Seinagangur Við SannleikSSkýrSlu jÓn bjArki mAGnúSSon blaðamaður skrifar: jonbjarki@dv.is Óviðeigandi þögn Þorvaldur Gylfason hagfræðingur segir þögnina í kringum þetta mál vera óviðeigandi, hún vekji grunsemdir um að stjónvöld vilji halda lokinu á.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.