Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2010, Qupperneq 16
16 erlent 9. ágúst 2010 mánudagur
Villisvínum hefur fjölgað gífurlega í Þýskalandi á síðustu
árum vegna hlýrra vetra og batnandi veðurskilyrða. En sá
galli er á gjöf Njarðar að mörg villisvínanna mælast með
mikið magn geislavirkra efna í líkama sínum sem rakin eru
til mengunar frá Tsjernobyl-kjarnorkuslysinu fyrir tæpum
aldarfjórðungi síðan. Þýsk stjórnvöld borga veiðimönnum
bætur þegar þeir skjóta geislavirk svín.
Villisvínum hefur fjölgað gífurlega
í Þýskalandi á síðustu árum. Mörg
þeirra eru geislavirk eftir að hafa
komist í tæri við geislavirknina sem
enn eimir af frá Tsjernobyl-kjarn-
orkuslysinu fyrir tæpum aldarfjórð-
ungi. Þau hafa verið á allra vörum í
Þýskalandi, villisvínin, og hafa reglu-
lega komist í fréttir að undanförnu.
Fyrir nokkrum vikum réðist villigölt-
ur á mann í almenningsgarði í Berlín.
Í byrjun júní valsaði hjörð villisvína
inn í borgina Eisenach í austur-
hluta landsins. Fyrir rúmri viku síð-
an þurftu yfirvöld að loka hraðbraut í
margar klukkustundir eftir að 10 villi-
svín höfðu brotið sér leið í gegnum
grindverk og hlupu í veg fyrir stór-
hættulega umferðina.
Mengun frá slysinu
Það sem Þjóðverjar hafa þó áhyggjur
af er að mörg svínin mælast geislavirk
en það er rakið til kjarnorkuslyssins
mikla í Tsjernobyl-kjarnorkuverinu í
Úkraínu hinn 26. apríl 1986. Röð mis-
taka leiddi til sprengingar í kjarnaofni
versins með þeim afleiðingum að
gríðarmikið magn geislavirkra efna
slapp út í andrúmsloftið og dreifðist
víða um lönd. Þýsk stjórnvöld hafa
eytt miklum fjármunum á síðustu
árum til að sporna við fjölgun geisla-
virkra villisvína innan landamæra
Þýskalands.
Njóta hlýrra vetra
Samkvæmt upplýsingum frá þýska
umhverfisráðuneytinu, var samtals
66 milljónum íslenskra króna varið til
að greiða veiðimönnum fyrir villisvín
sem reyndust of geislavirk til að hægt
væri að selja kjötið af þeim til mann-
eldis. Upphæðin er fjórum sinnum
hærri en árið 2007. Samkvæmt þýsk-
um kjarnorkulögum þurfa stjórnvöld
að greiða veiðimönnum skaðabætur
þegar þeir fella geislavirk dýr. Ástæð-
an fyrir auknum greiðslum til veiði-
manna skýrist aðallega af því að villi-
svínum hefur fjölgað gríðarlega hin
síðari ár. „Á síðustu árum hefur fjöldi
villisvína margfaldast. Hlýir vetur
hafa meðal annars leitt til þess,“ seg-
ir upplýsingafulltrúi ráðuneytisins í
samtali við Der Spiegel.
Langt yfir mörkum
Mörg villisvín sem veidd eru inn-
an vébanda Þýskalands enda á mat-
arborði landsmanna, en það er hins
vegar bannað að selja kjöt sem inni-
heldur mikið magn af geislavirka efn-
inu cesium 137. Eyða verður hræjum
allra dýra sem mælast með meira en
600 becquerel í hverju kílógrammi.
En í sumum héruðum Þýskalands,
heLgi hrafN guðMuNdssoN
blaðamaður skrifar: helgihrafn@dv.is
Geislavirkum svínum
fjölGar í Þýskalandi
Tsjernobyl-kjarnorkuverið
Enngætiráhrifavegnaslyssinssem
varðfyrirhartnæraldarfjórðungi.
reuTers
fá áfram mjólk
Breska ríkisstjórnin hefur ákveðið
að falla frá áformum sínum um að
hætta að veita börnum undir fimm
ára aldri ókeypis mjólk í leikskólum.
Forsætisráðherrann, David Camer-
on, fer þar með þvert gegn ráðlegg-
ingum heilbrigðisráðherra landsins,
Ann Milton, sem segir mjólkurgjaf-
irnar allt of dýrar fyrir ríkið. Sam-
kvæmt núverandi lögum, Nursery
Milk Scheme, fá því börn undir
fimm ára aldri í Bretlandi sem sam-
svarar tæplega einu litlu mjólkur-
glasi á dag ókeypis.
mæðgur í hnífaslag
Tólf ára gömul stúlka og móðir
hennar á fertugsaldri liggja þungt
haldnar á sjúkrahúsi í vesturhluta
London eftir að hafa hlotið stungu-
sár. Svo virðist sem til átaka hafi
komið á milli móður og dóttur í Dur-
dans Park í Greenford með skelfileg-
um afleiðingum.
Lögreglan telur fullvíst að mæð-
gurnar hafi veitt hvor annarri áverk-
ana en það var vegfarandi í göngu-
túr með hundinn sinn sem kom
að þeim alblóðugum og hringdi á
sjúkrabíl.
Greifynja á
barmi gjaldþrots
Sarah Ferguson, greifynja af York
í Bretlandi, rambar á barmi gjald-
þrots. Fjármálaráðgjafi bresku
konungsfjölskyldunnar hefur
lagt til að hún lýsi sig gjaldþrota.
Elísabet, Bretlandsdrottning,
er sögð mjög áhyggjufull vegna
stöðu Ferguson. Í sunnudagsút-
gáfu breska blaðsins Telegraph er
greint frá því að Ferguson skuldi
um fimm milljónir sterlings-
punda, jafnvirði um milljarðs
króna. Málið þykir hið vandræða-
legasta fyrir bresku konungsfjöl-
skylduna.
róandi lyf fóru
með Gibson
Heimasíðan radaronline.com grein-
ir frá því að leikarinn Mel Gibson
hafi sent fyrrverandi ástkonu sinni
Oksönu Grigorieva fjöldann allan af
tölvupóst þar sem hann biðst afsök-
unar á hegðun sinni, hótunum og
því að hafa ráðist á hana.
Samkvæmt heimildum blaðsins
á Mel meðal annars að hafa sagt að
róandi lyf hefðu haft mikil áhrif á
skap hans, en lyfin fær Gibson vegna
kvíða og svefnleysis.