Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2010, Qupperneq 22
22 Úttekt 9. ágúst 2010 mánudagur
Ógnarstjórn Rauðu kmeranna í Kambódíu frá 1975 til 1979 er fjölda
Kambódíumanna enn í fersku minni. Talið er að um tvær milljón-
ir hafi látið lífið í valdatíð Rauðu kmeranna. Hátt í tuttugu þúsund
voru pyntuð og myrt eftir mislanga dvöl í S-21, alræmdu fangelsi
sem stýrt var af Duch. Duch hefur nú hlotið dóm fyrir glæpi sína.
Böðull Rauðu
Fyrrverandi fangelsisstjóri hins alræmda Toul Sleng-fangels-is Rauðu Kmeranna í Kamb-ódíu var sakfelldur fyrir glæpi
gegn mannkyni þann 26. júlí af stríðs-
glæpadómstól Kambódíu.
Fangelsisstjórinn Duch, sem heitir
réttu nafni Kaing Guek Eav, var dæmd-
ur til þrjátíu og fimm ára fangelsis, en
hann hafði viðurkennt að hafa haft yf-
irumsjón með pyntingum og aftök-
um þúsunda karla, kvenna og barna í
fangelsinu, og bað við réttarhöldin um
fyrirgefningu vegna ódæða sinna.
Duch mun þó ekki afplána þrjátíu
og fimm ár því dómarar styttu dóminn
um fimm ár af ýmsum ástæðum.
Meintir óvinir teknir af lífi
Tuol Sleng-fangelsið var endastöð
þúsunda Kambódíumanna sem tald-
ir voru „óvinir“ ríkisstjórnar Rauðu
kmeranna sem var við völd í landinu
frá 1975 til 1979. Í stjórnartíð Rauðu
kmeranna var fólk neytt til að yfirgefa
borgir landsins og látið þræla á hrís-
grjónaökrum, og átti stöðugt yfir höfði
sér að vera tekið af lífi fyrirvaralaust,
eða í kjölfar pyntinga, ef það var talið
vera óvinir byltingarinnar.
Leiðtogi Rauðu kmeranna, Pol Pot,
„Bróðir númer eitt“ safnaðist til feðra
sinna árið 1998, og er Duch fyrstur
fimm æðstu manna Rauðu kmeranna
sem standa þarf skil á gerðum sínum
fyrir dómstólum. Lítill vafi var talinn
á að hann yrði sakfelldur fyrir stríðs-
glæpi og glæpi gegn mannkyni.
Þrátt fyrir að hafa gengist við glæp-
um sínum í Toul Sleng-fangelsinu,
sem þekkt var sem S-21, fullyrti hann
að hann hefði einungis farið að fyrir-
mælum sér æðri manna. Hann kom
fólki á óvart á lokadegi réttarhaldanna
með því að fara fram á sýknu.
„Drepið þau öll með tölu“
Duch, sem er fyrrverandi stærð-
fræðikennari, hafði fátt sér til máls-
bóta og í máli sækjenda kom fram
að hann hefði fyrirskipað hrottaleg-
ar pyntingar aðferðir til að knýja fram
„játningar“ fanganna.
Táneglur voru rifnar af og raf-
magnspyntingum beitt að undirlagi
Duchs sem að auki lagði blessun sína
yfir allar aftökur.
Það ríkti enginn losarabragur á
skráningu Duchs, enda hafði hann á
sér orð fyrir nákvæmni. Hann kom sér
upp stóru safni ljósmynda, skýrslna
yfir játningar og annað sem taldist til
sannana í málum þeirra sem haldið
var föngnum í Tuol Sleng.
Á einu minnisblaði Duchs kemur
fram að vörður einn spurði hvað ætti
að gera við sex drengi og þrjár stúlkur
sem sökuð voru um að vera svikarar.
Duch svaraði að bragði: „Drepið þau
öll með tölu“.
Sem fyrr segir sagði Duch fyrir
réttinum að hann hefði einungis fylgt
skipunum, og bætti því við að hann
hefði ekki þurft að kemba hærurn-
ar hefði hann gengið í bága við fyrir-
mæli yfirmanna sinna. Sú útskýring er
ekki talin ávinna honum fyrirgefningu
landsmanna sinna því það sem átti sér
stað innan við veggi Tuol Sleng-fang-
elsisins er talið vera táknmynd þeirra
voðaverka sem framin voru í valdatíð
Rauðu kmeranna.
Duch afhjúpaður
Það var snemma árs 1999 að eldri
maður gaf sig á tal við blaðamanninn
Nic Dunlop sem staddur var í þorpinu
Battambang í norðvesturhluta Kamb-
ódíu. Maðurinn kynnti sig sem Hong
Pen og sagðist vera fyrrverandi kenn-
ari frá höfuðborginni Phnom Penh.
Maðurinn talaði ágæta ensku og var
íklæddur bol sem á var merki banda-
rískra hjálparsamtaka.
Kennarinn fyrrverandi hefði betur
hallað sér til hlés því blaðamaðurinn
bar kennsl á viðmælanda sinn, enda
hafði hann gengið um með ljósmynd
af honum í nokkra mánuði. Myndin
var einmitt af Duch, hinum alræmda
fangelsisstjóra Tuol Sleng-fangels-
isins. Hinn óvænti fundur blaða-
mannsins og kennarans fyrrverandi
frá Phnom Penh sem hafði stýrt stofn-
un sem á fjórum árum lét yfirheyra og
pynta, og taka af lífi 17.000 manns sem
síðar var fleygt eins og skarni í fjölda-
grafir, leiddi til handtöku Duchs.
Aðhylltist kínverskan
kommúnisma
Saga Duchs hófst snemma á fimmta
áratugnum. Hann fæddist í Kampong
Thom-héraði. Hann var skírður Kaing
Guek Eav og snemma kom í ljós að
stærðfræði lá vel fyrir honum og hann
gekk í bestu skóla landsins.
Hann lærði til kennaraprófs í
Phnom Pehn og á þeim tíma kynntist
hann námsmönnum frá Kína og lað-
aðist að kínverskum kommúnisma.
Eftir að hann gerðist kennari gat hann
sér orðstírs sem strangur og nákvæm-
ur leiðbeinandi. En vinstrisinnaðar
skoðanir hans höfðu vakið athygli lög-
reglunnar og seint á sjöunda áratugn-
um var hann í varðhaldi um nokkurt
skeið.
Þegar þar var komið sögu breidd-
ust átök út um landið vegna Víet-
namstríðsins. Í kjölfar sprengjuárása
Bandaríkjanna á þorp í austurhluta
Kambódíu flýðu þorpsbúar í faðm
uppreisnarmanna sem börðust gegn
ríkisstjórn Kambódíu sem naut stuðn-
ings Bandaríkjanna.
Duch gekk til liðs við uppreisn-
armennina sem kölluðu sig Rauðu
kmerana og var gerður að yfirmanni
öryggismála á einu svæði, og varði
síðar þremur mánuðum í að yfirheyra
franskan mannfræðing, Francois Biz-
ot, sem síðar var sleppt að frumkvæði
Duchs sem taldi hann vera saklausan.
k e nna dæmdur
n Einræðisstjórn maóista sem var við völd í Kambódíu frá 1975 til 1979. Einnig
þekkt sem Angkar.
n Stofnuð og leidd af Saloth Sar, betur þekktum sem Pol Pot.
n Kastaði fyrir róða trúarbrögðum, skólum og gjaldmiðli með það fyrir augum að
koma á stofn landbúnaðarsamfélagi.
n Talið er að allt að tvær milljónir hafi látið lífið sökum hungurs, þrælkunar,
pyntinga og lífláta.
n Rauðu kmerarnir voru hraktir frá völdum í innrás Víetnama árið 1979.
n Pol Pot flýði og naut frelsis til ársins 1997. Hann dó ári síðar.
n Duch naut frelsis til ársins 1999. Hann var dæmdur til þrjátíu og fimm ára
fangelsis árið 2010. Duch er eini æðstu ráðamanna Rauðu kmeranna sem þurft
hefur að svara fyrir gjörðir sínar.
Rauðu KmeRaRniR
Á einu minnis-blaði sem hann
hélt kemur fram að vörð-
ur einn spurði hvað ætti
að gera við sex drengi og
þrjár stúlkur sem sökuð
voru um að vera svikarar.
Duch svaraði að bragði:
„Drepið þau öll með
tölu“.
Kaing Guek Eav Fór
fram á sýknu á lokadegi
réttarhaldanna. MynD REutERs
Duch, Kaing
Guek Eav Á
þeim tíma sem
hann var yfirböð-
ull ógnarstjórnar
Rauðu kmeranna
í Kambódíu.
MynD REutERs