Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2010, Side 23

Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2010, Side 23
mánudagur 9. ágúst 2010 Úttekt 23 Böðull Rauðu kmeranna dæmdur En þess var skammt að bíða að Duch kæmist til æðri metorða. Yfirmaður drápsvélar Þann 17. apríl 1975, eftir áralöng átök, náðu Rauðu kmerarnir Phnom Penh á sitt vald og fjögurra ára skeið hroða- verka og hryllings gekk í garð. Gjald- miðli landsins var kastað fyrir róða og borgarbúar neyddir út á landsbyggð- ina til þrælkunarvinnu sem kostaði hundruð þúsunda lífið. Sem fyrr seg- ir var meintum óvinum ríkisins fyrir- komið á kerfisbundinn og afkastamik- inn máta. Embættismenn fyrri ríkisstjórnar þurftu ekki að vænta langra lífdaga og slíkt hið sama var að segja um miðstétt landsins og menntað fólk. Undir lok- in voru jafnvel ekki meðlimir Rauðu kmeranna óhultir ef grunur vaknaði um óhollustu. Sá sem drap fæti inn í Tuol Sleng- fangelsið hafði þegar verið dæmdur. Þegar þeir voru komnir inn fyrir voru þeir vigtaðir og ljósmyndaðir. Síðan hófst yfirheyrslan. Föngum var skipað að setja á blað ítarlega lýsingu á hvernig óhollustu þeirra var háttað. Þeim var skipað að játa á sig njósnir og bendla vini og ætt- ingja við glæpi þeirra. Neitun var ekki kostur í stöðunni og kostaði hrottaleg- ar pyntingar. En neitun þurfti reyndar ekki endilega til slíks. Hátt settum föngum var gjarna haldið á lífi í nokka mánuði svo Duch væri þess fullviss að í játningum þeirra væri ekkert dregið undan. Afgreiðsla annarra fanga tók skemmri tíma, en síðasta ferðalagið var ávallt það sama. Vígvellir Fangarnir voru teknir til „vígvallanna“ við Choeung Ek, örfáa kílómetra fyr- ir utan Phnom Penh. Þar voru þeir drepnir eftir að hafa verið neydd- ir til að taka eigin gröf. Engum var hlíft, ekki einu sinni börnum hinna dæmdu. Í dag ku vera að finna skilti við tré eitt við Choeung Ek þar sem segir: „Drápstré sem böðlar börðu börnum utan í.“ Einungis er vitað um örfáa ein- staklinga sem lifðu af dvölina í Tuol Sleng-fangelsinu, og rotnandi lík fundust þar innan dyra í annars yf- irgefinni byggingunni eftir að Rauðu kmerarnir voru hraktir frá völdum í janúar 1979. Duch flýði á brott ásamt félögum sínum í Rauðu kmerunum og bjó um langt skeið við landamæri Taílands. Hann nam ensku og vann á stundum fyrir nokkrar hjálparstofnanir. Hann tók upp kennslu á ný og um miðj- an tíunda áratuginn snérist hann til kristni. Þegar hann gaf sig á tali við Bic Dunlop í apríl 1999 hafði hann kom- ið sér fyrir í Battambang ásamt börn- um sínum. Í viðtali við Dunlop og annan blaðamann, Nate Thayer, viðurkenndi hann að hafa gert afar slæma hluti og talaði um veru sína í Tuol Sleng-fang- elsinu. „Hver sá sem var handtekinn varð að deyja. Það var regla flokks okkar. S-21 hafði ekki heimild til að hand- taka nokkurn. Við bárum ábyrgð á yf- irheyrslum og að koma játningum til miðstjórnar flokksins,“ sagði Duch á þeim tíma. Tíu árum síðar við réttarhöld stríðsglæpadómstóls Kambódíu sagð- ist Duch aukinheldur hafa „hatað“ starf sitt við fangelsið, en hefði verið drifinn áfram af ótta um sjálfan sig og fjölskyldu sína og að Pol Pot hefði litið á fólkið sem þyrni í augum sínum. „Ég gat ekki gert neitt til hjálpar,“ sagði Duch. Á safni til minningar um fórnarlömb Rauðu kmeranna Duch hélt ítarlegt bókhald og tekin var mynd af öllum þeim sem lentu í drápsvél Duchs. MYnd ReuteRs

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.