Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2010, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2010, Qupperneq 2
2 fréttir 10. nóvember 2010 miðvikudagur Skrifstofustjóri í fjármálaráðuneytinu leitaði til stjórnenda Milestone, Baugs og Sjóvár eftir aðstoð við einkavæðing- arstefnu ríkisstjórnarinnar árin 2005 og 2006. Drög að stefnunni gengu á milli í mörgum tölvupóstum. Milestone, Sjóvá og Baugur voru öll hagsmunaaðilar og höfðu áhuga á að taka við rekstri sem áður hafði verið á hendi ríkisins, meðal annars breikkun Suðurlandsvegar. Rannsóknar- nefnd Alþingis gagnrýnir samkrull stjórn- mála og viðskiptalífs í skýrslu sinni. BÁÐU ÚTRÁSARMENN UM RÁÐ UM EINKAVÆÐINGU Fjármálaráðuneytið leitaði til ís- lenskra útrásarmanna eftir ráðgjöf um markaðsvæðingu ríkisrekstrar á árunum 2005 og 2006. Þetta kemur fram í tölvupóstum frá skrifstofustjóra í ráðuneytinu sem DV hefur und- ir höndum. Árni M. Mathiesen var fjármálaráðherra á þessum tíma og báru samskiptin yfirskriftina „útvist- un“. Með orðinu útvistun var átt við að hugmyndir ráðuneytisins snérust um að færa ríkisrekstur frá hinu opin- bera og til einkaaðila, kaupa þjónustu af einkareknum fyrirtækjum frekar en að ríkið sæi um hana sjálft. Segja má að beiðni ráðuneytisins um aðstoð við útvistunartillögurnar hafi einnig falið í sér útvistun á vinnu þess til einkaað- ila. Beiðnin um aðstoð við „markaðs- væðingu ríkisrekstrar“, eins og það var orðað, kom frá skrifstofustjóra á fjárreiðu- og eignaskrifstofu fjármála- ráðuneytisins, Þórhalli Arasyni, og voru tölvupóstarnir sendir til Skarp- héðins Bergs Steinarssonar, fram- kvæmdastjóra hjá Baugi, Guðmundar Ólasonar, forstjóra Milestone, og Þórs Sigfússonar, forstjóra Sjóvár. Bæði Skarphéðinn og Guðmundur höfðu verið starfsmenn fjármálaráðuneytis- ins og einkavæðingarnefndar á árun- um þarna á undan og Þór hafði verið framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. Allir höfðu því einhverja reynslu, og vænt- anlega einhverjar skoðanir, á mark- aðsvæðingu ríkisrekstrar. Aðstoð hagsmunaaðila Einn af tölvupóstum Þórhalls til Guð- mundar, Þórs og Skarphéðins er dag- settur 27. janúar 2006 en með hon- um sendi skrifstofustjórinn skjal með hugmyndum um útvistunarstefnu ríkisins. Þar segir Þórhallur: „Sælir félagar. Þá er komið að þið viðskipta- jöfrarnir leggið okkur skriffinnun- um lið í markaðsvæðingu ríkisrekstr- ar. Gott væri að þið gæfuð ykkur tíma í að lesa þetta plagg yfir og gefa mér ábendingar. Sumir ykkar hafa fengið þetta á fyrri stigum og er kannske far- ið að leiðast þetta en nú er komið að því að við þurfum að fara að setja punktinn yfir i-ið og koma þessu í framkvæmd. Svo erum við Arnar að vinna í minnisblaði um endur- reisn nýskipunar, hugsanlega und- ir heitinu „einfaldari ríkisrekstur“, og væri gott að eiga ykkur að í því máli.“ Ein af forsendunum fyrir þeim til- lögum um útvistun sem lagðar voru fram í skjalinu var að henni væri ætlað að „… auka skilvirkni í rekstri ríkisins með því að innleiða samkeppni við veitingu þjónustu.“ Með þessari út- vistun átti að draga úr kostnaði ríkis- ins við kaup og veitingu þjónustu með því að koma henni í hendur einka- aðila. Í skjalinu kom fram að mark- mið ríkisins með aukningu á útvist- un á þessum tíma hafi verið að ná 500 milljóna króna sparnaði árlega, eða 2 milljarða sparnaði á árunum 2006– 2009, með því að bjóða þjónustu út til einkafyrirtækja. Athygli vekur að þeir sem fengu tillögurnar um útvistunina til skoð- unar voru hagsmunaaðilar í málinu í þeim skilningi að þeir voru stjórn- endur hjá þremur stórum og umsvifa- miklum fyrirtækjum á markaði, Sjóvá, Baugi og Milestone. Þeir Guðmundur og Skarphéðinn voru því að veita rík- inu ráðgjöf um tillögur sem gátu kom- ið sér vel fyrir þá og þeirra fyrirtæki ef ríkið hefði keypt af þeim tiltekna þjón- ustu eftir útboð. Þessi útvistunar- stefna ríkisins sem Þór, Guðmundur og Skarphéðinn höfðu veitt ráð- leggingar um var svo sam- þykkt af ríkis- stjórn Íslands sumarið 2006 og er hún aðgengileg á netinu í sinni endanlegu mynd. Sóttust eftir samstarfi við ríkið Sú staðreynd að þessi fyrirtæki sem Þór, Guðmundur og Skarphéðinn unnu hjá voru hagsmunaaðilar sést meðal annars á því að í febrúar 2006 byrjaði Þór, sem þáverandi forstjóri Sjóvár, að viðra þær hugmyndir við Kal Wernersson, aðaleiganda Mile- stone og Sjóvár, og Guðmund, for- stjóra Milestone, að eignarhaldsfé- lagið tæki upp samstarf við ríkið um breikkun Suðurlandsvegar. „Sjóvá gæti óskað eftir viðræðum við stjórn- völd um að eiga og reka breikkaðan Suðurlandsveg og ríkið greiddi Sjóvá (sérstöku félagi í eigu Sjóvár, Baugs o.fl.) fyrir hverja bifreið sem ekur um veginn,“ sagði Þór í tölvupósti til Karls og Guðmundar. Þessi hugmynd Þórs, sem sjálfur hafði veitt fjármálaráðu- neytinu ráðgjöf um útvistunarstefn- una, var dæmi um útvistun þar sem hún gekk út á að færa byggingu og rekstur á akvegi frá íslenska ríkinu til einkaaðila. Viðhorf Karls til hugmynda um aðkomu Milestone að þjónustu sem þangað til hafði verið á hendi ríkis- ins sést ágætlega í svari Karls til Þórs: „Fram til þessa hef ég að mestu verið að gæla við [að] koma ríkisvaldinu til bjargar hvað varðar umönnun okk- ar eldri borgara með byggingu elli- heimila á borð við Sóltúnið, en hvers vegna ekki að laga til í samgöngum, þar er einnig allt í klessu hjá ríkinu, enda þarf varla að spyrja hvaða flokk- ur ræður ríkjum (ríð- ur rækjum) í þessu ráðuneyti.“ Talsvert var rætt um þessar hug- myndir Þórs um breikkun Suður- landsvegar á fyrri hluta árs 2006 en á endanum varð ekkert úr því að Sjóvá kæmi að byggingu vegar- ins. Hugur þeirra stóð þó til þess enda taldi Þór að bygging vegarins gæti ver- ið „góður bissniss“ fyrir Sjóvá. Þeir einkaaðilar sem komu að því að ráðleggja ríkisvaldinu um útvistunar- stefnuna voru því augljóslega með- al þeirra sem ætluðu sér að hagnast á aukinni útvistun og einkavæðingu á þjónustu sem hafði verið opinber þangað til. Ekkert bendir til aðkomu ráðherranna Heimildir DV innan úr stjórnkerfinu benda til að starfsmenn ráðuneyta leiti almennt séð ekki eftir utanað- komandi ráðgjöf í tilteknum málum nema með formlegum hætti og þá oftast með vitneskju ráðherra. Mjög sjaldgæft mun vera að starfsmenn ráðuneyti leiti að eigin frumkvæði til utanaðkomandi aðila, eða hagsmuna- aðila, eftir ráðgjöf eða aðstoð við þá stefnumótunarvinnu sem unnin er í ráðuneytunum. Ekkert í tölvupóstunum frá Þórhalli bendir til að Árni Mathiesen hafi beð- ið um að haft yrði samband við þessa einstaklinga til að fá skoðanir þeirra á útvistunarstefnunni. Beiðni Þórhalls til þeirra Guðmundar, Skarphéðins og Þórs virðist hafa verið óformleg og byggð á persónulegum tengslum enda höfðu Guðmundur og Skarphéðinn unnið í ráðuneytinu áður en þeir urðu stjórnendur hjá Milestone og Baugi. ingi f. vilhjálmSSon fréttastjóri skrifar: ingi@dv.is Þá er komið [að því] að þið við- skiptajöfrarnir leggið okkur skriffinnunum lið í markaðsvæðingu ríkis- rekstrar. Ráðlögðu fjármálaráðneytinu Skarphéðinn BergSteinarsson,GuðmundurÓlasonogÞór Sigfússongáfufjármálaráðuneytinuráðum markaðsvæðinguríkisrekstrarárin2005og2006. Tölvupóstsamskiptimilliþeirraográðuneytisins sýnahugsanlegahversumikilafskiptiíslenskirvið- skiptamenngátuhaftafopinberristefnumörkun. áhugasamur Árni Mathiesenfjármála- ráðherravarmjög áhugasamurum útvistunarstefnuna semmiðaðiaðþvíað komaþjónusturíkis- insyfirtileinkaðila. TölvupóSTuR um úTiviSTunAR- STEfnunA fRá ÞóRhAlli Til guðmundAR og ÞóRS fRá Því í nóvEmbER 2005: „Sælirbræður Þaðerbúiðaðveraerfiðfæðingáþessu oghefurgengiðerfiðlegaaðfinnaform semgætivirkjaðhvetjandioghöfðað tilmanna.Endaðiáaðnotauppleggiðí gömluinnkaupastefnunni.Annaðsem hefurvafistfyrirokkureraðráðuneyt- isstjórinnhefurhaftþaðsjónarmið aðþettaséueiginlegatvöverkefn. Annarsvegaraðstyrkjastöðuríkisins semkaupandaoghinsvegaraðauka útvistun.Einhvernveginnhefégekki falliðfyrirþeirrihugmyndenuppleggið hefurþóaðeinhvertjuleititekiðmiðaf því.Núvilégbiðjaykkurumaðlítayfir þettaoggefaokkurábendingar.Fjár- málaráðherraermjögáhugasamurum þettaverkefniogtókþaðtilsérstakrar umfjöllunaráinnkauparáðstefnunnií vikunni. KveðjaÞórhallur PS.ÞaðtókGuðmundtværvikuraðlesa þettasíðastenÞórgerðiþaðátveimur dögum.“ TölvupóSTuR fRá ÞóR Til ÞóRhAllS ÞAR SEm hAnn SvARAR honum um úTviSTunAR- STEfnunA: „Sælir,  Mérfinnstefniðbýsnagottogáhuga- vertoguppröðuningóð.Stundumer þettadálítiðleiðinlegaskrifað,með nafnorðaflaumeða„útboðrekstrarþjón- ustuorð“ensamtertextinnauðlesinn aðmestuognokkuðgagnorður.  Tilhamingjumeðþetta  kveðja  Þór“ TölvupóSTuR fRá KARli Til ÞóRS um bREiKKun SuðuRlAndSvEgAR: „SællÞór Þettaerathyglisverðhugmynd. Framtilþessahefégaðmestuveriðað gælaviðkomaríkisvaldinutilbjargar hvaðvarðarumönnunokkareldri borgarameðbygginguelliheimilaá borðviðSóltúnið,enhversvegnaekki aðlagatilísamgöngum,þarereinnig alltíklessuhjáríkinu,endaþarfvarlaað spyrjahvaðaflokkurræðurríkjum(ríður rækjum)íþessuráðuneyti. Enendilegaaðkíkla/kýlaámálið. Égstyðþettafullkomlega. Kv KW“ SKilgREining á úTviSTun úR SKjAli RáðunEyTiSinS: „Súþjónustasemríkiðákveðurað kaupaafaðilumutanríkisins–hvort semumeraðræðaeinstaklinga,fyrir- tæki,sjálfseignastofnanir,félagasamtök eðasveitarfélög–frekarenaðsinna hennisjálftmeðeiginmannafla.Þettaá bæðiviðþjónustusemríkiðsemurum aðkaupaafaðilumutanríkisinsvegna eiginnotaeðafelurþeimaðveita almenningi.“ tölvupóstar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.