Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2010, Side 4
4 FRÉTTIR 10. nóvember 2010 MIÐVIKUDAGUR
Spjalla í síma
án bílbeltis
Einn af hverjum tíu ökumönnum
talar í farsíma án handfrjáls bún-
aðar og svipað margir nota ekki
bílbelti samkvæmt könnunum sem
tryggingafélagið VÍS gerði í október.
Kannaðir voru 26.186 bílar og
voru 8,5 prósent ökumanna án
bílbeltis, eða 2.221. Níu prósent töl-
uðu í síma án handfrjáls búnaðar,
eða 2.298 ökumenn.
Fylgst var með umferðinni tvisv-
ar í október á fyrir fram ákveðnum
stöðum við stofnbrautir og þeir
bílar taldir sem sjá mátti með vissu
hver bílbeltanotkun var og hvort
ökumaður var að tala í GSM-síma
án handfrjáls búnaðar eða ekki.
Hersetusafn
á Suðurnesin
Flutningur Landhelgisgæslunnar á
Miðnesheiði og nýtt safn um hersetu
Bandaríkjahers á Íslandi er með-
al þess sem á að gera til að byggja
upp atvinnu á Reykjanesi. Þetta
kom fram á blaðamannafundi sem
ríkisstjórnin hélt í Víkingaheimum
í Reykjanesbæ á þriðjudagsmorg-
un eftir ríkisstjórnarfund sem þar
fór fram. Þá stendur til að koma á
fót útibúi umboðsmanns skuldara á
Suðurnesjum.
Safnið sem um ræðir verður sett
upp á Keflavíkurflugvelli og verður
unnið í samvinnu við andstæðinga
hersins og stuðningsmenn. Þetta er
í fyrsta skipti sem ríkisstjórnin fund-
ar á Suðurnesjum en Steingrímur J.
Sigfússon og Jóhanna Sigurðardóttir
sögðu að stefnt yrði að því að halda
fleiri slíka fundi á landsbyggðinni.
DV.is opnaði á þriðjudag sérstakan
stjórnlagaþingsvef þar sem kjósend-
ur geta nálgast allar nauðsynlegar
upplýsingar um þá 523 einstaklinga
sem eru í framboði til stjórnlaga-
þings. Á vefnum mun frambjóðend-
um gefast kostur á að kynna sig fyrir
þjóðinni auk þess sem þar verður að
finna svör frambjóðenda við spurn-
ingum DV um helstu álitamál stjórn-
arskrárinnar. Þá geta allir frambjóð-
endur skrifað pistla um stefnumál
sín og þá má einnig lesa stutta kynn-
ingu um hvern og einn; starfsfer-
il, aldur og hvers vegna viðkomandi
býður sig fram til setu á stjórnlaga-
þingi.
Vefurinn hlaut góðar viðtökur um
leið og hann var opnaður á þriðjudag
og höfðu þúsundir notenda skoðað
hann. Vefnum er ætlað að verða lif-
andi vettvangur umræðu þar sem
lesendur síðunnar geta lagt fram fyr-
irspurnir til frambjóðenda, eða kom-
ið skoðunum sínum á framfæri með
Facebook-athugasemdakerfi DV.is.
Nú þegar hafa fjölmargir áhugaverð-
ir pistlar birst á vefnum en þeim mun
fjölga ört á næstu dögum og vikum.
Í dag, miðvikudag, geta kjósendur
tekið sömu könnun og DV lagði fyr-
ir frambjóðendur til stjórnlagaþings.
Út frá niðurstöðum hennar geta þeir
fundið út með hvaða frambjóðend-
um þeir eiga málefnalega samleið.
Kosið verður til stjórnlagaþings
þann 27. nóvember næstkom-
andi. Stjórnlagaþingið kemur sam-
an í febrúar á næsta ári og mun það
standa í tvo til fjóra mánuði. Þingið
verður skipað minnst 25 og mest 31
þjóðkjörnum fulltrúa.
DV opnar vef um frambjóðendur til stjórnlagaþings:
Allt á einum stað
Allar upplýsingar DV.is hefur opnað vef um stjórnlagaþing þar sem hægt er að
nálgast allar nauðsynlegar upplýsingar um frambjóðendur.
Sökuð um fjársvik
Héraðsdómur Westchester-sýslu í
New York-ríki í Bandaríkjunum hefur
ákært íslenska konu, Helgu Ingvars-
dóttur, dóttur Ingvars Karlssonar
heildsala og umsvifamikils athafna-
manns, og bandarískan kærasta
hennar, Vickram Bedi, fyrir stórfelldan
þjófnað. Er þeim gefið að sök að hafa
í gegnum tölvufyrirtæki mannsins,
Datalink Computer Services, kúgað fé
úr fórnarlambi sínu á sex ára tímabili.
Upphæðin nemur sex milljónum dala.
Fórnarlambið, Roger C. Davidson, er
þekktur píanóleikari og tónskáld.
Stórhöfða 25 • Sími 569 3100 • www.eirberg.is
Opið virka daga kl. 9 -18
og á laugardögum kl. 11 - 16
Rakatæki frá
AIR-O-SWISS
• Auka gæði loftsins
• Hljóðlát og sparneytin
• Auðveld í notkun
• Fást einnig í hvítum lit
Hefur hlotið reddot
hönnunarverðlaunin
Eitt af því sem Sigurjón Árnason,
fyrrverandi bankastjóri í Lands-
bankanum, fæst við í ráðgjafarstörf-
um sínum um þessar mundir er að
vera milliliður í leigu á erlendum
skuldabréfum til innlendra og er-
lendra aðila, samkvæmt heimild-
um DV. Skuldabréfin eru síðan oft
notuð til að fá lán í erlendum bönk-
um, eins og til dæmis Deutsche
Bank, Barclays, City Bank eða öðr-
um slíkum fyrirtækjum. Um er að
ræða skuldabréf sem kallast „med-
ium term notes“ sem eru yfirleitt
til fimm eða tíu ára. Eitt þekktasta
skuldabréfaútboð liðinna ára í ís-
lensku viðskiptalífi, útboð Glitnis í
New York árið 2007 þar sem safn-
aðist einn milljarður dollara, var út-
boð á slíkum bréfum.
Í tilfelli Sigurjóns mun með-
al annars vera um að ræða ítalska
skuldabréfaeigendur sem íslensk-
ir og erlendir aðilar leigja bréfin
af. Sigurjón tekur síðan ákveðna
þóknun fyrir að vera milliliður í
viðskiptunum á milli fjárfestanna
og skuldabréfaeigandanna og veita
ráðleggingar um hvernig beri að
stunda þau. Líkt og komið hefur
fram í fjölmiðlum heldur Sigurjón
úti skrifstofu á Skúlagötu 19 en lít-
ið hefur frést af því við hvað hann
fæst þar.
Lán á móti leigðu bréfi
Sérfræðingur á fjármálamarkaði
sem þekkir til slíkra viðskipta segir
að þau gangi fyrir sig á eftirfarandi
hátt: „Þú leigir aðgang að erlendum
skuldabréfum frá þessum skulda-
bréfasöfnurum. Þeir halda áfram á
skuldabréfunum og fá þannig sína
vexti af þeim áfram en þeir skuld-
binda sig til að selja þau ekki. Á
móti gefa þeir SWIFT-staðfestingu
á því til annars fjármálafyrirtækis
að peningarnir séu til staðar. Á móti
þessari staðfestingu gefur fjármála-
fyrirtækið út bankaábyrgð út á þessi
skuldabréf og leigjandi skuldabréf-
anna getur fengið lánað út á þau.“
Fyrir leiguna á skuldabréfun-
um borgar leigjandinn sem svar-
ar nokkrum prósentum af heildar-
verðmæti skuldabréfanna, yfirleitt
um tíu prósent fyrir fimm ára leigu
og svo minna eftir því sem leigu-
tíminn styttist. „Tryggingarnar fyrir
láninu eru sem sagt leigðu skulda-
bréfin sem lántakandinn á ekki en
staðfestingin frá raunverulegum
eiganda skuldabréfanna sýnir fram
á að peningarnir eru fyrir hendi...
Leigjandi skuldabréfanna fær svo
lán sem nemur 70 til 90 prósent-
um af verðmæti skuldabréfanna en
borgar bara tíu prósent í leigu,“ segir
sérfræðingurinn.
Ef íslenskur fjárfestir vill til dæm-
is fá 700 milljónir að láni í erlendum
banka getur hann greitt erlendum
skuldabréfaeiganda um 100 millj-
ónir króna fyrir fimm ára leigu á
skuldabréfum sem samsvara millj-
arði króna. Skuldabréfin eru svo veð
hans fyrir láninu frá erlenda bank-
anum. Lánið frá erlenda aðilanum
getur viðkomandi svo notað til fjár-
festinga eða einhvers annars.
Íslensku bankarnir hættu að
veita slík lán
Ef viðskiptin sem leigjandi bréf-
anna fjármagnar með láninu ganga
upp og skila hagnaði gerir hann
lánið við erlenda fjármálafyrirtæk-
ið upp í lok lánstímans og stendur
kannski eftir með einhvern hagnað
og enginn þarf að komast að því að
fjármögnunin hafi verið fengin út á
leigt skuldabréf. „Flestir sem nota
þessa fjármögnunarleið eru heiðar-
legir og nota þetta sem skammtíma-
lausn til að fjármagna sig. Ef fjár-
festing þeirra gengur upp gera þeir
lánið upp í lok lánstímans. Það er
eingöngu þegar illa gengur hjá leigj-
andanum sem lánið getur fallið á
bankann eða tryggingarfélag hans.“
Bankar og stór fjármálafyrirtæki
geta sömuleiðis notað þessa að-
ferð sem fjármögnunarleið: Leigt
skuldabréf og fengið lán fyrir þau
hjá erlendum aðilum. Þá er áhætt-
an af viðskiptunum vitanlega meiri
og eignasafn bankans lítur út fyrir
að vera miklu burðugra en það er í
raun og veru. Efnahagsreikningur-
inn getur verið óraunhæfur vegna
leigðu skuldabréfanna. Fjármunirn-
ir á bak við skuldabréf upp á milljarð
eru í raun og veru aðeins 100 millj-
óna leigugjald til eiganda skulda-
bréfsins. Ef bankinn hrynur mun
skellurinn af lánaviðskiptunum
vegna leigðu skuldabréfanna lenda
á bankanum sem lánaði fjármunina
út á þessi bréf.
Íslensku viðskiptabankarnir
þrír, Íslandsbanki, Arion banki og
Landsbankinn, veita ekki lengur lán
út á erlend skuldabréf, samkvæmt
heimildum DV. Þetta var gert í ís-
lensku bönkunum fyrir hrun en hef-
ur ekki verið gert eftir hrun enda
getur hættan af þess konar viðskipt-
um verið nokkur, eins og sést.
DV náði ekki í Sigurjón Árnason
á þriðjudag til að ræða við hann um
viðskiptin og ráðgjafarstörf hans.
Sigurjón Árnason, fyrrverandi bankastjóri í Landsbankanum, veitir fjárfestum ráð-
gjöf um leigu á erlendum skuldabréfum. Bréfin eru notuð til að tryggja þeim lánafyr-
irgreiðslu í erlendum bönkum. Leigjandi skuldabréfanna greiðir leigu af bréfunum.
Íslensku bankarnir veita ekki lengur lán út á erlend skuldabréf.
SIGURJÓN GEFUR RÁÐ
UM SKULDABRÉFALEIGU
INGI F. VILHJÁLMSSON
fréttastjóri skrifar: ingi@dv.is
Leigjandi skuldabréf-
anna fær svo lán
sem nemur 70 til
90 prósentum af
verðmæti skulda-
bréfanna en borg-
ar bara tíu prósent
í leigu.
Skuldabréfaráðgjafi
Sigurjón Árnason vinnur
við það um þessar mundir
að veita innlendum og
erlendum aðilum ráðgjöf
um leigu á erlendum
skuldabréfum.