Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2010, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2010, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIR 10. nóvember 2010 MIÐVIKUDAGUR KARLREMBUR VERÐA LÍKA FYRIR OFBELDI Á þeim tveimur mánuðum sem liðn- ir eru frá opnun Drekaslóðar, þjón- ustumiðstöðvar fyrir þolendur of- beldis, hafa yfir 100 einstaklingar leitað sér aðstoðar þar. Þar af hefur hlutur karla verið hærri en áður hef- ur þekkst hjá sambærilegum sam- tökum, en karlar voru 23 prósent þeirra sem leituðu til Drekaslóðar á síðustu mánuðum. Thelma Ásdísardóttir, sem er í for- svari fyrir Drekaslóð, segist taka þess- um upplýsingum fagnandi. „Þetta eru ótrúlegar tölur. Ef við berum þær til dæmis saman við komutölur karla á Stígamótum þá eru þeir 8–11 pró- sent af þeim sem þangað leita. Lang- flestir þessara manna koma vegna eigin mála, ofbeldismála og kynferð- isbrotamála en einnig vegna ofbeldis á heimilum og einelti. Hér er nefni- lega unnið úr afleiðingum alls kyns ofbeldis, ekki bara kynferðislegs of- beldis. Kannski finnst karlmönnum þá auðveldara að koma til okkar og kannski hefur það haft áhrif að við lögðum áherslu á það í Kastljósinu að þetta væri þjónusta sem væri ætl- uð fyrir bæði kynin. En auðvitað er um stuttan tíma að ræða, þannig að ég þori ekki alveg að negla neitt nið- ur. En svo virðist sem karlar leiti sér í auknum mæli aðstoðar vegna of- beldis sem þeir hafa verið beittir.“ Langflestir koma aftur Ráðgjafahópurinn á Drekaslóð er breiður. „Ég ætlaði upphaflega að vera hér ein en það sprakk fljótlega og nú höfum við kallað inn gestaráð- gjafa sem hefur fjölþætta reynslu af ofbeldi. Hér eru ráðgjafar sem þekkja það að hafa verið útskúfað af fjöl- skyldunni fyrir að segja frá kynferð- isbrotum, ráðgjafar sem þekkja það hvernig það er að verða fyrir einelti og svona alls konar. Hér er líka karl sem kemur inn einu sinni í mánuði og veitir ráðgjöf. Hann er alltaf full- bókaður og hingað til hafa bara karl- ar verið í viðtölum hjá honum. Aðrir karlar vilja aftur á móti frekar tala við konu og þá er þeim það frjálst. Flestir sem hingað koma eru að opna á ný mál, þótt einhverjir hafi leitað ann- að áður. Og langflestir þeirra ákveða að koma aftur, þannig að við erum að sjá sama fólk aftur og aftur. Eins er mikil ásókn í hópastarfið okkar en það er að komast af stað núna. Þeir sem hafa sótt hópastarf eða nám- skeið á okkar vegum eru ekki inni í þessum tölum.“ Á ekki að vera kvennabarátta Hún segir að nú sé kominn tími til að taka umræðuna um kynferðislegt ofbeldi úr samhengi við kvennabar- áttuna. „Hingað til hefur umræðan um kynferðislegt ofbeldi alltaf verið samofin kvennabaráttunni. Ég styð það alveg og það var þarft á sínum tíma. Núna er aftur á móti kominn tími til að halda áfram og gera þetta að baráttu beggja kynja. Nú er þekkt að tíundi hver strákur á Íslandi verð- ur fyrir kynferðislegu ofbeldi fyrir 18 ára aldur. Við vitum að karlar verða fyrir margvíslegu ofbeldi. Þeim er nauðgað og þeir eru misnotaðir. En hvaða áhrif hefur það á þá að um- ræðan sé alltaf tengd kvennabarátt- unni? Getur karlmaður sem lenti í nauðgun en er kannski svolítil karl- remba leitað sér aðstoðar? Fram til þessa hefur ekki mátt tala um ákveðin mál. Við viljum að það sé pláss til þess að ræða öll mál.“ Telur kvenkynsgerendur fleiri Eitt af því sem hún vill skoða frekar er hlutfall kvenkynsgeranda. „Þær rannsóknir sem við byggjum á voru allar unnar út frá kvennabaráttunni. Það er spurning hvort að þær nái utan um heildarmyndina. Ég myndi vilja skoða það frekar. Mín tilfinning er sú að kvenkynsgerendur séu fleiri en við teljum. Á þeim árum sem ég hef starfað sem ráðgjafi hef ég oft orðið vitni að því að fólk kemur fyrst vegna ofbeldis sem karl beitti það en þegar kafað er dýpra kem- ur í ljós að fólk á líka sögu af kven- kynsgeranda. Kannski mömmu sem beitti það ofbeldi eða barnapíu sem misnotaði það. Ofbeldismál eru svo margvísleg. Fólk á ekki að þurfa að upplifa það þannig að það geti ekki leitað sér aðstoðar ef gerandinn var kona." INGIBJÖRG DÖGG KJARTANSDÓTTIR blaðamaður skrifar: ingibjorg@dv.is Svo virðist sem karlar leiti sér í auknum mæli aðstoðar vegna ofbeldis sem þeir hafa verið beittir. Ef marka má komutölur Drekaslóðar virðast karlar vera að leita sér aðstoðar vegna afleiðinga ofbeldis í auknum mæli. Thelma Ásdísardóttir segir tímabært að taka bar- áttuna gegn kynferðisofbeldi frá kvennabaráttunni. Þetta eigi að vera sameiginleg barátta beggja kynja. Systurnar í Drekaslóð Thelma og Ruth Ásdísardætur standa að baki Drekaslóð, þjónustumiðstöðvar fyrir þolendur hvers kyns ofbeldis. Tveir mánuðir eru liðnir frá opnun Drekaslóðar og hefur aðsóknin verið gífurleg. Svo virðist sem karlar sæki sér aðstoðar í auknum mæli. Kona á sextugsaldri hefur verið dæmd í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að hafa dregið sér samtals 386.276 kr. af sam- eiginlegum bankareikningi vistmanna á vernduðu heimili fyrir geðfatlaða á vegum Reykjavíkurborgar. Hún var dæmd til að borga Reykjavíkurborg 386.276 kr. með vöxtum og vaxtavöxt- um ásamt 100.000 kr. í málskostnað en einnig fékk hún þriggja mánaða skil- orðsbundinn dóm til tveggja ára. Konan var starfsmaður á vernd- uðu heimili að Krummahólum 8 þar sem fjórir geðfatlaðir menn bjuggu og lögðu þeir fé í sameiginlegan sjóð sem nota átti til að kaupa nauðsynj- ar til heimilisins. Var það í verkahring hennar að kaupa mat og aðra nauð- synjavöru inn á heimilið einu sinni í viku og hafði hún því aðgang að sam- eiginlegum reikningi vistmanna. Sumarið 2005 óskaði félagsráðgjafi eftir því að hún yrði leyst frá störfum vegna gruns um fjárdrátt og í fram- haldinu funduðu starfsmenn kær- anda með ákærðu til að gefa henni kost á að skýra málið. Í kærubréfinu segir um þennan fund: „Kærða við- urkenndi á fundinum að hafa „feng- ið lánað“ fé með úttektum úr hrað- banka. Aðspurð um ýmsar, sýnilega óheimilar úttektir sagðist hún hafa „farið kortavillt“ í veski sínu. Hún sagðist jafnframt hafa greitt til baka í formi innkaupa sem hún hefði sjálf greitt fyrir. Engin gögn finnast um slíkar endurgreiðslur. Hún segist enn fremur hafa hent bókhaldsgögnum fyrri ára.“ Í framhaldinu var hún leyst fyrirvaralaust frá störfum. Yfirlit yfir færslur kortsins sýna meðal annars að konan notaði kortið fimm sinnum á sama kvöldi á Nikkab- ar en hver færsla þar nam 600 krón- um. Einnig sýna nokkrar færslur með- al annars útektir á Fjörukránni, Kaffi Reykjavík, Ýr hárgreiðslustofu, Nönu snyrtivöruverslun, McDonalds, Play- ers sportklúbbi og Toppmyndum. hanna@dv.is Skilorðsbundið fangelsi fyrir fjárdrátt: Stal fé frá geðfötluðum Héraðsdómur Reykjavíkur Kona var dæmd í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að stela fé af geðfötluðum. Þrjú til fjögur sjálfsvíg á mánuði Þrír til fjórir svipta sig lífi í hverjum mánuði á Íslandi samkvæmt upp- lýsingum frá landlæknisembætt- inu. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Ný dögun, samtök um sorg og sorgarviðbrögð, sendu frá sér en á fimmtudagskvöld mun séra Svavar Stefánsson fjalla um sorg eftir sjálfs- víg. Sjálfsvíg á Íslandi eru um 12,8 á hverja hundrað þúsund íbúa en þessi tala sveiflast mikið milli ára. Er hér um að ræða nokkurra ára meðaltal. Er þetta mun meiri fjöldi en ferst í umferðarslysum á Íslandi. Samverustundin, þar sem séra Svavar heldur erindi, verður haldin í safnaðarheimili Háteigskirkju og hefst klukkan 20. Réttarhöldum yfir Jóni Ásgeiri frestað Réttarhöldum yfir Jóni Ásgeiri Jó- hannessyni og fleirum sem fara áttu fram í hæstarétti í New York á þriðjudag var frestað. Að sögn slitastjórnar Glitnis var það gert til að gefa málsaðilum tækifæri til að leggja fram frekari greinargerðir og koma að athugasemdum um skjöl sem nýverið hafa komið í leitirnar og verið efni bréfaskipta milli málsaðila og dómstólsins undanfarnar vikur. Þá hafa varnaraðilar ákveðið að draga til baka lögfræðiálit Brynjars Níelssonar, og að önnur yfirlýsing frá íslenskum sérfræðingi verði lögð fram. Þriðjungur fyrir- tækja í vanda Um fimm til sjö þúsund íslensk fyrirtæki eru með neikvætt eigið fé, samkvæmt vefriti efnahags- og viðskiptaráðuneytisins. Þetta er um þriðjungur íslenskra fyrirtækja. Í vef- ritinu kemur fram að skuldsetning fyrirtækja hafi margfaldast á árunum fyrir 2008 og skuldir fyrirtækja vaxið hraðar en eignir. Þegar krónan féll í kjölfar efnahagshrunsins hafi skuldir hækkað þar sem stór hluti lánanna var í erlendri mynt. Vegna þessarar skuldaaukningar jókst neikvætt eigið fé fyrirtækja árið 2009 upp í rúma 6,6 milljarða króna á meðan jákvætt eigið fé þeirra nam rúmum 6,8 millj- örðum króna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.