Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2010, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2010, Side 11
MIÐVIKUDAGUR 10. nóvember 2010 FRÉTTIR 11 Vanskil Reykjaneshafnar við lánar- drottna aukast og hafa forsvarsmenn hafnarinnar farið fram á frystingu af- borgana næsta hálfa árið eða svo. Á fundi 3. nóvember með lánardrottn- um kynntu forsvarsmenn hafnarinnar lánardrottnum stöðu mála. Reykjaneshöfn er eitt stærsta fyrir- tæki Reykjanesbæjar og gæti erfið staða hennar haft slæm áhrif á fjárhag bæjarsjóðs þegar til lengdar lætur. Frá árinu 2007 hafa skuldir hafnarinnar nær tvöfaldast. Það ár námu þær 2,6 milljörðum króna en eru nú rétt tæp- ir 5 milljarðar króna. Eins og meðfylgj- andi tafla ber með sér eru vanskil nú þegar vel á fjórða hundrað milljón- ir króna og munu að óbreyttu vaxa umtalsvert á næstunni. Bæjarsjóður Reykjanesbæjar er að fullu ábyrgur fyrir skuldum hafnarinnar og því var samþykkt í síðustu viku að bæjarstjórn tæki í raun yfir rekstur hafnarinnar. Vaxandi vaxtagreiðslur Bankahrunið haustið 2008 hefur að mati forsvarsmanna hafnarinnar haft veruleg áhrif á almenna atvinnuþróun á Suðurnesjum og dregið úr lóðasölu. Framkvæmdir við byggingu álvers í Helguvík hafa tafist og það á einnig við um framkvæmdir við kísilver í grennd við höfnina. Þetta hefur leitt til þess að endurfjármögnun lána hefur ekki skilað árangri. Undanförnum tveim- ur árum var á fundinum 3. nóvem- ber lýst sem árum mikilla vonbrigða. Hvert áfallið á fætur öðru hefði sett allar áætlanir úr skorðum. Heildar- myndin hefði ekki skýrst fyrr en seint og um síðir. Horfurnar á næstu árum eru ekki sérlega jákvæðar nema framkvæmdir við álverið hefjist af alvöru von bráð- ar sem og framkvæmdir við nýtt kís- ilver. Dæmi um vaxtagreiðslur hafn- arinnar á næstu árum skýra myndina að nokkru leyti. Á yfirstandandi ári eru vaxtagreiðslur af lánum áætlað- ar tæpar 200 milljónir króna. Næstu árin hækka vaxtagreiðslurnar og árið 2015 eru þær áætlaðar um 360 millj- ónir króna á ári. Á þeim tíma eru aft- ur bundnar vonir við að umsvif við höfnina og tekjur hafi aukist til mikilla muna verði áðurgreind stórverkefni að veruleika. Hætta að borga! Ljóst er að núverandi tekjubrestur hafnarsjóðs hefur skapað mikið ójafn- vægi gagnvart afborgunum og öðrum reglulegum útgjöldum. Því leggja for- svarsmenn hafnarinnar til að allar af- borganir verði frystar til 1. maí á næsta ári. Afborganirnar leggist þess í stað ofan á höfðuðstól lánanna og komi til greiðslu þegar afborganir hefjast á ný. Til viðbótar er gert ráð fyrir að Reykjaneshöfn stöðvi allar yfirstand- andi fjárfestingar og verkefni sem þeim tengjast. Þá gerir áætlunin einn- ig ráð fyrir að ekki verði stofnað til neinna nýrra verkefna. Þó er gert ráð fyrir að jarðvegsvinna og jarðvegs- skipti sem tryggja tekjur af lóðum hafnarsjóðs verði undanskilin þessu ákvæði. Neyðarráðstafanir bæjarstjórnar Bæjarsjóður Reykjanesbæjar er að fullu ábyrgur fyrir skuldum Reykjanes- hafnar og því samþykkti atvinnu- og hafnarráð bæjarfélagsins á dögunum að fjármálalegur rekstur hafnarinnar verði eftirleiðis í höndum bæjaryfir- valda. Meðal annars er gert ráð fyrir að nærri 900 milljóna króna skuld hafnar- innar við bæjarsjóð verði óhreyfð um sinn og ekki greidd niður. Kristinn Þ. Jakobsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins, lét færa til bókar á bæjarstjórnarfundi 2. nóvember að vegna alvarlegrar fjárhagstöðu Reykja- neshafnar yrði að endurskoða öll verk- efni og verkferli á vegum Reykjanes- hafnar. „Höfnin er á leið í greiðsluþrot og er að reyna að ná nauðasamningum við lánardrottna sína. Reykjaneshöfn hefur ekki tekist að standa við fjár- hagslegar skuldbindingar á þessu ári allt frá 1. maí 2010. Upplýsingar vegna greiðsluvanda hafnarinnar hefur ver- ið mjög takmörkuð, gagnvart núver- andi og fyrrverandi stjórnarmönnum í atvinnu- og hafnaráði. Það er ámæl- isvert. Framsókn í Reykjanesbæ telur nauðsynlegt að skoða hvort ekki hefði mátt grípa fyrr inn í rekstur hafnarinn- ar, til að lágmarka skaða Reykjanes- hafnar og Reykjanesbæjar. Í raun var dýpkun Helguvíkurhafnar óþörf þar sem engir samningar um hafnarfram- kvæmdir kveða á um að nauðsynlegt hafi verið að dýpka höfnina áður en rekstur álvers hefst. Samkvæmt um- ræðu sem fór fram í atvinnu- og hafna- ráði á síðasta kjörtímabili mun það vera stefna Norðuráls að keyra hráefni frá Grundartanga til Helguvíkur, þang- að til 3. áfangi álversins er tilbúinn. Þessar staðreyndir sýna svo ekki verð- ur um villst, að óraunhæfar vænting- ar og meingölluð áætlanagerð, hefur keyrt hafnarsjóð í þrot. Sá gjörningur er alfarið á ábyrgð meirihluta bæjar- stjórnar,“ segir í bókun Kristins. Til föðurhúsanna Við bókuninni brást Árni Sigfússon fyrir hönd meirihluta sjálfstæðis- manna og bókaði að nauðsynlegt væri að benda á að allar ákvarðanir um uppbyggingu í Helguvík hefðu verið samþykktar í bæjarráði og bæjarstjórn bæði af meirihluta og minnihluta, þar á meðal fulltrúa Framsóknarflokksins. „Dylgjum og rangfærslum um annað er því vísað til föðurhúsanna.“ Á fundinum var tillagan um að fjármál hafnarinnar yrðu flutt und- ir bæjaryfirvöld samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. Tillögur bæjar- og hafnaryfirvalda um frystingu og greiðsluáætlun gera ráð fyrir samþykki allra lánardrottna. Lánardrottnar hafa frest til 17. nóv- ember næstkomandi til þess að meta tillögurnar og afgreiða þær. Verði þær samþykktar er jafnframt gert ráð fyrir að degi síðar verði tilkynning gefin út til kröfuhafa og Kauphallarinnar um afdrif tillögunnar. Fleiri óveðursský Ljóst er að mikill vandi steðjar að Reykjanesbæ. Illa horfir einnig með Eignarhaldsfélagið Fasteign hf. eins og lesa má út úr ársskýrslu félagsins fyr- ir árið 2009. Reykjanesbær er stærsti hluthafinn í Fasteign ásamt Engigerði ehf., félagi í eigu Íslandsbanka og Glitnis. Áform eru uppi um að kljúfa sveitarfélögin frá eignasafni Íslands- banka og Háskólanum í Reykjavík en byggingarskuldir háskólans eru afar íþyngjandi fyrir félagið. Samkvæmt heimildum DV hafa runnið tvær grím- ur á forsvarsmenn flestra sveitarfélag- anna innan Fasteignar og vilja þau fara sömu leið og Garðabær sem ákveðið hefur að leysa til sín eignir Fasteignar hf. í bæjarfélaginu. Ríkisstjórnin hélt fund í Reykjanes- bæ á þriðjudag. Þar var meðal annars lýst áformum um að flytja höfuðstöðv- ar Landhelgisgæslunnar til Reykjanes- bæjar sem lið í atvinnu- og uppbygg- ingarstarfi. GREIÐSLUFALL REYKJANESHAFNAR Reykjaneshöfn er í raun gjaldþrota og hefur bæjarstjórn tekið við rekstri hennar. Forsvarsmenn bæjarfélags- ins biðja lánardrottna um frystingu afborgana. Þeir eiga hins vegar eftir að meta tillögur hafnaryfirvalda og líst sumum þeirra ekki á blikuna. Fulltrúi Framsóknarflokksins lýsir ábyrgð á hendur meirihluta sjálfstæð- ismanna í bæjarstjórn Reykjanesbæjar. Eftir viku ræðst hvort lánardrottnar verða við óskum Reyknesinga, en að þeim steðjar einnig vandi vegna Fasteignar hf. Lánardrottnar hafa frest til 17. nóvember til að taka afstöðu til tilboðs bæjaryfir- valda í Reykjanesbæ. SKULDIR REYKJANESHAFNAR Lánardrottnar Upphæð í milljónum Vanskil í milljónum RNH 08 1 1.388 235 RNH 05 1 408 77 RNH 04 1 173 4 LSS 911 0 Víxlar 22 22 Yfirdráttur 377 0 Bæjarsjóður 896 0 Óskráð skuldabréf 88 9 Lánasamningar 667 16 Samtals 4.929 364 JÓHANN HAUKSSON blaðamaður skrifar: johannh@dv.is Íþyngjandi hafnarmannvirki Skuldir Reykjaneshafnar eru að minnsta kosti 5 milljarðar króna og er hafnarsjóður fjarri því að geta greitt af lánum. MYND SIGTRYGGUR ARI JÓHANNSSON Bæjarstjóri í vanda Vaxandi vandi blasir við Árna Sigfússyni, oddvita meirihluta sjálfstæðismanna í Reyjanes- bæ, og lýsa framsóknarmenn ábyrgð á hendur honum. Árni segir þá einnig hafa samþykkt framkvæmdir við höfnina. MYND SIGTRYGGUR ARI JÓHANNSSON Höfnin er á leið í greiðsluþrot og er að reyna að ná nauðasamning- um við lánardrottna sína.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.