Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2010, Qupperneq 17

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2010, Qupperneq 17
miðvikudagur 10. nóvember 2010 erlent 17 Jim Morrison, söngvari bandarísku hljómsveitarinnar The Doors, var dæmdur fyrir að bera hold sitt á sviði á tónleikum í Miami í Florída árið 1969. Hann neitaði ávallt sök en var engu að síður dæmdur til sex mánaða fangelsisvistar og 500 doll- ara sektar. Morrison áfrýjaði dómn- um en málið var ekki tekið fyrir aft- ur því söngvarinn lést í baðkari í París úr hjartabilun árið 1971, að- eins 27 ára að aldri. Nú gæti farið svo að Morrison verði loksins náð- aður, 40 árum eftir að dómurinn yfir honum féll. Árið 2007 fóru aðdáendur Mor- rison þess á leit við fylkisstjóra Flór- ída, Charlie Crist, að málið yrði tek- ið upp að nýju. Crist brást vel við beiðninni en hefur ekki gefist tími til að líta á málið hingað til. Nú á hann aðeins tvo mánuði eftir í starfi og hefur lofað því að skoða mál Mor- rison áður en hann lætur af emb- ætti. „Í fullri hreinskilni hef ég ekki gefið málinu mikinn gaum, en ég er tilbúinn að líta á þetta á þeim tíma sem ég á eftir. Það er allt mögulegt.“ Dave Diamond er aðdáandinn sem hóf baráttuna fyrir náðun Morri- son. Hann kveðst ánægður með að fráfarandi fylkisstjóri sé tilbúinn að skoða málið. „Við erum vongóð um að hann klári þetta mál. Hann er eini ríkisstjóri Flórída sem hefur svo mikið sem veitt málinu athygli og við erum honum þakklát fyrir það.“ Margir þeirra sem voru staddir á umræddum tónleikum hafa viljað staðfesta frásögn Morrison, um að hann hafi aðeins þóst bera sig – með því að stinga fingri út um buxnaklauf. Því miður náðist ekki ljósmynd af at- hæfinu og því hefur ekki verið hægt að staðfesta hvort um fingur eða lim hafi verið að ræða. Jim Morrison, var dæmdur fyrir að bera hold sitt á tónleikum árið 1969: Morrison gæti verið náðaður Pólitísk framtíð Berlusconis óviss George W. Bush, fyrrverandi for- seti Bandaríkjanna, hefur nú gefið út bókina „Decision Points“. Bókin fjallar um forsetatíð hans og kemur í henni fram fjöldi upplýsinga sem ekki hafa áður birst. Í gær birtist viðtal við Bush í breska dagblaðinu Times þar sem hann var að kynna bókina í Bretlandi. Vegna hins nána samstarfs sem Bush átti við fyrrver- andi forsætisráðherra Bretlands, Tony Blair, er búist við að bókin muni vekja mikla athygli þar í landi. Bush ljóstraði einnig upp um áætl- anir sem hann hafði um Íran og einnig að pyntingar hefðu hjálpað til við að bjarga breskum manns- lífum. Ætlaði að ráðast á Íran Í bók sinni skrifar Bush um Íran: „Ég skipaði varnarmálaráðuneyt- inu að rannsaka hvað væri nauð- synlegt til að gera árás.“ Hann vildi að sprengjuárás yrði gerð til að koma í veg fyrir áætlanir Írana um að auðga úran og jafnvel smíða kjarnorkusprengju. „Þetta hefði stöðvað sprengjuna, í það minnsta tímabundið.“ Bush viðurkenndi að öryggisráðgjafar hans hafi skipað sér í tvær fylkingar. Þeir sem voru á móti hugmyndinni um sprengju- árás á Íran sögðu að slíkt uppátæki gæti ýtt undir þjóðerniskennd Írana og á sama tíma hatur í garð Banda- ríkjanna. Þeir sem voru sammála hugmyndinni töldu að árás gæti hjálpað stjórnarandstöðunni í Íran að ná völdum. Bush ræddi mál- ið við Tony Blair sem var sammála honum um að ekki væri hægt að semja við Mahmoud Ahmedinejad, forseta Írans. „Eitt er víst. Banda- ríkin munu aldrei leyfa Írönum að hóta heimsbyggðinni með kjarn- orkusprengju,“ skrifar Bush. Vingaðist við Blair yfir Meet the Parents Þegar Bush og kona hans Laura hittu forsætisráðherra Bretlands, Tony Blair, og konu hans Cher- ie í fyrsta skipti kom þeim strax vel saman. Eitt af því sem braut ísinn var þegar hópurinn ákvað að horfa á kvikmynd saman, en fyrir valinu varð grínmyndin Meet the Parents sem skartar Robert DeNiro og Ben Stiller í aðalhlutverkum. „Þegar þau féllust á að horfa á Meet the Par- ents, þá vissum við Laura að Bush- hjónin og Blair-hjónin ættu eftir að eiga gott samband.“ Bush gengur svo langt að líkja Blair við Winston Churchill og minntist þess að kvöldið fyrir inn- rásina í Írak átti Blair á hættu að fá vantrauststillögu á sig samþykkta af breska þinginu. Segir Bush að hann hafi gefið Blair kost á að draga Bret- land út úr stríðinu. „Ég vildi miklu frekar hafa Tony sem forsætisráð- herra og sterkan bandamann með alla hans visku og útsjónarsemi, heldur en missa ríkisstjórnina.“ Blair mun hafa svarað: „Ég er með. Ef það kostar mig ríkisstjórnina, gott og vel.“ Pyntingar björguðu mannslífum Í viðtalinu við Times var Bush spurður út í pyntingaraðferð sem á ensku nefnist „waterboarding.“ Í henni felst að sá sem er pyntaður er bundinn þannig að höfuð hans hall- ar niður á við og vatni hellt yfir and- lit hans, sem framkallar drukknun- artilfinningu. Bush sagðist ekki líta á aðferðina sem pyntingar heldur „útvíkkaða yfirheyrslutækni.“ Hafi upplýsingar sem fengust með að- ferðinni hjálpað til við að klófesta al-Kaída-leiðtogann Khalid Sheikh Mohammed og jafnframt komið í veg fyrir árásir hryðjuverkamanna í bæði Bretlandi og í Bandaríkjun- um. Fjöldi ríkja hefur lýst yfir and- stöðu sinni við slíkar aðferðir, en af hverju beitti Bush þeim engu að síður? „Lögfræðingarnir sögðu að þetta væri löglegt. Ekki er ég lög- fræðingur.“ inga. Berlusconi sagði í raun sjálfur af sér árið 2005 þegar hann var forsæt- isráðherra og fékk í kjölfarið nýtt um- boð til að mynda ríkisstjórn. Sú stjórn varð reyndar ekki langlíf en það er engin nýlunda fyrir Ítali. Hvergi í Evr- ópu hafa verið jafn tíð stjórnarskipti á síðustu 65 árum og á Ítalíu. En það er sama hvor leiðin verður farin, hvort heldur að Berlusconi segi af sér eða að kosið verði um vantraust með stuðn- ingi Finis og fylgismanna hans. Ríkis- stjórnin verður leyst upp og það mun falla í hlut forseta Ítalíu, Giorgio Nap- olitano, að finna þann rétta til að fela í hendur umboð til ríkisstjórnarmynd- unar. Napolitano er meðlimur Komm- únistaflokksins og þar með ólíklegt að hann hafi samúð með Berlusconi, eða nokkrum öðrum hægrimanni. Allt eins er talið líklegt að boðað verði til kosninga, en verði það gert á Berlus- coni ekki heldur von á góðu. Sé miðað við nýlegar skoðanakannanir hafa vin- sældir forsætisráðherrans aldrei verið minni. Er það að mestu leyti vegna gíf- urlegs niðurskurðar ríkisstjórnarinn- ar sem bitnar nú á almannaþjónustu. Kynlífshneykslin virðast Ítalir þola betur, enda ef til vill orðnir vanir slík- um uppátækjum frá Berlusconi – sem margir virðast telja meiri skemmti- kraft en stjórnmálamann. Bræður munu berjast Hér sjást Gianfranco Fini og Silvio Berlusconi ræða saman. George W. Bush er byrjaður að kynna bók sína „Decision Points“, sem fjallar um forsetatíð hans. Þar kennir ýmissa grasa, meðal annars að hann ætlaði að fyrirskipa sprengjuárás á Íran. sprengjur úr bók George W. Bush BJörn teitsson blaðamaður skrifar: bjorn@dv.is nánir samstarfs- menn Bush og Blair á góðri stund. Þeir kynntust fyrst yfir kvikmyndinni Meet the Parents. Jim Morrison Söngvarinn goðsagna- kenndi lést áður en áfrýjun hans var tekin fyrir. skotmaðurinn í malmö með asperger Lögreglan í Malmö handsamaði 38 ára karlmann sem er grunaður um skotárásir á síðustu mánuðum. Hafa skotárásirnar einkum beinst að fólki af erlendum uppruna. Nú hefur mað- urinn verið nafngreindur í sænskum fjölmiðlum en hann var úrskurð- aður í gæsluvarðhald í gær. Maður- inn, sem heitir Peter Mangs, sagði lögreglu að hann þjáðist af Asperger- heilkenni og gæti þess vegna illa tjáð sig við yfirheyrslur. Faðir Mangs hefur staðfest þetta. Nú þegar er Mangs grunaður um sex skotárásir, og er ein þeirra flokkuð sem morð, en kann að hafa átt aðild að mun fleiri árásum. Hús fritzl verður jafnað við jörðu Hús Josephs Fritzl, austurríska hrottans sem nauðgaði dóttur sinni meira en þrjú þúsund sinnum, verður að öllum líkindum jafnað við jörðu. Fritzl útbjó sem kunnugt er leynibú- stað í kjallara hússins, þar sem hann hélt dóttur sinni nauðugri og framdi hryllilega glæpi. Húsið er í Amstetten, sem alla jafna er rólegur bær þar sem gott þykir að búa. Dómarinn sem sér um gjaldþrot Fritzl, Markus Sonn- leitner, segir það skipta litlu máli. „Það er mikill áhugi fyrir því að húsið hverfi, enda held ég að enginn vilji búa í húsi með slíka sögu.“ Rottur koma að góðum notum Hollenskt fyrirtæki sem leggur áherslu á hjálparstarfsemi hefur nú kynnt til sögunnar rottur sem geta þefað uppi jarðsprengjur og einstaklinga sem bera með sér berkla. Hinar svokölluðu þef-rottur eru þjálfaðar í Hollandi og eru því næst sendar til Afríku en þær hafa þegar komið að gagni í bæði Tans- aníu og Mósambík. Jarðsprengjur eru gífurlegt vandamál í Afríku en árlega láta þúsundir lífið eða missa útlimi af völdum þeirra. Talið er að þef-rotturnar gætu dregið mjög úr fjölda fórnarlamba jarðsprengna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.