Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2010, Síða 18
Um síðustu helgi
gaf þverskurður
af íslensku þjóð-
inni tíma sinn
og krafta, þeirri
bráðþörfu hug-
mynd að enn væri
von fyrir land vort
að vaxa að þroska
og efla lýðræðið.
Tilgangurinn var
og er að bregðast
rétt við aðsteðj-
andi kreppu og
forða börnum okkar og barnabörnum
frá því að endurtaka ósköpin sem yfir
Ísland dundu, vonandi um ókomna
tíð. Er óhætt að segja að margt hafi
komið fram á þessum ágæta þjóð-
fundi sem er einstakur í sögu okkar.
Snúi sér að þjóðarhagsmunum
Ein róttækasta tillaga þjóðfundar er
sú að gera Ísland að einu kjördæmi
og kjósa þingmenn persónukjöri.
Sannarlega athyglisvert í ljósi mik-
illar gagnrýni á gömlu fjórflokkana,
enda margir horfnir frá þeirri trú að
unnt sé að bæta þá innan frá. Gleym-
um þó ekki að allir hafa þeir á að skipa
mörgum frábærum leiðtogum þótt
þeir nýti þá misvel og stundum ekki.
Þar við bætist að þjóðfélagsbreyting-
ar taka oft æði langan tíma. Það er því
brýnt að þessir ágætu flokkar rísi nú
upp úr aðgerðarfælni meðalmennsk-
unnar og snúi sér að þjóðarhagsmun-
um! Það getur m.a. þýtt leiðtogaskipti
í forystuflokki ríkisstjórnarinnar. Er
tími Össurar Skarphéðinssonar kom-
inn?
Íslendingar standa frammi fyr-
ir risavaxinni áskorun. Ætla þeir að
halda í sitt best menntaða fólk eða
missa það í betur launuð störf erlend-
is? Ætla þeir að tryggja að óbilandi
framkvæmdagleði og festa íslenskrar
þjóðarsálar í aldanna rás fái að njóta
sín eða láta eymd, fátækt og átthaga-
fjötra ráða ferðinni?
Gríðarlegur mannauður
Í raun hafa möguleikar okkar bæði
heima fyrir og á alþjóðavettvangi
aldrei verið meiri en nú og við erum
ekki ein á báti. Allar þjóðir, stórar og
smáar, reyna nú að bregðast við yf-
irstandandi kreppu og leita leiða til
að auka hagvöxt og bæta við góð-
um störfum til handa þegnum sín-
um. Gríðarlegur mannauður Íslend-
inga og náttúruauðlindir okkar valda
því að við eigum meiri möguleika en
flestir. Tökum eitt dæmi. Í dag fer all-
ur hinn vestræni heimur hamförum
við að reyna að losa sig úr heljarklóm
hefðbundinna orkugjafa. Fyrir bragð-
ið telja æ fleiri að græn orka verði ein-
hver stærsta iðnbylting sögunnar og
muni skapa ný störf svo hundruð-
um þúsunda skiptir. Í dag er Ísland í
fremstu röð á þessu sviði með dýr-
mætan mannauð og sérþekkingu!
Því sætir furðu að eitt stærsta fyrir-
tæki landsins á þessu sviði, Orku-
veita Reykjavíkur, segi upp fólki í stað
þess að ráða tugi, jafnvel hundruð í ný
störf!
Orkusjóður Íslendinga
Útlendingum, sem þekkja til þessa
iðnaðar, ber saman um að Íslend-
ingar eigi sjálfir að eiga auðlind-
irnar og orkuverin en selja orkuna
og þekkinguna. Kannski er besta
leiðin sú að stofna öflugan orku-
sjóð Íslendinga utan um þessar að-
gerðir eitthvað í líkingu við norska
olíusjóðinn og það sem hann hefur
áorkað. Hvaða leið sem verður far-
in skiptir sköpum að jafnt stjórnvöld
sem stjórnarandstaða hugsi miklu
stærra en þeir gera nú, því Íslend-
ingar hagnast margfalt meira á því
að standa sameinaðir að hagnýt-
ingu þessara gífurlegu auðlinda en
að eyða dýrmætum tíma í sérhags-
munagæslu og karp.
Staðreyndin er nefnilega sú að Ís-
lendingar hafa alltaf hagnast mest á
kreppum því einmitt þá neyðast all-
ir til að hugsa hlutina upp á nýtt. Ís-
lendingar eiga því að snúa sér að því
heils hugar að fullnýta þau tækifæri
sem nú hafa skapast í gerbreyttum
heimi á glænýrri öld.
„Fyrst sagði hún
mér að velja eina
stelpu en þegar
henni varð ljóst að ég ætlaði
ekki að taka barn frá henni
sagði hún að ég gæti svo sem
tekið strákinn.“
n Bergljót Arnalds rithöfundur upplifði helvíti í
paradís þegar hún heimsótti Kongó. - DV
„Mér sýnist þetta vera
uppblásnar sakir, tilbúning-
ur. Þetta er svo crazy.“
n Ingvar Karlsson, faðir íslensku konunnar sem
sökuð er um stórfellda fjárkúgun í Bandaríkjunum.
- pressan.is
„Við neitum okkur um að
fara á skíði í Bláfjöll í tvö ár en
höldum kannski einhverju
öðru, til dæmis þjónustu við
öryrkja, gamalt fólk, börn og
þá sem minnst mega sín að
einhverju leyti.“
n Jón Gnarr borgarstjóri íhugar að loka Bláfjöllum og
spara 87 milljónir. - Kastljós
„Ég er ágætlega sáttur og mér
fannst fundurinn með
ríkisstjórninni góður.“
n Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, um
úrræði ríkisstjórnarinnar til eflingar atvinnulífs á
Suðurnesjum. - mbl.is
„Ísland hefur auðvitað verið
mikið í umræðunni og það
hefur kannski smitast út í
listirnar, það er allavega
mikill áhugi á bókunum víða
um Evrópu.“
n Arnaldur Indriðason rithöfundur hefur selt
næstum því sjö milljónir eintaka af bókum sínum.
- Fréttablaðið
Byltingin er komin
Oft er það þannig að undarlegustu upp-finningar breyta heiminum. Fyrir sjö árum kom upp sú einfeldningslega
hugmynd að stofna vefsíðu, þar sem hægt
væri að gefa fólki einkunn eftir útliti. Þessi
hugmynd þróaðist út í Facebook-vettvang
þar sem fólk sýnir sig, sér aðra og á samskipti
á netinu. Facebook hefur á örskömmum tíma
orðið helsti drifkraftur lýðræðisins á Íslandi.
Nú stendur yfir bylting. Það mætti kalla
hana upplýsingabyltingu eða félagslega
byltingu en hún stefnir hraðbyri í lýðræð-
isbyltingu. Byltingin felst í því að fólk hefur
öðlast samvitund. Netið er framlenging af
huga fólks. Þar getur fólk nálgast nánast allar
upplýsingar í heimi jafnhratt og með því að
rifja upp með sínum eigin huga. Þar getur
fólk líka tengst hugum annars fólks og borið
sig saman við aðra á hraða og mælikvarða
sem aldrei hefur verið mögulegur áður. Fé-
lagslega byltingin hefur í för með sér aukið
flæði upplýsinga, aukna samvitund og farveg
fyrir vilja almennings.
Samband fólks við valdamenn er orðið
gagnvirkt. Fyrir nokkrum áratugum gat fólk
valið á milli flokksblaða og Ríkisútvarpsins
í leit að upplýsingum. Menguðum upplýs-
ingum var haldið að fólki. Stjórnmálamenn
höfðu sjálfir lítið aðgengi að skoðunum al-
mennings. Nú getur borgarstjórinn í Reykja-
vík varpað fram hugmynd á Facebook og
fengið skoðanir fólks nánast samstundis.
Ástþór Magnússon lagði einhvern tímann
til beint lýðræði í gegnum hraðbanka. Það
var flókið og tímafrekt í framkvæmd. Fyrir
nokkrum árum lagði Samfylkingin fram
þingsályktunartillögu um að skoðaðar yrðu
leiðir til að koma á beinu lýðræði. En svarið
er komið. Nú stendur ekkert í vegi fyrir því að
komið verði á beinna lýðræði; ekkert annað
en vilji og hagsmunir stjórnmálamanna og
auðvitað andstaða þeirra sem treysta ekki
almenningi til að taka ákvarðanir.
Við sjáum ekki fyrir afleiðingarnar af fé-
lagslegu byltingunni. Fulltrúar gamla kerfis-
ins munu gagnrýna Facebook-lýðræðið. Þeir
munu tala um skrílræði og forheimskun og
ala á ótta fólks hvert við annað. Margir hafa
efast um að lýðurinn sé hreinlega fær um
að taka ákvarðanir. Fólk sé ekki nægilega
upplýst. En aðkoma margra að ákvörðunum
þynnir hins vegar út sérhagsmuni sem hafa
kostað okkur svo mikið.
Efast er um að fólk nái að kynna sér yfir
500 frambjóðendur í persónukjörinu til
stjórnlagaþings. Meðal annars hefur verið
sagt að almenningur muni einfaldlega kjósa
þá sem eru frægastir eða ríkastir – þá sem
eru best kynntir – því enginn hafi tíma til
að kynna sér frambjóðendurna alla. Nú á
fólk, þvert á móti, mun auðveldara með að
kynna sér hvort frambjóðendur hafi sömu
málefnalegu áherslur og það sjálft. Nú geta
allir farið inn á DV á netinu og tekið þar próf
og samstundis fundið þá frambjóðendur til
stjórnlagaþings sem hafa sömu áherslur.
Byltingin mun leiða af sér breytingar. En
ekki án þess að fólk þrýsti á þær. Framtíðin
þarf ekki að snúast um það hvort við kjósum
Samfylkinguna, Sjálfstæðisflokk, Fram-
sóknarflokk eða Vinstri-græna. Innan fárra
ára getum við brotist undan þeim.
JÓN TRAUSTI REYNISSON RITSTJÓRI SKRIFAR. Nú geta allir farið inn á DV á netinu og tekið þar próf.
LEIÐARI
18 UMRÆÐA 10. nóvember 2010 MIÐVIKUDAGUR
„TRÚÐUR“ Í RÁÐHÚSI
n Jón Gnarr, borgarstjóri í Reykja-
vík, þótti sumpart fara á kostum í
viðtali við Kastljósið þar sem hann
svaraði út og
suður en var
einlægur hvað
eigið þekking-
arleysi varðaði.
Margir í blogg-
heimum hafa
hælt Jóni fyrir
frammistöð-
una en aðrir eru
froðufellandi yfir vitleysisgangn-
um. Þeirra á meðal er örbloggarinn
Stefán Fr. Stefánsson: „Samfylk-
ingin með Dag B. Eggertsson ber
mikla ábyrgð á því að halda þessari
vitleysu áfram mikið lengur. Þeirra
er ábyrgðin á þessum trúð sem veit
ekkert í sinn haus,“ bloggar Stefán
af miklum móð.
HRANNAR OG LÖGGAN
n Hrannar B. Arnarsson, aðstoð-
armaður forsætisráðherra, sver
af sér að hafa látið lögregluna
handtaka mót-
mælanda sem
fóðraði máva
á lóð Stjórnar-
ráðsins. Þetta
fullyrti hann
meðal ann-
ars í kjallara-
grein í DV. Einar
Thorsteinsson,
fréttamaður Ríkisútvarpsins, sem
skúbbaði mávamálinu er ekki alveg
sáttur við frásögn aðstoðarmanns-
ins. „Þar sem ég gerði mávafréttina
er rétt að benda á að Hrannar sagði
mér sjálfur að hann hefði óskað
eftir því við lögreglumanninn sem
starfar í Stjórnarráðshúsinu að
hann „gerði eitthvað í málinu“ [...]
það fór svo að konan var handtek-
in,“ segir Einar á Facebook-síðu
sinni.
HVÍT LYGI
n Einar Thorsteinsson, fréttamað-
ur Ríkisútvarpsins, bendir á að
Hrannar B. Arnarsson gerði aldrei
athugasemd við frétt Ríkisútvarps-
ins um mávana og mótmæland-
ann. „En hefur hinsvegar eftir á
sagt við aðra fjölmiðla að hann
hefði aldrei „óskað eftir hand-
töku“,“ segir Einar á Facebook-síðu
sinni. Þarna virðist því vera um
eins konar hvíta lygi Hrannars að
ræða. Hann krafðist þess af lögregl-
unni að hún gerði eitthvað en sver
af sér að hafa óskað eftir handtöku.
BÓTASJÓÐSMAÐUR
LÆRIR
n Meðal þeirra sem lentu á flæðis-
keri eftir hrunið var Þór Sigfússon
sem hraktist frá Sjóvá eftir að fjár-
hagur félags-
ins og bótasjóðs
þess þornaði
upp. Mál Þórs og
bræðranna Karls
og Steingríms
Wernerssona
sem áttu Sjóvá
er til rannsókn-
ar hjá sérstökum
saksóknara. Þór þótti ekki mikill
bógur í forstjórastarfinu. En nú er
þess vænst að hann geti tekist á við
sambærileg verkefni. Þór er á bóla-
kafi í doktorsnámi í hagfræði við
Háskóla Íslands.
SANDKORN
TRYGGVAGÖTU 11, 101 REYKJAVÍK
ÚTGÁFUFÉLAG: DV ehf.
STJÓRNARFORMAÐUR:
Lilja Skaftadóttir
RITSTJÓRAR:
Jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is
og Reynir Traustason, rt@dv.is
FRÉTTASTJÓRI:
Ingi Freyr Vilhjálmsson, ingi@dv.is
UMSJÓN HELGARBLAÐS:
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ingibjorg@dv.is
UMSJÓN INNBLAÐS:
Ásgeir Jónsson, asgeir@dv.is
DV Á NETINU: DV.IS
AÐALNÚMER: 512 7000, RITSTJÓRN: 512 7010,
ÁSKRIFTARSÍMI: 512 7080, AUGLÝSINGAR: 512 7050.
SMÁAUGLÝSINGAR: 515 5550.
Umbrot: DV. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins
á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð.
Er tími Össurar kominn?
MARGRÉT
HRAFNSDÓTTIR
Athafnakona skrifar
Gríðarlegur mannauður Ís-
lendinga og náttúru-
auðlindir okkar valda
því að við eigum meiri
möguleika en flestir.
KJALLARI
BÓKSTAFLEGA
„Ekki hjá okkur.
Það er ekki
transfita í
hamborgurunum
og frönskunum
hjá okkur. Við
erum búnir að
kanna það mjög
vel,“ segir TÓMAS
A. TÓMASSON,
eigandi
Hamborgarabúllu Tómasar, en
sjávarútvegs- og landbúnaðarráð-
herra hefur boðað reglugerð sem
takmarkar transfitusýrur í matvælum.
FARA MENN
NOKKUÐ Í TRANS?
SPURNINGIN