Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2010, Qupperneq 19
Ríkisstjórn Jó-
hönnu Sigurðar-
dóttur hefur tekið
sér fyrir hendur
að gera hreint í
stjórnarráðinu.
Þetta á að gera
með lagabreyt-
ingum sem miða
að aukinni skil-
virkni þess, fag-
legri vinnubrögð-
um, gagnsæi,
skarpari skilningi,
getu og vinnubrögðum. Með þessu á
að auka traust almennings til stjórn-
arráðsins.
Sumt af þessu sem hér er nefnt
merkir í raun viðleitni til þess að draga
úr klíkuskap, leyndarhyggju, sundur-
lausri, flokkshollri og ófaglegri stjórn-
sýslu í kunningjaveldi íslenska lýð-
veldisins.
Þjóðin hefur látið klíkuskap og
þöggun yfir sig ganga af hálfu stjórn-
mála sem litið hafa á stjórnarráðið
sem herfang til þess að útdeila stöðum
til gæðinga og kaupa hollustu þeirra
og auðsveipni. Jón Þorláksson, stofn-
andi Sjálfstæðisflokksins, taldi eðlilegt
og lofsvert að vera vinur vina sinna, en
„lyklar að ríkisféhirslunni eru engum
fengnir til þess að sækja þangað vinar-
gjafir eða fylgdarlaun.“ Jón sá ekki fyr-
ir að 80 árum eftir stofnun Sjálfstæð-
isflokksins seildust forystumenn hans
eftir lyklunum að ríkisféhirslunni til
þess að koma vinum, frændum og
sonum í æðstu dómaraembætti á svig
við almennar reglur um verðleika og
hæfni.
Markmið ríkisstjórnarinnar eru
skýr þótt litlu hafi enn verið breytt.
Jóhanna hefur þó sett á fót nefnd
sérfræðinga sem þegar hefur skilað
áfangaskýrslu. Fjölmiðlar hafa lítið
kynnt efni hennar fyrir almenningi.
Hvar er verðleikaþjóðfélagið?
Nefnd Jóhönnu telur að skýra þurfi
mörk pólitískra og faglegra ráðninga
starfsfólks innan stjórnarráðsins, eins
og fram kemur á öðrum stað í DV í
dag. Hefja þurfi yfir allan vafa að fast-
ir starfsmenn stjórnsýslunnar séu
ráðnir á faglegum, gagnsæjum, sann-
gjörnum og samræmdum forsend-
um. Óvissa um ráðningu og fram-
gang fagfólks og sérfræðinga vegna
pólitískra inngripa dregur úr trúverð-
ugleika stjórnarráðsins, trausti milli
starfsmanna og aðdráttarafli þess sem
starfsvettvangs.
„Stjórnarráð Íslands og stjórnsýsl-
an í heild glíma við trúverðugleika-
vanda sem endurspeglast ekki síst
í umræðu um ófaglegar og jafnvel
spilltar ráðningar. Því er haldið fram
að fólk sé oft ráðið á grundvelli pólit-
ískra tengsla og fyrirgreiðslu frekar en
faglegra sjónarmiða – flokksskírteini
hafi meira að segja við ráðningu og
skipun í embætti en menntun, hæfni
og reynsla,“ segir orðrétt í skýrslunni.
Jóhanna Sigurðardóttir forsætis-
ráðherra hefur talað fyrir umbótum
af þessu tagi árum og jafnvel áratug-
um saman. Vandalaust er að fletta
því upp í þingmálaskrá langt aft-
ur í tímann. Samt sem áður er ein-
hvern veginn ekki að finna afgerandi
merki þess að ríkisstjórn hennar sé á
hraðferð inn í nýja tíma. Átakanleg
er sagan um ófaglegan aulagang og
pukur við ráðningu nýs framkvæmda-
stjóra Íbúðalánasjóðs. Þar ríkti ósam-
kvæmnin, leyndin og sambræðing-
ur pólítískra og faglegra sjónarmiða
sem tryggðu á endanum með mikilli
vissu að sá hæfasti var ekki ráðinn. Því
þurfti enga valnefnd þegar staðan var
auglýst í síðara skiptið? Af hverju var
fyrri valnefndinni kippt úr sambandi
í fyrra skiptið og staðan auglýst á ný?
Alla þessa sögu þyrfti nefnd Jóhönnu
að fá að heyra í smáatriðum til þess að
geta betur áttað sig á viðteknum ósið-
um og meinum ríkjandi starfshátta.
Við erum það sem við gerum
Af öðrum toga er stuðningur núver-
andi ráðherra við nokkra arkitekta
bankahrunsins sem hafa fengið nóg af
eymdinni og vilja lifa í hægindum er-
lendis. Árni M. Mathiesen fékk með-
mælabréf frá utanríkisráðherranum
til virðulegra stafa erlendis löngu áður
en Alþingi hafði rannsakað mál hans
og löngu áður Alþingi hafði komist að
niðurstöðu um málshöfðun gegn ráð-
herrum. Gat ráðherrann með góðu
móti skrifað meðmælabréf fyrir fyrr-
verandi samráðherra sinn og verið
jafnframt ráðinn í að greiða atkvæði
með því að hann yrði sendur fyrir
landsdóm?
Samstarfsráðherra Norðurland-
anna innan ríkisstjórnarinnar fram-
lengdi ráðningu Halldórs Ásgrímsson-
ar hjá ráðherranefnd Norðurlandaráðs
um tvö ár og bar við einhvers konar
meðvitundarleysi. Bæði menntamála-
ráðherra og forsætisráðherra þótti
málið heldur óheppilegt.
Hér er ekki mælst til þess að menn
hverfi aftur til Sturlungaaldar og leiti
hefnda í sífellu. En lágmarkskrafan
er að þau sem boða nýtt Ísland hagi
gjörðum sínum í samræmi við boðorð
sín. Geri þau það gæti verðleikaþjóðfé-
lagið verið á næstu grösum.
n Tónlistarmaðurinn Árni Hjörv-
ar Árnason, sem búsettur er í
Bretlandi og leikur á bassa með
bresku sveitinni The Vaccines, kom
fram í sjónvarpsþættinum Later...
with Jools Holland á BBC 2 um
helgina. Hljómsveit Árna hefur
vakið athygli í Bret-
landi og var boðið
að spila í þættin-
um um helgina.
Meðal annarra
sem komu fram
í þætti helgarinn-
ar voru Íslands-
vinurinn Eric
Clapton og
hin heims-
fræga
banda-
ríska
rokk-
hljómsveit
Kings of
Leon.
Í sama þætti
og Clapton
Stofnuð hefur verið Facebook-síða
þar sem hvatt er til þess að Þórð-
ur Guðnason, björgunarsveitar-
maður í Björgunarfélagi Akra-
ness, verði sæmdur fálkaorðunni
en hann vann gífurlegt þrekvirki
þegar hann bjargaði sjö ára dreng
úr sprungu á Langjökli í fyrravet-
ur. Það virðast margir vera þeirr-
ar skoðunar að Þórður eigi orðuna
skilda fyrir björgunina en yfir 1.500
manns hafa nú þegar skráð sig á
síðuna. Þórður var afar hógvær í
samtali við DV og sagði það ekki
sitt að tjá sig um síðuna né orðu-
veitingu.
Drengurinn, sem Þórður bjarg-
aði, hafði fallið ofan í 30 metra
djúpa sprungu á Langjökli ásamt
móður sinni, sem lést í slysinu.
Þórður og félagar hans í Björgun-
arfélaginu voru kallaðir út en þegar
komið var á jökulinn var sú ákvörð-
un tekin að Þórður skyldi látinn
síga niður í sprunguna til mæðgin-
anna. Í um það bil klukkutíma hékk
hann á hvolfi við afar erfiðar að-
stæður og á tímabili átti hann erf-
itt með öndun þar sem sprungan
þrengdi að brjóstkassa hans. Þurfti
þá að hífa hann ofar áður en hann
fór aftur niður. Í þriðju tilraun náði
hann að koma línu um fót drengs-
ins og á ótrúlegan hátt náði hann
að bjarga drengnum. Um fjór-
ir tímar liðu frá því að drengurinn
féll niður um sprunguna og þar til
hann náðist upp og var hann því
orðinn kaldur og þrekaður þegar
Þórður náði honum upp. Þetta var
önnur björgun Þórðar af svipuðum
toga á tæpu ári.
Þórður Guðnason björgunarsveitarmaður:
Verði sæmdur fálkaorðu
n Rapparinn Erpur Eyvindarson
spilaði fyrir troðfullu húsi á Nasa
aðfaranótt sunnudags. Það var gest-
kvæmt á sviðinu og fóru þar fremst-
ir Páll Óskar Hjálmtýsson og Raggi
Bjarna. Þegar Raggi steig á svið ætl-
aði allt um koll að keyra á staðnum
og var mikill atgangur við sviðið
þegar Raggi söng lagið „Allir eru að
fá sér.“ Virtist sem Ragga hafi ekki
litist á blikuna þegar leikar stóðu
sem hæst því lætin voru
svo mikil. Hann þurfti
þó ekki að óttast með
félaga sinn Pál Óskar
sér við hlið sem hélt
þéttingsfast utan
um hann á
meðan með-
an Erpur
og félagar
fóru ham-
förum á
svið-
inu.
Hann setti ekki
banka á hausinn!
DV borgar 2.500 krónur fyrir fréttaskot sem leiðir til fréttar. Fyrir fréttaskot sem verður aðalfrétt á forsíðu greiðast 25.000 krónur.
Fyrir besta fréttaskot vikunnar greiðast allt að 50.000 krónur. Alls eru greiddar 100.000 krónur fyrir besta fréttaskot hvers mánaðar.
Veðrið Í dag kl. 15 ...og næstu daga
sólarupprás
09:33
sólsetur
16:49
Áskriftarsíminn er 512 70 80
Fréttaskot 512 70 70
palli passaði
ragga
REykJavík
8-10
0/-2
13-15
2/-1
5-8
2/0
8-10
4/2
5-8
1/-1
5-8
2/1
12-15
3/0
0-3
-5/-7
3-5
0/-2
3-5
-2/-4
0-3
0/-1
0-3
-5/-7
0-3
-6/-7
3-5
0/-1
0-3
0/0
5-8
3/0
0-3
2/0
5-8
6/4
0-3
-4/-7
3-5
-2/-4
0-3
-4/-5
8-10
3/0
13-15
3/-1
5-8
4/1
5-8
4/1
5-8
-1/-2
5-8
2/-1
12-15
2/1
0-3
-2/-4
5-8
4/3
0-3
-4/-6
0-3
2/0
0-3
-5/-6
3-5
-2/-3
3-5
1/1
5/2
-1/-3
4/2
3/1
7/2
8/5
5/2
21/20
20/17
5/2
-1/-3
2/1
4/2
4/2
8/5
7/1
22/21
20/18
3/2
-1/-3
-2/1
2/1
-5/-2
9/6
5/3
22/21
20/17
3/0
-8/-5
-6/-9
-2/0
7/6
6/4
4/2
22/19
19/16
Þri Mið Fim Fös
vindur í m/s
hiti á bilinu
Stykkishólmur
vindur í m/s
hiti á bilinu
vindur í m/s
hiti á bilinu
vindur í m/s
hiti á bilinu
vindur í m/s
hiti á bilinu
vindur í m/s
hiti á bilinu
vindur í m/s
hiti á bilinu
Þri Mið Fim Fös
vindur í m/s
hiti á bilinu
vindur í m/s
hiti á bilinu
vindur í m/s
hiti á bilinu
vindur í m/s
hiti á bilinu
vindur í m/s
hiti á bilinu
vindur í m/s
hiti á bilinu
vindur í m/s
hiti á bilinu
Höfn
Reykjavík Egilsstaðir
Ísafjörður Vestmannaeyjar
Patreksfjörður Kirkjubæjarkl.
Akureyri Selfoss
Sauðárkrókur Þingvellir
Húsavík Keflavík
8-8
-2/-3
3-5
-2/-3
3-5
-2/-3
0-3
-2/-3
0-3
0/-3
0-3
-8/-9
3-5
-7/-8
12-15
2/-1
8-10
1/-1
12-15
1/-2
10-12
0/-2
8-10
-1/-4
3-5
-3/-5
8-10
-1/-4
121-5
0/-2
8-10
0/-3
12-15
-3/-5
10-12
-2/-4
8-10
-1/-2
3-5
-2/-4
8-10
3/0
Mán Þri Mið Fim
hiti á bilinu
Kaupmannahöfn
hiti á bilinu
Osló
hiti á bilinu
Stokkhólmur
hiti á bilinu
Helsinki
hiti á bilinu
London
hiti á bilinu
París
hiti á bilinu
Berlín
hiti á bilinu
Tenerife
hiti á bilinu
Alicante
Veðrið úti Í heimi Í dag og næstu daga
-2
-1
2
1
6
0 0
6
2
1
65
5
6
6 6
13
8
10
8
8
10
4
5 Hitakort Litirnir
í kortinu tákna
hitafarið á landinu
(sjá kvarða)
Bjart syðra – él nyrðra
HöfuðBoRGaRsvæðið: Norðaustan 5–10 og
bjart veður. Hiti 0–4 stig, mildast að deginum.
landsByGGðin: Almennt verður fremur
vindasamt þó engin átök séu í þessu. Við
verðum með norðaustlægar áttir á landinu,
5–13 m/s, stífastar austan Vatnajökuls og með
vestanverðu landinu. Snjókoma eða stöku
slydduél á Vestfjörðum og norðvestan til, hins
vegar samfelldari úrkoma, snjókoma eða slydda
norðaustan- og austanlands en yfirleitt bjartviðri
á sunnan- og vestanverðu landinu. Hiti 0–6 stig
á láglendi, hlýjast á sunnanverðu landinu en
svalast fyrir norðan og austan.
næstu daGaR: Veður fer nú kólnandi og á
morgun eru horfur á hægviðri með éljum frá
miðju Suðurlandi og yfir á austan og norðaust-
anvert landið. Bjartviðri verður á vesturhluta
landsins, annars skýjað með köflum. Svipað veður á
miðvikudag nema að þá verður snjókoma á Vestfjörðum.
Síðan eru horfur á vonskuveðri á fimmtudag og föstudag,
norðaustanstormi. Hlýnar heldur á föstudag.
Hólakirkja á Hólum í Hjaltadal. snjókoma eða él
verða víða á norðan og austanverðu landinu í dag.
<5 Mjög hægur vindur 5-10 Fremur hægur vindur. 10-20 Talsverður vindur 20-30 Mjög hvasst,
fólk þarf að gá að sér. >30 Stórviðri, fólk ætti ekki að vera á ferli að nauðsynjalausu.vEðRið mEð siGGa stoRmi siggistormur@dv.is
Þórður Guðnason Þórður vann mikið
þrekvirki þegar hann bjargaði dreng úr
jökulsprungu.
ÞÓRÐUR GUÐNASON björgunar-
sveitarmaður í Björgunarfélagi
Akraness vann gífurlegt þrekvirki
þegar hann bjargaði sjö ára dreng úr
sprungu í Langjökli í fyrravetur. Þetta
var önnur björgun Þórðar af svipuðum
toga á tæpu ári. Stofnaður hefur verið
hópur á Facebook sem vill veg hans
sem mestan og að forseti Íslands veiti
honum fálkaorðuna.
SPENNA OG KRAFTUR
DRÍFA MIG ÁFRAM
1 HEILDSALADÓTTIR SÖGÐ HAFA SVIKIÐ MILLJÓNIR AF OLÍUERFINGJA
Helga Ingvarsdóttir er ákærð fyrir
stórfelldan þjófnað.
2 SAMBANDIÐ VIÐ VÖLU GRAND VAR BLEKKING
Milos Tanasic átti ekki í sambandi við
Völu Grand.
3 FAÐIR HELGU Á LEIÐINNI TIL NEW YORK
Ingvar Karlsson fór til New York til að
veita dóttur sinni stuðning.
4 SÁ Í GEGNUM FLUGFARÞEGA Í DULARGERVI
Ekki var allt sem sýndist í flugvél á
leið frá Hong Kong til Kanada.
5 UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ HJÁLPAR HELGU MEÐ LÖGFRÆÐIAÐSTOÐ
Íslenska utanríkisráðuneytið vinnur
nú með fjölskyldu Helgu Ingvars-
dóttur.
6 UNNU NÁIÐ MEÐ TRÚGJARNA TÓNSKÁLDINU
Helga Ingvarsdóttir vann náið með
bandaríska tónskáldinu Roger C.
Davidson.
7 BJÖRK HVETUR TIL ÁHORFS: ÞAÐ LIGGUR MIKIÐ VIÐ
Söngkonan hvatti fjölskyldur og vini
til að horfa á Návígi.
MEST LESIÐ á dv.is MYNDIN
Hver er maðurinn? „Þórður Guðnason,
28 ára sjúkraflutningarmaður og nemi.“
Hvað drífur þig áfram? „Spenna og
kraftur.“
Hver eru áhugamál þín? „Fjalla-
mennska, ísklifur, klettaklifur, skíði og
ferðalög. Björgunarstörfin eiga líka hug
minn.“
Uppáhaldsbók? „Ég á mér ekki
uppáhaldsbók en les allt það sem fjallar
um áhugamálin.“
Uppáhaldssjónvarpsefni? „Ég hef
mest gaman af því að horfa á spennu-
myndir en get ekki nefnt neina sérstaka
mynd. Það er oft mikið um að vera
hjá mér svo ég sit ekki oft fyrir framan
sjónvarpið.“
Hvað gerir þú til að slappa af? „Ég
slappa af með því að ganga á fjöll. Ég
geng á sem flest fjöll en fer oftast og
finnst skemmtilegast að ganga upp á
Skarðsheiði enda eru þar heimaslóð-
irnar.“
Hvað kom til að þú fékkst áhuga á
útivist og björgunarstarfi? „Þegar ég
var lítill polli var stór björgunar aðgerð
við Skarðsheiðina. Þetta var um
áramót og það þurfti að bjarga týndum
hrossum. Ég varð afar hrifinn af þessum
aðgerðum og ætli áhuginn hafi ekki
kviknað þá. Annars kunna sögur afa
míns af lífinu á Hornströndum einnig
hafa haft áhrif á mig.“
Stundar þú líkamsrækt? „Ég geng
á fjöll og stunda klifur. Klifur er alhliða
líkamsrækt sem reynir mjög á og hentar
vel þeim sem sinna björgunarstörfum.“
Hvað finnst þér um hópinn sem hef-
ur verið stofnaður þér til heiðurs á
Facebook? „Ég hef enga skoðun á því.“
Afrek ársins? „Góð spurning!“
Áttu þér einhverjar fyrirmyndir? „Ás-
mundur Rúnar Ívarsson, Gunnar Agnar
Vilhjámsson,Sigurður Axel Axelsson og
Sigurður Kári Guðnason.“
Hvað er mikilvægast í lífinu?
„Fjölskyldan og að lifa lífinu.“
MAÐUR DAGSINS
„Miðað við það sem ég hef lesið mér
til um.“
MATTHÍAS BJARNASON
38 ÁRA MEISTARANEMI VIÐ HÍ
„Nei, maður ætti að geta valið.“
ÁGÚST INGI GUÐNASON
18 ÁRA NEMI Í MR
„Mér finnst það alveg koma til greina.“
HALLA PÁLMADÓTTIR
48 ÁRA BÓKASAFNSFRÆÐINGUR
„Ekki nema að vel athuguðu máli.“
NÚMI THORKELL TÓMASSON
31 ÁRS KOKKUR
„Ekki banna, en skýra á pakkningum svo
fólk viti hvað það er að borða.“
HANNES HALLDÓRSSON
18 ÁRA NEMI Í MR
Á AÐ BANNA TRANSFITU Í MATVÆLUM Á ÍSLANDI?
DÓMSTÓLL GÖTUNNAR
MIÐVIKUDAGUR 10. nóvember 2010 UMRÆÐA 19
Beðið eftir nýja Íslandi
Stjórnarráð Ís-lands og stjórn-
sýslan í heild glíma við
trúverðugleikavanda sem
endurspeglast ekki síst í
umræðu um ófaglegar og
jafnvel spilltar ráðningar.
KJALLARI
JÓHANN
HAUKSSON
blaðamaður skrifar
Lögreglustjórinn á vettvangi Umferðaróhapp varð á gatnamótum Tryggvagötu og Geirsgötu á þriðjudag. Það vakti athygli
vegfarenda að Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, sinnti sjálfur útkallinu. Hér að ofan sést hann tala við
vegfarenda en sem betur fer urðu engin slys á fólki. MYND SIGTRYGGUR ARI