Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2010, Side 20
LAY LOW OG RÖKKURRÓ Það verður væn
tónleikadagskrá á Faktorý á fimmtudagskvöld. Fram koma Lay
Low, Rökkurró og Of Monsters and Men. Lay Low kemur sjóðheit
á tónleikana úr Ameríkutúr þar sem hún hélt fjölmarga tónleika.
Þetta er þó aðeins stutt stopp hjá söngkonunni því hún heldur svo
beint aftur út, til Kanada, þar sem hún kom fram í Toronto þann
16. nóvember og Montreal þann 17. Aðgangseyrir á tónleikana á
Faktorý er 1.000 krónur og aðeins selt við hurð. Efri hæðin opnar
klukkan níu og hefjast tónleikarnir klukkan tíu.
VINSÆLT TVÍEYKI Það voru þrjár nýjar myndir sem
röðuðu sér í efstu sætin yfir vinsælustu og tekjuhæstu myndir
síðustu helgar. Í fyrsta sæti situr Due Date með þeim félögum Robert
Downey Jr. og Zach Galifianakis. Tæplega 7.500 manns hafa séð
myndina sem hefur þénað um 7,5 milljónir króna. Í öðru sæti situr
myndin Red með gömlu brýnunum Bruce Willis, Morgan Freeman
og Helen Mirren. Hún fékk tæplega 1.700 gesti og þénaði um 1,8
milljónir króna. Það voru svo Ævintýri Samma sem laumuðu sér í
þriðja sætið með um 1.250 gesti og 1,3 milljónir í hagnað.
20 FÓKUS 10. nóvember 2010 MIÐVIKUDAGUR
HAUSTFAGNAÐUR
Á CATALINU
Á föstudagskvöld ætla Arnfirðinga-
félagið og Önfirðingafélagið að blása
til haustfagnaðar á Cafe Catalinu í
Kópavogi. Af því tilefni ætlar hljóm-
sveitin Glymskrattinn að leika fyrir
dansi. Ásamt Glymskrattanum mun
fjöldinn allur af gestasöngvurum
koma fram. Til dæmis Jón Kr. Ólafs-
son. Húsið er opnað klukkan 21.00
og er aðgangseyrir 1.000 krónur.
Hægt er að panta sér mat með fyrir-
vara í síma 554 2166 en eldhúsið er
opið til 21.00.
FORSETANUM ER
EKKI BOÐIÐ
Kvikmyndarinnar um Gnarr er
beðið með mikilli eftirvæntingu
en hún verður frumsýnd 12. nóv-
ember. Myndin fjallar um undir-
búning í aðdraganda framboðs
Jóns Gnarr til borgarstjórnar og
fyrstu daga í embætti. Aðstand-
endur myndarinnar standa nú
í því að senda út boðsmiða til
frumsýningargesta og hafa sent
Hönnu Birnu Kristjánsdóttur og
Sóleyju Tómasdóttur miða. Þá
hafa þeir sent fjármálaráðherra,
menntamálaráðherra og Vigdísi
Finnbogadóttur boðsmiða en
sleppa því að bjóða forsetanum,
Ólafi Ragnari Grímssyni. „Á frum-
sýningunni verða síðan óvæntir
leynigestir og uppákomur í anda
myndarinnar,“ segir Gaukur Úlf-
arsson leikstjóri myndarinnar.
DEEP PURPLE-
TRYLLINGUR
Deep Purple Tribute og Eyþór Ingi
munu leika vel valin lög einnar
merkustu rokksveitar sögunnar,
Deep Purple, á Sódómu á fimmtu-
dagskvöldið. Tónleikarnir eru haldn-
ir í annað skipti í vetur vegna fjölda
áskorana. „Við ætlum að taka allar
helstu sprengjurnar,“ segir söngvari
sveitarinnar Eyþór Ingi Gunnlaugs-
son. Við tökum auðvitað Child in
Time, Smoke on the Water og Sold-
ier of Fortune og mörg fleiri.“ Eyþór
segist hafa orðið forviða yfir rífandi
stemningu á síðustu tónleikum.
„Síðustu tónleikar voru á miðviku-
dagskvöldi en þrátt fyrir það var fullt
út úr dyrum og rífandi stemning.“
Tónleikarnir eru á Sódómu og
hefjast kl. 22.00. Miðasala við dyrnar,
aðgangseyrir 1.200 kr.
Sirkus Íslands æfir sirkuslistir 20 tíma á viku og meðlimir hans eru í fantaformi:
Leynilegar sirkusæfingar
Sirkus Íslands setur upp sýninguna
Sirkus Sóley í Tjarnarbíó, en sýn-
ingin var sett upp í Salnum í Kópa-
vogi og Hofi á Akureyri fyrr á árinu
við stórkostlegar undirtektir og ein-
róma lof gagnrýnenda. „Við höldum
fjörinu áfram í Reykjavík,“ segir Lee
Nelson, sem mætti titla sem sirk-
usstjóra Sirkus Íslands. Lee Nelson
stofnaði Sirkus Íslands fyrir nokkr-
um árum og hefur verið óþreytandi
við að setja upp krassandi sýning-
ar. „Sirkusinn er alíslenskur. Ég hef
búið hér í þó nokkur ár og nú æfa
20 manns með sirkusnum. Við gef-
um ekkert eftir og æfum sirkuslistir
20 tíma á viku. Við erum alvöru sirk-
ushópur.“
Lee segist ekki gefa upp æfinga-
svæði sirkushópsins. Það hafi hann
gert einu sinni og geri aldrei aftur.
„Um hundrað manns mættu á æf-
ingasvæðið til þess að fá að fylgjast
með eða í von um að fá að æfa með
sirkusnum. Það tók mig margar vik-
ur að fá aftur frið til æfinga á nýjum
stað.“
Með Lee æfir Katla Þórarinsdótt-
ir á hverjum degi. „Við æfum fjóra
tíma í senn, tvisvar á dag. Ég er at-
vinnudansari og lærði dans í Lond-
on en eftir að ég fór að vinna með
Lee hef ég sótt mér nám í loftfim-
leikum og alls kyns sirkuskúnstum.
Við erum í raun afar dugleg að flytja
hingað til lands góða kennara til að
bæta þekkingu okkar. Hingað hafa
komið griplarar, jugglarar og loft-
fimleikamenn á heimsklassa.“ Að-
spurð um leyndina sem hvílir yfir
æfingunum hlær hún og segir að-
sóknina og spennuna í kringum æf-
ingarnar auðvitað æðislegar og þau
vildu óska að þau gætu tekið á móti
flinku sirkusfólki alla daga. Það geti
þau hins vegar ekki því þau þurfi að
æfa svo stíft sjálf. „Við höldum samt
oft námskeið og tökum þá nýja og
efnilega sirkusmeðlimi inn, segir
Katla. Þá höfum við kennt sirkuslist-
ir í samstarfi við ÍTR og grunnskól-
ana og það er virkilega gefandi starf.
Sirkusinn er nefnilega svo breitt svið
lista að allir krakkar geta náð árangri
á sínu sviði og það gleður þau.“
„Við erum alvöru sirkushópur“
Katla Þórarinsdóttir og Lee Nelson,
aðalspírurnar í Sirkus Íslands.
Owen (Smit-
McPhee) er
einmana 12
ára strákur
sem býr með
mömmu sinni
í lítilli blokk-
aríbúð. Þeg-
ar dularfull
stelpa, Abby
(Moretz), flyt-
ur í næstu
íbúð eign-
ast hann sinn
eina vin, en fljótlega kemur í ljós
að hún er ekki öll þar sem hún er
séð. Þetta er endurgerð á sænsku
kvikmyndinni Låt den rätte
komma in frá árinu 2008 sem
vakti mikla athygli og var virki-
lega vel heppnuð.
Endurgerðir í Hollywood eru
nær undantekningarlaust um-
deildar, því yfirleitt er um að
ræða frábærar myndir sem vakið
hafa mikla alþjóðlega athygli en
eru svo færðar í hið hefðbundna
Hollywood-form. Það virkar að
sjálfsögðu ekki alltaf og of oft er
niðurstaðan hraðsoðið og karakt-
erlaust bergmál af fyrirmyndinni.
Let Me In er alls ekki versta end-
urgerð sem framleidd hefur ver-
ið, en hún kemst heldur ekki ná-
lægt því að vera sú besta.
Kodi Smit-McPhee (The
Road) og Chloe Moretz (Kick-
Ass) standa sig þó frábærlega í
hlutverki krakkanna. Owen er
lagður í hart einelti og maður get-
ur ekki annað en fundið til með
honum. Honum finnst fjölskylda
sín vera að sundrast eftir skilnað
foreldra sinna og því kemur Abby
á hárréttum tíma. Allt hennar fas
er þreytulegt og ískalt, en þó hlý-
legt á ákveðinn hátt. Hennar líf
er sömuleiðis óeðlilegt og hún er
greinilega mjög leið á því.
Þegar yfirnáttúrulegir hlutir
fara að gerast bregst myndin hins
vegar áhorfendum illa. Hún fell-
ur niður á lágt plan óþarfra tölvu-
brellna og klisjukenndra óhljóða,
og tekst þannig að skemma ann-
ars góða tilfinningalega upp-
byggingu myndarinnar. Þessi
atriði koma algjörlega eins og
skrattinn úr sauðarleggnum, því
að öðru leyti er myndin virkilega
smekkleg og fellur ekki í freist-
andi Hollywood-gildrur.
Þetta er þó aðeins einn af ör-
fáum hlutum sem draga myndina
niður. Myndataka og tónlist eru til
fyrirmyndar sem og almennt útlit
myndarinnar. Hún gerist á 9. ára-
tugnum, en það er ekki gert mik-
ið úr því – áhorfendum er leyft að
átta sig á tímabilinu og staðsetn-
ingunni upp á eigin spýtur.
Let Me In á marga mjög góða
spretti, skapar magnþrungið and-
rúmsloft á köflum og er mjög vel
leikin. Þegar myndin er hins veg-
ar svona háð uppbyggingu og
smekklegri framsetningu á yfir-
náttúrulegum hlutum er gjör-
samlega óþolandi að sjá hana
falla í jafn auðveldar gildrur og
raun ber vitni. Tvær mínusstjörn-
ur fyrir það.
GILDRURNAR
Í HOLLYWOOD
KVIKMYNDIR
JÓN INGI
STEFÁNSSON
skrifar
LET ME IN
Leikstjórn: Matt Reeves
Aðalhlutverk: Chloe Moretz, Kodi
Smit-McPhee, Richard Jenkins, Cara
Buono, Elias Koteas
Handrit: Matt Reeves upp úr handriti
og skáldsögu John Ajvide Lindqvist.
FRÁBÆR Kodi Smit-McPhee og
Chloe Moretz standa sig ótrúlega vel.
LET ME IN „Let Me In er alls ekki versta endurgerð sem framleidd hefur verið,
en hún kemst heldur ekki nálægt því að vera sú besta.“