Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2011, Qupperneq 2
2 | Fréttir 5. janúar 2011 Miðvikudagur
Tólf skilanefndar- og slitastjórnar-
menn í stóru bönkunum sem féllu
haustið 2008 högnuðustu samanlagt
um 460 milljónir króna árið 2009.
Allir reka þeir einkahlutafélög og afla
tekna sinna í gegnum þau. Að jafn-
aði gat hver og einn þeirra haft um
3,2 milljónir króna á mánuði í gegn-
um einkahlutafélög sín. Árstekjur
hvers og eins geta verið mun hærri
afli þeir einnig tekna annars staðar
frá. Árstekjur þeirra geta hins vegar
ekki verið lægri en ársreikningarnir
gefa til kynna.
DV hefur skoðað ársreikninga
tólf einkahlutafélaga sem nær öll eru
í 100 prósent eigu þeirra skilanefnd-
armanna sem getið er í meðfylgjandi
töflu. Athyglisvert er að tekjur félag-
anna hafa tuttugu- til þrjátíufaldast í
einstaka tilvikum frá árinu 2008. Það
á sér eðlilegar skýringar í sumum til-
vikum þar eð sum félaganna voru
stofnuð árið 2008. Það á til dæmis
við um félag Ársæls Hafsteinsson-
ar, framkvæmdastjóra skilanefnd-
ar Landsbankans, sem stofnað var
8. október 2008, degi eftir að hann
var skipaður í skilanefnd Lands-
bankans. Hann þurfti síðar að víkja
úr nefndinni þar sem óeðlilegt þótti
að fyrrverandi yfirmaður í gjaldþrota
Landsbanka sæti í nefndinni. Þess
má geta að árið 2007 hafði Ársæll að
jafnaði um 20 milljónir króna í laun
á mánuði hjá Landsbankanum sam-
kvæmt skýrslu rannsóknarnefndar
Alþingis.
Annar skilanefndarmaður, Árni
Tómasson, hafði um 34 milljón-
ir króna að jafnaði á mánuði frá
Kaupþingi árið 2004, sem rekja má
til hundruð milljóna króna starfs-
lokasamnings hans sem bankastjóra
Búnaðarbankans þegar bankinn var
einkavæddur og sameinaður Kaup-
þingi árð 2003.
2007-einkennin
Tekjur skilanefndar- og slitastjórn-
armanna hafa reglulega orðið að
umtalsefni síðan bankarnir féllu
í október 2008. Fyrstu mánuðina
höfðu skilanefndirnar tekjur sín-
ar í gegnum Fjármálaeftirlitið og
hið opinbera. Nú eru þær algerlega
kostaðar af þrotabúunum sjálfum
og þeim tekjum sem þau hafa af
eignum sínum. Fréttir voru sagðar
um allt að 26 þúsund króna reikn-
inga fyrir hverja unna klukkustund
lögfræðinga í skilanefndum. Sam-
kvæmt því gátu lögfræðingar í fullri
vinnu fyrir bú bankanna hæglega
haft 200 þúsund krónur á dag fyrir
vinnu sína.
Þykir mörgum sem þessi nýja
tekjuháa stétt bankahrunsins sýni að
ýmsu leyti svipaða takta og útrásar-
víkingarnir árið 2007 og berist jafn-
mikið á og þeir gerðu. DV sagði til
dæmis frá því í áramótablaði sínu að
Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður
slitastjórnar Glitnis, hefði ásamt fjöl-
skyldu sinni dvalið í Dúbaí um jólin.
Þá eru heimildir fyrir því að lögfræð-
ingar og eigendur Lögfræðistofu
Reykjavíkur hafi snemma vetrar
haldið árshátíð í Barcelona á Spáni.
Að minnsta kosti fjórir lögfræðing-
ar stofunnar starfa í slitastjórnum
og skilanefndum Landsbankans,
Glitnis og Sparisjóðabankans, þeir
Lárentsínus Kristjánsson, Steinar Þ.
Guðgeirsson, Ólafur Garðarsson og
Tómas Jónsson.
Kröfuhafar gera ekki
athugasemdir
Heildarkostnaður við greiðslu-
Jóhann Hauksson
blaðamaður skrifar johannh@dv.is
n Þeir sem eru í skilanefndum og slitastjórnum bankanna eru í hópi tekjuhæstu einstaklinga
þjóðarinnar eftir hrunið n Tólf þeirra högnuðust samanlagt um 460 milljónir króna í gegnum
einkahlutafélög sín allt árið 2009 n Það jafngildir á fjórðu milljón króna á mánuði
Hin nýja auðstétt hrunsins
2009 2008
Ársæll Hafsteinsson (ÁH lögmenn ehf 100%) 56,7 6,5
(Yfirmaður hjá Landsbankanum fyrir bankahrun.)
Lárentsínus Kristjánsson (Lækjarberg ehf 100%) 39,4 10,7
(Lögfræðistofa Reykjavíkur, skilanefnd Landsbankans okt. 2008, arðgreiðslur 32.5 millj. 2009.)
Ólafur Garðarsson (ÓG lögmenn ehf) 53 35,7
(Lögfræðistofa Reykjavíkur - tilsjónarm. greiðslust. Kaupþings okt 2008 - greiddur arður: 36 millj. 2009.)
Jóhannes Rúnar Jóhannesson (JRJ fjárráð ehf) 19,1 5,1
(AP lögmenn. Var lögfr. hjá Kaupþingi.)
Davíð B. Gíslason (Gjaldheimtan lögfr.ráðgjöf. ehf) 5,4
(Davíð á 25 prósent í Gjaldheimtunni lögfræðiráðgjöf ehf.)
Feldís Óskarsdóttir (stofnaði eigin félag árið 2010)
(Feldís Óskarsdóttir hdl ehf og tekur tekjur þar í gegnum.)
Heimir Haraldsson (Safn - ráðgjöf ehf. 100% ) 33,6 - 0,1
(Skilanefnd Glitnis. Félag í eigu Heimis fékk 500 milljónir afskrifaðar hjá Landsbankanum.)
Árni Tómasson ( AT ráðgjöf ehf. ) 42 3,7
(Árni er í skilanefnd Glitnis - 32,4 millj, á mánuði hjá Kaupþingi 2004 vegna starfslokasamnings.)
Þórdís Bjarnadóttir (Lögfræðimiðstöðin ehf. 100%) 21 9,1
(4 starfsmenn Lögfræðimiðstöðvarinnar fengu samtals 15 milljónir í laun 2009, greiddur arður 32,2.)
Steinunn Guðbjartsdóttir (S.G. Lögmannsstofa ehf) 63 21
(Slitastjórn Glitnis. Hélt til í Dúbaí um jólin með fjölskyldunni.)
Herdís Hallmarsdóttir (Embla lögmenn ehf. 50%) 22,4 0.6
(Slitastjórn Landsbankans, eignir félagsins hafa vaxið úr 35 í 120 millj. 2008–2009, skuldir úr 34 í 96.)
Halldór H. Backman (LLS ehf. 50% ) 52,3 2,0
(Slitastjórn Landsbankans.)
Kristinn Bjarnason (KB lögmannsstofa ehf. 100%) 52 56
(Kristinn Bjarnason starfaði m.a. fyrir Hannes Smárason og FL-Group fyrir bankahrun.)
Samtals 460 150
Mismunur: 310 (Samanlagður hagnaður þrefaldaðist að jafnaði eftir skatta milli áranna 2008 og 2009)
Hagnaður eftir tekjuskatt í milljónum króna:
Einkahlutafélag
Slitastjórn Kaupþings:
Ólafur Garðarsson ÓGlögmennehf.
Davíð B. Gíslason Gjaldheimtanlögfræðiráðgjöfehf.
Feldís L. Óskarsdóttir
Skilanefnd Kaupþings:
Steinar Þ. Guðgeirsson
Guðný Arna Sveinsdóttir
Knútur Þórhallsson
Theodór Sigurbergsson
Slitastjórn Glitnis:
Steinunn Guðbjartsdóttir SteinunnGuðbjartsdóttirlögmannsstofaehf.
Páll Eiríksson
Einar Gautur Steingrímsson
Skilanefnd Glitnis:
Árni Tómasson ÁTráðgjöfehf.
Heimir Haraldsson Safnráðgjöfehf.
Þórdís Bjarnadóttir Lögfræðimiðstöðinehf.
Slitastjórn gamla Landsbankans:
Kristinn Bjarnason KBlögmannsstofaehf.
Halldór Backman LLSehf.
Herdís Hallmarsdóttir Emblalögmennehf.
Skilanefnd gamla Landsbankans:
Ársæll Hafsteinsson framkvæmdastjóri skilanefndar ÁHlögmennehf.
Lárentsínus Kristjánsson formaður skilanefndar Lækjarbergehf.
Einar Jónsson skilanefnd
Hverjir sitja í skilanefndum og slitastjórnum?