Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2011, Síða 10
10 | Fréttir 5. janúar 2011 Miðvikudagur
Langaði til að gleðja börn sem dvelja þurftu á sjúkrahúsi um jólin:
Safnaði gjöfum fyrir veik börn
Jón og Hanna
fá metanbíl
Fjárfest hefur verið í nýjum bíl fyrir
borgarstjóra, forseta borgarstjórnar
og aðra lykilstarfsmenn í stjórn borg-
arinnar. Bíllinn leysir af hólmi tvær
aðrar bifreiðar sem áður voru í þjón-
ustu borgarinnar í gegnum rekstr-
arleigusamning. Bíllinn mátti kosta
allt að fimm milljónum króna en
hann kostaði þó umtalsvert minna.
„Hann verður notaður fyrir borgar-
stjóra, fyrir forseta borgarstjórnar og
í sendiferðir fyrir ráðhúsið,“ segir Sig-
urður Björn Blöndal, aðstoðarmaður
Jóns Gnarrs borgarstjóra.
Bílum skilað
Sigurður Björn segir að tveimur bíl-
um, sem voru á rekstrarleigu, hafi
verið skilað á sínum tíma vegna hag-
ræðingar. Síðan þeim bílum var skil-
að hafa verið gerðar tilraunir með
bíla knúna með vistvænum orkugjöf-
um, líkt og vetni og rafmagni. Leiða
má að því líkur að þær tilraunir hafi
ekki gengið sem skyldi og nú hafi
verið keyptur bíll til að sinna brýn-
ustu verkefnum hjá stjórnendum
borgarinnar. „Þar sem vantaði bíl í
alls konar hluti fyrir ráðhúsið, það er
náttúrulega eðlilegt að svona batterí
hafi einn bíl, þá var ákveðið að kaupa
metanbíl,“ segir hann. „Hann þjónar
þá öllum, bæði sem snattbíll til út-
keyrslu og ef það þarf að keyra borg-
arstjórann.“
Borgarstjórabíll
Samþykkt var í borgarráði í lok
desember að kaupa ætti bílinn. Var
lögð fram beiðni af meirihlutanum
um að kaupa bíl fyrir borgarstjór-
ann. Var þar lagt til að keyptur yrði
ársgamall Volkswagen Passat sem
gengur fyrir metani. Samþykkt var að
eyða allt að fimm milljónum króna í
kaupin en bíllinn kostaði hins vegar
um 3,7 milljónir króna, samkvæmt
heimildum DV. Bíllinn er skráður á
skrifstofu borgarstjóra.
„Ég veit ekki nákvæmlega hvern-
ig notkunin var á þeim, sjálfsagt hafa
þeir eitthvað verið notaðir í snatt
líka,“ segir Björn aðspurður um hvort
þessum bíl sé ætlað að koma í stað-
inn fyrir þá tvo sem skilað var á sín-
um tíma.
Hjól til afnota
Í ráðhúsi Reykjavíkur eru til stað-
ar hjól fyrir starfsmenn borgarinn-
ar. Segir aðstoðarmaður Jóns að þau
komi sér vel og að þau hafi alla jafnan
verið nýtt af starfsmönnum skrifstofu
borgarstjóra. „Fyrir utan mesta vind-
inn í janúar er þetta mjög fínt. Það er
mjög fínt að nota þessi reiðhjól, ég
meina það er hægt að fara á fundi,
það er mjög fínt að fara upp á Höfða-
torg,“ segir hann um reiðhjólin. Hjól-
in munu þó ekki vera hugmynd Besta
flokksins, og voru þau í húsinu þeg-
ar Besti flokkurinn náði meirihluta
í borginni. „Við getum víst ekki tekið
kredit fyrir það,“ segir hann.
n Metanbíll keyptur fyrir skrifstofu borgarstjóra n Tæplega fjögurra milljóna króna
bíll keyptur n Segja bílinn vera til að keyra borgarstjóra og „snattbíl til útkeyrslu“„Ég veit ekki ná-
kvæmlega hvernig
notkunin var á þeim, sjálf-
sagt hafa þeir eitthvað
verið notaðir í snatt líka.
Aðalsteinn Kjartansson
blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is
Stjórinn og forsetinn Jón
Gnarr borgarstjóri og Hanna
Birna forseti borgarstjórnar
munu hafa afnot af bílnum,
samkvæmt aðstoðarmanni
Jóns.
kennsla hefst
10. janúar
Innritun og upplýsingar
í síma 561 5620
www.schballett.is
Sara Lind Kolbeinsdóttir býr í
Sønder borg í Danmörku og stundar
nám í háskólanum þar. Undanfarin
fjögur ár hefur hún safnað gjöfum
og farið með til barna sem þurfa að
liggja á barnadeildinni á sjúkrahús-
inu á Sønder borg um jólin, þeim til
mikillar gleði. „Það er mikið af lista-
mönnum og þekktu tónlistarfólki
sem heimsækir barnadeildina á
sjúkrahúsinu í Kaupmannahöfn og
börnin fá gjafir og fleira skemmti-
legt. Mér fannst vanta að eitthvað
skemmtilegt væri gert fyrir krakkana
á barnadeildinni hér í Sønder borg “
Sara Lind ákvað að taka málið í
eigin hendur og fór sjálf af stað með
söfnun til að gleðja börnin. „Það
eru ekki allir sem vilja gefa pening í
svona safnanir, svo ég ákvað að hver
og einn gæti bara keypt sína jólagjöf
og sett hana undir stórt jólatré sem
er hjá háskólanum. Fólk skrifaði á
pakkann hvort hann væri fyrir stelpu
eða strák og hvaða aldur.“
Sara Lind segir söfnunina hafa
gengið afar vel og að bæði fyrirtæki
og einstaklingar hafi lagt þeim lið.
„Við fórum svo nokkrir krakkar
úr háskólanum með jólasveininum
og tveimur aðstoðarmönnum hans
með gjafirnar á spítalann 22. desem-
ber. „Það var ein lítil stelpa þarna
sem lá í sjúkrarúmi. Hún hafði verið í
beinmergsskiptum stuttu áður en við
komum og þurfti því að liggja kyrr í
rúminu, en hún var svo ótrúlega
spennt og glöð yfir að jólasveinninn
væri kominn að hitta hana að hún
gat bara ekki ekki legið kyrr, elsku
stelpan“, segir Sara Lind og hlær.
Eftir að hafa gefið börnunum á
sjúkrahúsinu gjafirnar var talsvert af
pökkum eftir, svo Sara Lind brá á það
ráð að gefa þær til krakka og ungl-
inga sem dvelja í kvennaathvarfi í
bænum.
Sara Lind ætlar að halda áfram
með söfnunina um ókomin ár, en
hún segist ekki vera á leið heim til Ís-
lands eftir nám. „Það er æðislegt að
byrja jólin á þennan máta og ég ætla
að halda þessu áfram næstu árin.“
hanna@dv.is
Jólagleði Sara Lind segir æðislegt að byrja
jólin á að fara með gjafir á sjúkrahúsið.
Ósætti í Krossinum:
Hættir vegna
Jónínu Ben
Magnús Sigurjón Guðmundsson
hefur sagt sig úr stjórn trúfélagsins
Krossins. Gerir hann það í kjölfar
birtingar á tölvupóstsamskiptum
Jónínu Benediktsdóttur við Ástu
Knútsdóttur, talsmann kvennanna
sem sakað hafa Gunnar Þorsteins-
son, eiginmann Jónínu, um kynferð-
islega áreitni og misnotkun. „Þetta
er aðallega út af þessum bréfaskrift-
um sem áttu sér stað í morgun,“
sagði hann við DV á þriðjudag.
Magn-
ús segist ekki
vera sammála
vinnubrögðum
Jónínu og Ein-
ars Ólafssonar,
stjórnarmanns í
Krossinum, sem
sendi fyrrverandi
tengdamóður
Gunnars bréf þar sem hann spurði
hvort ekki hefði eitthvað misfarist í
uppeldi barna hennar, en fyrrver-
andi mágkonur Gunnars eru meðal
þeirra kvenna sem saka hann um
kynferðisbrot. „Mér finnst fulllangt
gengið að vera með svona skítkast
eins og var þarna,“ segir hann.
„Almennt séð er fólk innan
Krossins að bregðast hárrétt við en
það er misjafn sauður í mörgu fé,
þarna eins og annars staðar,“ segir
Magnús. Aðspurður um póst Jónínu
svarar hann: „Mér fannst þessi póst-
ur frá henni til háborinnar skammar.
Bæði fyrir okkur sem í stjórn sitjum
og kirkjuna alla. Ég vona innilega
að fólk átti sig á því að þetta end-
urspeglar ekki skoðun kirkjunnar,
langt því frá. Fólk hefur kappkostað
að mæta þessum erfiðleikum á fag-
legan hátt en þá er það skemmt með
svona barnalegum verkum.“