Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2011, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2011, Page 15
Jólatré ekki hirt í Reykjavík Reykjavíkurborg mun ekki hirða jólatré borgarbúa í ár frekar en í fyrra. Þetta kemur fram á vef Reykjavíkurborgar. Þeir sem þurfa að losa sig við jólatré að hátíðinni lokinni geta farið með trén endur- gjaldslaust á endurvinnslustöð eða keypt þjónustuna hjá sorphirðufyrirtækjum og íþróttafélögum. Þar sem flestir fara á endurvinnslustöðvar eftir jólin með ýmsar umbúðir og pakkningar utan af flugeldum er tilvalið að kippa trénu með. Nokkur íþróttafélög í Reykjavík bjóða upp á þá þjónustu að hirða jólatrén eftir hátíðirnar en eins hafa Skógræktarfélag Reykjavíkur og Gámaþjónustan hafið samstarf um hirðingu trjánna en hægt er að panta þjónustuna hjá fyrirtækjunum. Árétting Vegna verðkönnunar á árskortum líkamsræktarstöðva vildu forsvarsmenn Hreyfingar koma því á framfæri að líkamsræktarstöðin býður einnig upp á skólakort. Í grein DV kom ekki fram að hjá Hreyfingu geta námsmenn á aldrinum 16 til 25 ára fengið svokallaða skólaaðild. Annaðhvort sækir fólk um tveggja mánaða binditíma sem kostar 5.900 krónur á mánuði eða 12 mánaða binditíma sem kostar 4.500 á mánuði. Eins vildu þeir geta þess að hægt er að fá tveggja ára binditíma sem er ódýrari leið en árskortin. Í könnun DV var þó aðeins kannað verð á árskortum. Einnig er vert að geta þess að í Baðhúsinu er hægt að fá árskort í áskrift en þau veita frían aðgang á öll lokuð námskeið. Neytendur | 15Miðvikudagur 5. janúar 2011 „Já, við komum nú meðal annars út af útsölunum en erum meira bara að skoða,“ sögðu Hrafn Ólíver Posocco og Þorleifur Rafnsson. Þeir sögðust ekki hafa beðið eftir útsölum en þeir ættu örugglega eftir að geta gert góð kaup. SPARAÐU OG KAUPTU NÚNA Eitthvað fyrir alla Í Hagkaupum er boðið upp á „verðpunkta“ með föstu verði en það eru vörur á 500 til 1.000 krónur. Afslátturinn þar er á bilinu 30 til 50 prósent en fatnaður og skófatnaður eru þær vörur sem lækka mest þó svo að flestir vöruflokkar lækki eitthvað. Debenhams er með 30 til 70 prósenta afslátt af völdum vörum sem koma úr öllum deildum. Útsölurnar samanstanda að mestu af eldri vörum en til eru dæmi um að nýjar vörur fari beint á 50 prósenta afslátt. Einna minnst eru tilboð á snyrtivörum. Barnaföt er sá vöruflokkur sem Cintamani lækkar um þessar mundir en þar eru slegin 30 prósent af öllum barnafatnaði. Fullorðinsflíkur fara hins vegar á útsölumarkað í Garðabæ þegar nýir litir og nýjar gerðir koma inn. Svipað er hjá 66°Norður en þar fara eldri flíkur beint á útsölumarkað í Faxafeni. Íþróttavörur Útsalan í Adidas hefst 6. janúar en að sögn starfsmanns verslunarinnar var ákveðið að lengja skilafrest til þess að sem flestir næðu að skila jólagjöfum. Þá verður boðið upp á 30 prósenta afslátt af þeim vörum sem eru ekki allra vinsælastar. Þau vörunúmer sem eru mikið keypt allan ársins hring fara ekki á útsölu. Í mars eða apríl má svo búast við lagersölu á vörum Adidas. Í Útilíf eru það mestmegnis verð á skóm og sportfatn- aði sem hefur verið lækkað. Um miðjan mánuð mun afsláttur hækka enn meira til að koma vörum út. Flestar heimilisvörur og búsáhöld á afslætti Verslanir með heimilisvörur og búsáhöld eru með mikið magn af vörum sínum á útsölu. Þannig auglýsir IKEA allt að 50 prósenta afslátt á 2.300 vörunúmerum sem nær til allra deilda og stendur yfir þar til síðla í janúar. ILVA veitir 25 til 40 prósenta afslátt af ýmsum vöruflokkum sem nær til 1.400 vörunúmera. Í Tekk Company eru allar jólavörur á helmingsafslætti, matar- stell og ákveðin kerti eru á 30 prósenta afslætti en þess fyrir utan eru allar vörur í búðinni á 10 prósenta afslætti. Verslunin Búsáhöld býður upp á 20 prósenta afslátt af nær öllum vörum eða um 90 prósentum þeirra. Snyrtivörur Þær sem þurfa að hressa upp á baðherbergisskápinn og snyrtibudduna geta glaðst yfir því að þessar vörur fara einnig á útsölu. Til dæmis er The Body Shop með allt að 50 prósenta afslátt af völdum vörum. Það eru bæði vörur sem verslunin fær sendar að utan sem og sérstakar tilboðsvörur en einnig eru nokkur af vinsælustu kremunum á útsölunni. Make-up Store er með ýmsar vörur á tilboði. Til dæmis eru 1.000 krónur slegnar af ákveðnum litum í varalitum, augnskuggum og varalitablýöntum og fjaðraaugnahár er hægt að fá á 590 krónur. Auk þess er pakki með ilmvatni og sturtusápu nú á 4.912 í stað 9.890 króna. Rífandi út- sölustemning „Klikkað“ að gera, segir verslunarmaður: Stemningin í Kringlunni og Smára- lind fyrsta útsöludaginn í flestum búðum var svipuð og síðustu dag- ana fyrir jól. Erfitt var að finna laust bílastæði og inni var fólk með fulla poka af útsöluvörum. Biðraðir við kassa voru langar og það mætti því ætla að margir hafi geymt að kaupa ýmislegt þar til útsölur hófust en í flestum búðum í verlsunarmið- stöðvunum og í miðbæ Reykjavík- ur eru útsölur nú hafnar. Verslun- arfólk sem DV ræddi við var flest sammála um að útsölurnar færu vel af stað. Mikið væri búið að gera eða „klikkað að gera“ eins og einn orðaði það. Á einum stað beið fólk fyrir utan þar til búðin var opnuð og á öðrum höfðu starfsmenn ekki við að fylla á vörur. Einn starfsmað- urinn hafði það á orði að óvenju- mikið hefði verið að gera þann dag- inn og örtröðin meiri en sama dag í fyrra. Viðmælendur blaðamanns í Smáralindinni voru þó ekki búnir að kaupa margt en voru ánægðir með það sem þeir höfðu séð. Gunnhildur Steinarsdóttir blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is „Einn starfs- maðurinn hafði það á orði að óvenjumikið hefði ver- ið að gera þann dag- inn og örtröðin meiri en sama dag í fyrra. Vinkonurnar Rebekka Katrín Arnþórsdóttir og Helga Hauksdóttir sögðust vera búnar að gera góð kaup á útsölunum. „Ég var að leita mér að kjól fyrir árshátíðina og fann hann,“ sagði Helga. Þær voru sammála um að þeim litist vel á útsölurnar en þær hefðu ekki geymt nein kaup þar til þær byrjuðu. „Já, þetta eru mjög góðar útsölur, miklu betri en við bjuggumst við. Við héldum eiginlega að það væri allt búið,“ bættu þær við. „Já, við komum eiginlega út af útsölunum en erum ekkert búin að versla,“ sögðu Bjarki Brynjólfsson og Rósa Hafliðadóttir. Þau sögðust þó ekki vera að leita að neinu sérstöku og að þau væru að skoða hvað væri í boði. Þeim fannst búðirnar bjóða upp á mikinn afslátt en þó svipaðan og í fyrra. „Þeir karlmenn sem vilja bæta í fataskápinn ættu ekki að vera í vandræðum með að finna eina eða tvær flíkur á útsölunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.