Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2011, Qupperneq 16
16 | Erlent 5. janúar 2011 Miðvikudagur
Arnold Schwarzenegger er horfinn
á braut úr embætti sínu sem ríkis-
stjóri Kaliforníu. Ríkisstjóraskipti
voru á mánudaginn og við stjórnar-
taumunum tók demókratinn Jerry
Brown – sem hefur reyndar verið rík-
isstjóri áður, á árunum 1975 til 1983.
Nú þegar Schwarzenegger kveður
eru aðeins 22 prósent Kaliforníbúa
ánægð með störf hans. Þrátt fyrir fög-
ur fyrirheit um að rétta fjárlagahalla
Kaliforníuríkis af þegar hann tók við
embætti árið 2003 er staðan mun
verri nú en þá. Kaliforníuríki eitt og
sér er talið búa yfir áttunda stærsta
hagkerfi í heimi en nú stendur það
hins vegar höllum fæti. Undir eftirliti
austurríska vöðvafjallsins þrefaldað-
ist fjárlagahallinn og hljóðar nú upp
á 28 milljarða Bandaríkjadala.
Þegar Schwarzenegger lýsti yfir
framboði sínu til ríkisstjóra var hann
óþekkt stærð í stjórnmálaheiminum.
Hann var reyndar yfirlýstur repúblik-
ani og hafði verið það síðan hann
flutti fyrst til Bandaríkjanna árið
1969. Hann hafði hins vegar aldrei
gegnt opinberu stjórnmálaembætti
og notaði fyrst og fremst frægð sína
sem kvikmyndaleikari til að ná hylli
fólksins. En hvernig má það vera að
slíkur maður fái jafnábyrgðarmikið
embætti og Schwarzenegger hlaut
árið 2003?
Strangt uppeldi
Arnold Schwarzenegger fæddist
í smábæ fyrir utan borgina Graz í
Austurríki árið 1947. Faðir hans var
lögreglumaður en hann hafði einn-
ig barist með þýska hernum í síð-
ari heimsstyrjöldinni og var skráð-
ur meðlimur í nasistaflokki Adolfs
Hitlers. Schwarzenegger hlaut ein-
staklega strangt uppeldi og hefur oft
lýst því í viðtölum að faðir hans hafi
oft og tíðum beitt hann barsmíðum.
Þrátt fyrir að hafa átt ágætis sam-
skipti við móður sína þangað til hún
lést árið 1998 hafði Schwarzenegger
af þeim sökum engin samskipti við
föður sinn eftir að hann yfirgaf Aust-
urríki á táningsárum. Talið er að það
hafi haft mótandi áhrif á skapgerð
hans og skoðanir – að ekki væri hægt
að treysta á neinn nema sjálfan sig.
Vaxtarræktin var stökkpallur
Schwarzenegger hóf að stunda lík-
amsrækt aðeins 15 ára að aldri og
þótti strax efnilegur. Hann sýndi gíf-
urlegan metnað og æfði sig hvern
einasta dag. Hann vann sína fyrstu
vaxtarræktarkeppni árið 1965, en á
þeim tíma sinnti hann einnig her-
skyldu sem öll 18 ára ungmenni
þurfa að sinna í Austurríki. Hann
strauk úr hernum til að geta tekið
þátt í unglingaflokki í Herra Evrópu,
vann keppnina en var síðan dæmd-
ur í viku fangelsi fyrir brotið. Í keppn-
inni vakti hann hins vegar mikla at-
hygli erlendra vaxtarræktarfrömuða
og einn þeirra bauð honum að koma
til Lundúna og hefja þar æfingar sem
atvinnumaður í vaxtarrækt.
Schwarzenegger sigraði í kjöl-
farið í keppninni Herra heimur árið
1967, aðeins tvítugur að aldri. Árið
1969 lét hann svo draum sinn ræt-
ast með því að flytjast endanlega til
Bandaríkjanna. Ári síðar hafði hann
unnið vaxtarræktarkeppnina Herra
Ólympía, en í þeirri keppni átti hann
eftir að sigra alls sjö sinnum og er
það met enn þann dag í dag. Hann
hefur þó viðurkennt að hafa not-
að steralyf grimmt á þessum árum,
eins og algengt er með vaxtarrækt-
arkappa. Hann fór þó aldrei leynt
með áhuga sinn á kvikmyndaleik og
þangað stefndi kappinn. Það gekk þó
brösuglega framan af, ekki síst vegna
slakrar enskukunnáttu.
Arnold verður Conan
Þrátt fyrir að hafa fengið minni hátt-
ar hlutverk í Hollywood-kvikmynd-
um á 8. áratug síðustu aldar, var það
ekki fyrr en kvikmyndaframleiðand-
inn Dino De Laurentiis ákvað að gefa
Schwarzenegger tækifæri að boltinn
fór að rúlla. De Laurentiis framleiddi
ævintýramyndina Conan the Bar-
barian eftir handriti Olivers Stone og
Johns Milius, sem leikstýrði einnig
myndinni. Myndin varð að sumars-
melli árið 1982 og hlaut jafnframt lof
gagnrýnenda fyrir frumleg efnistök.
Síðan þá hefur kvikmyndin komist
á stall svokallaðra „költ“ mynda, en
í Bandaríkjunum er ekki óalgengt
að haldnar séu Conan-ráðstefnur –
þar hittast aðdáendur myndanna til
að bera saman bækur sínar, jafnan
klæddir sem persónur úr myndinni.
Boltinn fer að rúlla – frægasti
leikari í heimi
Árið 1984 var kvikmyndin um Tor-
tímandann frumsýnd en James
Cameron leikstýrði henni. Var stjarna
Schwarzeneggers þar með tryggð og
lék hann í hverjum smellinum á eft-
ir öðrum. Má þar nefna myndir eins
og Total Recall, The Running Man og
Predator. Hefur 9. áratugur síðustu
aldar jafnan verið nefndur gullöld
hasarmynda og réðu þar vöðvafjöll-
in ríkjum, en ásamt Schwarzenegger
nutu menn eins og Sylvester Stallone
og Bruce Willis óhemjumikilla vin-
sælda. Var Schwarzenegger þeirra
vinsælastur, ekki síst eftir framhalds-
myndina um Tortímandann og enn
eitt samstarfsverkefnið með Camer-
on, True Lies.
Á seinni hluta 10. áratugarins
fór að fjara undan kvikmyndaferli
Schwarzeneggers. Myndir eins og
Eraser, End of Days og The 6th Day
fengu litla aðsókn í kvikmyndahús-
um og slæma útreið hjá gagnrýnend-
um. Þrátt fyrir það var Schwarzen-
egger ennþá einn launahæsti
leikarinn í Hollywood.
Stjórnmálaferillinn af stað
Segja má að fyrsti vísirinn að stjórn-
málaferli Schwarzeneggers hafi ver-
ið þegar hann giftist Mariu Shri-
ver, dóttur Eunice Kennedy Shriver,
systur Johns F. Kennedys. Fjöl-
skylda Shriver hafði víðtæk tengsl í
Washington og við kvöldverðarborð
tengdafjölskyldunnar var rætt um
fátt annað en stjórnmál. Árið 1990
fékk Schwarzenegger fyrst smjör-
þefinn af stjórnmálum þegar hann
tók sæti í nefnd sem skipuð var af
George Bush eldri, þáverandi forseta
Bandaríkjanna, til að marka stefnu í
heilsu- og líkamsræktarmálum fyr-
ir Bandaríkjamenn. Árið 1999 sagði
hann í viðtali við slúðurtímaritið
Talk að hann hefði jafnvel áhuga á að
verða ríkisstjóri Kaliforníu. „Ég hef
oft hugsað um það.“
Árið 2003 fékk Schwarzeneggers
svo stóra tækifærið. Mikil óánægja
ríkti á þeim tíma með störf þáverandi
ríkisstjóra, Grays Davis. Þegar ákveð-
ið var að hann þyrfti að standa af sér
kosningar til að halda embætti (e.
recall election) lét Schwarzenegger
slag standa og tilkynnti framboð sitt
til ríkisstjóra í spjallþætti hjá vini sín-
um Jay Leno. Á þeim tveimur mán-
uðum sem liðu fram að kosningum
forðaðist hann að taka þátt í kapp-
ræðum og í raun voru stefnumál
hans mjög á huldu. Hann notaði hins
vegar frægð sína óspart og var fram-
boð hans á allra vörum. Að lokum fór
svo að Davis var kosinn úr embætti
og Schwarzenegger kosinn í hans
stað með 55 prósentum atkvæða, en
næsti frambjóðandi á lista hlaut að-
eins 33 prósent atkvæða.
Arfleifð „governators“
Schwarzenegger ákvað snemma í
embætti að hann ætlaði að reyna að
sætta öfl demókrata og repúblikana
í Kaliforníu. Eftir á að hyggja kunna
það að hafa verið mistök, en hon-
um mistókst jafnan að koma hugðar-
efnum sínum í gegnum ríkisþingið í
Kaliforníu. Hann lagði þó ætíð mikla
áherslu á umhverfismál, sem er tals-
vert úr takti við stefnu repúblikana-
flokksins. Schwarzenegger hafði þó
lofað að draga úr ríkisútgjöldum og
styrkja einkaframtakið til að ná tök-
um á fjárlagahallanum, sem var í
samræmi við stefnu flokksins. Það
mistókst og eftir stendur það sem
áður var eitt blómlegasta efnahags-
kerfi í heimi í rjúkandi rúst.
Schwarzenegger hefur enn ekki
upplýst um hvað hann ætli nú að
taka sér fyrir hendur. Sögusagnir eru
á kreiki um að Barack Obama muni
skipa hann í sérstakt embætti til að
fara með loftslagsmál. Þá hefur hann
einnig sagt að hann kunni að snúa
sér aftur að leiklist. „Það er eins og
að hjóla eða fara á skíði. Maður læt-
ur bara vaða og allt í einu er eins og
maður hafi síðast gert það í gær.“
n Arnold Schwarzenegger er horfinn úr embætti ríkisstjóra Kaliforníu n Skilur
efnahag ríkisins eftir í rjúkandi rúst n Hafði enga stjórnmálareynslu en notaði
frægðina til að ná frama í stjórnmálum n Gæti snúið sér aftur að leiklist
„Hasta la vista“
„Schwarzenegger
hlaut einstaklega
strangt uppeldi og hefur
oft lýst því í viðtölum að
faðir hans hafi oft og tíð-
um beitt hann barsmíðum.
Björn Teitsson
blaðamaður skrifar bjorn@dv.is
Einbeittur Arnold Þótt Schwarzenegger
hafi tekist að koma vel fyrir í viðtölum eru
stjórnmálaskýrendur á einu máli um að honum
hafi ekki tekist vel til sem ríkisstjóri Kaliforníu.