Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2011, Qupperneq 25

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2011, Qupperneq 25
Sport | 25Miðvikudagur 5. janúar 2011 Drogba ekki hund- rað prósent n Lítið hefur gengið hjá Chelsea und- anfarnar vikur en helsti markaskorari liðsins, Didier Drogba, er ekki sáttur við eigin frammi- stöðu. Hann hefur „aðeins“ skorað átta mörk í öllum keppn- um og kennir meiðslunum og malaríunni sem hann fékk rétt fyrir mót um það. „Ég er ekki enn orðinn hundrað prósent heill. Ég berst í hverjum leik við það að bæta mig og hjálpa liðinu. Þetta tímabilið hefur verið mér erfitt líkamlega því það er ekki auðvelt að endurheimta líkamlegan styrk eftir slík veikindi. Ég veit að ég þarf að leggja mig fram fyrir liðið og það hef ég alltaf gert. Chelsea þarf á mér að halda,“ segir Drogba. Enginn skákar Nadal og Federer n Tennisgoðsögnin John McEnroe býst við að einvígi Rogers Federers og Rafaels Nadals á toppi tennisheims- ins muni halda áfram næstu árin og enginn muni koma upp á milli þeirra. Þessir tveir herramenn hafa hirt næstum alla stóru titlana í gegnum árin og skipst á um að vera í efsta sæti heimslistans. Báðir hafa þeir unnið öll fjögur risamótin og virðast oftar en ekki ósigrandi. „Það væri heimska að segja annað en að þessir tveir muni áfram tróna á toppnum. Þeir eru einfaldlega langbestir og kunna að vinna erfiðu leikina,“ segir McEnroe. Palace horfir til Coppels n Steve Parish, stjórnarformaður Championship-liðsins Crystal Pal- ace, ætlar að hafa samband við Steve Coppel og í sambandi við þjálfun liðsins. Palace hefur ekkert gengið á tímabilinu og rak á dögunum stjórann George Burley. Coppel hóf tímabilið sem stjóri Bristol City en hætti óvænt eftir fyrsta leik. Ætlar Parish að biðja Coppel um að taka að sér starfið, í það minnsta láta hann gefa sér einhver góð ráð. Coppel stýrði Reading fyrir nokkrum árum upp í úrvalsdeildina en hætti með liðið eftir að það komst ekki aftur upp í deild þeirra bestu árið 2008. Kiko kátur með lánssamninginn n Federico „Kiko“ Macheda, Ítalinn ungi hjá Manchester United, er hæstánægður með vistaskiptin, en hann verður í láni hjá Samdoria út tímabilið. Telur hann að það muni hjálpa sér til framtíðar hjá Manchester United. „Ég hef bara verið að spila tíu til tuttugu mínútur hjá United og það hjálpar mér lítið að vaxa sem fótboltamaður. Ferguson er mér sammála. Það eru allir að græða á þessu því eftir sex mánuði fær Manchester United til baka enn betri framherja en það lánaði. Ég gæti ekki verið ánægðari,“ segir Federico Macheda. Molar Samið í 1. deildinni Þrjú lið úr fyrstu deildinni í knattspyrnu hér heima sömdu við leikmenn sína í vikunni. Víkingar úr Ólafsvík sömdu við þrjá. Markvörðinn Einar Hjör- leifsson, hinn bráðefnilega Brynjar Kristmundsson og Heimi Þór Ásgeirsson en allir sömdu þeir út árið 2012. Ágúst Þór Ágústsson skrifaði undir nýjan samning við Fjölni í Grafarvoginum en nýi samningurinn er til tveggja ára. Þá skrifaði annar efnilegur leikmaður, Fannar Þór Arnarsson, undir áframhaldandi samning við Leikni, einnig til tveggja ára. Stórleikur á Emirates Sjö leikir fara fram í ensku úrvalsdeildinni í kvöld, miðvikudag. Stórleikur kvöldsins er viðureign Arsenal og Manchester City á Emirates-leikvanginum í Lundúnum. Bæði lið eru í harðri toppbaráttu og stigin þrjú því gríðarlega dýrmæt. Everton tekur einnig á móti Tottenham sama kvöld Chelsea fer í heimsókn til Úlfanna. Aðrir leikir eru: Aston Villa - Sunderland, Newcastle - West Ham, Blackburn - Liverpool og Bolton - Wigan. Slúðurvefmiðillinn TMZ.com birti í gær myndband af börnum hnefa- leikakappans Floyds Mayweathers Jr. þar sem þau koma hlaupandi inn til öryggisvarðar sem vaktar húsa- hverfið þar sem Mayweather býr. Voru börnin að flýja heimili sitt þar sem Mayweather er gert að sök að hafa verið að berja fyrrverandi kær- ustu sína og móður eins barnanna. 9. september voru fluttar fregn- ir af því að Mayweather hefði barið konuna sem heitir Josie Harris en samkvæmt TMZ reiddist boxarinn þegar hann frétti að Harris væri byrj- uð að hitta körfuknattleiksmann úr Chicago Bulls, CJ Watson. Var May- weather handtekinn daginn eftir en látinn laus gegn 3.000 dollara trygg- ingu. Sex dögum síðar var May- weather kærður fyrir þjófnað en auk ofbeldisins tók hann síma Harris af henni. Hefur saksóknari sett saman ákæru sem gæti tryggt Mayweather 34 ára fangelsisvist verði hann fund- inn sekur. Hann á að mæta aftur í dómsal þann 24. janúar. Í myndbandinu sem gerir lítið til að hjálpa málstað Mayweathers sjást hvar börnin koma hlaupandi til ör- yggisvarðarins og lögreglan kemur á staðinn um korteri seinna. Harris sést síðan borin burt á sjúkrabörum, haldandi um höfuð sér. Mayweather má hvorki hitta Harris né börnin fyrr en leyst hefur verið úr málinu. Mayweather er af mörgum tal- inn besti hnefaleikakappi sögunnar, pund fyrir pund. Hann er ósigraður í fjörutíu og einum bardaga, þar af hefur hann unnið tuttugu og fimm þeirra með rothöggi. Á ferli sínum, sem spannar fjórtán ár, hefur hann orðið heimsmeistari í fimm mis- munandi þyngdarflokkum. tomas@dv.is Mayweather ákærður fyrir að berja fyrrverandi kærustu sína: Gripinn á myndavél Í vondum málum Floyd Mayweather gæti eytt mörgum árum í fangelsi verði hann fundinn sekur. Mynd REutERS Vill enga Eurovision-umræðu iður milliriðill þar sem verða lið eins og Frakkland, Spánn og Þýskaland. Þetta er því mjög erfið leið. Við verð- um að taka eins mörg stig með okk- ur upp úr riðlinum og hægt er, svo getum við farið að tala um eitthvað meira.“ Fá „frí“ í dag Guðmundur segist ánægður með hópinn, hann geti ekki stýrt því hversu mikið menn spili með sínum félagsliðum en allir leikmennirnir virðast klárir. Nítján leikmenn eru í hópnum en þrír þeirra verða skorn- ir af áður en haldið verður út. „Það á enginn fast sæti í liðinu og ég mun skoða þetta eins vel og ég get. Það er mín ábyrgð. Staðan á liðinu er góð þannig að ég get ekkert kvartað. Það mun síðan koma freakar í ljós í leikj- unum gegn Þýskalandi.“ Íslensku strákarnir æfa tvisvar á dag fram að leikjunum gegn Þýska- landi, nema á morgun, þá æfa þeir bara einu sinni. „Ég var nú að grínast við strákana að ég væri eiginlega að gefa þeim frídag. Samt eru tvær æf- ingar. Fyrst handboltaæfing og svo lyftingaæfing. En þær eru báðar fyrri partinn þannig að þetta er eiginlega frídagur,“ segir Guðmundur léttur. yfirmaðurinn Guðmund- ur Guðmundsson er búinn að láta strákana okkar taka vel á því. MyndiR SiGtRyGGuR ARi Sloppinn Vignir Svavarsson sleppur í gegn. Á flugi Oddur Grétarsson fer hér inn úr horninu og reynir að skora fram hjá Björgvini Páli Gústavssyni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.