Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2011, Page 29
www.birkiaska.is
Minnistöflur
Bætir skammtímaminnið. Nýtist
fólki sem er undir álagi og fæst
við flókin verkefni. Hentar vel
fyrir eldri borgara, lesblinda og
nemendur í prófum. Dregur úr
streitu, eykur ró og bætir skap.
www.birkiaska.is
Birkilauf (Betulic) hefur góð áhrif á bæði
vökvajafnvægi líkamans og húð, örvar
starfsemi nýrna og þvagfæra. Hraðar
efnaskiptum og losar vatn úr líkamanum,
dregur úr bólgum og afeitrar líkamann (detox).
Birkilaufstöflur
Sviðsljós | 29Miðvikudagur 5. janúar 2011
kærasta
Glötuð
Emma Watson:
Stjörnurnar eldast misvel
4
jan
6
jan
7
jan
15
jan
19
jan
24
jan
31
jan
Michael Stipe,
söngvari R.E.M, verður 51
árs og ber aldurinn vel.
Að rokkara sið klæðist
hann enn leðurjakka og
ber sólgleraugu í sól sem
skammdegi.
Kate Moss verður 37 ára og eldist illa. Sjálfsagt
er óheilbrigðum lífsstíl, endalausum megrunum,
reykingum og drykkju um að kenna.
Dolly Parton verður 65 ára og ber aldurinn afar
vel. Sjálfsagt er það brosmildin, dillandi hláturinn
og túperað hárið sem hún hefur haldið tryggð við í
gegnum árin sem minna á glæsta fortíðina.
Mischa Barton verður 25 ára. Hún lítur út fyrir
að vera heilum 10 árum eldri enda hefur hún lifað
hratt og ekki farið vel með sig.
Justin Timberlake verður þrítugur en er
alltaf eins og 17 ára. Barnslegt andlit hans heldur
popparanum síungum. Heppinn hann.
Rowan Atkinson verður 56 ára. Þessi breski
leikari sem gerði Mr. Bean að goðsögn hefur hreint
út sagt alltaf litið út fyrir að vera á sextugsaldri.
Orkuboltinn Katie Couric verður 54 ára. Konan
sem heldur uppi fréttum CBS-stöðvarinnar lítur
vel út og má víst þakka það nokkrum góðum
heimsóknum til lýtalæknisins í sumarfríum sínum.
Afmælisdagar í janúar:
Emma Watson segir að annasamur ferill-inn og krefjandi nám geri það að verk-um að hún sé glötuð kærasta. Í viðtali
við Music Rooms segist hún vel vita að hún
sé með eindæmum sjálfselsk og þess vegna
velji hún að eiga ekki kærasta í augnablikinu.
„Mér líður vel einsamalli, það er gott að vera
sjálfselsk og það er ömurlegt að eiga mig fyrir
kærustu.“ Emma sagði í þessu sama viðtali að
hún myndi reyna eftir fremsta megni að leyna
þeim ástarsamböndum sem hún eigi í fyrir
pressunni. „Ég ætla aldrei að staðfesta eða
neita fregnum þegar ég er spurð hvort ég sé að
hitta hinn eða þennan.“
Ástlaus en alsæl
Emma segist vera fegin
því að vera einhleyp því
hún sé ömurleg kærasta.